Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Síða 2

Skessuhorn - 09.03.2022, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 20222 Leggja til breytingar á gælu- dýrahaldi í fjölbýli LANDIÐ: Þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingu á lögum um gæludýrahald í fjöl­ eignarhúsum. Þar er m.a. lagt til að hunda­ og kattahald í fjöl­ eignarhúsi verði ekki háð sam­ þykki annarra eigenda. Gert er ráð fyrir að húsfélag geti sett nánari reglur um hunda­ og kattahald á húsfundi með sam­ þykki allra eigenda, enda séu þær eðlilegar, málefnalegar og á jafn­ ræði reistar. Þó eru reistir var­ naglar en í frumvarpinu segir: „Húsfélag getur með samþykki tveimur þriðja hluta eigenda lagt bann við dýrahaldi ef það veld­ ur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á.“ -mm Ólsari góður í tippinu LANDIÐ: Það var Ólafsvíkingur sem var með alla leikina 13 rétta á enska getraunaseðlinum síðast­ liðinn laugardag og vann rúmar 930 þúsund krónur. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að hann var með sex leiki tvítryggða og sjö með einu merki og kostaði seðillinn 896 krónur. Fast á eftir honum kom Siglfirðingur, einnig með 13 rétta og fær sá 915 þús­ und krónur í sinn hlut. Hann var með fimm leiki tvítryggða og átta með einu merki og kostaði seð­ illinn 448 krónur. Tve i r tipparar voru svo með 13 rétta á Sunnu­ dagsseðlinum og hlutu þeir rúm­ ar 300 þúsund krónur í sinn hlut. -mm Hjólhýsi splundraðist SVÍNADALUR: Í snörpum suðaustan hvelli síðastliðinn föstudagsmorgun losnaði hjól­ hýsi á Þórisstöðum í Svínadal, fauk og splundraðist. Björgunar­ félag Akraness var kallað út til verðmætabjörgunar. -mm Lækka greiðslu- þátttöku LANDIÐ: Hámarksgreiðsla aldraðra, örorkulífeyrisþega, barna og ungmenna í fyrsta þrepi greiðsluþátttökukerf­ is lyfja lækkar um 20%, eða úr 14.000 kr. í 11.000 kr., samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðis­ ráðherra sem tekur gildi 1. apr­ íl. „Breytingin er í samræmi við markmið stjórnvalda um að draga úr greiðsluþátttöku fólks fyrir heilbrigðisþjónustu með áherslu á að bæta stöðu viðkvæmra hópa og jafna aðgengi fólks að heil­ brigðisþjónustu. Framlag ríkis­ sjóðs vegna þessarar breytingar nemur um 270 milljónum króna á ársgrundvelli,“ segir í tilkynn­ ingu frá heilbrigðisráðuneytinu. -mm Úrslitin í Söngvakeppni Sjón- varpsins um hvaða lag verður val- ið til að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision fer fram á laugar- dagskvöldið á RÚV. Margir bíða spenntir og þá sérstaklega börn- in sem virðast hafa miklar mætur á keppninni. Svo erum við þessi eldri sem fussum og sveium yfir þessu og tuðum yfir því að þetta hafi nú verið miklu betra í gamla daga. Aðal málið er þó kannski að horfa á þetta með jákvæð- um huga, fá sér popp og kók og mynda smá stemningu með fjöl- skyldu og vinum. Það er morgun ljóst að ekki veitir af á þessum víðsjárverðu tímum og kannski bara upplagt að lyfta sér aðeins upp í hversdagsleikanum. Á fimmtudag verður vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s síðdegis. Rigning, fyrst suðaustan og aust- anlands en norðaustlægari og slydda eða snjókoma norðvest- an til fram eftir degi. Lengst af úr- komulaust á Norðurlandi. Hlýn- ar í veðri. Á föstudag er gert ráð fyrir suðaustan og sunnan 10- 18 m/sek og rigningu eða skúr- um, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag er út- lit fyrir minnkandi suðlæga átt og skúr eða slydduél, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag má búast við fremur hægri suðlægri átt og úr- komulítið en dálítil væta við suð- austurströndina síðdegis. Hiti 2 til 6 stig yfir daginn. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hefur þú greinst með Covid?“ Meira en helming- ur sagði „Nei,“ eða 56% af þeim sem tóku þátt, 41% sagði „Já, einu sinni“ en aðeins 2% sögðu „Já, tvisvar eða oftar.“ Í næstu viku er spurt: Hvað hlustar þú á í bílnum? Vinkonurnar Jófríður Jara Sturlu- dóttir, Sigurveig Sara Elvarsdótt- ir, Maren Rún Jónsdóttir, Hekla María Davíðsdóttir, Regína Rún Hauksdóttir og Guðrún Mar- grét Halldórsdóttir komu fær- andi hendi fyrr í vikunni og af- hentu Rauða krossinum á Akra- nesi samtals 62.500 krónur sem þær höfðu safnað til styrktar starfi Rauða krossins í Úkraníu. Þær eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut á mánudaginn viðurkenningu frá Ís­ landsdeild Amnesty International sem mannréttindaskóli ársins 2021. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn sigrar í þessari keppni og hlaut hann verðlaunin fyrir frammistöðu sína í framhaldsskólakeppni samtakanna. Nemendur skólans söfnuðu alls 475 undirskriftum sem voru hlut­ fallslega flestar undirskriftir miðað við nemendafjölda í framhaldsskól­ Skagafiskur á Akranesi var að bæta við sig vinnslu sem er stað­ sett við Faxabraut niður við höfn­ ina og hófst vinna þar upp úr ára­ mótum. Að sögn Péturs Ingasonar, annars eiganda Skagafisks, byrjuðu þau með smá prufukeyrslu í desem­ ber til að sjá hvernig þetta virkaði og hafa verið að bæta í síðan. „Við erum búin að panta nýja roðflettivél sem við fáum eftir mánuð og erum að byggja upp vinnsluna í rólegheit­ um svona samhliða rekstrinum á búðinni.“ Skagafiskur er bæði versl­ un og dreifingaraðili fyrir fersk­ an fisk og segir Pétur að stefnan sé að auka þann hluta og þess vegna eru þau komin með þessa vinnslu. „Planið er að allur fiskur verði unn­ inn í vinnslunni og komi pakkaður hingað upp eftir í verslun ina. Við búum til alla fiskréttina hér í versl­ uninni en öll grófari vinnsla mun fara fram í vinnslunni. Við keypt­ um alltaf allan fisk af fiskheildsala í Hafnarfirði en núna kaupum við hann á fiskmörkuðunum og erum því alltaf með ferskasta fisk sem hægt er að fá,“ segir Pétur. Húsnæðið er rúmir 100 fermetr­ ar og segir Pétur að þau reikni með að hafa þarna þrjá til fjóra starfs­ menn en það sé erfitt að fá vant fólk í þessi störf. „Við erum með einn starfsmann núna, sem er að flaka og svo erum við Jónheiður að hlaupa í þetta með að roðfletta og slægja og þess háttar. Það er bara viðbót sam­ hliða því sem við erum að gera hér. Svo þegar nýja roðflettivélin kem­ ur mun það spara hellings tíma fyr­ ir okkur. Við ákváðum að kaupa litla og netta vél sem á eftir að flýta mikið fyrir. Aðal vandamálið er að finna starfsfólk en við höfum verið að leita að starfsfólki í einn og hálf­ an mánuð en ekki gengið nógu vel,“ segir Pétur að lokum. vaks Að minnsta kosti tvö sveitarfélög á Vesturlandi hafa óskað eftir upplýs­ ingum frá íbúum í þeim um mögu­ legt leiguhúsnæði, íbúðarhúsnæði/ herbergi, til leigu. Þetta er gert til að svara kalli stjórnvalda sem vinna nú að undirbúningi móttöku flótta­ fólks frá Úkraínu á næstu dögum. Þetta kemur fram á vefsíðum Akra­ neskaupstaðar og Snæfellsbæjar. Þeir sem hafa upplýsingar um laust íbúðahúsnæði eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi sveitarfélag þar sem þarf að koma fram hver er eigandi húsnæðis, staðsetningu þess (íbúð/herbergi), stærð á íbúðarhúsnæði og áætlað leiguverð. vaks Menntaskóli Borgarfjarðar Mannréttindaskóli ársins 2021 um á landinu. Menntaskóla Borgar­ fjarðar er umhugað um að fræða nemendur um mannréttindi sín og annarra enda eru mannréttindi einn af grunnþáttum menntunar. Auk þess er sérstaklega mikilvæg t á þessum tímum að huga að því að efla virðingu fyrir mannréttindum. vaks Á myndinni má sjá þau Völu Ósk Bergsveinsdóttur fræðslustýru og Árna Kristjánsson, ungliða og aðgerðastjóra frá Amnesty á Íslandi, afhenda Daníel Fannari formanni NMB og Sölva G. Gylfasyni kennara verðlaunin. Ljósm. MB Sveitarfélög leita að íbúðarhúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu Jónheiður og Jónína Björg voru að flaka ýsu í nýju húsnæði Skagafisks þegar blaðamaður Skessu- horns kíkti við hjá þeim í gær. Skagafiskur stækkar við sig

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.