Skessuhorn - 16.03.2022, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202230
Hvað er skemmtilegast við
það að vinna á leikskóla?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Margrét Helga Jóhannsdóttir
„Fjölbreytnin.“
Hulda Sigríður Höskuldsdóttir
„Passa börnin.“
Elísabet Birgisdóttir
„Að enginn dagur er eins og líka
hvað krakkarnir eru skemmti-
legir og hópurinn fjölbreyttur.“
Salbjörg Ósk Reynisdóttir
„Mjög gefandi starf og einnig að
enginn dagur er eins.“
Margrét Aradóttir
„Þegar maður sér að maður
nær árangri í sínu starfi.“
Íþróttamaður vikunnar
Íþróttamaður vikunnar er nýlegur
liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum
við fyrir tíu spurningar til íþrótta-
manna úr alls konar íþróttum á öll-
um aldri á Vesturlandi. Íþrótta-
maður vikunnar að þessu sinni er
knattspyrnukonan Minela Crnac
frá Ólafsvík.
Nafn: Minela Crnac
Fjölskylduhagir: Bý í Ólafsvík
með foreldrum mínum.
Hver eru þín helstu áhugamál:
Mín helstu áhugamál eru fótbolti
og líkamsrækt.
Hvernig er venjulegur dagur
hjá þér um þessar mundir: Flest-
ir dagar eru eiginlega eins hjá mér.
Ég fer í skólann og þegar ég er
búin í skólanum fer ég að vinna. Ég
er að þjálfa stelpur í fótbolta hér á
Snæfellsnesinu og eftir vinnu þá
tek ég æfingu, fer í ræktina eða fer
sjálf út í fótbolta þegar veður leyfir.
Hverjir eru þínir helstu kost-
ir og gallar: Mínir helstu kostir
eru að ég er ákveðin og með mikið
keppniskap. Gallarnir eru að ég er
mjög tapsár, það hata allir að tapa.
Hversu oft æfir þú í viku: Eg
reyni að æfa fimm til sjö sinnum í
viku en í minnsta lagi tek ég fimm
æfingar í viku.
Hver er fyrirmynd þín í íþrótt-
um: Mín fyrirmynd í íþróttum er
Zlatan Ibrahimovic vegna þess að
hann er bara geggjaður leikmaður
og einnig bróðir minn, hann Anel
Crnac. Hann er að láta draumana
sína rætast í fótbolta og vinnur hart
fyrir öllu sem hann vill í lífinu.
Af hverju valdir þú knattspyrnu:
Ég valdi knattspyrnu vegna þess
að þegar ég var yngri þá vildi ég
gera allt eins og stóri bróðir minn.
Þegar hann fékk síma þá þurfti
ég að fá síma, þegar hann byrj-
aði að æfa fótbolta þá þurfti ég að
byrja að æfa fótbolta. Svo byrjaði
hann og pabbi minn alltaf að fara
út í fótbolta með mér og reyna
að kenna mér að skjóta í bolta. Þá
kom áhuginn og hef æft síðan ég
var sex ára.
Hver er fyndnastur af þeim sem
þú þekkir: Ég myndi segja Sylvía
Dís Scheving besta vinkona mín,
hún lætur mig alltaf hlæja sama
hvernig skapi ég er í.
Hvað er skemmtilegast og
leiðinlegast við þína íþrótt:
Skemmtilegast við mína íþrótt
er að maður getur alltaf spilað
íþróttina. Ef manni líður illa fer
maður bara í fótbolta, ef manni
líður vel fer maður bara í fótbolta.
Síðan eru ferðalögin líka mjög
skemmtileg. Að ferðast saman í
rútu og gista saman, það er alltaf
jafn gaman. Leiðinlegast við mína
íþrótt er þrekæfingar og útihlaup á
Íslandi í hálku og kulda.
Er mjög tapsár
Deildarkeppni BSÍ í badminton fór
fram um síðustu helgi í TBR húsinu
í Reykjavík. Alls tóku 16 lið frá sjö
félögum þátt í keppninni en keppt
var í þremur deildum; Úrvalsdeild,
1. deild og 2. deild. Badmintonfé-
lag Akraness sendi lið til keppni í
2. deild en þar voru átta lið skráð
og spiluðu þau í tveimur fjögurra
liða riðlum. Í sínum riðli tapaði ÍA í
fyrsta leik fyrir BH/TBS 3-5, gerði
síðan jafntefli við TBR-Jóakúlurnar
4-4 og unnu síðan Hamar 6-2 í síð-
asta leik sínum í riðlinum.Eftir það
kepptu öll liðin einn leik í viðbót,
um sæti eitt til átta.
Um fyrsta sætið í 2. deild kepptu
TBR-Jóakúlurnar og TBR-Sleggj-
ur og unnu Jóakúlurnar viður-
eignina 5-3 í hörkuleik og eru því
Íslandsmeistarar í 2. deild 2022.
Skagamenn léku gegn Aftureldingu
í leik um þriðja sætið og unnu
öruggan 6-2 sigur. vaks
Í síðustu viku lauk keppni á Íslands-
móti öldunga í keilu 2022. Guð-
mundur Sigurðsson frá ÍA og
Snæfríður Telma Jónsson frá ÍR
stóðu uppi sem sigurvegarar eft-
ir úrslitakeppni þriggja efstu. Þetta
er í þriðja skiptið sem Guðmund-
ur landar þessum titli og hefur þar
með jafnað Rögnu Matthíasdóttur
sem vann þetta mót einnig þrisvar
sinnum á sínum glæsta keiluferli.
Snæfríður Telma var að vinna þetta
mót í fyrsta sinn.
vaks
Liðsmenn Guðjóns Þórðarsonar í
knattspyrnuliði Víkings Ólafsvíkur hafa
ekki getað æft á Ólafsvíkurvelli síðustu
mánuði vegna snjóa á vellinum. Í síðustu
viku mættu þeir ásamt stjórnarmönnum
í félaginu fyrir æfingu til að ryðja völl-
inn og flýta fyrir því að snjóinn taki upp
svo hægt sé að æfa á vellinum og spila
heimaleikina sem eftir eru af Lengjubik-
arnum. Eitthvað verður þó umhleypinga-
samt áfram þannig að þeir gætu þurft að
moka aftur en best er þó að hreinsa völl-
inn jafnóðum svo ekki safnist svona mikill
snjór sem verður svo að klaka.
þa
Lið ÍA sem varð í þriðja sæti á mótinu um helgina. Ljósm. bsí
Badmintonfélag ÍA
náði þriðja sætinu
Snæfríður Telma og Guðmundur eru Íslandsmeistarar öldunga í keilu árið 2022.
Ljósm. klí
Guðmundur Íslands-
meistari öldunga
Hreinsa völlinn til að hægt verði
að spila þar heimaleiki