Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202214 Þær Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir komu vestur í Reyk­ hólaskóla í vikunni og voru með tveggja daga námskeið í skólanum, fyrir foreldra og kennara annars vegar og svo hins vegar fyrir krakk­ ana. Frá þessu segir á vef Reyk­ hólahrepps. Yrja og Marit standa fyrir Gleði­ skruddunni, þær halda námskeið og umfjöllunarefnið er, eins og segir á heimasíðu þeirra: „Gleðiskruddu­ námskeiðið byggist á jákvæðri sál­ fræði og leggur áherslu á að efla sjálfsþekkingu og auka vellíðan. Á námskeiðinu er lögð áhersla á gleði og að hafa gaman og blöndum við saman fræðslu og leik. Ef að veð­ ur leyfir förum við jafnvel eitthvað út í náttúruna. Helstu áherslur eru að efla; sjálfsþekkingu, bjartsýni og von, styrkleika, trú á eigin getu, gróskuhugarfar og núvitund.“ Einnig eru þær með dagbók, Gleðiskrudduna, fyrir börn á aldr­ inum 6 til 15 ára sem byggir á hug­ myndafræði jákvæðrar sálfræði. Fyrri daginn, þriðjudaginn 8. febr­ úar voru þær með fyrirlestur fyrir foreldra og kennara en vegna veð­ urs urðu þær að vera með hann á samskiptaforritinu Teams. Síðari daginn voru þær síðan með nám­ skeið fyrir krakkana, skipt eftir aldri, 2. til 4. bekk, 5. til 7. bekk og 8. til 10. bekk. Þær komu með dag­ bækur sem þær voru með til sölu. Að sögn voru allir þátttakendur sammála um að þetta hefði verið frábært námskeið. Ungmennafélagið Afturelding stóð fyrir námskeiðshaldinu og var það styrkt af Lions, kvenfélaginu, tómstundastarfinu, foreldrafé­ laginu og skólanum. vaks Á miðnætti síðastliðinn föstudag tóku gildi nýjar reglur hér á landi um slökun á sóttvarnareglum. Þá tilkynnti Willum Þór Þórsson heil­ brigðisráðherra meðal annars að reglugerð um sóttvarnir í skóla­ starfi yrði afnumin. Hann sagði að verið væri að afnema skólareglu­ gerðina þannig að grunn­ og fram­ haldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka eftir nær tveggja ára hlé. Tíð­ indamaður Skessuhorns heyrði í Steinunni Ingu Óttarsdóttur skóla­ meistara Fjölbrautaskóla Vestur­ lands á Akranesi. Spurt var með­ al annars út í þá áskorun sem Covid­19 faraldurinn hefur haft á starfsfólk og nemendur skólans. Stóðum vörð um smitvarnir „Frá því að það var skellt í lás hjá okkur í mars 2020 vegna far­ aldursins var strax brugðist við og farið í fjarkennsluna sem stóð al­ veg út vorönnina það ár. Verk­ námsnemar voru í staðnámi eins og hægt var,“ rifjar Steinunn Inga upp. „En frá haustönn og vorönn 2021 var bæði stað­ og fjarkennsla eft­ ir því hvernig faraldurinn þróaðist hverju sinni. Frá haustönn 2021 var staðkennsla ef frá er talin ein vika í fjarkennslu eftir að hópsmit varð á Akranesi í október í fyrrahaust. Við höfum staðið frekar einbeittan vörð um smitvarnirnar og komið í veg fyrir að smit kæmi upp í skólan­ um. Verið með sóttvarnahólf, t.d. í mötuneytinu þar sem koma jú flest­ ir saman í einu. Allir eru með grím­ ur og handspritt er á ákveðnum stöðum. Við höfum verið með svo­ kallaða grímuvakt og minnt nem­ endur á að bera grímurnar á göng­ um skólans.“ Heldur minna brottfall Að stunda fjarnám hlýtur að hafa verið krefjandi fyrir bæði nem­ endur og kennara og spurðum við Steinunni hvort þetta hefði þýtt meira brottfall frá námi hjá nem­ endum. „Við fundum ekkert fyr­ ir því sérstaklega. Það var eigin­ lega heldur minna brottfall en venjulega, sem er í sjálfu sér alveg frábært. Kennararnir leystu fjar­ kennsluna afskaplega vel af hendi og gerðu það faglega. En auðvit­ að var fjarkennslan mjög krefj­ andi. Það er mjög freistandi fyr­ ir nemendur að mæta og skrá sig inn í mætingu í fjarkennslu á skjá og láta sig síðan hverfa. En þetta gekk furðu vel hjá flestum. Aðstæð­ ur nemenda heima hjá sér eru mjög mismunandi og reynt var að taka tillit til þess. Ekki hafa allir sérher­ bergi eða tölvu sem þau geta verið með útaf fyrir sig að hlusta til dæm­ is á fyrirlestra.“ Eldskírn hjá skólameistaranum Steinunn Inga var aðeins búin að vera skólameistari í Fjölbrauta­ skóla Vesturlands í um átta vik­ ur þegar faraldurinn skall á. „Þetta var hálfgerð eldskírn hjá mér, en þetta gekk samt afskaplega vel við þessar aðstæður og vóg þar stærst samtakamáttur kennara og nem­ enda. Nemendur náðu samt þrátt fyrir faraldurinn að halda árshátíð í fyrra og svo aftur núna í síðustu viku. Það var reyndar ekkert ball en þau reyndu að gera eins gott úr því og hægt var og aðstæður leyfðu.“ Steinunn segir að nemendur skól­ ans hafi sýnt bæði þolinmæði og umburðalyndi við þessar aðstæður. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði svolitlar áhyggur af því að ástandið hefði þau áhrif á nemendurna að þeir létu minna til sín taka í þessu ástandi; að það myndi draga úr vilja þeirra til frekari verka. En þau hafa sýnt það að þau láta faraldur­ inn ekki stöðva sig. Þau fylgjast vel með öllum sóttvarnareglum og ætla að fara alveg á fullt um leið og hægt er. Ég er mjög stolt af þeim.“ Hópurinn sem braust í gegnum kófið Við útskriftina í FVA skömmu fyrir jól ávarpaði Steinunn útskriftarnem­ endur sína og talaði til þeirra af virðingu. Í upphafi ræðunnar sagði hún: „Það er mikill heiður fyrir mig að ávarpa þennan fríða og glæsilega hóp nemenda FVA. Þið hafið nú lok­ ið formlegu námi við skólann þrátt fyrir heimsfaraldur sem hefur haft áhrif á allt í samfélaginu. Þið hafið mörg hver lengst af stundað nám­ ið við frekar óvenjulegar aðstæður. Með andlitsgrímu, utan kennslu­ stofu jafnvel og sjaldnast var nokkuð um félagslíf í skólanum síðastliðin tvö ár vegna samkomutakmarkanna vegna smithættu. En ykkur tókst að halda þetta út. Við í FVA mun­ um alltaf hugsa til ykkar sem hópsins sem braust í gegnum kófið – hópsins sem upplifi skólalokun í mars 2020 og bjó upp frá því við mikla óvissu en aðlagaðist breyttum aðstæðum á ótrúlega skömmum tíma, hópsins sem tókst að gera gott úr hlutunum og ná markmiðum sínum. Vel gert! Og í rauninni er það afar hollur lær­ dómur og gott veganesti ef horft er á björtu hliðarnar eins og gott er að temja sér. Það að læra að mæta and­ streymi, sigrast á erfiðleikum, láta ekki bugast og aðlagast aðstæð­ um. Þó þið hefðuð lært fátt annað en þetta hér í FVA þá væri það bara nokkuð gott.“ Þessi orð hennar segja mikið til um þær áskoranir og erfiðleika sem mættu nemendum við þess­ ar óvenjulegu aðstæður og hvern­ ig þau tókust á við þær. Sömu sögu er hægt að segja um kennara skól­ ans. „Þeir voru einhuga um að láta hlutina ganga og var mikil samstaða meðal þeirra. Mér hefur fundist al­ veg frá því að ég kom til starfa í skól­ anum stemningin vera notaleg og öll þjónusta mjög persónuleg,“ segir Steinunn. 15 rafvirkjar á síðustu önn Þegar skólameistarinn er spurður hvaða nám það er sem nyti mestra vinsælda við skólann núna, segir hún að flestir nemendur séu á svo­ kallaðri opinni stúdentsbraut þar sem þau hafa meira val. „Nýjasta sviðið okkar er skapandi greinar. Þá er erum við með gott og öfl­ ugt sjúkraliðanám sem er kennt í lotum, mjög hagnýtt og eftirsótt. Verknámið er líka mjög öflugt. Til að mynda þá útskrifuðum við 15 rafvirkja nú á haustönn sem er stór hópur. Þá er húsasmíðin einnig mjög vinsæl. Við erum með helgar­ og dreifnám sem er mjög mikil að­ sókn í. Þannig að það er starfsemi í skólanum nánast alla daga vikunnar á skólaárinu, alltaf fjör í fjölbraut,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari FVA að endingu. se Gleðiskruddurnar Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir. Ljósm. Herdís E. Matthíasdóttir Gleðiskruddurnar heimsóttu Reykhólaskóla Hafa verið krefjandi tímar fyrir nemendur og kennara segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari FVA, um kóvid tímabilið langa Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari, Aníta Ólafsdóttir dúx skólans við síðustu útskrift og Dröfn Viðarsdóttur aðstoðarskólameistari. Ljósm. fva. Hópurinn sem braust í gegnum kófið að útskrifast 18. desember sl. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.