Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
✝
Hulda Guðrún
Filippusdóttir
fæddist á Þórsgötu
19 í Reykjavík 29.
júní 1924. Hún lést
á líknardeild Land-
spítala í Kópavogi
29. mars 2022.
Móðir Huldu var
Kristín Jóhann-
esdóttir, f. í Stykk-
ishólmi 17.8. 1895,
d. 22.2. 1979. Faðir
hennar var Filippus Guðmunds-
son, múrarameistari í Reykja-
vík, f. 13.3. 1894, d. 26.8. 1981.
Eftirlifandi systir Huldu er
Þóra Kristín, f. 1935. Látin eru
Helgi, f. 1919, d. 1982, Pétur, f.
1926, d. 2013, Þórhallur, f. 1930,
d. 2010. Foreldar hennar eign-
uðust einnig Guðrúnu, f. 1921,
og Val, f. 1922, sem létust aðeins
sólarhrings gömul. Þórey Sig-
urbjörnsdóttir, f. 1935, var í
fóstri hjá Filippusi og Kristínu
frá 11 ára aldri.
Eiginmaður Huldu var Árni
Kjartansson, f. 26. nóvember
1922, d. 28. september 2017.
Þau giftust árið 1956. Börn
þeirra eru Guðbjörg, f. 5. októ-
ber 1958, gift Þráni Ásmunds-
syni, f. 1959. Börn Guðbjargar
hýsi þar árið 1941. Hulda bjó við
Elliðaár til dánardags en þau
Árni byggðu sér hús í Hlaðbæ 18
árið 1971.
Hulda var mikil útivistarkona
og ásamt bræðrum sínum
áhugakona um flug á sínum
unglingsárum og var fyrsta ís-
lenska konan til að ljúka C-prófi
á svifflugu. Hulda kynntist Árna
Kjartanssyni á fundi Fjalla-
manna Guðmundar í Miðdal og
brúðkaupsferð þeirra var
þriggja vikna vorferð á Vatna-
jökul með Jöklarannsókn-
arfélagi Íslands, þegar örnefnið
Brúðarbunga á Vatnajökli varð
til. Hulda var heiðursfélagi í
Jöklarannsóknarfélagi Íslands,
hún var virk í kvennadeild Flug-
björgunarsveitarinnar í Reykja-
vík sem færði sveitinni stór-
gjafir og heiðursfélagi í
Skíðadeild Ármanns. Garður
þeirra Árna við Hlaðbæ í Árbæj-
arhverfi var margverðlaunaður.
Hulda og Árni voru félagar í
Dalíuklúbbnum og heið-
ursfélagar Garðyrkjufélags
Reykjavíkur. Þau opnuðu versl-
unina Vogaver við Gnoðarvog
árið 1961 ásamt Gunnari
Snorrasyni. Þau hjónin ráku
Vogaver í aldarfjórðung en síð-
ar var Hulda matráðskona í
Hlíðaskóla í Reykjavík fram að
eftirlaunaaldri.
Hulda verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju í dag, 7. apríl
2022, og hefst athöfnin klukkan
13.
og Þráins eru Edda
Hrund, f. 1982,
Snædís, f. 1985,
Árni Fannar, f.
1989, og Nína
Björk, f. 1994. Árni
Þór, f. 15. janúar
1961, kvæntur Ag-
netu Lindberg, f.
26.10. 1962. Börn
þeirra eru Edda
Kristín, f. 1992, og
Andri Jökull, f.
1993.
Fyrir átti Hulda tvíburadætur
með Birni Þorbjarnarsyni lækni
í New Jersey, f. 1921 á Bíldudal,
d. 2019. Þær eru: Guðrún, f. 12.
september 1946, gift Valdimar
Ritchie Samúelssyni, f. 30. apríl
1942, d. 21. júlí 2021. Börn
þeirra eru Hulda Guðrún, f.
1970, Harpa, f. 1972, og Elfa
Hrönn, f. 1978. Kristín, gift
Magna Jónssyni, f. 16. maí 1947.
Börn þeirra eru Hulda Brá, f.
1968, Andri Snær, f. 1973, og
Jón Pétur, f. 1977.
Hulda gekk í Austurbæj-
arskóla og vann ýmis versl-
unarstörf á yngri árum. Fjöl-
skyldan dvaldi sumarlangt í
sumarbústað á Selásbletti 3 við
Elliðaár og byggði síðan stór-
Hulda amma var búin að lifa
svo lengi að maður hélt að hún
væri á undanþágu. Hún var fastur
punktur í veröldinni, í fallega hús-
inu neðst í Hlaðbæ, umkringd
blómunum sínum, með Bláfjöllin
út um eldhúsgluggann og sífellt
streymi af börnum og barnabörn-
um að kíkja í heimsókn. Það var
eftirminnilegt að koma í Hlaðbæ-
inn og gista þar sem barn í heim-
sókn frá Ameríku og hvílík gæfa
að hafa fengið að veita börnum
sínum sömu upplifun í heimsókn
til langömmu. Veggirnir í Hlaðbæ
voru fullir af myndum af jöklum
og jöklaferðum, hrafntinnur og
annað hálendisgrjót í hillum en
garðurinn fullur af dalíum, rhodo-
dendron, rósum og hádegisblóm-
um. Ævintýraljómi og fegurð í
öllu, sögunni af Brúðarbungu, lýs-
ing á þögninni þegar maður svífur
í svifflugvél, frásagnir af því þegar
amma tók þátt í að leggja Fjalla-
baksleið eitt sumarið. Amma var
gæfukona og hélt heilsu fram á
síðustu misseri og alltaf til í æv-
intýri. 97 ára gömul fór hún í þyrlu
að sjá eldgosið í Geldingadölum og
ráðfærði sig við hjartalækninn,
hvort henni væri óhætt að prófa
að fara í svifflug einu sinni enn og
eina eftirsjá hennar í lífinu var að
fallhlífarstökk var ekki almennt
stundað þegar hún var ung. Hug-
ur hennar var ungur og það fór
stundum í taugarnar á henni að
líkaminn var hættur að fylgja
henni. Bara ef ég væri tíu árum
yngri, sagði hún stundum. Hún
var alin upp á Þórsgötu 19 en við
Elliðaár frá vori fram á haust,
heimilið var trúrækið heimili,
móðir hennar var í vist hjá séra
Bjarna og Friðriki Friðrikssyni
en fyrir ömmu voru náttúran og
fjöllin hennar helgistaðir. Sem
barn varð hún að vera í skóm á
sunnudögum, annars gekk hún
um Elliðaárdalinn berfætt og lék
sér og sigldi í ánni, dýfði sér í
stíflulónið, talaði við huldufólkið
og hændi að sér lóu.
Amma hafði mikil áhrif á okkur
sem fyrirmynd, hún var glaðlynd,
tók bakföll og sló sér á lær þegar
hún hló hrossahlátri, áhugasöm
um menn og málefni, ástríðukona
um garðrækt og fjallamennsku.
Þannig spannaði áhugasvið ömmu
og afa allan skalann og allar árs-
tíðir. Þau hjónin nutu hverrar
stundar á árinu, mér leiðist aldrei,
sagði amma. Líf hennar og um-
hverfi fullt af fyrirmyndum og
frumkvöðlaanda. Alin upp af alda-
mótakynslóðinni, faðir hennar
múrarameistari sem reisti mörg
stórhýsi borgarinnar og tók þátt í
að stofna Val og átti nafnið á félag-
inu. Amma og afi tóku þátt í að
byggja Jökulheima fyrir Jökla-
rannsóknarfélagið og skálann á
Grímsfjalli, stofnuðu kvenfélag
Flugbjörgunarsveitar og voru
virk í hinum ýmsu samtökum.
Undir það síðasta var hún sátt,
tilbúin að „fara yfir“ og hitta vini
og ættingja og sérstaklega hann
elsku Árna afa, sem eflaust var
tilbúinn með fallegt beð fyrir dalí-
ur og rósir í himnaríki.
Andri Snær Magnason,
Margrét Sjöfn Torp,
Hlynur Snær, Kristín
Lovísa, Elín Freyja og
Hulda Filippía.
Fann ég á fjalli fallega steina
faldi þá alla vildi þeim leyna,
huldi þar í hellisskúta heilla steina
alla mína unaðslegu óskasteina.
Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.
Gersemar mínar græt ég ei lengur
geti þær fundið telpa eða drengur
silfurskæra kristalla með grænu og
gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.
(Hildigunnur Halldórsdóttir)
Ég ólst upp í hverfi þar sem
stórfjölskyldan bjó, langamma og
langafi, frænkur og frændur og
auðvitað amma og afi. Ekkert
þótti eðlilegra en að hitta ættingja
á hverju horni. Foreldrar ömmu
voru frumbyggjar í Árbænum og
ólst amma þar upp fyrst sem barn
í sumarbústað foreldra sinna sem
seinna ákváðu að búa þar allt árið
og byggðu þar stórt hús þar sem
stórfjölskyldan bjó. Hún elskaði
að hlaupa um móana og sagði okk-
ur sögur af huldufólki sem hún
hitti rétt við Elliðaár og hvernig
hún stalst til að veiða lax með
höndunum í ánni. Þegar hún flutti
að heiman byggðu þau afi sér hús í
Hlaðbænum ekki langt frá æsku-
heimili ömmu. Þarna var líka
minn leikvöllur og alltaf svo gott
að geta hlaupið til ömmu til að
næla sér í smá kökubita.
Amma kenndi mér að elska
náttúruna, skoða og dást að ís-
lenskum hálendisblómum og dást
að styrk þeirra. Aldrei var langt í
bók um flóru Íslands þegar við
könnuðumst ekki við blómin, en
yfirleitt voru amma og afi með öll
nöfn á hreinu og ekki bara íslensk
heiti heldur líka á latínu. Svo voru
það gimsteinarnir sem við fundum
og gátum við eytt mörgum tímum
í að skoða steina og safna þeim.
Á skíðum vorum við svo á vet-
urna þar sem amma og afi misstu
aldrei úr helgi. Þau voru ástríðu-
full í sínum áhugamálum og sam-
hent, þau hættu aldrei að láta sig
hlakka til og skipuleggja ferðalög
innanland eða erlendis. Garðurinn
þeirra bar merki um það að allt
sem þau gerðu var gert með
ástríðu, garðurinn þeirra fékk oft-
ar en einu sinni verðlaun fyrir feg-
urð.
Elsku amma, þú kvaddir okkur
sátt og tilbúin til að skipuleggja
næsta ferðalag með Árna afa í
himnaríki. Við munum sakna þín,
en vitum að þú áttir fallegt og
innihaldsríkt líf þar sem næstu
kynslóðir munu minnast þín og
vera stoltar af því að vera afkom-
endur þínir.
Hulda Guðrún og fjölskylda.
Þótt sárt sé eru mikil forrétt-
indi að vera orðin 53 ára og vera
að missa ömmu sína. Minningarn-
ar óteljandi og mun ég nefna
nokkur brot. Ég fæðist er pabbi er
læknanemi og mamma að klára
hjúkrun. Mér til happs gat Hulda
amma passað mig, eftir ég byrjaði
í leikskóla, og setti ég gjarnan upp
sorgarsvip þegar amma átti að
fara með mig og fékk í staðinn að
vera heima með henni. Þar gat ég
litað og leirað í rólegheitum, feng-
ið far á Nilfisk þegar átti að ryk-
suga og hlustað á tröllasögur.
Amma var stórmerkileg, mikil
ævintýrakona á sínum yngri árum
sem eltist þó ekki af henni því hún
fór með þyrlu að gosinu í fyrra og
fannst það stórkostlega gaman,
hreinlega ljómaði öll. Ég minnist
ótal ferðalaga með ömmu og afa
um landið, Kerlingarfjöll, Land-
mannalaugar, Suðursveit. Ferðir
um páska í Jósepsdal þar sem
mátti gista í þriggja hæða koju. Í
sumarferðum var alltaf stoppað í
fallegri laut við iðandi læk og tekið
nesti, smurbrauð úr nestiskassa
með skúffum. Maður lærði að
njóta náttúrunnar, tína steina og
vita hvað þeir heita, þekkja ís-
lensku blómin – klettafrúin og
jöklasóleyin alltaf í uppáhaldi.
Taka afleggjara til að setja í garð-
inn. Tína ber, búa til sultur, blóð-
bergste. Taka slátur, baka kleinur,
hnallþórur, fallegar smákökur og
leggja fallega á borð. Mjög minn-
isstæð ferð í tilefni 50 ára brúð-
kaupsafmælis Huldu ömmu og
Árna afa upp á Vatnajökul 2006,
þar skáluðum við í kampavíni uppi
á Brúðarbungu þar sem þau höfðu
verið veðurteppt í brúðkaupsferð-
inni sinni. Ég bjó í Bandaríkjunum
sem krakki og maður saknaði fjöl-
skyldunnar heima á Íslandi. Í stað-
inn fékk maður einkatíma með
ömmu og afa þegar þau komu í
heimsókn og þegar maður kom til
Íslands voru alltaf pantaðar pylsur
í fyrstu máltíðina og gist hjá
ömmu. Á menntaskólaárunum
vann amma í Hlíðaskóla, í hádeg-
ishléi í MH farið til hennar, alltaf
sama rólega og notalega nærver-
an, hvar sem hún var. Þegar ég svo
flutti sjálf sem fullorðin í mitt sér-
nám komu amma og afi í heimsókn
á hverju ári, gjarnan á haustin
þegar litirnir voru sem fallegastir í
New Hampshire eða á vorin þegar
trén voru öll í blóma. Þá voru
keypt blóm í garðinn eða blómstr-
andi runnar eða eplatré og eru þau
enn stækkandi og blómstrandi hér
í götunni okkar. Það var alltaf svo
gott að koma í Hlaðbæinn, rólegt,
notalegt, garðurinn yndislegur.
Leggja sig í sófann í stofunni. Arn-
ar Freyr, elsti strákurinn minn,
sagði að hún hefði náð að kveðja
akkúrat þegar jöklalyktin fór
sennilega að finnast í Reykjavík.
Sú lykt kallaði alltaf á hana og
löngunin að komast upp á jökul –
ég trúi því að hún sé komin þangað
og við munum finna hana þar, sem
og á fjöllum, við hvern læk og foss
og í hverri laut sem við setjumst í
og fáum okkur nesti. Hennar vega-
nesti til okkar er mjög dýrmætt:
vertu góður við náungann og nátt-
úruna. Hún kvaddi mjög sátt og
þakklát fyrir lífið sem hún fékk að
njóta og stolt af öllum sínum af-
komendum. Stórkostlegt að eiga
svona fyrirmynd í lífinu og ég ber
nafn hennar með stolti.
Hvíl í friði elsku amma.
Hulda Brá, Arnar
Freyr, Ísak Magni,
Björn Nói og Lárus.
Vertu blessuð, elsku amma,
okkur verður minning þín
á vegi lífsins, ævi alla,
eins og fagurt ljós, er skín.
Vertu blessuð, kristna kona,
kærleikanum gafstu mál,
vertu blessuð, guð þig geymi,
góða amma, hreina sál.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Amma í Hlaðbæ var engin
venjuleg kona. Hún var sannkölluð
fjallkona sem fór ótroðnar slóðir.
Það var dýrmætt að alast upp í Ár-
bænum þar sem amma og afi
bjuggu í næstu götu. Elliðaárnar
voru leiksvæði okkar barna-
barnanna á sumrin og Bláfjöllin á
veturna. Amma var mikil ævin-
týramanneskja. Fjöllin og jöklarn-
ir kölluðu hana til sín snemma og
fór hún að stunda skíði og fjalla-
mennsku ung að árum. Hún lærði
fyrst kvenna svifflug á Íslandi. Það
voru ekki margar fyrirmyndir sem
amma gat leitað til á sínum æsku-
árum og var hún því frumkvöðull
sinnar kynslóðar og ruddi brautina
fyrir komandi kynslóðir og hefur
verið okkur mikil fyrirmynd. Sag-
an af ömmu og afa í brúðkaupsferð
á Vatnajökli er ævintýri líkust.
Þeim leiddist það ekki að snjóa inni
í nokkra daga í tjaldinu enda nýgift
og ástfangin. Ástin entist þeim út
lífið og var alveg eftirtektarvert
hversu samheldin þau voru alla
sína tíð. Á mínum unglingsárum
var ég heppin að hitta þau ömmu
og afa á skíðum í Sviss og þar
kynntist ég skemmtilegri hlið á
ömmu og veit ég ekki hversu oft
ég, unglingurinn, sagði hátt
„amma!“ þegar hún sagði ein-
hverjar sögur sem mér þótti þá
vandræðalegar. Svo var skellihleg-
ið. Hún var með góðan húmor og
hnyttin. Þótt amma væri að nálg-
ast 98 ára aldurinn þá var hún stál-
minnug. Hún mundi allt, vildi vita
hvað barnabarnabörnin væru að
aðhafast og var alltaf glöð að fá
heimsókn í Hlaðbæinn. Hún var
mjög stolt af sínum afkomendum.
Það er makalaust að hún hafi búið
heima þar til fyrir tveimur mán-
uðum. Það hefði hún ekki getað án
dætra sinna sem sinntu henni af
mikilli alúð. Það er mikill sjónar-
sviptir að ömmu þótt við vitum að
hún hafi sjálf verið hvíldinni fegin.
Hlaðbærinn hefur verið fastur
punktur í tilveru svo margra í ára-
tugi og hugsa ég með miklu þakk-
læti til þess að hafa fengið að hafa
ömmu hjá mér svona lengi. Við
fjölskyldan munum sakna hennar.
Himnaríki hinna skíðandi hefur nú
tekið á móti henni með afa fremst-
an í flokki. Ég votta öllum aðstand-
endum mína samúð.
Harpa.
Kveðja frá langömmubörnum
Við barnabarnabörnin ólumst
upp við sögur af langömmu sem
voru goðsögnum líkastar. Hún
sveif um himininn fyrst kvenna á
Íslandi, var grafin í fönn í marga
daga í brúðkaupsferð sinni á
Vatnajökli, fékk heiðurslykilinn að
skíðabænum Lech í Austurríki, og
var fræg í Japan fyrir blómagarð-
inn sinn. Langamma var kona æv-
intýra og ferðalaga, frumkvöðull
og frömuður. Hún hló mikið, leit
ávallt á björtu hliðina, gaf lítið fyrir
væl, og var með skarpan húmor.
Það vita allir afkomendur hennar
að sinadráttur er þó betri en eng-
inn dráttur.
Húsið hennar við Elliðaárnar
var draumi líkast. Blómagarður á
heimsmælikvarða, rósir og vínber í
sólskálanum. Heitar kleinur og
pönnukökur ávallt til reiðu fyrir
barna barnabörnin.
Hún var ekki bara goðsögn.
Hún var langamma okkar.
Þegar jörðin þiðnaði undan
snjónum á vorin lýsti langamma
lyktinni sem jöklalykt. Lykt sem
kallaði á hana og sagði að nú væri
kominn tími til að fara aftur á fjöll,
að heimsækja jöklana hennar. Í
vor kom jöklalyktin, og langamma
okkar kvaddi í sitt síðasta ferðalag.
Ég vona bara að þar sem hún er
núna sé nóg af ævintýrum að finna.
Minning hennar mun lifa áfram
með okkur og börnum okkar. Þótt
langamma sé farin frá okkur lifir
goðsögn hennar áfram.
Bless Hulda, fjallakona,
langamma.
Fyrir hönd langömmu-
barnanna,
Arnar Freyr.
Það er með þungu taki gert að
rita þessi orð, að kveðja ömmu
Huldu, ættmóður og fjallkonu. Við
afkomendur hennar höfum oft sagt
það hversu mikil fyrirmynd amma
væri og það er hverju orði sannara.
Mörg eru afrek hennar ömmu og
mikið að taka fram á langri, far-
sælli og hamingjuríkri ævi hennar.
En blíða hennar er ef til vill það
sem er minnisstæðast. Það helltist
alltaf yfir mann ró og allt hugar-
angur hvarf sem dögg fyrir sólu
þegar komið var í Hlaðbæinn, með
klassíska tónlist eða útvarpið í bak-
grunni, allt yfirfullt af blómum og
amma oftar en ekki búin að baka
heil ósköp. Hægt var að sitja
löngum stundum og rabba saman
eða bara sitja í næði og njóta
kyrrðarinnar með Elliðaárnar tif-
andi í bakgarðinum.
Elskulegur afi heitinn hafði oft-
ar en ekki orð á því hversu lán-
samur hann var að hafa hneppt
ömmu, þessa glæsilegu konu sem
hann elskaði heitt. Þau voru vin-
mörg enda engin furða því gæða-
hjón voru þau, kærleiksrík og góð.
Það er erfitt að koma orðum að
því hversu mikill missir það er að
amma sé farin, heimsmyndin
skekkt og við blasir nýr veruleiki
þar sem ekki er hægt að verja dýr-
mætum stundum með ömmu.
Þegar sest er niður og rifjaðar
upp allar þær dásamlegu stundir
sem við barnabörnin áttum þá er
ekki annað hægt en að brosa og
njóta ylsins sem flæðir um. Æska
okkar barnabarnanna var gæfurík
og höfum við átt náið samband
með stórfjölskyldunni með ófáum
hittingum og voru þar amma og afi
í broddi fylkingar. Að rölta um
töfragarðinn, gæða sér á kleinum,
pönnukökum eða smákökum eða
sitja í fanginu á ömmu, sem sú
elsta gerði sem lengst þar til þurfti
að banna henni því hnén á ömmu
voru að verða léleg. Og það
kannski ekki furða enda vel nýtt í
alls kyns fjallatúra um jökla, fjöll
og firnindi, skíðaferðir þar sem oft
þurfti að ganga langar vegalengdir
og með börn í eftirdragi, garðrækt
og alls kyns ferðalög um heimsins
höf.
Því þau hjónin í Hlaðbænum
undu sér með alls kyns útivist og
afþreyingu og var alltaf nóg að
gera en samt sem áður var aldrei
asi á þeim og eins og áður var sagt
þá var alltaf rólyndisstemning í
Hlaðbænum, falleg vin þrátt fyrir
alls kyns asa í umheiminum. Það
var fyrst og fremst amma sem
skapaði þetta rólega andrúmsloft
og hafði þessi góðu áhrif á allt og
alla í kringum sig.
Elsku hjartans amma, það sem
við erum þakklát fyrir allar þær
fallegu stundir sem við höfum átt
saman. Þakklæti, hlýja og ást er
það sem fyllir huga og hjarta þeg-
ar tilhugsunin um þig fyllir hug-
ann. Þetta verða þung og erfið
skref á fimmtudaginn en allt verð-
ur víst að taka enda og tilhugsunin
um endurfundi ykkar afa, í drif-
hvítri snjóþekju Himnaríkis, um-
kringd frostrósum og dalíum,
vermir og huggar.
Elsku amma, við kveðjum þig
með trega og söknuði en jafnframt
þakklæti og hlýju. Góða ferð yfir
móðuna miklu með afa þér til halds
og trausts. Minning þín mun lifa
vel og lengi.
Þín barnabörn, barnabarnabörn
og makar,
Edda Hrund, Snædís, Árni
Fannar, Nína Björk, Edda
Kristín og Andri Jökull.
Hulda besta vinkona mömmu,
Ingibjargar Árnadóttur, til næst-
um 70 ára lést í síðustu viku eftir
viðburðaríka og skemmtilega ævi.
Þær voru giftar æskuvinunum
Árna Kjartanssyni og Herði Haf-
liðasyni. Saman ferðuðust þau
ásamt fleiri vinum um fjöll, öræfi
og jökla landsins. Skíðaferðir upp í
Jósefsdal og síðan Bláfjöll voru
óteljandi með krakkasúpuna í eft-
irdragi. Smyrjandi samlokur, heitt
kakó á brúsa, passa upp á að allir
væru í þurrum sokkum, hlýjum
vettlingum og snýtandi krakka-
ormunum. Allt gert með gleði.
Oft fór mamma með okkur
gangandi hitaveitustokkinn upp í
Selás þar sem Hulda og Árni
bjuggu, það voru ævintýraferðir
og alltaf gaman. Þau voru líka í
Alpaklúbbnum með vinahjónum,
sem hittist reglulega og þá var oft
fjör en öll voru þau í skíðadeild Ár-
manns, Flugbjörgunarsveitinni og
Jöklarannsóknarfélaginu.
Þessar konur voru langt á und-
an sinni samtíð það sem þykir
merkilegt í dag, að ganga á
Hvannadalshnjúk, ganga á skíðum
á jöklum og óbyggðum eru þær
löngu búnar að gera og fóru létt
með.
Þegar árin færðust yfir fóru
þær að stunda golf. Vöknuðu fyrir
allar aldir og voru mættar eld-
snemma upp á Korpúlfsstaðavöll.
Þar eignuðust þær vinkonur sem
hittust reglulega í „lunch“ alveg
þar til Covid skall á.
Nú síðustu árin var það topp-
urinn hjá vinkonunum að komast
upp í Bláfjöll, sitja við Ármanns-
skálann og hitta gamla og nýja fé-
laga. Þá þurfti að gæta þess að
báðar færu. Þær voru ekki ánægð-
ar ef önnur fór en hin ekki.
Mamma þakkar elsku Huldu
fyrir allar dásamlegu samveru-
stundirnar og við systkinin send-
um innilegar samúðarkveðjur til
Kristínar, Guðrúnar, Guðbjargar,
Árna Þórs og fjölskyldna þeirra.
Fögur voru í feldi hvítum fjöll í dag.
Í fönnum skrýddum dalnum undi ég
mínum hag.
Hulda Guðrún
Filippusdóttir
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.