Skessuhorn - 16.03.2022, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 9
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
CONVOTHERM
VANDAÐIR OFNAR FYRIR ÞINN REKSTUR
Convotherm 4 easyDial
Vandaður ofn með 7 skúffum
Þægilegt viðmót - hentar smærri eldhúsum
Convotherm 4 easyDial
Vandaður ofn með 11 skúffum
Þægilegt viðmót - hentar stærri eldhúsum
Aðalfundur 2022
Stjórnendafélagsins Jaðars á Akranesi verður haldinn í
Gamla Kaupfélaginu mánudaginn 21. mars kl 20:00
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
a. Skýrsla stjórnar
b. Reikningar félagsins
c. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
d. Kosning stjórnarmanna og varamanna
e. Kosning skoðunarmanna reikninga
f. Kosning í orlofsnefnd
g. Tilnefning á aðal- og varafulltrúa í stjórn Sambands stjórnendafélaga
Sumarhús félagsins
að Norðurási 9, Kambshólslandi Svínadal, 301 Akranesi
a. Umræður um sumarhús
Eyþór Óli Frímannsson Kynningar- og menntafulltrúi STF
Flytur erindi um kynningar og menntamál.
Einar Óskarsson Varaform. Stjórnendafélags Vesturlands
Flytur erindi um samruna félaga á Vesturlandi.
Jóhann Baldursson Forseti og framkvæmdastjóri STF
Aðildarfélögin og STF. Innra starf,staða og þróun til framtíðar.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
2
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar fimmtudaginn 10. mars
var samþykkt að fela sveitarstjóra
að undirrita samning um sölu á
fasteign sveitarfélagsins í landi
Grímsstaða í Reykholtsdal. Húsið
var upphaflega byggt sem íbúðar-
hús á jörðinni en hýsti síðustu árin
leikskólann Hnoðraból sem nú hef-
ur verið fluttur á Kleppjárnsreyki.
Húsið var í eigu Borgarbyggð-
ar og stendur á leigulóð í landi
Grímsstaða sem er í eigu Guð-
mundar Kristinssonar og Jóhönnu
Steinunnar Garðarsdóttur, en þau
eru jafnframt kaupendur að hús-
inu. Húsið er 195,6 fm að stærð og
var byggt árið 1977 og þarf eign-
in töluvert viðhald. Fasteignamat
er 17,8 milljónir króna og þar af
er húsið metið á 13,5 milljónir og
lóðin á rúmlega 4,2 milljónir. Sölu-
verð hússins er 7,5 milljónir og hef-
ur það þegar verið fullgreitt, að því
er fram kemur í kaupsamningi sem
birtur var á vef Borgarbyggðar í
síðustu viku. arg
Á fundi stjórnar Faxaflóahafna
sf. föstudaginn 18. febrúar hvatti
hafnarstjórn Faxaflóahafna sveitar-
félagið Hvalfjarðarsveit til að bæta
við skilgreindu svæði í botni Hval-
fjarðar sem mögulegt vatnstöku-
svæði í endurskoðun sinni á aðal-
skipulagi sveitarfélagsins.
„Með því verði haldið opn-
um möguleikum á áframhaldandi
uppbyggingu á Grundartanga en
forsenda hennar er að svæðinu
verði tryggt nægjanlegt vatn til
framtíðar,“ segir í fundargerð. Á
Grundartanga starfa um 20 iðn-
og þjónustufyrirtæki og um 1.110
manns vinna þar að jafnaði, auk
þess sem rekja má um 2.100 afleidd
störf til starfsemi á svæðinu. Mik-
ill áhugi hefur verið að undan-
förnu á lóðum á Grundartanga og í
nágrenni undir atvinnustarfsemi og
krefst það meira vatns.
arg
Borgarbyggð selur hús sem
áður hýsti Hnoðraból
Hvetja til að bætt verði við
skilgreindu vatnstökusvæði