Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ EMPIRE VARIET Y SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 75% L eikstjórararnir Aaron Nee og Adam Nee vita ná- kvæmlega hvað það er sem áhorfendur vilja. Týnda borgin er fullkomið dæmi um afþreyingu, hún er einföld, fyrirsjáanleg og skemmtileg. Kvik- myndin er blanda af rómantískri gamanmynd og ævintýramynd og segir frá því ævintýri sem skáld- sagnahöfundurinn Loretta (Sandra Bullock) og forsíðumódelið hennar (Channing Tatum) lenda í. Loretta Sage er miðaldra rithöf- undur sem skrifar rómantískar ævintýrasögur sem snúast um skáldaða hetju að nafni Dash McMahon, sem Alan Caprison er módel fyrir. Útgefandi hennar, Beth, krefst þess að hún fari í bókaferð með Alan til að kynna nýj- asta verk sitt, The Lost City of D. Eftir fyrstu bókarkynninguna er Lorettu rænt af milljarðamær- ingnum Abigail Fairfax. Fairfax tel- ur hana þá einu sem geti hjálpað sér að finna fjársjóðinn „Eld- krúnuna“, enda enginn vitleysingur og bækur hennar byggðar á raun- verulegum sögulegum rannsóknum. Alan, sem er hrifinn af Lorettu án hennar vitneskju, verður vitni að ráninu og er staðráðinn í að bjarga ástinni sinni. Týndu borginni hefur verið líkt við Romancing the Stone (Robert Zemeckis, 1984) og Mummy- þríleikinn (Stephen Sommer, Rob Cohen, 1999, 2001, 2008). Allar til- heyra þær sömu kvikmyndagrein og eru með álíka skemmtilegt dúó í aðalhlutverki. Channing Tatum og Sandra Bullock eru dásamleg í aðalhlutverkunum. Teymið reyndi að fá Ryan Reynolds til að leika aðalkarlhlutverkið í myndinni á móti Bullock en samningar tókust ekki og Tatum hreppti hlutverkið sem betur fer. Hann er fullkominn í þetta hlutverk enda lítur hann út eins og hann eigi heima á forsíðu rómantískrar kilju. Tatum er mjög meðvitaður um hversu sykursætur hann er og er óhræddur við að gera grín að sjálfum sér fyrir útlitið. Hann hefur ítrekað leikið svipaða týpu og Alan, t.d. í Jump Street (Phil Lord, Christopher Miller, 2021, 2014) og Magic Mike- myndunum (Steven Soderbergh, Gregory Jacobs, 2012, 2015). Erfitt er að ímynda sér annan jafnhæfan Tatum til að leika þessa viðkvæmu ljósku og rómantíska viðfang Lor- ettu. Alan er stórskemmtilegur kar- akter. Hann er ekki bara gull- fallegur karlmaður heldur hugsar hann vel um sína konu en er kannski ekki fær um að bjarga henni á þann máta sem hann hafði séð fyrir sér. Alan er ekki karlmað- urinn sem skýtur af byssu heldur sá sem kemur með andlitsmaska í ferðalagið. Bullock er þá ekki óvön því að leika nördalega og klaufalega konu en álíka týpu hefur hún m.a. leikið í The Heat (Paul Feig, 2013) og Miss Congeniality (Donald Pet- rie, 2000). Söguefni myndarinnar er kannski ekki krefjandi fyrir Bullock og mótleikara hennar enda fá áhorfendur ekki að sjá neitt ferskt frá leikurunum en það skiptir engu máli, leikstjórarnir vita nákvæm- lega hvernig mynd þetta er. Týnda borgin er skemmtiefni þar sem Bul- lock er hetjan og Tatum daman í neyð. Ekki má gleyma að nefna auka- leikarana, sem alfarið stela senunni. Þar á meðal er Brad Pitt sem leik- ur Jack Trainer, sanna ævin- týrahetju líkt og hann leikur í Once Upon a Time … in Hollywood (Quentin Tarantino, 2019). Í þetta sinn er Daniel Radcliffe svo ekki hetjan heldur illmennið og ég er ekki frá því að hann hefði getað leikið Voldemort miðað við frammi- stöðu sína í Týndu borginni. Týnda borgin er kvikmynd sem við höfum séð áður en við viljum sjá aftur enda skemmtileg og kannski ekkert meira en það. Er það ekki allt í lagi? Leikstjórarnir, Aaron og Adam Nee, eru fullkomlega meðvit- aðir um hvað þeir eru að gera: Þeir eru að mata áhorfendur á sætind- um og þegar þau eru búin hungrar þá í meira. Endir kvikmyndarinnar býður upp á framhaldsmynd og ég er mjög spennt fyrir því að Týnda borgin taki upp þráðinn þar sem Mummy-myndirnar skildu hann eft- ir. Skemmtiefni Týnda borgin er kvikmynd sem við höfum séð áður en viljum sjá aftur enda skemmtileg og kannski ekkert meira en það, skrifar rýnir. Hér má sjá Channing Tatum og Söndru Bullock, sem fara með aðalhlutverkin. Fyrirsjáanlegt fjör Sambíóin og Smárabíó The Lost City bbbmn Leikstjórn: Aaron Nee og Adam Nee. Handrit: Dana Fox, Oren Uziel, Aaron Nee og Adam Nee. Aðalleikarar: Sandra Bullock, Channing Tatum, Brad Pitt og Daniel Radcliffe. Bandaríkin, 2022. 112 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Á tónleikum Sin- fóníuhljóm- sveitar Íslands í Hörpu í kvöld, fimmtudags- kvöld, hljóma Sieben Worte eftir Sofiu Gu- baidulinu og Sin- fónía nr. 3 eftir Anton Bruckner. Einleikarar á tónleikunum eru harmónikuleikarinn Geir Draugs- voll og Sigurgeir Agnarsson selló- leikari. Stjórnandi er hinn franski Nathanaël Iselin. Hann vann ný- lega til fyrstu verðlauna í Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppn- inni í Finnlandi og starfar nú sem aðstoðarhljómsveitarstjóri hjá Sin- fóníuhljómsveitinni í Árósum. Gubaidulina (f. 1931) samdi konsertinn Sieben Worte eða Sjö orð, fyrir bajan, selló og strengja- sveit, árið 1982. Þetta er meðal þekktustu verka hennar. Norski harmónikuleikarinn Geir Draugs- voll, annar einleikaranna, hefur starfað um árabil með Gubaidul- inu. Þriðja sinfónía Bruckners, seinna verk tónleikanna, var tíma- mótaverk á ferli tónskáldsins. Flytja Sjö orð eftir Sofiu Gubaidulinu Geir Draugsvoll „Hatur gegn hin- segin“ er yfir- skrift fyrirlest- urs sem Eyrún Eyþórsdóttir flytur í hádeginu í dag, fimmtu- dag, kl. 12 í fyrir- lestrasal Þjóð- minjasafns Íslands. Verður hann einnig í streymi. Erindi Ey- rúnar er í fyrirlestraröðinni Hin- segin Ísland í alþjóðlegu samhengi sem er haldin í samstarfi RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnrétt- isfræðum og Jafnréttisskólans. Eyrún er með doktorspróf í mannfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Fyrir- lesturinn byggist á yfirstandandi rannsókn um hatursglæpi á Íslandi. Fjallar um hatur gegn hinsegin Eyrún Eyþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.