Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202224 Staðan í vatnsbúskap Landsvirkj- unar er með þyngsta móti og staða miðlunarlóna enn lægri en spáð hafði verið í janúarlok. „Áfram verður allt gert til að tryggja afhendingu á forgangsorku. Ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út aprílmánuð, en jafnframt hefur Landsvirkjun leitað eftir endurkaupum á raforku hjá stórnotendum og virkjað slík ákvæði þar sem samningsbundnar heimildir eru til staðar,“ segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. Þórisvatn gæti tæmst Yfirstandandi vatnsár er eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjun- ar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu að verkum að Þórisvatn fyllt- ist ekki, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslu- svæði fyrirtækisins. Þrátt fyrir að margar lægðir hafi gengið yfir landið í febrúar þá voru þær kald- ar og fluttu með sér snjó, en ekki regn, svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið. Sá snjór mun vissu- lega skila sér í lónin áður en yfir lýkur, en hjálpar ekki í núverandi stöðu. Yfirborð Þórisvatns lækk- ar nú um einn metra á viku, sem þýðir að verulega þarf að hlána í síðasta lagi um miðjan apríl, ef það á ekki að tæmast. Innrennsli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014, þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Óveður og aukið álag Óveður í febrúar setti einnig strik í reikninginn í rekstri Landsvirkj- unar á þann hátt að skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna rofs á Byggðalínu. Auk þess varð tímabundið rof á orkuvinnslu í lok febrúar í Vatnsfelli, á Sultar- tanga og í Búrfelli, vegna illviðr- is. „Þá má geta þess að auk þess sem erfitt vatnsár veldur vanda er afhending Landsvirkjunar til heildsölu 15% meiri en á síðasta ári, sem gefur vísbendingar um minna framboð frá öðrum raf- orkuframleiðendum á þennan markað. Þá hafa tíðar bilanir hjá öðrum vinnslufyrirtækjum auk- ið álag á kerfið. Álag í raforkukerf- inu hefur þannig aukist á sama tíma og vatnsbúskapur er með versta móti og vetrarhörkur hafa frem- ur hert tak sitt en hitt. Þrátt fyrir þetta erfiða árferði hefur Landsnet náð góðum árangri í flutningi orku milli landshluta.“ Landsvirkjun hefur eins og kunn- ugt er gripið til skerðinga í sam- ræmi við ákvæði samninga við fisk- mjölsverksmiðjur, stórnotendur og fjarvarmaveitur. Samtals nema þær skerðingar um 3% af árlegri orku- vinnslu fyrirtækisins. Gripið hef- ur verið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við versnandi horfum, þ.á.m. að falast eftir endurkaupum raforku af öllum stórnotendum og virkja ákvæði um slík endurkaup þar sem þau er að finna í samning- um. „Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur hér eftir sem hingað til fram um að mæta viðskiptavinum okk- ar af sanngirni. Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina. Allar takmark- anir á afhendingu raforku, sem við höfum þurft að grípa til, eru í sam- ræmi við samninga. Við vonum sannarlega að milt vor hjálpi okk- ur að komast út úr þessari stöðu,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með stöðu vatnsbúskapar á http://landsvirkj- un.is/rauntimavoktun mm Eitt erfiðasta vatnsárið í sögu Landsvirkjunar „Yfirborð Þórisvatns lækkar nú um einn metra á viku, sem þýðir að verulega þarf að hlána í síðasta lagi um miðjan apríl, ef það á ekki að tæmast.“ Ljósm. Mats Wibe Lund. Dagur í lífi... Nafn: Guðrún Lilja Magnúsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Gift og bý í Grundarfirði með manninum mínum, yngsta barni, köttum og hundi. Starfsheiti/fyrirtæki: Vinn sem bókavörður í Grunnskóla Grundar- fjarðar og rek ásamt vinkonu minni fyrirtækið Græna kompaníið, sem er kaffihús, garnbúð og bókabúð. Er einnig pistlahöfundur á bóka- vefnum Lestrarklefinn.is. Áhugamál: Bækur og aftur bækur. Dagurinn: Fimmtudagurinn 10. mars Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Vaknaði klukkan korter yfir sjö og vakti unglinginn. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég borða aldrei morgunmat. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég keyrði í grunnskólann klukkan að verða átta. Fyrstu verk í vinnunni? Kveikja á tölvunni og skrá mig inn á bókasafnskerfið Gegni. Hvað varstu að gera klukkan 10? Skanna innkomin útlán frá krökk- unum og raða bókum í hillur. Hvað gerðirðu í hádeginu? Fór heim klukkan tólf og hleypti hund- inum Legó út að pissa. Hvað varstu að gera klukkan 14? Ég sat heima við tölvuna og yfirfór bókagagnrýni um bókina Kokkál eftir Dóra DNA sem birtist svo á Lestrarklefanum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Skilaði inn textanum, sendi á ritstjóra Lestrar- klefans og lét vita að pistilinn væri tilbúinn. Þá var klukkan að verða þrjú. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Bjó mig undir að fara til Reykjavíkur en hætti við ferðalagið þann daginn þar sem bíllinn minn var ekki í nógu góðu standi. Hélt mig því heima og byrjaði á næstu bók sem heitir Blikur á lofti. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Mér var boðið í mat af sam- starfskonu minni, henni Signýju sem bauð upp á dýrindis kjötsúpu. Hvernig var kvöldið? Eyddi kvöldinu með vinkonum mínum við sjónvarpsgláp. Hvenær fórstu að sofa? Frekar seint. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Burstaði tennurnar. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Svekkelsi yfir að bíll- inn skyldi ekki hafa virkað en mik- il tilhlökkun fyrir helginni þar sem barnabarnið mitt fékk nafn á laugardeginum. Eitthvað að lokum? Barnabarnið fékk nafnið Vera Sofia, ég er orðin hundleið á veðrinu en bókin sem ég er að lesa er mjög skemmtileg, er unglingabók og ég mæli algjörlega með henni. Ekki fara til Grundar- fjarðar án þess að kíkja á kaffihús- ið Græna kompaníið og endilega kynnið ykkur bókavefinn, Lestrar- klefinn.is. Bókavarðar í Grundarfirði Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla á Akra- nesi, var í óða önn að taka niður jólaskreytingu þegar blaðamaður Skessuhorns átti leið fram hjá hon- um á ganginum í skólanum í síð- ustu viku. Marsmánuður er alveg tilvalinn eins og hver annar til að taka niður skrautið og kannski ekki seinna vænna því í byrjun apr- íl verður frumsýndur söngleik- urinn Hunangsflugur og Villikettir í Grundaskóla, eins og fram kemur í annarri frétt hér í blaðinu. vaks Í góða veðrinu á Akranesi á sunnu- daginn skellti blaðamaður Skessu- horns sér í smá útihlaup eftir langa fjarveru frá slíku stússi. Lá leið eins og venjulega að heiman út göngustíginn sem liggur meðfram Langasandi og þaðan var sprett úr spori í átt að golfvellinum og hlaupið þaðan síðan í átt að Akra- fjalli. En þegar komið var fram hjá endanum við lok holu fjögur á golf- vellinum vandaðist málið. Þar er nú búið að setja möl í bland við stóra hvassa steina á tvö til þrjú hundruð metra kafla á þessum slóðum. Þessi stígur er mikið notaður af göngu- fólki en það hefur líklegast breyst á síðustu mánuðum því mikil hætta er á að fólk misstígi sig á léttri göngu. Hvað þá með hlaupafólk og hjólreiðafólk og enginn vafi að þeir sem ætla að hjóla þennan stíg geta átt það á hættu að slöngur í dekkj- um springi fljótlega því grjótið er á köflum ansi stórt með hvössum brúnum. Að sögn Alfreðs Alfreðsson- ar hjá Akraneskaupstað var þessi hluti göngustígsins styrktur í haust og keyrt ofan á hann burðarlagi til þess að styrkja veginn því þetta var orðin hálfgerð moldardrulla. Efnið sem var sett þarna kallast núll sextíu og þrír og svo verður sett fínt efni ofan á þetta og drenar það sem er fyrir. Spurður hvenær þetta muni gerast segir Alfreð að vonandi ger- ist það fyrir sumarið en hann geti þó engu lofað með það. Það er því um að gera fyrir göngufólk að fara varlega á þessum slóðum fram á vor og vona bara að þetta verði allt komið í samt lag fyr- ir sumarið. vaks Ekki seinna vænna hjá Sigurði Arnari Sigurður Arnar í hæstu hæðum. Ljósm. vaks Og endar við göngin undir þjóðveg- inum. Göngustígur allur í grjóti Hér byrjar vesenið… Hér við sirka miðju stígsins…

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.