Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Page 4

Skessuhorn - 16.03.2022, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 20224 Í síðustu viku tjáði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmastjóri Markaðs- stofu Norðurlands, sig hraustlega um ástand vega og nauðsyn vegabóta á landsbyggðinni. „Til að hægt sé að halda úti ferðamennsku um allt land, allan ársins hring, þarf að taka vegakerfið til gagngerrar endurskoðunar,“ sagði hún. Benti einnig á að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavíkur- flugvöll hafi aukist og ferðamenn því í auknum mæli farnir að skipuleggja ferðir sínar til landsins án þess að þurfa að hafa viðkomu á suðvesturhorn- inu. Hins vegar væru það vegamálin sem gerðu ferðaþjónustufyrirtækj- um erfitt fyrir að skipuleggja slíka milliliðalausa ferðamennsku. „Við erum alltaf að vinna að því að kynna ákveðna segla, stóra segla eða mesta aðdrátt- araflið okkar sem eru m.a. Dettifoss og Demantshringurinn og Hvítserk- ur og það er bara ófært stóran hluta ársins að þessum stöðum og það er óásættanlegt, algjörlega,“ sagði Arnheiður. Mér finnst gott að einstaka sinnum heyrast skynsemisraddir af lands- byggðinni sem benda á hið augljósa. Fleiri þyrftu að auka þrýsting á fjár- veitingavaldið hvað þetta snertir, ekki síst við Vestlendingar. Til að þjóðin eigi að geta vænst aukinna tekna af nýjum atvinnugreinum, þarf að ráðast í fjárfestingu. Að stofni til höfum við ennþá sama vegakerfið og fyrir þremur eða fjórum áratugum. Búið er að lappa upp á einhverja vegi, taka af erfið- ustu beygjurnar og fækka einbreiðum brúm, svo dæmi sé tekið. Hins vegar er uppbygging þjóðvegakerfisins í engu samræmi við þær væntingar sem við gerum til aukinna tekna af nýjum og vaxandi atvinnugreinum. Ekki ein- vörðungu hefur ferðaþjónustan vaxið á ógnarhraða, ef undan er skilinn tími heimsfaraldurs, heldur hefur t.d. fiskeldi í sjó stóraukist. Fiskeldinu inn á fjörðum Vestfjarða fylgja til dæmis gríðarlegir flutningar á landi. Mér er mjög minnisstæð bílferð sem ég átti fyrir fáum árum þar sem ég þurfti að sækja fund sem haldinn var á Reykhólum. Eftir að komið var yfir Bröttu- brekku byrjaði ég að mæta hverjum risavöxnum flutningabílnum á fætur öðrum. Þeir sem til þekkja í Miðdölum vita að þjóðvegurinn er jafn breiður og þegar hann upphaflega var lagður. Jafnvel mjórri þar sem kantarnir hafa gefið sig í áranna rás. Það er því hreinlega ábyrgðarhluti að um þessa vegi fara á sama tíma flutningabílar, sem þurfa í raun allt plássið á veginum, en einnig ferðamenn sem margir hverjir eru allsendir óvanir umferð á þjóð- vegi þar sem einungis er búið að leggja helming vegarins! Það má því segja að ekki fari saman hljóð og mynd þegar hinir og þess- ir ráðamenn þjóðarinnar belgja sig út og stæra af auknum vexti hagkerfis- ins vegna þessara nýju atvinnugreina; ferðaþjónustu og fiskeldis. Á sama tíma og skatttekjur streyma í ríkiskassann frá þessum greinum hefur láðst að ráðast í eðlilega uppbyggingu vega og annarra innviða, en báðar þessar atvinnugreinar eiga allt undir að samgöngur séu í lagi. Ari Teitsson, annar Norðlendingur, benti á það í blaðagrein fyrir nokkrum árum að halda mætti því fram að ríkið hafi fengið neyðarlán hjá þjóðvegunum á árabilinu 2009 til 2014, lán sem nam tugum ef ekki hund- ruðum milljóna króna. Við bankahrunið 2008 breyttist geta samfélagsins mjög til hins verra til að standa undir eðlilegum vegaframkvæmdum. Við þegnar landsins, eigendur veganna, þurftum að taka á okkur þessar byrð- ar sem ráðdeildarleysi banka- og fjárglæframanna lagði á okkur við hrunið. Kostnaður upp á þúsund milljarða. Óhjákvæmilegt reyndist ríkinu því ann- að en skera niður framlög til uppbyggingar og viðhalds þjóðveganna þótt gjaldtaka af bifreiðaeigendum hafi ekkert breyst, nema síður væri. Enn í dag, tæpum fjórtán árum eftir hrunið, eru þjóðvegunum vansinnt, en þurfa engu að síður að bera margfalt meiri umferð en þeir voru hannaðir til. Ekki bætir svo úr skák að í kjölfar umhleypingasams vetrar eru blessaðir vegirn- ir eins og gatasigti. Sama hvað starfmenn Vegagerðarinnar sletta mörgum tonnum að viðgerðarefni í holurnar, það bætast bara nýjar við jafn harðan. Ég tek undir með Norðlendingum. Nú er komið að því að stjórnvöld bretti upp ermar og ráðstafi margfalt stærri hluta tekna ríkissjóðs í uppbyggingu vegakerfisins. Neyðarlánið frá 2008 er komið á eindaga. Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Neyðarlán á eindaga Sundlauginni á Húsafelli hefur ver- ið lokað tímabundið vegna fram- kvæmda. Búið er að grafa upp svæðið í kringum laugina og verið er að bæta aðstöðuna. Samkvæmt upplýsingum á husafell.is er áætl- að að laugin verði opnuð að nýju í byrjun sumars. arg Mannamót Markaðs- stofa landshlutanna í ferðaþjónustu verð- ur haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtu- daginn 24. mars frá kl. 12-17. Mannamót er kynningarvettvang- ur fyrir ferðaþjónustu- fyrirtæki á landsbyggð- inni þar sem ferða- þjónustuaðilar koma saman og kynna sína þjónustu og vörufram- boð og mynda tengsl innan ferðaþjón- ustunnar. arg Íbúafundir voru haldnir í sveitarfé- lögunum tveimur á mánudaginn og var mæting góð á báða fundi. Vegna veðurs tafðist um hálftíma að hefja fund Stykkishólmi en þrátt fyrir það komu fjölmargir gestir til fundarins í Stykkishólmskirkju auk þess sem hægt var að fylgjast með honum í beinni útsendingu frá kirkjunni. Að loknum stuttum ávörpum frá Hrafnhildi Hallvarðsdóttur forseta bæjarstjórnar Stykkishólmsbæj- ar og Jakobi Björgvini Jakobssyni bæjarstjóra fór Róbert Ragnarsson ráðgjafi nefndarinnar yfir helstu atriði sameiningartillögu samein- ingarnefndar sveitarfélaganna og í kjölfarið var opnað fyrir spurningar úr sal og frá áhorfendum í streym- inu. Umræður voru góðar og veittu svör við spurningum sem fram komu. Fundur hófst á Skildi klukk- an 20 og var mæting góð. Guðrún Reynisdóttir oddviti sveitarstjórn- ar Helgafellssveitar bauð fundar- gesti velkomna og Jakob Björg- vin tók svo við stjórn fundarins og ávarpaði gesti. Róbert kynnti aftur helstu atriði líkt og í Stykkishólms- kirkju og eftir það var opnað fyrir umræður. Góðar umræður urðu á fundinum og lauk fundi um hálf tíu. Fundarmenn á báðum fundum voru sáttir við vinnu sameiningarnefnd- ar og lögðu áherslu á að allir íbúar nýttu sér kosningaréttinn á kjördag laugardaginn 26. mars. Þess má geta að upptökur frá báð- um fundum er að finna á Facebook síðu verkefnisins Breiðfirðingar auk þess sem íbúar eru hvattir til að leggja fram spurningar á vefnum helgafellssveit.is. Meðfylgjandi eru myndir frá fundunum. am Síðastliðinn laugardag var verið að fjarlægja jarðveg á sund- laugarsvæðinu. Ljósm. mm. Framkvæmdir við sundlaugina á Húsafelli Íbúafundir í Stykkishólmi og Helgafellssveit voru vel sóttir Frá Mannamóti fyrir tveimur árum. Ljósm. úr safni/kgk Mannamót í næstu viku

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.