Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 20222 Kvenfélag stefnir á happdrætti BORGARFJ: Félagskonur í Kvenfélaginu 19. júní í Borgar­ firði stefna á að hefja sölu á happdrættismiðum væntanlega í lok næstu viku. „Það verður til mikils að vinna og ágætlega hátt vinningshlutfall, eða um 10%. Þetta happdrætti er komið til þar sem jólabingóið okkar á síð­ asta ári féll niður vegna covid. Reyndar hlaut bingóið 2020 sömu örlög. Allur ágóði að þessu sinni mun renna til Ung­ mennafélagsins Íslendings sem stendur nú í miklum endurbót­ um á laugarhúsi og umhverfi Hreppslaugar,“ segir í tilkynn­ ingu frá 19. júní. Nánar verð­ ur sagt frá happdrættissölunni í Skessuhorni í næstu viku. -mm Sprengja á Sólbakka BORGARNES: Vegna fram­ kvæmda á lóð Borgarverks á Sólbakka í Borgarnesi hóf fyrir­ tækið vinnu við sprengingar á svæðinu síðastliðinn fimmtu­ dag. Áætlað var að vinnan stæði yfir næstu tvær vikur að auki. Ekki verður sprengt á fyrir­ fram ákveðnum tíma en stefnt er að því að það verði alla jafnan gert seinni hluta dags. Framkvæmdaaðilar ræddu við eigendur og starfsfólk nærliggj­ andi húsa áður en vinna hófst. Þá munu þeir gefa hljóð­ merki áður en sprengt verður hverju sinni. „Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningu Borgarbyggðar. -vaks Íslenskir vínsalar sitji við sama borð ALÞINGI: Gildandi áfengis­ löggjöf heimilar í dag að Ís­ lendingar geti keypt áfengi á netinu í gegnum erlend fyrir­ tæki en tryggir ekki að Ís­ lendingar geti keypt áfengi á netinu af íslenskum fyrirtækj­ um. Hildur Sverrisdóttir, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp sem heimila mun frjálsa netversl­ un með áfengi á Íslandi. Frum­ varpinu er ætlað að rétta þenn­ an halla gagnvart íslenskum fyrir tækjum og tryggja jafnræði þegar kemur að sölu áfengis á netinu. Ekki er verið að auka framboð með þessari breytingu, einungis er verið að heimila ís­ lenskum fyrirtækjum að selja áfengi á internetinu til jafns við þau erlendu. -mm Fella maígjald- daga bíla- trygginga niður SJÓVÁ: Tryggingafélagið Sjó­ vá hefur ákveðið að fella niður maígjalddaga lögboðinna öku­ tækjatrygginga einkabíla við­ skiptavina sinna á þessu ári, þótt tryggingarnar verði áfram í fullu gildi. „Sjóva felldi nið­ ur iðgjöld ökutækjatrygginga í maí 2020, þegar lokanir í sam­ félaginu vegna covid stóðu sem hæst. Afkoma fyrirtækisins hef­ ur verið góð og tjónaþróun hag­ felld,“ segir í tilkynningu. -mm Vetur konungur hefur minnt á sig síðustu daga með mik- illi snjókomu og frosti. Þá dettur fólk oft í nöldurgírinn og kvart- ar yfir færð, litlum snjómokstri á götum og því tengt. Það má ekki gleyma því að með snjón- um kemur meiri birta sem er vel þegin í skammdeginu og lengir daginn fyrir okkur. Þá er upp- lagt að draga fram snjósleðana sem eru inn í geymslu mest allt árið og skella sér með börnum og/eða barnabörnum í næstu brekku. Verum með jákvæðnina að leiðarljósi því það getur oft verið stutt í myrkrið. Á fimmtudag eru horfur á norð- austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s, skýjað og sums staðar él norðan- og austan til. Frost 1 til 8 stig. Á föstudag má búast við austan- og norðaustan 3-10 m/ sek, skýjað með köflum og dá- lítil él norðaustan- og austan- lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á laugardag er gert ráð fyrir vaxandi austanátt, 13- 18 m/s sunnan og vestanlands síðdegis, annars hægari vind- ur. Snjókoma af og til á sunnan- verðu landinu og minnkandi frost. Hægari vindur norðan til, þurrt að kalla og frost að 10 stig- um. Á sunnudag er útlit fyrir norðaustanátt og él, en léttir til suðvestanlands. Frost 0 til 8 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hver er uppáhalds árstíðin þín?“ 52% sögðu „Sum- ar,“ 31% sagði „Vor,“ 12% sögðu „Haust“ og 5% sögðu „Vetur.“ Í næstu viku er spurt: Á hvaða áratug var besta tón- listin að þínu mati? Menn sem vinna við að moka snjó á snjóruðningstækjum hafa haft í nógu að snúast þessa síð- ustu daga. Oftast er þetta frekar vanþakklát vinna og því útnefn- um við þessa menn og konur Vestlendinga vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Björgunarmiðstöðin í Borgarnesi fokheld Síðastliðinn fimmtudag, þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Borgarnesi, var unnið af kappi við frágang þakglugga og glerjun í nýrri Björgunar­ miðstöð Brákar við Fitja. Hús­ ið er byggt úr yleiningum og á límtréssperrum, er um 760 fer­ metrar að stærð, og fellur vel að landinu í slakkanum neð­ an við fyrrum mjólkursamlags­ hús og Steypustöðina. Í suður­ enda hússins verður m.a. funda­ salur, skrifstofa, búningaaðstaða og búnaðargeymsla. Auk þess er gert ráð fyrir að aðgerðastjórn í stærri björgunaraðgerðum í landshlutanum fái fasta aðstöðu í húsinu. Í norðurenda hússins er hærra til lofts og þar verður tækjasalur. Að sögn Jakobs Guð­ mundssonar, gjaldkera Brákar og formanns byggingarnefndar, var stefnt að því um síðustu helgi að koma stóru fellihurðunum í hús­ ið og er það þar með orðið fok­ helt. Þá verður eftir ýmis frá­ gangur, svo sem að koma fyr­ ir áfellum og vinna við flotun og flísalögn gólfa. Stefnir björg­ unarsveitin nú að innflutningi í húsið 1. apríl í vor. Þrátt fyrir að framkvæmd­ in hafi verið að fullu fjármögn­ uð, með eigin fé og lánsloforði, segir Jakob gleðilegt að geta sagt frá því að nýverið var skrifað undir kauptilboð um sölu á fé­ lagsaðstöðu Brákar í Brákarey, en með eðlilegum fyrirvara um fjármögnun kaupandans. Sú sala léttir verulega á fjárhagshliðinni við stórframkvæmd sem þetta er. Þá hafa fjölmargir létt undir með björgunarsveitinni við verkefnið, bæði í formi vinnuframlags og peningagjafa. Jakob segir að al­ menningur sé sérlega velvilj­ aður sveitinni og fyrir það þakk­ ar björgunarsveitarfólk af heilum hug. „Allur þessi stuðningur er ómetanlegur og sýnir vonandi að við erum að gera gagn hér í sam­ félaginu,“ segir Jakob. Minnt er á söfnunarreikning Brákar fyrir húsbygginguna. Hann er: 0326­ 22­2220, kt. 570177­0369. mm Búið er að skrifa undir kauptilboð í fasteign Brákar í eyjunni. Verktakar frá Kára Arnórssyni ehf. unnu við glerjun á félagsaðstöðunni í húsinu. Þrjár stórar innkeyrsludyr eru í hliðinni sem snýr að gamla mjólkursamlaginu. Þegar byggð eru hús úr yleiningum og límtréssperrum eru þau mikið til tilbúin að innan þegar þeim hefur verið lokað að utan. Aðallega er það slípun og flísalögn á gólfi sem nú er eftir. Þannig leit húsið út síðasta laugardag eftir að því hafði verið lokað. Ljósm. Jakob Guðmundsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.