Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 10

Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 LANDSBANKINN . IS Við leggjum til allt að12.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja inn á Framtíðargrunn og í verðbréfasjóð. Það borgar sig að spara til framtíðar. Velkomin í Landsbankann. Við stækkum fermingar- gjöfina þína eða við Vigdísi Häsler, fram- kvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem hafi snúið að uppruna hennar eða litarafti. Þau hafi verið óásætt- anleg eins og Sigurður Ingi hafi fallist á í opinberri afsökunarbeiðni og í engu rengt frásögn Vigdísar á þeim. Hann tekur undir gagnrýni á að afsökunarbeiðnin hafi komið seint fram, ekki verið nægilega afdrátt- arlaus og eins hafi Sigurður Ingi farið undan í flæmingi þegar frekari skýringa var leitað. Allt bendi það til þess að hann hafi ekki fengið góð DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Það veldur sérstökum vanda í um- ræðu um „óviðurkvæmileg“ orð Sig- urðar Inga Jóhannssonar, innvið- aráðherra og formanns Framsókn- arflokksins, fyrir viku, að nákvæm lýsing á tildrögum þeirra og bein og nákvæm tilvitnun í hvaða orð voru notuð hefur ekki komið fram. Fyrir vikið sé almenningi örðugra að móta sér skoðun á þeim. Við blasi að Ingveldur Sæmunds- dóttir, aðstoðarmaður hans, hafi hallað réttu máli í framhaldinu og staða hennar því afar veik. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í Dagmálum í dag, en þar er rætt við Svavar Halldórsson, reynd- an fjölmiðlamann og almannatengil, sem m.a. hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og við markaðs- setningu á íslensku lambakjöti. Dagmál eru streymi Morgunblaðs- ins, sem opið er öllum áskrifendum. Fálmkennd viðbrögð Svavar segir að vissulega hafi menn fengið nokkuð skýra mynd af því hvað Sigurður Ingi hafi sagt um ráð um viðbrögð eða almannatengsl. Ógerningur er að segja fyrir um hvernig málið þróist, hvort það sé „búið“ eða dragi frekari dilk á eftir sér. Traust til Sigurðar Inga hafi ljóslega minnkað, en ekki ómögu- legt að hann ávinni sér það á ný. Orðbragð Svavar Halldórsson, fjölmiðlamaður og almannatengill, ræðir um „óviðurkvæmilegt“ orðbragð Sigurðar Inga Jóhannssonar í Dagmálum. Skortir beina tilvitnun í orð Sigurðar Inga - Framhald vand- ræða formanns Framsóknar óvístTíðni þungburafæðinga, fæðingar- þyngd yfir 4,5 kg, hefur farið lækk- andi síðastliðna tvo áratugi og að- eins lítill hluti þungburanna átt mæður með sykursýki. Framköllun fæðinga minnkaði líkur á þungbura- fæðingum, en slík verndandi áhrif virtust óháð sykursýkigreiningu. Þetta kemur fram í ályktunum sem dregnar eru af niðurstöðum rann- sóknar sem greint er frá í Lækna- blaðinu. Þekkt er að konur sem ganga fram yfir áætlaðan fæðingardag og konur með sykursýki eru líklegri til að fæða þungbura en aðrar konur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni þungburafæðinga á Ís- landi með hliðsjón af fjölgun fram- kallana fæðinga. Höfundar eru Jó- hanna Gunnarsdóttir, Jónína Rún Ragnarsdóttir, Matthildur Sigurð- ardóttir og Kristjana Einarsdóttir. Tíðni þungburafæðinga var skoð- uð eftir meðgöngulengd og hættan á þungburafæðingum við framköllun fæðinga borin saman við biðmeð- ferð. Fæðingaskrár frá 92.424 fæð- ingum einbura á tímabilinu 1997 til 2018 voru nýtt í þessa ferilrannsókn. Fjöldi þungbura sem fæddust á rannsóknartímabilinu var 5.110 og af þeim áttu einungis 313 mæður með sykursýki. Tíðni þungburafæð- inga var 6,5% tímabilið 1997-2004 en 4,6% 2012-2018. Hlutfallsleg áhættulækkun þung- burafæðinga yfir rannsóknartímann sást meðal fæðinga frá og með áætl- uðum fæðingardegi. Þegar framköll- un fæðinga var borin saman við bið- meðferð mátti sjá áhættulækkun á þungburafæðingum, en áhrifin voru til staðar jafnvel þótt leiðrétt væri fyrir sykursýki, segir í niðurstöðum greinarinnar í Læknablaðinu. Framköllun minnk- aði líkur á fæðing- um þungbura - Tíðni þungburafæðinga hefur lækkað Karen Eísabet Halldórsdóttir, fv. bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi, mun leiða lista Miðflokksins og óháðra í bænum fyrir komandi kosningar. Stutt er síðan Karen tók þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópa- vogi og stefndi þar á 1. sætið, en laut í lægra haldi fyrir Ásdísi Kristjánsdóttur. Karen hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í átta ár og varabæjarfulltrúi í fjögur ár. Hún hefur m.a. verið formaður velferðarráðs, formaður lista- og menningarráðs, formaður öldungaráðs, setið í stjórn Strætó og í stjórn jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Karen flytur sig yfir í Miðflokkinn Karen Elísabet Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.