Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
L
eikhópurinn Skýjasmiðjan vakti
verðskuldaða athygli með upp-
færslu sinni á grímuleiknum
Hjartaspöðum árið 2013, sem
mun hafa verið fyrsta heilgrímusýningin á
íslensku leiksviði. Nú níu árum seinna
fáum við loks að sjá nýja uppfærslu frá
þessum metnaðarfulla og hugmyndaríka
leikhópi.
Sem fyrr eru heilgrímurnar úr smiðju
leik- og grímugerðarkonunnar Aldísar
Davíðsdóttur. Þrátt fyrir að grímurnar
beri föst svipbrigði eru þær einstaklega lif-
andi í meðförum leikaranna og í samspili
við vandaða lýsingu Fjölnis Gíslasonar.
Það er ekki síður mikilvægt að Aldís lætur
grímurnar fá tvíræðan svip og gætir þess
að andlitin séu ekki symmetrísk eða sam-
hverf, sem aftur býður upp á skemmtilegt
spil ljóss og skugga sem eykur á tján-
inguna. Líkt og orðið gefur til kynna hylja
heilgrímurnar allt andlit leikaranna og af
þeim sökum er framvindan að öllu leyti
tjáð án orða. Fyrir vikið leika líkamstján-
ingin og hreyfingar enn stærra hlutverk en
ella auk þess sem dans er notaður með
áhrifaríkum hætti til að miðla stemningu.
Hetja gerist á sjúkrastofnun þar sem
ríkir ys og þys. Við erum kynnt fyrir hópi
starfsfólks sem hleypur hratt til að ná að
sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að
sinna. Þarna birtast okkur reynslumikill
læknir (Orri Huginn Ágústsson) sem glím-
ir sjálfur við ákveðinn heilsubrest sem
hann heldur leyndum, yngri kollegi hans
(Stefán Benedikt Vilhelmsson) sem kemur
sterkur inn í danseinvígi við reynslubolt-
ann og loks unglæknir (Ellen Margrét Bæ-
hrenz) sem hent er út í djúpu laugina strax
á fyrstu vakt með skemmtilega mynd-
rænum hætti en dansar töfrandi ballett áð-
ur en yfir lýkur. Við kynnumst einnig
heilbrigðisstarfsmanni sem heldur utan um
ýmiss konar skipulag (Aldís Davíðsdóttir)
og húsverðinum (Fjölnir Gíslason) sem
rennir hýru auga til fyrrnefndrar sam-
starfskonu. Hjarta sýningarinnar er hins
vegar barnið (Aldís Davíðsdóttir) sem
dvelur langdvölum á sjúkrastofnuninni
vegna veikinda sinna. Þrátt fyrir miklar
annir á stofnuninni með tilheyrandi
viðvörunarbjöllum og þyrlugný þegar von
er á alvarlega slösuðu fólki gefur starfs-
fólkið sér tíma til að sinna barninu af þol-
inmæði, hlýju, kærleika og húmor. Þetta
birtist skýrt þegar eldri læknirinn kynnir
barnið fyrir leikfangadýri sem það getur
hlúð að með sambærilegum hætti og lækn-
arnir hlúa að barninu eða þegar hann not-
ar töfrabrögð til að létta lund barnsins
þegar það þarf að fara í segulómun/
geislun.
Leikmynd og búningar Aldísar eru ein-
föld en þjóna hlutverki sínu afskaplega vel.
Með sniðugum hætti mátti sem dæmi búa
til bæði lyftu og segulómtæki. Einfaldir
leikmunirnir náðu líka að miðla miklu.
Þannig segir dós með bökuðum baunum í
mötuneyti þar sem allir aðrir starfsmenn
fá grænar baunir áhorfendum mikið um
þróun tiltekins ástarsambands. Grímurnar
sem við höfum borið síðustu mánuði vegna
heimsfaraldursins breytast í jólaskraut,
niðursuðudósir geta orðið að sterkasta
tákni jólanna og gólfmoppur breyst líkt og
fyrir töfra í glaðlega hunda. Tónlistin og
hljóðmyndin, sem Eggert Hilmarsson,
Sigurjón Sigurðsson og fleiri sjá um, leik-
ur síðan stórt hlutverk við að miðla rétta
andanum hverju sinni.
Leikhópurinn blómstrar undir stjórn
Ágústu Skúladóttur sem sýnir hér enn
einu sinni hversu fær leikstjóri hún er þeg-
ar kemur að vegasaltinu milli gamans og
alvöru. Hetja er ljúfsár sýning um líf og
dauða, mikilvægi samkenndarinnar,
töfrana sem birst geta í hinu hversdaglega
og áminning um að lifa lífinu lifandi. Hún
býður upp á margar fallegar og áhrifaríkar
myndir sem lifa lengi með áhorfendum,
eins og þegar barnið tekst á við eigin speg-
ilmynd eða þegar sjúkrarúm breytist í
gondól og verður um leið fyrirboði ferða-
lagsins sem bíður. Hetja er sýning með
hjartað á réttum stað og húmor í réttu
hlutfalli við harminn. Vonandi þurfa ís-
lenskir áhorfendur ekki að bíða önnur níu
ár þar til næsta heilgrímusýning Skýja-
smiðjunnar ratar á fjalirnar.
Með hjartað á réttum stað
Ljósmynd/María Björt Ármannsdóttir
Ljúfsár „Hetja er ljúfsár sýning um líf og dauða, mikilvægi samkenndarinnar, töfrana sem birst
geta í hinu hversdaglega og áminning um að lifa lífinu lifandi,“ segir um Hetju í Tjarnarbíói.
Tjarnarbíó
Hetja bbbbn
Eftir leikstjóra og leikhóp. Leikstjóri: Ágústa
Skúladóttir. Grímur, búningar og leikmynd: Al-
dís Davíðsdóttir. Lýsing: Fjölnir Gíslason. Tón-
list: Eggert Hilmarsson og Sigurjón Sigurðsson.
Hljóðmynd: Stefán Benedikt Vilhelmsson, Fjöln-
ir Gíslason, Hjalti Stefán Kristjánsson, Eggert
Hilmarsson og Sigurjón Sigurðsson. Aðstoð-
arleikstjóri: Orri Huginn Ágústsson. Leikarar:
Aldís Davíðsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz,
Fjölnir Gíslason, Orri Huginn Ágústsson og
Stefán Benedikt Vilhelmsson. Skýjasmiðjan
frumsýndi í Tjarnarbíói laugardaginn 2. apríl
2022.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Ósk Gunnlaugsdóttir opnar mál-
verkasýninguna Sem bjargi væri
létt af brjósti hennar? í sýningarsal
SÍM í Hafnarstræti 16 í dag kl. 17.
Segir um verkin í tilkynningu að
þau takist á við þrívídd viðfangs-
efnis sem gæti verið tekið úr nátt-
úrunni. „Form skapað úr flötum,
hornum og bogum sem eiga sér
sinn stað í marglaga tilvistum huga
og samfélags. Bjarg, klettur, stein-
vala og sandkorn í senn. Bjarg,
farg, þungi og samfélagsleg pressa
á að passa í
form, fara ekki
út fyrir línur
skapaðar af
mönnum.
Ósk lauk BA-
gráðu í myndlist
frá Listaháskóla
Íslands árið
2019 og varði
einni önn í
silkiprenti við Académie Royale des
Beaux-Arts í Brussel.
Bjarg, klettur, steinvala og sandkorn
Ósk Gunnlaugsdóttir
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. apríl 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
Verkið Hliðstætt fólk eftir leikhóp-
inn Huldufugl verður frumsýnt á
Loftinu í Þjóðleikhúsinu í dag og er
það í fyrsta sinn sem leikverk innan
sýndarveruleika fer fram í Þjóð-
leikhúsinu, að því er fram kemur í
tilkynningu. Aðeins fimm áhorf-
endur geta verið á hverri sýningu
og fá allir sýndarveruleikagler-
augu og heyrnartól til að upplifa
verkið. Önnur sýning eftir hópinn,
Kassinn, fór einnig fram í sýnd-
arveruleika og þá eingöngu fyrir
einn áhorfanda í senn. Sú vann til
fjölda verðlauna.
Hliðstætt fólk tekst á við spurn-
ingar um traust og upplýsingaflæði
og breytist sýningin með hverjum
áhorfendahópi. Áhorfendur geta
átt von á skemmtilegri upplifun
sem vekur ýmsar spurningar og
þurfa að taka ákvarðanir byggðar á
þeim upplýsingum sem þeir fá sem
hafa áhrif á framvindu verksins,
eins og því er lýst.
Leikarar sýningarinnar eru
tveir, Ástþór Ágústsson og Nanna
Gunnarsdóttir, og skipta þau með
sér eina hlutverki verksins sem er
ókynjað. Torfi Ásgeirsson og Stein-
gerður Lóa Gunnarsdóttir hjálpa til
við frásagnarhönnun verksins og
Íris Thorarins er tónskáld.
Sýndarveruleiki í
Þjóðleikhúsinu
Í sýndarveruleika Sýningargestir fá
sýndarveruleikagleraugu eins og þessi.