Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202224 Dalamaðurinn Steinþór Logi Arnarsson frá Stórholti í Saurbæ tók á dögunum við sem formað­ ur Samtaka ungra bænda af Guð­ mundi Bjarnasyni í Túni á aðal­ fundi samtakanna. Auk Stein­ þórs eru nú í stjórn Samtaka ungra bænda þau Þórunn Dís Þórunnar­ dóttir, Þuríður Lilja Valsdóttir, Ísak Jökulsson og Jónas Davíð Jónasson. Skessuhorn heyrði í Steinþóri Loga og segir hann að í dag séu vel á fjórða hundrað félagsmenn í sam­ tökunum en miðað er við aldur­ inn 18­35 ára. En hver er helsti til­ gangur þessara samtaka? „Hann er annars vegar sá að sameina unga bændur sem eru vítt og breitt um landið og ekki síður ungt fólk sem hefur áhuga á því að fara út í bú­ skap. Hins vegar, burtséð frá félags­ lega þættinum, að standa vörð um hagsmunamál þessa hóps, vera virk í samráði við stjórnvöld og allt sem að því lýtur. Höfum virkilega áhrif Steinþór Logi stefnir að því að verða bóndi og hefur verið í stjórn samtakanna síðastliðin þrjú ár. Þá hefur hann lokið námi í búfræði og er hálfnaður með BS gráðu í búvísindum í fjarnámi við LbhÍ á Hvanneyri. Hvers vegna ákvað hann að taka slaginn sem formað­ ur? „Ég fékk hvatningu frá mörg­ um um það og maður hefur fundið það í þessu starfi hingað til að við höfum virkilega áhrif. Það er gef­ andi að finna það sem við erum að tala fyrir gengur oft eftir og maður brennur nokkuð fyrir því að byggð­ ir landsins blómstri í komandi framtíð. Þá hef ég mikinn áhuga á málefnum ungra bænda og ungs fólks sem langar að gera búskap að ævistarfi sínu.“ En hvað felst helst í starfsemi Samtaka ungra bænda? „Í eðlilegu árferði er það að reyna að halda úti í samvinnu við okkar fjögur lands­ hlutafélög einhverju félagsstarfi og liggja yfir ýmsu eins og frumvörp­ um sem eru að fara í gegn á Alþingi og endurskoðun búvörusamninga. Einnig að vera í ýmis konar sam­ starfi við bæði Bændasamtökin og önnur þverfagleg félagasamtök sem skarast málefnalega á einhvern hátt.“ Náttúra og matvæli hugleikin fólki Steinþór Logi segir að síðustu ár hafi áhugi hjá ungu fólki verið að aukast á landbúnaði. „Það er mik­ il áskorun að ná fólki sem hefur áhuga að láta verða af því. Í Land­ búnaðarháskóla Íslands er búin að vera virkilega góð aðsókn undan­ farin ár og hún hefur verið að aukast mikið síðustu fimm ár eins og í búfræði, garðyrkju og búvís­ indum. Búfræðin er fyrst og fremst í staðnámi en það er verið að efla fjarnámið líka. Búfræðin er fyrir praktíska og verklega þekkingu og krefst meira verklegrar kennslu en búvísindin er meira fræðin. Þessi áhugi segir manni bara að náttúra og matvælaframleiðsla landsins eru hugleikin ungu fólki.” Hugsa út fyrir kassann Hvernig er hægt að ná inn ungu fólki í dag til að gerast bændur? „Það er margslungið, bæði er ungt fólk að koma upp sínum fjölskyld­ um og það er margt sem hefur áhrif í því eins og þjónusta, félagslíf og afþreying sem hentar. Síðan ekki síður að hægt sé að standa að þessu fjárhagslega en búrekstur get­ ur verið þungur róður og það eru blikur á lofti núna í þeim efnum með hækkandi verði á áburði og öðrum aðföngum. Rekstrargrund­ völlur í sumum búgreinum þarfn­ ast skoðunar svo það sé eðlileg af­ koma af þessu sem er mikilvægt fyrir framtíðarhorfur landbúnað­ ar. Við höfum þó séð nýlega fjár­ mögnunarleið hjá Byggðastofn­ un sérstaklega fyrir kynslóðaskipti og nýliðunarstuðning sem hjálp­ ar vissulega en betur má ef duga skal. Umsóknir eftir stuðningi eru til dæmis margfaldar á við sjóðinn sem er til úthlutunar. Það er auð­ vitað um að gera að hugsa út fyrir kassann í þessum hlutum því fjöl­ breytni og nýsköpun skiptir líka miklu máli, landbúnaður snýst ekki bara um lambakjöt og mjólk. Ég er mjög bjartsýnn á stöðu og framtíð landbúnaðar á Íslandi. Við höfum mörg spil á hendi sem við getum örugglega nýtt okkur enn betur, við þurfum bara að aðlaga kerfið að því.“ Kerfið á að grípa undantekningarnar En að allt öðru svona í lokin, því nú er búið að vera mikið í um­ ræðunni síðustu mánuði hvað varðar slæma meðferð á blóð­ merum. Hvað finnst Steinþóri Loga um það? „Við í samtökun­ um ræddum þessi mál um daginn á aðalfundinum og höfum ekki sett okkur gegn þessum búskap sem slíkum en fordæmum auðvitað alla slæma meðferð á dýrum. Þetta er í raun eins og með annan bú­ skap að því miður koma stundum upp undantekningar á þeim starfs­ háttum sem langflestir fylgja. Þess vegna höfum við eftirlit og kerfi sem á að grípa þessar fáu undan­ tekningar en það er umhugsunar­ vert ef það virkar ekki eins og skyldi. Við höfum allt í hendi okk­ ar að gera þetta vel og höfum mik­ il landsvæði víða þannig að þessar merar ættu að geta átt mjög gott líf við góðan aðbúnað eins og húsdýr á Íslandi almennt.“ vaks Hugbúnaðarsérfræðings og formanns Dagur í lífi... Nafn: Sveinbjörn Geir Hlöðvers­ son Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Helgu Sif Halldórsdóttur og eig­ um við þrjár stelpur og einn snill­ ings hund. Erum búsett á Skógar­ flöt á Akranesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Hugbún­ aðarsérfræðingur hjá Vodafone og Formaður Kára. Áhugamál: Íþróttir og þá helst fótbolti, skíði, golf og líkamsrækt, ferðalög, útilegur, tónlist, tækni, þættir og bíómyndir. Dagurinn: Þriðjudagurinn 8. febr­ úar 2022. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Klukkan 7:30, skutlaði elstu dótturinni í vinnuna á einni af þremur VW drossíunum sem við eigum. #samstarf. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ultra B, Omega 3­6­9 og Adam vítamín frá NOW frá H Versl­ un, skolað niður með glasi af Lean Body Fat Burner, styttist í 6­pack #samstarf. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég byrjaði daginn eftir að ég var búinn að skutla yngri stelp­ unum í skólann um klukkan 8:00. Ég ferðaðist á tveimur jafnfljótum í vinnuna sirka 23 skref inn á heima­ skrifstofuna mína. Fyrstu verk í vinnunni? Skrá í DailyBot í Slack hvað ég gerði í gær og hvað ég ætla að gera í dag. Hvað varstu að gera klukkan 10? Skrapp í klippingu og spjall hjá besta rakara landsins Gísla rakara, sá getur talað! #samstarf. Hvað gerðirðu í hádeginu? Gæddi mér á bestu klúbbsamloku landsins úr Kalla bakaríi og hlust­ aði á hádegisfréttir #samstarf. Hvað varstu að gera klukkan 14? Var að vinna við REST hjúpun á ValitorPay greiðslugáttinni. #sam­ starf. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég tek oft vinnulotu á kvöldin þegar það er kominn ró í húsið og finnst oft gott að klára daginn með einni pullu eða Pull Request til að setja upp kóða­ breytingar. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég fór í OLY og WOD hjá Ægi #sam­ starf. Var svo að setja upp frábæra vinningaskrá fyrir Lukkumiða Kára 2022 sem fer í sölu mjög fljótlega. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Það var græjað fjölskyldutilboð á Subway enda allir í ræktinni eða fimleikum fram á kvöld #samstarf. Hvernig var kvöldið? Kvöldið fór mest í að fá blessuð börnin til að borða, tannbursta og hátta. Tók svo smá vinnulotu þegar allt var kom­ ið í ró. Hvenær fórstu að sofa? 01:59 samkvæmt fitbit úrinu. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég hlustaði á 12 keisara eftir Illuga Jökulsson á Storytel, ég er mikið fyrir að láta þau feðginin svæfa mig, Veru Illuga og Illuga Jökuls. #sam­ starf. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Ætli það hafi ekki verið tvöfaldur tími í Ægi þar sem ég hef nú ekki beint verið duglegur að nýta árskortið mitt undanfarna mánuði/ ár, en gef 6­packinum svona 2 vikur að koma úr 33 ára dvala! Eitthvað að lokum? Vonandi verða allir þessir tögguðu „samstarfs“ að­ ilar klárir í að styrkja Káramenn! Áfram Kári! Fjölskyldan við Stuðlagil í Jökulsá. „Snýst ekki bara um lambakjöt og mjólk“ Rætt við Steinþór Loga nýjan formann Samtaka ungra bænda Steinþór Logi er formaður Samtaka ungra bænda. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.