Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Frá fyrstu mínútum stríðsins, sem Evrópa stendur á öndinni yfir, tóku skilaboðin að streyma til Kseniu á In- stagram sem aldrei fyrr. „Allir höfðu sína skoðun. Allt í einu voru margir Úkraínumenn farnir að hata mig, ein- göngu vegna þess að ég er frá Rúss- landi. Viðbrögðin frá Rússum voru hins vegar tvenns konar. Annars veg- ar heyrði ég frá Rússum sem voru að spyrja mig hvað þeir gætu gert til að koma nágrönnunum í Úkraínu til að- stoðar en á hinn bóginn voru það skilaboð frá þeim sem gagnrýndu mig fyrir að vera rússnesk en sýna þó Úkraínumönnum stuðning. Rétt eins og Úkraínumegin finnst það fólk sem leggur fæð á alla Rússa og svo hinir sem skilja að almenningur í Rúss- landi ræður engu um gjörðir stjórn- valda. Þetta var stormur sem ekki var stætt í,“ segir Rússinn frá upp- lifun sinni á þeim málflutningi sem við henni blasti á Instagram. Enginn hörgull hafi verið á hót- unum og gífuryrðum og rifjar Ksenia upp margra vikna tímabil, eftir upp- hafsdag innrásarinnar, sem henni varð vart svefnsamt af þessum sök- um. Hún eigi fjölda vina í Úkraínu þótt þar eigi hún enga ættingja, í Rússlandi á hún hins vegar móður og afa og ömmu, fjölskyldu sem er henni ákaflega kær og eðlilega kveðst Ksenia óttast um afdrif síns fólks í Rússlandi, vina og fjölskyldu, alþjóð- legar refsiaðgerðir komi hart niður á rússneskum almenningi, réttu og sléttu almúgafólki sem aldrei hafði neitt um það að segja að forseti lands- ins ákvað að ráðast með oddi og egg gegn nágrannaþjóðinni. „Fólk spyr mig hvers vegna ég taki ekki afstöðu gegn því sem Rússland er að gera. Auðvitað er ég alfarið á móti stríðsrekstri, mér finnst alveg skelfilegt að þetta sé að gerast, en ég verð að gæta að því hvað ég læt út úr mér opinberlega,“ segir Ksenia og á við Instagram-síðu sína sem skartar tæplega 40.000 skráðum fylgjendum. „Nú varðar það við lög að gagnrýna innrásina, fólk getur fengið fangels- isdóm í Rússlandi fyrir að mótmæla því sem þarlend stjórnvöld eru að gera.“ Hún bendir á að samfélag Rússa í Noregi sæti hvort tveggja harkalegri almennri gagnrýni í kjölfar innrás- arinnar auk þess sem landar hennar komi hreinlega að lokuðum dyrum sums staðar, hvort sem það snúi að hótelgistingu, atvinnutækifærum eða því að geta almennt um frjálst höfuð strokið. Slíkt sé þó til allra heilla fátítt í Noregi en almenningsálitið í heim- inum sé einfaldlega gegn Rússum, öllum Rússum, vegna ófriðarbálsins í Úkraínu. Andstæðingar stríðsins Rússlandsmegin séu þó líkast til mun fleiri en stuðningsmennirnir. „Þetta stríð er ótækt“ „Við erum bara stimpluð hrottaleg þjóð alls staðar í heiminum vegna þess sem Pútín er að gera. Fjöldi Rússa hér og annars staðar þorir varla að viðurkenna þjóðerni sitt,“ segir Ksenia og fer ekki í neinar graf- götur með að ástand heimsmála um þessar mundir íþyngir henni veru- lega. Eins og fjöldi landa hennar hafi hún tekið að velta því fyrir sér eftir innrásina hvernig hún gæti lagt sitt lóð á vogarskálarnar til aðstoðar bág- stöddum Úkraínumönnum og dottið niður á þá lausn í samstarfi við hót- elstjórann að bjóða tveimur til þrem- ur flóttamönnum frá Úkraínu vinnu og húsnæði á Engø Gård. Hún hafi svo notað Instagram-síðu sína til að auglýsa eftir fólki sem væri tilbúið að leggja á sig flótta til Noregs og þá hafi Nataliia haft samband við hana sem orðið hafi kveikjan að komu hennar til Noregs. Konurnar tvær, sem komu til Nor- egs á þriðjudaginn, eru mæðgur. Að- dragandinn að komu þeirra var hvort tveggja skemmri og einfaldari, er þar á ferð vinkona Nataliiu með dóttur sína sem þær Ksenia ákváðu að bjóða til landsins í kjölfar þess að Ksenia heyrði á tal þeirra vinkvenna í síma. „Mér finnst þetta alveg út í hött, þetta stríð er ótækt og það er ótækt að Rússar og Úkraínumenn séu að drepa hvorir aðra, þetta eru þjóðir sem eiga að hjálpast að. Mig langar með því sem ég er að gera að reyna að leggja fram örlitla hjálp, sama hve lítil hún er, og ég get ekki tekið neina afstöðu með eða á móti einum né neinum í þessu stríði,“ segir Ksenia Levy við endalok fróðlegs spjalls, hálfvegis inni í skógi á Tjøme en um leið við opið gin Skagerrak-sundsins milli Noregs og Danmerkur. Túlkaþjónusta Ksenia (t.v.) túlkar frásögn Nataliiu af seinustu dögunum í Úkraínu sem er henni létt, mál þeirra eru ámóta lík og sænska og norska. Feðgin Sara Anastasia Levy ásamt föður sínum eftir viðtal á laugardaginn. Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Akureyri er mjög fýsilegur kostur fyrir þessa starfsemi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri at- North, en hann og Ásthildur Sturlu- dóttir, bæjarstjóri á Akureyri, rituðu undir viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri á Listasafninu á Akureyri sl. þriðju- dag. Samkvæmt henni leigir fyrir- tækið lóð til starfseminnar á skipu- lögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins en þetta verkefni er liður í uppbygg- ingu græns iðnaðar í höfuðstað Norð- urlands. Gagnaverið mun fjölga störfum í hátækniiðnaði á svæðinu. Fyrirtækið atNorth rekur gagna- ver í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Stokkhólmi í Svíþjóð og segir Eyjólf- ur mikla eftirspurn eftir þjónustu þess. Þegar eldgos braust út í Geld- ingadölum á Reykjanesi í fyrra segir hann að umræða hafi komist á flug um að skoða fleiri staði. „Það er ákveðinn veikleiki í því að vera með allt á sama stað, en með því að dreifa starfseminni dreifum við líka áhætt- unni. Eftir að gerð hefur verið brag- arbót á raforkumálum í Eyjafirði er Akureyri einn besti kostur sem hægt er að hugsa sér fyrir starfsemi gagnavers að okkar mati,“ segir hann. Þekking og góðar samgöngur Þar komi nokkrir þættir til sem skipti sköpum, auk þess sem afhend- ingaröryggi raforku er fyrir hendi nú er fyrir á svæðinu þekking sem nauð- synleg er og þá eru samgöngur góð- ar, gott innanlandsflug og innan tíðar bætist flug til útlanda við. „Það eru líka til staðar fyrirtæki sem geta veitt okkur þjónustu við reksturinn og við- hald á tæknibúnaði okkar,“ bætir hann við. Fyrirtækið mun bæði veita erlendum og innlendum viðskiptavin- um þjónustu frá gagnaverinu á Akur- eyri. Vistun og vinnsla gagna fer fram á nokkrum stöðum, aðgengi að tengingum úr landi verður betra. Eyjólfur segir að hafist verði handa við framkvæmdir í byrjun sumars og gert ráð fyrir að hægt verði að taka gagnaverið í notkun ein- hvern tíma á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Við höfum undirbúið mál- ið vel og það tekur ekki langan tíma að reisa byggingarnar,“ segir hann. Kostnaður við fyrsta áfanga verksins nemur á bilinu tveimur til þremur milljörðum króna og gert er ráð fyrir að um 15 starfsmenn verði við gagna- verið til að byrja með. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fagnar þeirri uppbyggingu sem fyrir- tækið atNorth er að hefja á Akureyri og segir hana styrkja atvinnulífið á svæðinu. „Þetta verkefni rímar vel við nýlegar innviðaframkvæmdir á Norðausturlandi sem tryggja raf- orkuflutning inn á svæðið. Aukið ör- yggi í flutningi raforku inn á Eyja- fjarðarsvæðið gerir uppbyggingu af þessu tagi mögulega með öllum þeim jákvæðu samfélagsáhrifum sem fylgja,“ segir Ásthildur. Samkomulag Eyjólfur og Ásthildur takast í hendur eftir undirritunina. Gagnaverið skap- ar um 15 störf - Í notkun á fyrri hluta næsta árs Morgunblaðið/Margrét Þóra Ánægjuábyrgð Bindur lykt hratt Klumpast vel Rykast ekki Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.