Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 47

Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 47
Sólin skein í bjartar brekkur, Bláfjallanna fegurð víst, dásamlegri er en dagleg orð fá lýst. Mig tefur ekki á skíðabrautum frost né fjúk. - Falleg er hún brekkan niður Skálahnjúk. Tunglið varpar töfraljóma, á tinda og dalinn allt um kring. Langur skuggi liggur yfir Einstæðing. Dalinn út ég held að lokum heim á leið, Heimferðin er alltaf nokkuð svona greið, niður Skarð sem leiðin liggur, leiðin sú er ekki ströng. Jósepsdal ég kveð með söknuði - og söng. (Rannveig Þorsteinsdóttir) Auður, Guðrún, Kristjana, Björk og Bárður Harðarbörn. Kæra Hulda, nú er komið að leikslokum hjá þér. Ég kynntist ykkur Árna í Jós- efsdal, skíðasvæði Ármenninga, fyrir um 60 árum þegar ég byrjaði að venja komu mínar þangað. Við, auk annarra frábærra skíðafélaga, urðum sem ein stór fjölskylda. Frá þessum tíma er margs að minnast. Okkur þótti vænt um dalinn okkar og við lögðum hart að okkur til að komast þangað. Einnig var mikið fyrir því haft að halda skálanum við. Árin liðu og dalurinn fór í eyði en vinaböndin héldust með okkur gömlu Ármenningunum. Ég vissi að þið Árni hefðuð kom- ið ykkur upp fallegum skrúðgarði við heimilið ykkar. Eftir að ég hafði lært skrúðgarðyrkju fór ég í heim- sókn til ykkar svona til að forvitn- ast um garðinn. Ég kom að sumri til og allt var í blóma. Undrun mín var mikil þegar ég sá allt blóma- skrúðið. Allt var svo snyrtilegt og vel skipulagt. Allar plöntur merktar bæði á íslensku og latínu. Þarna voru ýmsar plöntur sem ég hafði aldrei séð áður og vissi því ekkert um. Þið hjónin voruð mjög fróð um hverja plöntu, ætt hennar og af- brigði. Mér er minnisstætt hvað Árna fannst ég vita lítið um plöntur, þó útskrifaður garðyrkjumaður. Það fór svo að ég kom til ykkar á öllum árstímum og sótti mér fróðleik. Smám saman fór ég að hjálpa til við að klippa, flytja og skipta plönt- unum ykkar. Ég sagði við ykkur hjónin að mér fyndist rósirnar ekki rétt klipptar sem leiddi til þess að ég fékk leyfi til að klippa tvær rósir til að byrja með. Það heppnaðist svo vel að þau báðu um að klippa allar rósirnar, sem mér þótti mikil viðurkenning. Síðar breyttum við garðinum og gerðum hann enn fal- legri með fjölbreyttari rósagarði. Sá tími kom að þið gátuð ekki sinnt garðinum lengur eins og þið vilduð hafa hann. Þá lá beinast við að biðja mig um að taka við, enda þekkti ég garðinn orðið mjög vel. Vorin voru mér ásamt ykkur hjónum sem helgistund, þar sem garðurinn var alltaf í mótun. Við gengum um garðinn og ræddum um sérhverja plöntu, hverjar ætti að fjarlægja, skipta eða færa til. Nýjar plöntur fengu einnig sitt rými. Eftir að Árni dó héldum við Hulda áfram okkar striki. Á síð- asta ári gat ég þó ekki hreinsað garðinn en klippti þó allar rósirnar sem var það mikilvægasta, að okk- ar mati. Þann 29. mars síðastliðinn var ég á leið út úr bænum en fékk hug- boð um að ég yrði fyrst að fara og skoða garðinn hennar Huldu. Ég snéri við og fannst eins og Hulda tæki á móti mér. Það var eins og við gengjum saman um garðinn og ræddum saman eins áður fyrr. Komum næst að garðskálanum og horfðum einu sinni enn yfir garð- inn og vorum bæði ánægð með hann. Hún kyssti mig á vangann og kvaddi sátt. Þetta fannst mér fal- leg og sérstök tilviljun að hún kvaddi mig þennan dag þarna í garðinum sínum. Kæra Hulda, ég þakka þér fyrir dásamlegar stundir sem við áttum saman í garðinum öll þessi ár. Þar áttum við góða samleið, takk fyrir. Kristján Vídalín. MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 ✝ Ingibergur Þór Kristinsson fæddist í Keflavík 18. desember 1949. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 24. mars 2022. Foreldrar Ingi- bergs voru hjónin Kristinn Jónsson, f. 3. febrúar 1897, d. 11. október 1982, og Kamilla Jónsdóttir, f. 11. október 1904, d. 17. október 1958. Systkini Ingibergs eru: Jó- hanna, f. 11. október 1929, d. 21. janúar 2013; Jón Marinó, f. 21. september 1930, d. 1. apríl 2012; Börn Ingibergs og Guðrúnar eru Kamilla, f. 22. apríl 1979, og Ingi Þór, f. 5. október 1981, kvæntur Önnu Margréti Ólafs- dóttur, f. 30. desember 1981. Börn þeirra eru Bergrún Björk, f. 2007, Skarphéðinn Óli, f. 2009, og Rannveig Guðrún, f. 2018. Fyrir átti Ingibergur Lárus Kristján, f. 7. janúar 1971, með Guðrúnu Kristínu Ívarsdóttur, f. 16. desember 1953. Lárus er kvæntur Amal Quadi El Idrissi, f. 18. mars 1978. Börn þeirra eru Ingibergur Karim, f. 2003, og Ísabella Sara, f. 2006. Ingibergur var fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann lauk meistaraprófi í húsasmíðum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og starfaði við smíðar auk þess sem hann spilaði á trommur í hljóm- sveitum frá unglingsaldri. Útför fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag, 7. apríl 2022, klukkan 13. Júlíus Friðrik, f. 26. september 1932, d. 7. apríl 1986; stúlka, f. 16. maí 1938, d. 16. maí 1938; Sigurður Birgir, f. 28. nóv- ember 1939; Egg- ert Valur, f. 7. ágúst 1942; Sólveig María, f. 28. maí 1947. Ingibergur kvæntist Guðrúnu Júlíusdóttur 25. ágúst 1975. Foreldrar Guð- rúnar eru Júlíus Rafnkell Ein- arsson, f. 6. júlí 1930, d. 2. mars 2008, og María Guðrún Ög- mundsdóttir, f. 7. janúar 1935. Nú þegar minn guðdómlegi bróðir Ingibergur hefur kvatt þessa jarðvist er ekki laust við að minningarnar streymi fram. Ég kynntist Inga þegar Hinir demón- ísku neanderdalsmenn leituðu að trommuleikara ljósum logum. En sú leit hafði lítinn árangur borið, vegna mjög svo framúrstefnu- legra hugmynda okkar félaganna á tónlistarstefnu sem vafalítið leiddi til þess að þeir, sem þó þorðu að reyna sig, voru snöggir að hypja sig og hafa ekki litið tón- list sömu augum eftirleiðis – og eru þeir hér með beðnir afsökun- ar. En Ingi birtist galvaskur eins og frelsandi lukkuriddari, ein- hverjum plús tuttugu árum eldri en við. Með gráa makkann tekinn saman í tagl, grásprengt skeggið og kringlóttu gleraugun. Og eftir að við höfðum útskýrt á allgóðu mannamáli fyrir Inga lagið – sem innihélt einhverja fimmtán kafla og ýmsar tóntegundir og taktaf- brigði – sló Ingi fyrsta taktinn. Ég vildi að ég gæti sagt að hann hefði tekið með okkur flugið í einni svipan og gagnkvæmur skilning- ur hefði ríkt. En svo var aldeilis ekki. Skelfingarsvipurinn á hon- um var slíkur, að við engu öðru var að búast en hann ryki á dyr hið fyrsta og hyrfi eins og hinir trommuleikararnir. En Ingi var nú einu sinni þannig gerður, að ef hann stóð frammi fyrir jafn stór- brotnum lífsgátum og tónlist Hinna demónísku neanderdals- manna var í upphafi, þá bretti hann upp ermar, og fann leið út úr vandanum. Með bros á vör, oftast nær, en svo líka með spurnarsvip. Og hér skal engu logið um það að stundum þurfti margar atrennur og endalausar bollaleggingar til að ná svo mikið sem einhverjum tökum á viðfangsefninu, en Inga tókst það ævinlega á endanum. Og þá var ekki að sökum að spyrja; framlag hans var engu líkt. Hrein og tær snilld. Enda var Ingi góður og æði sérstakur trommari og stíll hans einstakur. Mig langar að lokum að þakka Inga rausnarskapinn, vináttuna, hlýjuna, húmorinn, hjálpsemina og elskulegheitin. Á slíku var aldrei skortur. Okkur var iðulega boðið inn í kaffi eða mat þegar þannig stóð á og fjölskyldan á Norðfjörðsgötunni var einstök. Rúna, Ingiþór, Kamilla, Lárus. Ykkur votta ég mína dýpstu sam- úð. Ást og friður kæri bróðir, hvíl í friði. Bið að heilsa Elvis. Meira á www.mbl.is/andlat Þröstur Jóhannesson. Í dag kveðjum við Ingiberg Þór Kristinsson, Inga frænda. Ingi var bróðir mömmu. Það voru 20 ár á milli þeirra. Móðir þeirra Kamilla Jónsdóttir dó langt fyrir aldur fram og var Ingi þá rétt að verða níu ára gamall. Mamma, þá 29 ára, gekk systk- inum sínum Inga, Maju, Edda og Sigga eiginlega í móðurstað. Mjög náið samband var alla tíð á milli hennar, afa og systkinanna. Ingi varð eiginlega stóri bróðir minn, tveimur árum eldri en Ís- leifur bróðir minn og sex árum eldri en ég. Ingi var mikill fjör- kálfur í æsku og með frábæran húmor. Hann gat sagt sögur og skáldað ógleymanleg leikrit fyrir fjölskyldusamveruna á aðfanga- dagskvöldum á Sólvallagötunni. Það eru margar minningarnar sem ég á um Inga og langar mig til að setja nokkrar á blað. Ingi fór í trésmíðanám hjá pabba og voru þeir miklir mátar. Pabbi stóð alltaf með Inga þegar verið var að finna að honum. Ingi vildi safna hári eins og þá var í tísku, en hippatískan var í al- gleymingi á hans unglingsárum. Það var oft verið að hnýta í hann og spyrja hvort hann ætlaði ekki að fara að fara til rakarans. Pabbi ákvað þá að safna líka hári og þeg- ar Inga fannst orðið nóg um fóru þeir saman til rakarans, pabbi fékk herraklippingu en Ingi hár- snyrtingu og hélt alla tíð sínu síða hári. Ingi bjó hjá afa á Sólvallagöt- unni. Þegar ég var 18 ára kom ég heim í jólafrí og auðvitað fór ég í heimsókn til afa. Þar var Ingi að taka sig til og spurði mig hvort hann liti nógu vel út til að geta far- ið í bæinn að kaupa jólagjafir! Satt best að segja datt af mér andlitið og ég spurði með hverjum hann væri að fara að kaupa jóla- gjafir? Jú, hann var að fara með Rúnu! Þá vissi ég að hann hafði fundið stóru ástina sína. Það hef- ur verið yndislegt að fylgjast með þeim blómstra saman, búa til og nostra við sín fallegu heimili og sumarbústaðinn Hulduheima, yndislegu börnin og barnabörnin. Ingi var alla tíð hippi og mjög stoltur af því. Einu sinni sagði ég við hann að hann væri „hippi í handbremsu“. Hann leit á mig sposkur á svip og ég var að spá hvort ég hefði móðgað hann. Nokkru seinna fékk ég staðfest- ingu á að svo hefði ekki verið, því hann nefndi eina hljómsveitina sína „Hippi í handbremsu“. Það er mikill söknuður að Inga og bið ég algóðan guð um styrk fyrir Rúnu, Lárus, Kamillu, Inga Þór, Önnu Margréti og barna- börnin og sendi þeim mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðrún Sigríður (Nunna Sigga). Fyrst og síðast Við megum ekki missa af neinu sem er fyrst, hvort sem það er bað eða bros, orð eða tönn ógleymanleg augnablik. Sama er með þau síðustu við sitjum og bíðum grípum hvert andartak sem gæti orðið það síðasta. En allt þar á milli er. (Harpa Rún Kristjánsdóttir) Síðustu daga hafa komið upp í hugann minningar – endalausar minningar af Sólvallagötunni og Vallargötunni og Miðtúninu. Og það eru minningar baðaðar í sól, kærleik og glaðværð og grallara- skap. Í bréfum frá afa frá árunum 1951-52 sem við fundum nýlega, voru frásagnir af litlum þriggja ára ólátabelg sem bræddi öll hjörtu. Ólátabelgur sem missti mömmu sína níu ára og hefur sjálfsagt alltaf borið þess merki. Á þeim tíma var ekkert verið að flíka tilfinningum eða leyft að leggjast í sorg og sút. Ingi var litli bróðir hennar mömmu og úr hlutverki litla bró komast menn ekki svo glatt. Henni þótti svo óendanlega vænt um hann og hún og þau systkinin taka vel á móti honum í Sumar- landinu. Ingi var hagur bæði á orð og tré og handverkið sem liggur eftir hann í húsunum og görðunum á Vallargötunni og sumarbústaðn- um ber þess merki. Hann var org- inal töffari, rokkari, grallari. Ein- stakur. Hann var líka óðsnillingur og það birtist í jólakortunum, lausavísum og ljóðum földum inni í veggjum og núna síðast í ævin- týrinu um Hoffmann Elexír og fleiri kúnstnera sem hann las fyr- ir mig í haust. En það er ekki hægt að nefna Inga án Rúnu – þau voru alltaf Ingi og Rúna – óaðskiljanlegur dúett og áttu svo fallegt og far- sælt samband. Samstiga alla leið og ég dáðist alltaf að þeim. Ég var ekki há í loftinu þegar ég var send í Sölvabúð að kaupa kók og sígó fyrir hann. Síðan var ég í vist og passaði þessa krútt- mola Kamillu og Inga Þór og í vistinni var ég nestuð með bækur og kassettur. Bækur sem voru margar langt fyrir ofan minn skilning þá en þannig var Ingi, hann kom fram við börn eins og fullorðna. Undanfarna daga hef ég rifjað upp kynnin við Alan Par- sons Project sem var einmitt á einni af kassettunum. Klassam- úsík og mun alltaf minna mig á kæran frænda. Ég kveð hann með laginu Eye in the Sky. Hann er þar. Ást og friður fylgi Vallargötu- fjölskyldunni um ókomin ár. Sigrún Björk Jakobsdóttir. Síminn á æskuheimilinu mínu hringir. „Já, góðan daginn,“ segir dimmraddaður maður svolítið valdsmannslega á hinum enda lín- unnar. „Þetta er lögreglan í Keflavík. Er þetta Jón Marinó? Hefur þú verið að hanga aftan í bílum nýlega?“ Skjálfandi neita ég því en dimmraddaði maðurinn segir að það hafi sést til mín og nú verði þeir að koma og sækja mig og stinga mér beint í steininn. Með beyg í röddinni neita ég því, en áður en ég get sagt meira heyrist: „Nei blessaður Jónsi, þetta er Ingi frændi hérna á efri hæðinni. Nennirðu nokkuð að skreppa fyrir mig niður á Ísbar og kaupa ís í sjeikboxi, Camel-pakka og maltextrakt?“ Svona eru fyrstu minningarnar mínar af honum Inga frænda. Hann gat tekið mann alveg á taugum en upp úr þessu var vin- átta okkar mörkuð til lífstíðar þó að það væri 15 ára aldursmunur á okkur. Litli frændi var montinn að fá að hanga með stóra frænda uppi í herbergi, tannlaus með hippaband í hárinu og hlustandi á nýjustu tónlist þess tíma, ég átta ára og Ingi 23 ára. Ingi var ein- staklega orðheppinn og gat hann skáldað heilu ævintýrin og haldið okkur krökkunum í heljargreip- um með sögunum sínum. Ég minnist svo sérstaklega fimmtu- dagskvöldanna þegar Rúna var á vakt í bíóinu sem urðu þá vídeó- kvöld hjá okkur frændunum. Þá drukkum við Pripps blå, mauluð- um popp og horfðum á margar myndir í „surround stereo“ í nýju HiFi VHS-vídeótæki sem Ingi hafði fengið sér. Ingi var einnig mjög laghentur og lærði húsasmíði á þessum ár- um og ég man þegar hann kom heim til okkar einn daginn og gaf mér spjót og sverð sem hann hafði tálgað, mér til mikillar gleði. Þeg- ar ég varð eldri lærði ég húsa- smíði og fékk tilsögn hjá Inga með mörg handtökin. Til dæmis þegar ég hjálpaði honum að end- urbyggja Vallargötu 22 sem varð svo framtíðarheimili hans og Rúnu. Þá tengdumst við enn sterkari vinaböndum, við pældum mikið í tónlist, æfðum saman í hljómsveit og skemmtum okkur. Svo þegar endurbyggingunni var lokið héldum við partí og Ingi sá um að setja saman skemmtidag- skrá sem endaði með því að allir gengu glaðir út í nóttina. Svona hafði hann Ingi áhrif á alla sem voru í kringum hann. Þegar fram liðu stundir stofnuðum við svo verktakafyrirtæki saman sem við nefndum Fjölina. Saman rákum við það í sjö ár sem var frábær tími. Það var alltaf gott að leita ráða hjá Inga og hjálpaði hann mér til dæmis að kaupa mína fyrstu íbúð. Hann hvatti mig í gegnum allt ferlið en af hvatningu og jákvæðni átti hann til nóg. Þannig mann- eskja var hann - jákvæður, hvetj- andi og vildi öllum vel. Það verður skrítið að geta ekki lengur hringt í Inga frænda til að leita ráða eða bara tala um daginn og veginn. Síðastliðið rúmt ár barðist Ingi eins og hetja og af miklu æðru- leysi við illvígan sjúkdóm sem hann að lokum varð að láta í minni pokann fyrir. Mikill er missir okk- ar og söknuðurinn er sár en mest- ur er þó missir þeirra Rúnu, Lalla, Kamillu, Inga Þórs og fjöl- skyldna sem ég sendi allan minn styrk á erfiðum tíma og samúðar- kveðju. Minningin um hann Inga frænda mun lifa hjá mér að eilífu. Ást og friður, Jón Marinó Jónsson. Við kveðjum nú kæran vin. Við hálfnafnarnir kynntumst sumarið 1970 á Hellissandi. Þar lékum við í hljómsveit skipaðri heimamönn- um frá Sandi og Ólafsvík og þar var sem sé líka þessi taktfasti trommuleikari og ágæti blús- söngvari frá Keflavík, hann Ingi Þór. Vinátta okkar átti eftir að endast í rúmlega hálfa öld og bar aldrei skugga á. Það liðu þrjú, fjögur ár án þess að við værum í sambandi en svo fórum við nýgift hjónin til Keflavíkur í heimsókn til Inga og Rúnu einnig nýgiftra og upp frá því varð þetta hjóna- vinátta þar sem Dagrún og Guð- rún urðu líka svo góðar vinkonur. Aldrei mátti líða of langur tími á milli þess að við hittumst. Saman fórum við í ferðalög utanlands og innan eða bara snæddum saman eða hittumst í kaffispjalli. Oft runnu upp úr Inga okkar frásagn- ir með miklum ævintýrablæ sem tóku furðulega snúninga og kom þá fljótt í ljós að stór hluti þeirra, ef ekki allt, var uppdiktaður. Ingi lærði húsasmíði og var mikill hagleiksmaður þegar kom að smíðum. Þau Rúna gerðu upp fallega húsið sitt að Vallargötu, fluttu sig svo yfir götuna í minna fyrir nokkrum árum og tóku auð- vitað strax til við að betrumbæta það og kölluðu Hippakot. Sama var með sumarhúsið Hulduheima þar sem við áttum saman margar góðar stundir. Í garðinum í Keflavík var stór bílskúr sem að hluta varð að æf- ingahúsnæði fyrir hljómsveitir og hýsti líka hljóðver sem ber enn nafnið Lubbi Peace. Þar eyddi Ingi mörgum stundum með ýms- um músíkhópum, þar á meðal Hippum í handbremsu og ekki síst Hinum guðdómlegu Nean- derdalsmönnum sem urðu költ- hljómsveit með sinni sérstöku músík sem var sem betur fer hljóðrituð að hluta til. Má segja að æfingahúsnæðið Lubbi Peace hafi verið eins og félagsheimili rokk- ara á ýmsum aldri. Um allt hús, og líka utandyra, voru hátalarar sem streymdu all- an daginn músík af ýmsu tagi en helst rokk; rólegheitarokk, blús- rokk, djassrokk, proggrokk, me- tall og fleira, en líka djass og hug- leiðslumúsík og fleira. Ingi sagði að músík væri honum jafn lífs- nauðsynleg og að anda. Það fór ekki á milli mála. Sítt hárið sem var gjarnan sett í tagl og klæða- burðurinn minnti alla tíð á blús- rokk og progg. Það var hans stíll. Það var nefnilega svolítill hippas- tæll á okkar manni alla tíð. Við- kvæðið hjá honum var líka: „Í ást og friði“. Já, þannig skyldi það vera. Lífið. Svo var það lesarinn og bóka- safnarinn, Ingi. Það var ekki bara plötusafnið sem var mikið að vöxt- um, bókasafnið var það líka og bækurnar voru lesnar. Ingi var fjölskyldumaður. Samheldni fjölskyldunnar var enda mikil og samband Inga og Rúnu sem og samband beggja við aðra einkenndist af ást og friði. Við minnumst umræðna um heima og geima, spaugsamra at- hugasemda og kostulegra frá- sagna en fyrst og fremst góðrar vináttu og kærleiks. Elsku Kamilla, Ingi Þór, Lárus og frábæra Rúna. Innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur og Ársæli Þór og Hófí Sunnu. – Í ást og friði. Ingvi Þór og Dagrún. Ingibergur Þór Kristinsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.