Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Page 4

Skessuhorn - 16.02.2022, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 20224 Í sömu andrá og þetta blað rann í gegnum prentvélarnar í gærkvöldi, stóð til að lyki einhverri hatrömmustu kosningabaráttu síðari tíma. Þar sem barist hefur verið á banaspjótum og fólk ekki einu sinni reynt að dylja hatur í garð eins af þremur frambjóðendum. Stór orð hafa verið látin falla í sjón­ varps­ og útvarpsþáttum, á hinum ýmsu net­ og prentmiðlum, hreinlega allsstaðar þar sem hægt er að koma skoðun sinni á framfæri. Jú, það er að ljúka stjórnarkosningu í Eflingu, næststærsta stéttarfélags landsins. Á friðartímum hefur kosningabarátta í verkalýðsfélagi aldrei verið jafn umdeild og áberandi. Ástæðan er sú að fyrrverandi formaður, sem hrökkl­ aðist úr formennsku á síðasta ári, gefur kost á sér að nýju í embættið. Það gerir hún vegna þess að hún er nokkuð augljóslega baráttumanneskja og vill bjóða fram krafta sína til að berjast fyrir bættum kjörum láglaunafólks. Á því tímabili sem Sólveig Anna Jónsdóttir gegndi formennsku í félaginu var vissulega ekkert „Drottins dýrðar koppalogn“ í kringum hana, svo vitn­ að sé í titil leikverks eftir Jónas föðurbróður hennar. Hún sýndi að hún var óhrædd við að feta ótroðnar slóðir til að bæta kjör fólks. En á þeirri veg­ ferð mætti hún andstreymi þaðan sem síst skyldi, frá starfsfólki á skrifstof­ unni, en einnig fleirum. Margir sem töldu ógn stafa af henni. Vissulega kann það að vera að starfshættir hennar og stjórnunarstíll hafi ekki hentað þeim sem stólana vermdu. Örugglega hafa stór orð fallið á báða bóga og kannski grátið mikið og gníst tönnum. Mér segir hins vegar svo hugur að við komu hennar í stjórn hafi hún ruggað bát sem kannski fulllengi hafði verið búinn að vera í drottins dýrðar koppalogni. Í það minnsta þoldi hann illa ágjöfina og því fór svo að lokum að formaðurinn sagði af sér og fram­ kvæmdastjórinn sömuleiðis. Bátnum hvolfdi. Síðan hefur ekkert til félags­ ins spurst ­ fyrr en nú. Það er nú gjarnan svo að þeir sem láta til sín taka, hvort sem það er á vettvangi félagsstarfs eða stjórnmála, verða oft umdeildir. Ekki hvað síst ef pólitískir andstæðingar sjá í viðkomandi ógn sem ruggað getur bát sem kannski þolir ekkert meira en koppalogn. Í þessu tilfelli hljóta hins vegar kjör og vilji félagsmanna í Eflingu að vera sá þáttur sem á endanum á að ráða. Félagmenn hafa reynslu af því að einmitt þessi kona fór með þá í gegnum stífa samningalotu. Þeir uppskáru meðal annars vegna þess að far­ ið var að semja um krónutöluhækkun, þannig að þeir sem bágust höfðu kjörin fengu hlutfallslega mest. Í leit sinni að jöfnuðu sáu bæði hún og aðr­ ir fulltrúar í samninganefnd launafólks, svo sem Ragnar Þór og Villi Birg­ is, að sanngjarnast væri að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega meira en laun annarra. Í mínum huga var þetta það skynsamlegasta sem á þessum tímapunkti var hægt að gera og gjörningurinn kallaður lífskjarasamningar. Stjórnvöld voru auk þess dregin að borðinu því hluti af réttlætingu á kjör­ um þeirra lægst launuðustu fólst í skatta­ og vaxtabreytingum sem hvoru tveggja var utan lögsögu atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Þegar þetta blað verður komið úr prentun mun niðurstaða í kosningunni liggja fyrir. Annað hvort hefur Sólveig Anna borið sigur úr býtum, eða ekki. Það hvort verður vinnufriður á kontórnum ef hún snýr til baka, hef ég nákvæmlega engar áhyggjur af. Ef starfsfólkið er ekki tilbúið að starfa undir hennar stjórn, hlýtur það að fá vinnu annarsstaðar. Kosningin snýst nefnilega ekki um hagsmuni þess, heldur hagsmuni félagsmanna í stéttar­ félaginu Eflingu. En þessi kosning hjá einu verkalýðsfélaganna er einungis angi af miklu stærra og flóknara máli. Innan verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni virðist vera að búa um sig óeining. Formaður VR gengur lengst þegar hann seg­ ir að nú velti menn því fyrir sér hvort betra væri fyrir VR að félagið segði skilið við Alþýðusamband Íslands og áherslur þess. Kannski er þetta upp­ haf að endalokum Alþýðusambandsins í þeirri mynd sem við höfum þekkt í áratugi. Tíminn mun leiða það í ljós. Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Drottins dýrðar koppalogn? Hátt í tíu þúsund manns losnuðu á föstudagskvöldið undan reglum um sóttkví. Á miðnætti um kvöldið tók gildi reglugerð um samkomu­ takmarkanir sem fól í sér töluverð­ ar tilslakanir. Þeir sem sættu sóttkví þurfa nú ekki að mæta í sýnatöku til að losna. Þeim sem hafa ver­ ið útsettir fyrir smiti er ekki leng­ ur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með féll jafn­ framt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar. Reglur um einangr­ un eru óbreyttar. Reglur um þá sem koma um landamæri Íslands breytast ekki. Reglur þessar gilda til og með 25. febrúar. Jafnframt féll brott sérstök reglugerð um tak­ mörkun á skólastarfi. Helstu breytingar á samkomu­ takmörkunum voru eftirfarandi: Almennar fjöldatakmarkanir: Fóru úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í versl­ unum féllu brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna við­ burði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu. Hreyfing: Sund­ og líkamsræktar­ stöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutak­ markanir í skólum, þó með undan­ teknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn­ og framhaldsskólum án nokkurra tak­ markana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opn­ unartími lengdur um eina klukku­ stund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00. mm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentu­ stig, sem nemur 37,5% hækkun í einu stökki. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlán­ um, fara því úr tveimur prósentu­ stigum í 2,75%. Í tilkynningu frá stofnuninni síðastliðinn miðviku­ dag kemur fram að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá hafi hagvöxtur verið um einni prósentu meiri á síðasta ári en spáð var í nóvember eða um 4,9%. „Spáð er svipuðum hagvexti í ár. Störfum hefur haldið áfram að fjölga og atvinnuleysi að minnka og er áætlað að framleiðsluslakinn sem myndaðist í kjölfar Covid­19 far­ sóttarinnar sé horfinn. Óvissa er hins vegar enn mikil. Verðbólguhorfur hafa versnað töluvert frá síðasta fundi nefndar­ innar og mældist verðbólga 5,7% í janúar. „Undirliggjandi verð­ bólga hefur einnig aukist og er talin vera ríflega 4%. Þá hafa verð­ bólguvæntingar á suma mælikvarða hækkað. Hækkun húsnæðisverðs vegur þungt en aðrir innlendir kostnaðarliðir hafa einnig hækkað. Við bætist hækkun alþjóðlegs olíu­ og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verð­ bólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins og yfir 5% fram eftir þessu ári. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni þegar hægir á verðhækkun húsnæðis og alþjóðlegar verðhækk­ anir fjara út en að hún verði ekki komin að markmiði fyrr en undir lok spátímans,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. mm Sveitarstjórn Dalabyggðar fjallaði um fyrirhugaða lokun útibús Arion banka í Búðardal á fundi sínum 10. febrúar síðastliðinn. Rifjað var upp að forsvarsmenn bankans hafi full­ yrt við síðustu breytingar á starf­ semi útibúsins að ekki stæði til að loka útibúinu í Búðardal. Í umræðum benti Krist­ ján Sturluson sveitarstjóri á að í fundargögnum væri afrit af samn­ ingi sem gerður var á sínum tíma milli Sparisjóðs Dalasýslu og Bún­ aðarbankans, árið 1965. Þar séu ákvæði um þjónustu og skyld­ ur bankans gagnvart íbúum Dala­ sýslu. Ekki urðu umræður um þennan gamla samning á fundin­ um, en áhugavert er að skoða tí­ undu grein þess samnings, sem kveður á um að ef bankinn leggi niður útibúið, skuli það samein­ ast Sparisjóði Dalasýslu. Skal ósagt látið hvort samningurinn haldi enn gildi sínu, en forsvarsmenn Spari­ sjóðsins hafa verið forsjálir á sínum tíma. Hvatti sveitarstjóri til þess að efni samningsins yrði skoðað í samhengi við lokun útibúsins. Á fundinum mátti finna reiði meðal sveitarstjórnarmanna vegna yfirvofandi lokunar og stór orð féllu. Einnig komu fram hug­ myndir um þveröfuga stefnu, þ.e. að fjölga störfum bankans án stað­ setningar í Búðardal, þar sem hús­ næði er mun ódýrara en á höfuð­ borgarsvæðinu. Niðurstaða fundarins var að byggðarráð Dala­ byggðar haldi umræðunni áfram. bj Reglur um sóttkví vegna Covid-19 felldar úr gildi Peningastefnunefnd Seðlabankans. F.v. Rannveig Sigurðardóttir, Gylfi Zoëga, Ásgeir Jónsson, Katrín Ólafsdóttir og Gunnar Jakobsson. Stýrivextir hækkaðir um tæp fjörutíu prósent Sveitarstjórn fordæmir lokun bankaútibúsins

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.