Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202212
Skagamaðurinn Vilhjálmur Þór
Guðmundsson hefur um langt
árabil starfað sem kvikmynda
tökumaður hjá Ríkissjónvarpinu.
En hann hefur átt viðburðarík
an starfsferil hér og þar. Sem kvik
myndatökumaður hjá fréttadeild
RÚV hefur hann upplifað erfiðar
aðkomur að vettvangi slysa sem er
eitthvað sem skilur eftir sig erfið
ar minningar. Hann stofnaði eig
ið fyrirtæki í kvikmyndagerð og
fluttist til Hollands þar sem hann
dvaldi í þrjú ár og starfaði við gerð
sjónvarpsauglýsinga og kynningar
mynda. Starfaði meðal annars að
auglýsingagerð fyrir stórfyrirtæki
á borð við Philips og flugfélag
ið KLM. Einnig hefur hann unnið
fyrir framleiðendur í Hollywood
við tökur hér á landi. Tíðinda
maður Skessuhorns heyrði í Vil
hjálmi, sem nú er hættur að vinna
og er kominn á eftirlaun. Hann var
beðinn að rifja upp viðburðaríkan
feril sinn við kvikmyndagerð, svo
sem skondin atvik, bæði hér heima
og erlendis.
Var á skaki með frænda
„Ég er fæddur á Akranesi og ólst
upp við Akratorgið að Suðurgötu
64, sem er á horni Suðurgötu og
Mánabrautar, en er nú reyndar
komið undir græna torfu. Húsið
var rifið árið 2016 en var þá komið
í eigu Akraneskaupstaðar.
Á þessum árum sem ég var að al
ast upp, þá man ég að það var ekk
ert verið að amast við því þótt við
værum niður á bryggju, um borð í
bátum, á smurstöðinni eða á bíla
leigunni hjá pabba mínum, Guð
mundi Þór Sigurbjörnssyni. Ekki
má gleyma því að það var rosalegt
sport að fara í kaffi til ömmu minn
ar Salvarar á bíl sem maður keyrði
þvert yfir Efstabæjargarðinn, þá að
eins níu ára gamall. Það var ýmis
legt brallað á þessum árum. Þegar
ég varð svo nokkrum árum eldri fór
ég nokkur vor á skak með Magn
úsi Vilhjálmssyni frænda mín
um í Efstabæ. Þar öðlaðist maður
ómetanlega reynslu og innsýn í at
vinnulífið, sem kom sér oft vel síð
ar á lífsleiðinni, sérstaklega í frétta
vinnslu úti á landi þegar heima
menn gerðu oftar en ekki ráð fyr
ir því að nú væru komnir einhverjir
vitleysingar úr Reykjavík sem ekk
ert vissu. Ég hafði áhuga á útvarpi
og sjónvarpi bara svo lengi sem
ég man. Það er að segja á fram
leiðslunni og tækninni þar að baki.
Orðið fjölmiðlun varð ekki til fyrr
en löngu síðar held ég,“ segir Vil
hjálmur.
Fór í Loftskeytaskólann
Eftir að Vilhjálmur kláraði
landspróf í Gagnfræðaskólanum á
Akranesi lá leiðin ekki í mennta
skóla eins og hjá flestum. „Ég
nennti hreinlega ekki að fara í
menntaskóla og fór að vinna eitt
og annað, m.a. á þungavinnuvél
um og fór svo í millilandasiglingar.
Á þessum árum kynntist ég eigin
konu minni Guðrúnu Jónsdóttur,
sem einnig er Skagamaður, en hún
ólst upp á Krókatúninu. Við eig
um nú tvö börn; Sigurlaugu, sem er
tannsmiður og býr í Kópavogi og
Snorra sem er golfvallaarkitekt og
býr í Austurríki. Barnabörnin eru
orðin fimm.“
Vilhjálmur ákvað síðan að fara í
loftskeytaskóla. „Ég fékk þá hug
mynd að fara í Loftskeytaskóla Ís
lands og kláraði það nám árið 1975.
Að námi loknu fékk ég starf hjá
Loftskeytastöðinni á Ísafirði og
fluttum við þangað. En ég starfaði
þar bara um sumarið og réði mig
til sjónvarpsins þá um haustið. Ég
fékk vinnu þar vegna þess að í Loft
skeytaskólanum var kennd mjög
mikil rafeindafræði, enda gátum
við útskrifast sem rafeindavirkjar
eftir stutt viðbótarnámskeið.“
Haldið til Hollands
Í sjónvarpsvinnunni fékk Vilhjálm
ur gríðarlegan áhuga á ljósmyndun
og kvikmyndatöku sem hann vann
svo við það sem eftir lifði starfsæv
innar. „Á þessum fyrstu árum lærði
ég allt sem ég gat um myndatöku,
lýsingu, klippingu og myndgerð.
Ég las allar bækurnar sem kennd
ar voru í London Film School og
fékk nokkur starfsnámskeið hjá
sjónvarpinu. Síðan reyndi ég að
læra sem mest af þeim bestu á þess
um fyrstu árum. Svo lærir maður af
reynslunni eins og í öllum öðrum
starfsgreinum.“
En Vilhjálmur hélt á ný mið árið
1981. „Þá stofnuðum við fram
leiðslufyrirtækið Myndun og ég
snéri mér alfarið að gerð sjónvarps
auglýsinga og kynningarmynda.
Fjölskyldan flutti í kjölfarið til
Hollands og þar bjuggum við í þrjú
ár. Það var verulega skemmtilegur
og eftirminnilegur tími fyrir okkur
öll. Þar vann ég við sjónvarpsaug
lýsingar, þáttagerð og kynningar
myndir.“
Eins og að fá nagla-
pakka í andlitið
Ýmsar skemmtilegar uppá
komur og margt sem var nýtt
fyrir Vilhjálmi upplifði hann
meðan á dvölinni í Ho llandi
stóð. „Ég man t.d. þegar við
vorum að gera auglýsingar um
mat. Þegar rétturinn var loksins
orðinn afskaplega girnilegur og
góður til myndatöku var hann
yfirleitt orðinn baneitraður eftir
aðfarirnar hjá matarstílistanum. Í
myndatöku fyrir hollenska herinn
sá ég svo í eina skiptið á ævinni
skriðdrekaþvottastöð. Einu sinni
var ég að mynda bílaþátt og stóð
upp úr topplúgu á Ferrari á 140
km hraða þegar við lentum í
flugnaskýi. Það var eiginlega eins
og að fá naglapakka í andlitið.
Vandasamasta verkið sem ég fékk
á þessum Hollandsárum var hins
vegar þegar ég var valinn til að
taka upp auglýsingar og kynningar
um nýja ljósaperu frá Philips. Þá
var eins gott að vanda lýsinguna.“
Vilhjálmur og fjölskylda fluttu
aftur heim til Íslands sumarið 1992
en þá var kominn afturkippur í
efnahaginn í Evrópu og nokkur
föst verkefni voru lögð niður meðal
annars hjá KLM flugfélaginu,
sem hann hafði starfað fyrir.
„Það er auðvitað margs að
minnast frá fréttamyndatökum
og heimildamyndagerð. Ferðir
mínar til Afríku höfðu mikil áhrif
á mig. Við vorum m.a. í verkefni
í Malaví, Namibíu og Mósambik.
Að koma á þessar slóðir verður til
þess að maður fær alveg nýja sýn
á lífið.“
Venst aldrei að koma að
slysum
„Ég geri það meðvitað að rifja ekki
upp sorglega og hræðilega atburði
sem ég hef komist í návígi við á
starfsferlinum. En sjálfsagt hefð
um við þurft áfallahjálp einu sinni
til tvisvar í mánuði á nútíma mæli
kvarða. Alltaf þegar við komum
að slysi var fyrsta hugsunin hvort
þetta væru börn, unglingar eða
einhver sem maður þekkti. Það
venst aldrei,“ segir Vilhjálmur með
þunga.
Hljóp á Desmond Tutu
Vilhjálmur segir miklu skemmti
legra að rifja eitthvað annað upp.
„Það voru ýmis fyndin atvik, eins
og þegar ég hljóp á Desmond Tutu
erkibiskup á horni flugstöðvar í Suð
ur Afríku. Hann var ekki í biskups
gallanum svo að ég þekkti hann ekki
strax, en fannst ég eiga að kannast
við manninn. Einu sinni vorum við
í kjarnorkuveri á Kolaskaga nálægt
Murmansk í Rússlandi. Þar voru
helstu viðgerðirnar með einangr
unarlímbandi og hosuklemmum.
Kjötfarsið í mötuneytinu var grænt
en smakkaðist samt ágætlega.“
Filman út í móa
Vilhjálmur vann fyrir Hollywood
gengi í kvikmynd austur í Mýr
dal. Þar þurfti m.a. að taka skot þar
sem aðal söguhetjan ríður með
fram árbakka þar sem liggja falln
ir og særðir víkingar. Ég var settur
upp á einhverja þæga meri og byrja
á tökunni. Þá dettur filmuhulstrið
af vélinni á bakið á hestinum, sem
tekur svakalegt stökk og öll þessi
rándýra 35 mm filma tæmist út í
móann. Þetta fannst öllum rosalega
fyndið, nema nema mér og gjald
kera myndarinnar.
Skemmtilegast finnst mér að
mynda náttúruhamfarir, eins og
eldgos. Það rifjast upp þegar varnar
garðarnir voru settir í Meradali og
ég vissi strax að hraunstraumur ger
ir engan greinarmun á varnargörð
um og samlokubréfi. Það er betra
að muna að bera virðingu fyrir nátt
úruöflunum.“
Óvinnufær eftir Covid
En það urðu tímamót hjá Vi lhjálmi
á síðasta ári. „Svo er allt í einu
komið að starfslokum og ég hættur
að vinna. Svolítið skrítið að segja
frá því að ég hef verið óvinnufær
vegna eftirkasta Covid19 síðan ég
hætti. Maður sem hefur aldrei orðið
alvarlega veikur. Þetta stendur
vonandi til bóta og við getum snúið
okkur að golfi og ferðalögum.“
Vilhjálmur er nú orðinn liðtækur
í myndlist og hefur málað margar
fallegar myndir. Hver veit nema
hann láti til sín taka á því sviði
á næstunni? „Mesta gæfan er
auðvitað að fylgjast með vexti og
þroska barnabarnanna. Það er
svolítið langt í þessa tvo yngstu sem
búa í Austurríki en þetta reddast nú
allt eins og við Íslendingar segjum
gjarnan,“ segir Vilhjálmur Þór
Guðmundsson að endingu.
se/ Ljósm. úr einkasafni.
Hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á
kvikmyndatökum og ljósmyndun
segir Vilhjálmur Þór Guðmundsson sem hefur átt viðburðaríkan starfsferil
Villi við nýrunnið hraunið á Reykjanesi.
Starfsfólk RÚV sem þarna var að fara að taka upp viðtal við Hillary Clinton.
Við tökur í Vík í Mýrdal.
Með Birtu Björnsdóttur fréttamanni við innsetningu Donalds Trump í embætti.