Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202226 Á hverjum þriðjudegi og fimmtu­ degi rétt eftir klukkan fimm í eftirmiðdaginn ómar fjölbreytt stuðtónlist frá sundlaugarbakka útilaugarinnar í Borgarnesi. Tónlistina má meðal annars heyra á leikvelli grunnskólans, í Skallagrímsgarði og jafnvel upp á holti á Þórólfsgötunni. Að þessu sinni var það lagið Gullvagn­ inn með Björgvini Halldórssyni sem ómaði um íþróttasvæðið í Borgarnesi síðastliðinn fimmtu­ dag og dró að forvitinn blaða­ mann. Í dýpri enda útilaugar­ innar reyndist í gangi vatnsleik­ fimi kvenna undir leiðsögn Írisar Grönfeldt, íþróttafræðings og vatnsleikfimi leiðbeinanda. Mik­ il einbeiting, hlátur og gleði ein­ kenndi kvennahópinn í lauginni sem allar gerðu einhvers konar form af „beygja, kreppa, sundur, saman,“ æfingum. glh „Félagið Hinsegin Vestur­ land hefur hrundið af stað hönnunarkeppni í leit að hinu fullkomna logo­i fyrir félagið,“ segir í tilkynningu. Keppnin er leynileg. Trún­ aðarmaður keppninnar tek­ ur við innsendum tillögum og sér um öll samskipti við þátt­ takendur. Keppnin er öllum opin nema stjórn Hinsegin Vesturlands og nánustu fjöl­ skyldum þeirra. Engin tak­ mörk eru á hversu margar tillögur hver þátttakandi má senda inn. Merkið/lógóið skal endurspegla tilgang félags­ ins sem er að auka sýnileika, stuðning og fræðslu ásamt því að efla tengslanet hinseg­ in fólks á Vesturlandi, auk aðstandenda þeirra og vel­ unnara. Hinsegin Vesturland mun tilkynna um sigurvegara keppninn­ ar en vinningar fyrir verðlaunahug­ myndir koma frá Kraumu, Hótel Búðum og Hraunsnefi sveitahóteli. Trúnaðarmaður keppninnar er Anna Sigríður Guðbrandsdótt­ ir myndmenntakennari í Grunn­ skóla Borgarness. Hún tekur á móti innsendum tillögum og miðl­ ar þeim til dómnefndar og sér um að upplýsa stjórn Hinsegin Vestur­ lands um niðurstöðu keppninnar. Þátttakendur skula skila tillögu á PDF formi, uppsettu á A4. Í skjal­ inu mega ekki koma fram neinar upplýsingar sem kunna að gefa til kynna hver höfundur tillögunnar er, ellegar er hætta á því að hún verði dæmd úr leik. Tillögur skulu send­ ar inn á tölvupósti á: merkihinseg­ invest@gmail.com. Skilafrestur er til miðnættis 25. mars 2022. Allar nánari upplýsingar eru á hinseginvesturland.com mm Hár Center í Borgarnesi hef­ ur alde ilis fengið andlitslyftingu síðustu vikurnar og mætti nán­ ast halda að hárgreiðslustofan sé komið í nýtt húsnæði, en svo er vissulega ekki. Þær Auður Ásta Þorsteinsdóttir og Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir eru eigendur Hár Center og hafa þær verið frá upphafi með stofuna sína að Borg­ arbraut 61 í Borgarnesi, eða síðan árið 2016. „Við leigðum húsnæðið fyrst en eignuðumst eignina, eða þennan hluta hússins í apríl 2020, í miðju Covid í þokkabót,“ segja stöllurn­ ar stoltar. Hár Center er til húsa þar sem Sjóvá er í Borgarnesi en gengið er inn á stofuna baka til í húsinu. „Við máttum í raun ekki breyta rýminu þegar við vorum að leigja það. Síðan eignuðumst við stofuna og í nóvember á síðasta ári fórum við að pæla í því að breyta til og nýta rýmið betur,“ bæta þær við. Nú hafa nokkrir veggir fengið að fjúka og útkoman væg­ ast sagt glæsileg því stofan hef­ ur nánast tvöfaldast í stærð mið­ að við hvernig áður var. „Það er góður tími að ráðast í smá fram­ kvæmdir eins og þessar í janúar­ mánuði sem getur verið rólegur. Framkvæmdirnar hafa gengið vel, eina sem er eftir er smávegis frá­ gangur í lofti og aðrar fíniseringar eins og að hengja eitthvað smart upp á veggina. Við stefnum á að allt verði tilbúið núna um miðjan febrúar,“ sögðu þær þegar rætt var þær í síðustu viku. Opið er í Hár Center alla virka daga frá kl. 09:00­18:00 og hægt að panta tíma í síma 437­0102. glh Hárgreiðslustofan eftir breytingarnar. Hár Center hárgreiðslustofa fær andlitslyftingu Jóhanna Lóa og Auður Ásta eigendur Hár Center í Borgarnesi. Hinsegin Vestur- land fer í gang með hönnunarsamkeppni Beygja, kreppa, sundur, saman Vatnsleikfimi kvenna fer alltaf fram í útilauginni kl. 17:00 á þriðju- dögum og fimmtudögum í Borgarnesi. Inga Birna Tryggvadóttir kíkir í myndavélina á milli setta. Sólrún Lind Egilsdóttir gerir hér æfingar með lóðum. Íris Grönfeldt sýnir hér handtökin á þurru landi og konurnar gera svo eins í vatninu. Mikil gleði einkenndi kvennahópinn í lauginni. Og sömuleiðis var leiðbeinandinn glaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.