Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 9 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VATNSVÉLAR, KRANAR OG BRUNNAR FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR SVALAÐU ÞORSTANUM J Class Top Lítil og nett vatnsvél • Kalt vatn • Sódavatn • Vatn við stofuhita Hi class Top 30 Falleg hönnun • Kalt vatn • Sódavatn • Vatn við stofuhita Pro Stream krani • Hett vatn í t.d. te • Kalt vatn • Sódavatn Vatnsbrunnar Vandaðir stand- eða veggbrunnar fyrir mismunandi rými Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 SK ES SU H O R N 2 02 2 KONUDAGURINN 2022 15% afsláttur af öllum vörum fyrir konur Síðastliðinn föstudag var lokadag­ ur sýningarinnar Börn í 100 ár sem verið hefur aðalsýning Safnahúss Borgarfjarðar allt frá 2008 þegar hún var fyrst opnuð. Sýningin hlaut í upphafi einróma lof þeirra sem hana sóttu, ekki síst fyrir frumleika og nýstárlega hugsun hönnuðarins, Snorra Freys Hilmarssonar leik­ myndateiknara. Í henni var saga Ís­ lands á 20. öld sögð út frá sjónar­ hóli barna í landinu. Sagan var sögð í ljósmyndum þar sem var eins og gestir gengu inn í risavaxið mynda­ albúm sem hægt var að opna líkt og jóladagatal. Breytingar verða gerðar á fyrstu hæð Safnahússins á næstu misserum og því verður sýningin tekin niður í þeirri mynd sem hún var. Endur­ gerð baðstofunnar frá Úlfsstöðum og fuglasýningin verða enn til stað­ ar fyrir gesti og við bætist rými sem mun nýtast fyrir tímabundnar sýn­ ingar safnanna. Frá því segir í frétt Borgarbyggð­ ar um sýningarlokin að spennandi tímar séu fram undan í Safnahúsinu og vinna sé hafin við að rýna starf­ semi Safnahússins með tillögu að framtíðarskipan þeirra safna sem heyra undir Safnahús Borgarfjarð­ ar. „Virkt samtal við nærsamfélag­ ið og fagleg nálgun í safnastarfi ber þar hæst. Allir eiga erindi í Safna­ hús Borgarfjarðar og hlakkar starfs­ fólk safnsins til þess að taka á móti gestum í opnu rými menningar og samfélags,“ segir í tilkynningu. Opið er í Safnahúsinu í Borgar­ nesi alla daga frá klukkan 13 til 16 og er frítt inn. vaks/ Ljósm. mm. Safnahúsið er við Bjarnarbraut í Borgarnesi. Sýningin Börn í 100 ár hefur verið tekin niður Á miðju gólfi sýningarinnar stóð merkur minjagripur; Willys jeppi Jóhönnu Jóhannsdóttur ljósmóður sem tók á móti börnum í Borgarfirði um áratugaskeið á liðinni öld.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.