Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 31 Síðastliðinn fimmtudag var dreg­ ið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu en um er að ræða fyrstu tvær umferðirnar. Í Mjólkurbikar kvenna mætir ÍA liði Fjölnis og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni föstudaginn 29. apríl klukkan 19. Sigurvegarinn úr þessum leik mætir síðan annað hvort Sindra eða KH í leik sem fer fram sunnudaginn 15. maí klukk­ an 14. 16­liða úrslitin eru svo áætl­ uð föstudaginn 27. maí og laugar­ daginn 28. maí. Víkingur Ólafsvík mætir Ber­ serkjum/Mídas laugardaginn 9. apríl á Víkingsvelli klukkan 14 og Kári frá Akranesi mætir Árborg sunnudaginn 10. apríl í Akranes­ höllinni klukkan 14. Sigurvegarar þessara leikja mætast svo laugar­ daginn 23. apríl klukkan 14 og því gæti orðið Vesturlandsslagur í þeirri umferð. Annar Vesturlandsslagur verður örugglega sunnudaginn 10. apr­ íl því þá mætast á Ólafsvíkurvelli Reynir Hellissandi og Skallagrím­ ur frá Borgarnesi klukkan 14. Sig­ urvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Þrótti Vogum eða ÍR og fer sá leikur fram föstudaginn 22. apríl klukkan 19.15. 32­liða úr­ slitin hefjast svo þriðjudaginn 24. maí og lýkur fimmtudaginn 26. maí. Karlalið ÍA þarf ekki að taka þátt í forkeppninni og verður liðið í hattinum þegar dregið verð­ ur í 32­liða úrslitum keppninn­ ar. Víkingur Reykjavík er ríkjandi Mjólkurbikar meistari í meistara­ flokki karla og Breiðablik í meist­ araflokki kvenna.vaks Afturelding hefur fengið Skaga­ manninn Guðfinn Þór Leós­ son til liðs við sig fyrir komandi tímabil en Afturelding mun leika í 1. deild karla, Lengjudeildinni, í knattspyrnu í sumar eins og síð­ ustu þrjú tímabil. Guðfinnur Þór er 22 ára miðjumaður, uppalinn hjá ÍA, en kemur til Aftureldingar frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann spilaði 20 leiki og skoraði eitt mark í Lengjudeildinni síðasta sumar. Guðfinnur Þór lék með Knattspyrnufélaginu Kára frá Akranesi í 2. deild frá 2018 til 2020, lék 48 leiki og skoraði sjö mörk en í fyrra steig hann sín fyrstu skref í næstefstu deild með Víkingi Ó. Guðfinnur Þór steig sitt fyrsta skref með meistara­ flokki í september 2017 þegar hann kom inn á sem varamaður í leik ÍA gegn KA á síðustu mínútu leiksins. „Mér líst hrikalega vel á liðið. Æfingarnar eru skemmtilegar, þetta er flottur hópur og ég er hrikalega spenntur fyrir komandi sumri.“ sagði Guðfinnur Þór eftir undirskriftina. vaks Knattspyrnumaðurinn Oliver Stef­ ánsson hefur gengið til liðs við ÍA frá IFK Norrköping. Verður hann á lánssamningi sem gildir út keppnis­ tímabilið 2022. Oliver segir á fés­ bókarsíðu ÍA að það sé gott að vera kominn aftur í ÍA og hann hlakki til sumarsins. Þá segir Jón Þór Hauks­ son, nýráðinn þjálfari Skagamanna, að Oliver sé góður liðsstyrkur og að þeir vænti mikils af honum. Oliver er að jafna sig eftir að hafa fengið blóðtappa rétt fyrir neðan háls en það hélt honum frá keppni stærstan hluta síðasta ári. Oliver er sonur knattspyrnukempnanna Stef­ áns Þórðarsonar og Magneu Guð­ laugsdóttir sem léku á sínum ferli með ÍA. Auk Olivers hafa Skaga­ menn fengið til liðs við sig fyrir tímabilið þá Aron Bjarka Jóseps­ son, Christian Köhler og Johann­ es Vall. Skagamenn léku sinn fyrsta leik í Lengubikarnum í Akraneshöll­ inni á laugardaginn og höfðu sig­ ur gegn Þór frá Akureyri 3­1 með mörkum frá Steinari Þorsteinssyni, Alexander Davey og Viktori Jóns­ syni en Elmar Þór Jónsson skoraði fyrir gestina. vaks Snæfell lék tvo leiki í liðinni viku í 1. deild kvenna í körfuknattleik og var sá fyrri á móti Tindastól þriðju­ daginn í síðustu viku og vann Snæ­ fell þar sex stiga sigur í spennandi leik, 61:55. Snæfell tók síðan á móti botnliði Vestra frá Ísafirði á laugardaginn og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Snæfell byrjaði bet­ ur, eftir rúmlega fimm mínútna leik var staðan 14:7 heimamönnum í vil og við lok fyrsta leikhluta 20:13. Í öðrum leikhluta jók Snæfell enn við forskotið og við hálfleiksflautuna var munurinn á liðunum orðinn 18 stig, 47:29. Sá munur hélst nokkurn veginn allan þriðja leikhlutann, liðin skor­ uðu á víxl og staðan 71:49 þegar liðin fengu sér vatnssopa og ræddu málin fyrir síðasta leikhlutann. Um hann miðjan var allt útlit fyrir ör­ uggan stórsigur Snæfells því stað­ an var orðin 80:58 en þá hrukku gestirnir frá Ísafirði í gang. Á síð­ ustu rúmlega fjórum mínútum leiksins skoruðu þær 14 stig gegn engu gestanna en því miður fyrir þær var það of seint í rassinn grip­ ið. Lokatölur leiksins voru 80:72 fyrir Snæfelli og með þessum sigri komust þær upp í annað sætið í deildinni. Lið Ármann er í efsta sæti með 26 stig og lið Snæfells og ÍR jöfn með 20 stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stigahæstar í liði Snæfells í leikn­ um voru þær Sianni Martin með 30 stig og 10 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir með 18 stig og Minea Takala með 10 stig. Hjá Vestra var Danielle Shafer með 23 stig, Snæ­ fríður Lillý Árnadóttir með 16 stig og þær Heiður Hallgrímsdóttir og Linda Marín Helgadóttir með 8 stig hvor. Næsti leikur Snæfells er gegn toppliði Ármanns föstudaginn 18. febrúar í Kennaraháskólanum í Reykjavík og hefst leikurinn klukk­ an 19.15. vaks Skallagrímur og Fjölnir áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudaginn og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Gestirn­ ir úr Grafarvogi byrjuðu betur í fyrsta leikhluta og eftir rúmlega fimm mínútna leik var staðan 8:14 þeim í vil. Heimamenn náðu þá að minnka muninn í eitt stig áður en Fjölnir bætti aftur í og var með sex stig í forskot, 21:27, við lok fyrsta leikhluta. Spenna var í öðrum leik­ hluta framan af þar til undir lok hans að Fjölnir gaf enn á ný í og staðan í hálfleik, 39:50 fyrir Fjölni. Lítið gekk í þriðja leikhluta hjá heimamönnum að komast inn í leikinn, Fjölnir var alltaf skrefinu á undan og voru komnir með 18 stiga forystu við lok þriðja leikhluta, 61:79. Leikurinn því nánast búinn enda gerðu leikmenn Skallagríms ekkert af viti í fjórða og síðasta leik­ hluta, þeir hreinlega gáfust upp og lögðu allar sínar árar í bát, lokatöl­ ur leiksins 82:111 fyrir Fjölni. Stigahæstir í liði Skallagríms voru Arnar Smári Bjarnason með 24 stig, Almar Örn Björnsson með 16 stig og 18 fráköst og Dav­ íð Guðmundsson með 13 stig. Hjá Fjölni var Mirza Sarajlija með 40 stig, Ólafur Ingi Styrmisson með 19 stig og 15 fráköst og Brynjar Kári Gunnarsson með 15 stig. Næsti leikur Skallagríms er föstudaginn 18. febrúar gegn Hamri í Hveragerði og hefst hann klukkan 19.15. vaks Almar Örn Björnsson var með 16 stig og 18 fráköst gegn Fjölni. Hér í leik á móti Hamri fyrr í vetur. Ljósm. glh Stórtap Skallagríms gegn Fjölni Guðfinnur Þór ásamt Magnúsi Þór Einarssyni, þjálfara meistaraflokks, og Gísla Elvari Halldórssyni, meðstjórnanda í knattspyrnudeild Aftureldingar. Ljósm. umfa Guðfinnur Þór í Aftureldingu Dregið í forkeppni Mjólkurbikarsins – Stefnir í Vesturlandsslagi Snæfell að fagna sigrinum í leikslok. Ljósm. sá Snæfell í annað sætið eftir sigur á Vestra Oliver Stefánsson er kominn aftur í ÍA. Ljósm. kfia Oliver Stefánsson semur við Skagamenn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.