Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 23 Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs stóð í síðustu viku fyrir svo­ kallaðri Þorragönguviku. Boðið var upp á daglegar göngu­ ferðir, síðdegis virku dagana, og morgungöngu á laugardeg­ inum. Þátttaka í verkefninu var góð þrátt fyrir misjafnt veður og færi. Samhliða göngunum sjálfum var miðlað ýmsum fróð­ leik um göngur og gönguferðir. Fyrsta gangan var í Borgarnesi en þar leiðbeindi Margrét Ástrós fólki um notkun göngustafa. Næst var gengið í Reyk­ holti. Þar leiddi Þórunn Reykdal fólk um Reykholtsskóg og fræddi fólk um göngur og sögu staðarins. Þriðja gangan var á Hvanneyri þar sem farinn var góður hringur niðrundir Anda­ kílsá. Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir fræddi þátttakendur um líkamsbeitingu á göngu. Þá var komið að vasaljósagöngu í Einkunnum. Þar var genginn góður hringur í djúpum snjó og myrkri. Gísli Einarsson fræddi göngufólk um helstu leiðir til að forðast ágang drauga í gönguferðum. Á föstudag var farið í Varmaland þar sem Brynjólfur Guðmundsson leiddi göngu­ fólk upp á hamrana ofan við staðinn og rifjaðar voru upp sögur af fólki og fyrirbærum. Þessari vel heppnuðu göngu­ viku lauk síðan með sannkallaðri þorragöngu í Norðurárdal. Gengið var frá Bifröst niður að Glanna og Paradísarlaut, á köflum í hnédjúpum snjó og skafrenningi. Það var hins vegar gott skjól í Paradísarlaut og þar var slegið upp „örþorrablóti“ með hákarli, harðfiski, magál og mysu. „Göngunefnd FFB þakkar öllum sem þátt tóku í þessari Þorragönguviku og minnir á að næsta skipulagða ganga á veg­ um félagsins verður laugardaginn 19. mars en þá verður geng­ ið út Þyrilsnes í Hvalfirði,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Meðfylgjandi myndir sendi Gísli Einarsson forseti félagsins. mm/ge Þorragönguvika í vetrarfæri hjá FFB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.