Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202230 Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í vinnunni? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Sigurður Smári Kristinsson „Það er allt skemmtilegt.“ Emma Rakel Björnsdóttir „Það er svo margt eins og að belta kort.“ Ólafur Elías Harðarson „Vigta tuskur og Sindradagur.“ Aldís Helga Egilsdóttir „Tæta skjöl.“ Heiðrún Hermannsdóttir „Pakka kortum, sauma tuskur og að vinna í Búkollu.“ Leiðinlegast hvað æfingarnar eru seint á kvöldin Íþróttamaður vikunnar Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta­ manna úr alls konar íþróttum á öll­ um aldri á Vesturlandi. Íþróttamað­ ur vikunnar að þessu sinni er fim­ leikakonan Rakel Sunna úr Hval­ fjarðarsveit. Nafn: Rakel Sunna Bjarnadóttir. Fjölskylduhagir? Bý hjá foreldrum mínum. Hver eru þín helstu áhugamál? Spila á hljóðfæri og að vera í fim­ leikum. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Fara í skólann og síðan heim. Fara svo annað hvort að vinna eða ekkert sérstakt fyrr en bara um kvöldið, þá er æfing. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Alltaf eru kostirnir og gall­ arnir að breytast. Hversu oft æfir þú í viku? Fjór­ um sinnum. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Andrea Sif Pétursdóttir. Af hverju valdir þú fimleika? All­ ar stelpurnar í minni fjölskyldu hafa byrjað eftir íþróttaskólann í fim­ leikum og flestar haldist lengi þar. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Allir í fjölskyldunni minni eru alltaf að grínast. Hvað er skemmtilegast og leiðin- legast við þína íþrótt? Skemmti­ legast við íþróttina mína er að læra eitthvað nýtt og leiðinlegast er hvað æfingarnar eru seint á kvöldin. Borgfirðingurinn Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðabólsstað léku á alls oddi í úrslitum í slaktauma­ tölti í meistaradeildinni í hesta­ íþróttum síðastliðinn fimmtudag. Flosi og Forkur voru í fjórða sæti eftir forkeppnina með einkunn­ ina 7,70 en þeir komu sterkir inn í úrslitum og sigruðu örugglega með einkunnina 8,21. Flosi sagði í samtali við Huldu Geirsdóttur að keppni lokinni að þetta hafi ver­ ið í fyrsta skipti sem Forkur fer í slaktaumatölt og að ekki hafi verið langt síðan sú hugmynd hafi kvikn­ að að fara með hann í þessa keppni. „Hann hefur farið í eina gæðinga­ keppni og svo hér í kvöld,“ sagði Flosi spurður um keppnisreynslu Forks. Forkur kemur úr ræktun fjöl­ skyldu Flosa á Breiðabólsstað í Reykholtsdal og hefur áður fengið góða dóma á Landsmóti. Hann var efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landsmóti 2016 og fimmti í flokki 7 vetra stóðhesta árið 2018. Flosi segir það vera enn sætara að hann skuli koma úr eigin ræktun. „Þetta er bara yfirburðahestur og ég vissi það alltaf að hann gæti hentað í hvað sem er,“ sagði Flosi í samtali við Huldu. arg/ Ljósm. Meistaradeildin í hestaíþróttum Í vikunni sem leið var opnað úti­ gufubað í Jaðarsbakkalaug á Akra­ nesi. Framkvæmdir hófust snemma á síðasta ári við að breyta karla­ og kvennaklefunum í Jaðarsbakkalaug. Gufuklefarnir voru fjarlægðir og ákveðið að setja gufubaðsklefa upp úti, á móts við vaðlaugina. Sú fram­ kvæmd hefur tekið tímana tvenna og gárungarnir á Akranesi töldu líklegast að í ferlinu hefði gufan hreinlega gufað upp. En nú geta allir, sérstaklega þeir sem voru alveg orðnir gufuruglaðir á þessu öllu saman, skellt sér í guf­ una, látið líða úr sér mestu þreyt­ una og notið þess virkilega að slaka á eftir þessa löngu bið. vaks Sjálfboðaliðar og áhugamenn um skíðasvæðið í Grundarfirði hafa undan­ farna daga verið að vinna við að koma skíðalyftunni í gang. Nú er kominn snjór á svæðið og því ekki seinna vænna að koma lyftunni í gagnið. Sjálfboðalið­ ar voru á föstudaginn að hefja vinnu við að setja sætin á lyftuna og svo stóð til að troða brekkurnar. Áður var búið að setja upp snjógildrur í brekkunum og hafa þær staðið fyrir sínu í snjókom­ unni undanfarna daga og vikur. tfk Aðalsteinn Jósepsson var klár í slaginn. Skíðalyftan standsett í Grundarfirði Flosi á verðlaunapalli eftir sigur í slaktaumatölti. Flosi og Forkur sigruðu slaktaumatöltið Flosi og Forkur glæsilegir í slaktaumatöltinu. Inngangurinn að nýju gufunni í Jaðars- bakkalaug. Ljósm. vaks. Gufan í Jaðarsbakkalaug opnuð á ný Rut Rúnarsdóttir og Aðalsteinn Valur Grétarsson eru hér að leggja línurnar fyrir komandi verkefni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.