Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 20228
Heimsóknartak-
markanir
á legudeild
STYKKISH: Starfsfólk legu
deildar HVE sendi tilkynningu
á mánudag þess efnis að heim
sóknir á deildina takmarkist nú
við nánustu aðstandendur og
sjúklingar geti aðeins tekið á
móti einum gesti í einu. Áhersla
er lögð á að gestir beri grímu og
gæti vel að persónubundnum
sóttvörnum á meðan á heim
sókn stendur, ekki er ráðlagt
að einstaklingar undir 16 ára
heimsæki deildina. Þá er ítrekað
að fólk komi ekki í heimsókn sé
það með einkenni, í einangrun
eða smitgát, nýkomið erlend
is frá eða að bíða eftir niður
stöðum úr sýnatöku. Þá hefur
Dvalarheimilið einnig sent frá
sér sambærilega yfirlýsingu þar
sem kemur fram að heimilis fólk
taki aðeins á móti einum gesti
í einu, fari beint inn á herbergi
en ekki í almannarými og 16
ára og yngri fá ekki að koma í
heimsókn. -vaks
Aflatölur fyrir
Vesturland
5.-11. febrúar
Tölur (í kílóum) frá Fiski-
stofu
Akranes: 2 bátar.
Heildarlöndun: 234.094 kg.
Mestur afli: Víkingur AK:
232.680 kg í einni löndun.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu
Grundarfjörður: 7 bátar.
Heildarlöndun: 287.705 kg.
Mestur afli: Sigurborg SH:
74.975 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 13 bátar.
Heildarlöndun: 262.926 kg.
Mestur afli: Egill SH: 38.206
kg í tveimur róðrum.
Rif: 11 bátar.
Heildarlöndun: 526.557 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
133.712 kg í sjö róðrum.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 186.769 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
169.153 kg í tveimur löndun
um.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Víkingur AK – AKR:
232.680 kg. 5. febrúar.
2. Tjaldur SH – RIF: 108.036
kg. 6. febrúar.
3. Þórsnes SH – STY: 91.936
kg. 10. febrúar.
4. Örvar SH – RIF: 79.519 kg.
7. febrúar.
5. Þórsnes SH – STY: 77.217
kg. 8. febrúar.
-arg
Fjármála og efnahagsráðherra hef
ur fallist á tillögu Bankasýslu ríkis
ins um sölu frekari eignarhluta í Ís
landsbanka. Greinargerð og fylgi
gögn um áformin hafa verið send
fjárlaganefnd og efnahags og við
skiptanefnd Alþingis og þess óskað
að umsagnir nefndanna liggi fyr
ir ekki síðar en þann 2. mars nk.
„Þá hefur jafnframt verið óskað eft
ir formlegri umsögn frá Seðlabanka
Íslands um jafnræði bjóðenda, lík
leg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað,
gjaldeyrisforða og laust fé í um
ferð,“ segir í tilkynningu frá fjár
málaráðuneytinu.
Eftir að umsagnir nefndanna
og Seðlabanka Íslands liggja fyr
ir verður tekin endanleg ákvörðun
um hvort sölumeðferð eignarhlut
arins verði hafin í samræmi við efni
greinargerðarinnar. Ráðherra get
ur í ákvörðun sinni gert breytingar
á einstökum þáttum í fyrirhugaðri
sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til
athugasemda fjárlaganefndar eða
efnahags og viðskiptanefndar Al
þingis við greinargerðina.
Væntanleg sölumeðferð hluta í
bankanum er rökstudd þannig í til
kynningu ráðuneytisins: „Áfram
haldandi sala hluta í bankanum er í
samræmi við ákvæði laga, stjórnar
sáttmála ríkisstjórnarinnar, niður
stöður hvítbókar um framtíðarsýn
fyrir fjármálakerfið og eiganda
stefnu ríkisins fyrir fjármála
fyrirtæki. Í eigandastefnunni seg
ir að stuðlað skuli að því að efla og
styrkja samkeppni á fjármálamark
aði og að íslensk fjármálafyrirtæki
verði til framtíðar í fjölbreyttu,
heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi.“
mm
Að morgni síðasta föstudags kom
Bjarni Ólafsson AK til Neskaup
staðar með fyrsta loðnufarminn
sem þangað berst á vertíðinni sem
veiddur er í nót. Hingað til hafa
loðnuskipin veitt í flotvörpu en
nú eru þau að taka grunnnætur og
flotvörpuveiðunum að ljúka. Barði
NK var að landa á Seyðisfirði 1.900
tonnum og er það væntanlega síð
asti loðnufarmurinn veiddur í flot
vörpu sem berst til Síldarvinnsl
unnar á vertíðinni. Þetta kom fram
á fésbókarsíðu Síldarvinnslunnar.
Skagamaðurinn Runólfur Run
ólfsson, skipstjóra á Bjarna Ólafs
syni, segir að loðnan hafi veiðst upp
í fjörunni við Hrollaugseyjar. „Það
var einungis unnt að kasta í fáeina
klukkutíma á fimmtudag því loðn
an gekk út á hraunið fjær landi og
þar er ekki unnt að kasta. Það var
töluvert að sjá af loðnu og þarna var
hægt að fá ágætis köst. Við fengum
okkar afla í þremur köstum. Þar
sem við vorum voru einir tíu bátar
að veiðum og þar á meðal tveir fær
eyskir. Loðnan sem þarna fæst er
stór og falleg. Það eru 3335 í kíló
inu. Mér líst afar vel á framhaldið.
Það verður að segjast að þetta lítur
bara ágætlega út,“ sagði Runólfur.
Hrognafyllingin í loðnunni
var 12,4% og brátt fer að hefja
frystingu fyrir Asíumarkað en þá
þarf hrognafyllingin að vera 14
15%. Hrognavinnsla hefst hins
vegar ekki fyrr en hrognafyllingin
er um 25% og loðnan farin að losa
hrognapokann.
Loðnan er nú að ganga vest
ur með suðurströndinni. Ekki er
því langt að bíða að hrognavinnsla
geti hafist á Akranesi, þegar loðnan
gengur vestur fyrir land til hrygn
ingar.
vaks
Leiðindaveður var í Snæfellbæ á
mánudaginn og átti að bæta í vind
þegar leið á daginn. Vegna veðurs
var skólahaldi í Snæfellsbæ hætt
um hádegisbil. Færð á vegum inn
anbæjar í Ólafsvík var þá tekin að
spillast. Á meðfylgjandi mynd má
sjá hvar börn í GSN í Ólafsvík voru
á leið úr skólanum en foreldrar
biðu þeirra í bílum sínum.
Mikið hefur verið að gera
hjá snjómokstursmönnum síð
ustu daga. Vigfús Þráinsson snjó
mokstursmaður segir í samtali við
Skessuhorn að hann hafi stundum
verið fram á nótt að ryðja götur
vegna mikillar snjókomu undanfar
ið og er ekkert lát á. af
Fyrsti loðnufarmurinn sem veiddur var í nót
kom með Bjarna Ólafssyni
Bjarni Ólafsson AK 70 að landa í Neskaupstað á föstudaginn. Ljósm. Smári Geirsson
Skólahaldi hætt um hádegisbil
Fjármálaráðherra undirbýr sölumeðferð
hluta ríkissjóðs í Íslandsbanka