Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
✝
Hólmfríður
Árnadóttir
fæddist í Reykjavík
7. desember 1930.
Hún lést á Landa-
kotsspítala 26. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Árni
Jónasson, f. 1897, d.
1983, húsasmíða-
meistari og Þor-
björg Agnarsdóttir,
f. 1905, d. 1998, húsmóðir. Systir
hennar var Ingibjörg, f. 1934, d.
2018, verslunarmaður.
Eiginmaður Hólmfríðar var
Bjarni Jónsson, f. 1927, d. 2014,
fv. verslunarskólakennari. For-
eldrar hans voru hjónin Jón
Bjarnason, f. 1892, d. 1929, hér-
aðslæknir í Borgarfirði, og Anna
Þorgrímsdóttir, f. 1894, d. 1994,
húsmóðir.
Synir Hólmfríðar og Bjarna
eru: 1) Brjánn Árni, f. 1954, lækn-
ir í Reykjavík, eiginkona hans er
Steinunn Gunnlaugsdóttir, f.
1959, geðhjúkrunarfr. Dætur
þeirra eru Unnur Hólmfríður, f.
1990, lögfr., í sambúð með Gauta
Þormóðssyni, f. 1987, verktaka.
Sonur Unnar er Baldur Snorri
Hafsteinsson, f. 2014; Elva Berg-
þóra, f. 1992, talmeinafr., í sam-
sem hún var skipuð prófessor í
textílmennt árið 1997, þá fyrsti
sjónmenntakennarinn sem hlaut
þann titil á Íslandi. Hún skrifaði í
fræðirit og sat í ritnefndum. Hún
gegndi trúnaðarstörfum hjá
skólarannsóknadeild og þróun-
ardeild menntamálaráðuneyt-
isins á vegum KHÍ, m.a. við end-
urmenntun kennara, tilrauna-
kennslu og umbyltingu nám-
skrárgerðar í mynd- og
handmenntakennslu. Hún var
sæmd riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu 2009 fyrir
framlag sitt til listgreinakennslu
í íslensku skólakerfi.
Hólmfríður var virkur mynd-
listarmaður. Hún hélt fyrstu
einkasýninguna í pappírslist hér-
lendis og var einn frumkvöðla
pappírslistar í Evrópu á 8. ára-
tugnum. Hún var félagi í fjölda
samtaka myndlistarmanna um
allan heim, m.a. British Crafts
Centre sem var deild innan Brit-
ish Council sem stóð fyrir skap-
andi framþróun handverks og
lista í tengslum við Royal College
of Art í London. Hún hélt einka-
sýningar hérlendis og erlendis
og tók þátt í samsýningum,
mörgum alþjóðlegum. Mörg
verka hennar eru í eigu lista-
safna, m.a. Listasafns Íslands.
Hún hannaði altarisbúnað og
hökla í eigu Hönnunarsafns Ís-
lands. Hún var heiðursfélagi FÍM
og hlaut fjölda styrkja og alþjóð-
legar viðurkenningar.
Útförin fer fram í Bústaða-
kirkju í dag, 7. apríl 2022, kl. 15.
búð með Degi Hilm-
arssyni, f. 1986,
rafiðnfr. 2) Bolli, f.
1957, læknir í
Reykjavík, eiginkona
hans er Ellen Flosa-
dóttir, f. 1967, tann-
læknir. Synir þeirra
eru Fannar, f. 1996,
læknanemi og Fjal-
ar, f. 2001, sálfræði-
nemi. Sonur Bolla er
Gunnlaugur, f. 1982,
tölvunarfr. Eiginkona Gunnlaugs
er Unnur Þorgeirsdóttir, f. 1972,
tónlistarkennari, synir þeirra eru
Þorgeir, f. 2007, Bjarni, f. 2009 og
Eyjólfur, f. 2014.
Hólmfríður ólst upp í Reykja-
vík og útskrifaðist frá Handíða-
og myndlistaskóla Íslands 1951.
Við tók víðtæk þekkingaröflun,
m.a. með námsdvöl í hönnun og
véltækni hjá Bernina í Kaup-
mannahöfn. Hún sinnti kennslu-
tengdum störfum allan starfsfer-
ilinn. Hún hvatti til frelsis við
listsköpun í takt við framþróun
nútímans oft gegn ríkjandi hefð-
um. Hún var brautryðjandi í
kennslu textílgreina og kenndi á
öllum skólastigum, m.a. við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands og
Listaháskóla Íslands en við Kenn-
araháskóla Íslands frá 1976 þar
Elskuleg tengdamóðir mín hef-
ur nú kvatt okkur.
Hólmfríður var listræn og
skapandi og sýndi ung hæfileika
til að vinna með ýmiss konar efni.
Hennar ævistarf snerist um text-
íllist.
Hún var frumkvöðull í nútíma
textílkennslu og lagði grunn að
þeirri kennslu við Kennaraskóla
Íslands þar sem hún kenndi til-
vonandi kennurum þau fræði.
Hún hélt síðan áfram kennslunni
við Kennaraháskóla Íslands þegar
hann var stofnaður, núverandi
Menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands, og lauk þar sínu ævistarfi
sem prófessor.
Hún átti einnig þátt í að nú-
tímavæða námskrárgerð á Íslandi
í mynd- og handmenntakennslu
og var síðar heiðruð með fálka-
orðu fyrir störf sín. Hún boðaði
nýja tíma eins og Jón Ásgeirsson
tónskáld tók upp í stuttri grein um
Hólmfríði:
„Ég man svo langt, að hún varð
einna fyrst til að brjótast undan
þeirri kvöð, að vel klæddri konu
væri skyldugt að klæðast kjól.
Hún spígsporaði um bæinn á bux-
um, við hneykslan fólks. Blaða-
menn birtu myndir og spurðu „er
þetta framtíðin?“ Jú, mikið rétt,
þetta var framtíðin.“
Hún var einnig virkur mynd-
listarmaður og sýndi verk sín á
sýningum bæði hérlendis og er-
lendis í gegnum árin. Minnisstæð
var einkasýning hennar í Gerðar-
safni 2014-2015, þá 86 ára að aldri.
Þrátt fyrir háan aldur var hún
ern fram á seinasta dag, fylgdist
vel með fréttum og ekki síst tísku.
Hún hafði mikinn áhuga á tísku-
straumum hverju sinni og hafði
gaman af því að fylgjast með
hvernig sama tískan endurtók sig.
Alltaf átti hún flíkur sem pössuðu
inn í ríkjandi tísku, var snillingur í
að breyta flíkum og keypti meira
að segja oft flíkur beinlínis til að
breyta þeim.
Sem ung kona fór hún til út-
landa til náms og starfa og hafði
gaman af að segja afkomendum
sínum sögur frá þeim tíma.
Stórfjölskyldan fór saman til
Kaupmannahafnar til að halda
upp á stórafmæli Hólmfríðar fyrir
nokkrum árum. Hún naut sín vel á
þeim slóðum þar sem hún hafði
verið við nám á sínum yngri árum.
Hólmfríður bar mikla um-
hyggju fyrir velferð afkomenda
sinna og ekki síst barnabörnum
sínum sem hún fylgdist náið með.
Hún sýndi áhuga á því sem þau
tóku sér fyrir hendur og hvernig
þeim gengi. Hún hvatti þau áfram
og hafði vilja til að veita þeim alla
þá aðstoð sem hún mögulega gat
veitt.
Hólmfríður átti stóran vinahóp
bæði listamanna og fyrrverandi
nemenda sinna sem hún fylgdist
með og hitti reglulega.
Hólmfríður og Bjarni voru
miklir dýravinir og máttu ekkert
aumt sjá. Þau fóðruðu fuglana í
hverfinu yfir vetrartímann. Einn-
ig voru þau heimsforeldrar UNI-
CEF í gegnum árin.
Ég vil þakka Hólmfríði fyrir
hlýjuna og elskulegheitin sem hún
hefur sýnt mér og fjölskyldu
minni í gegnum árin. Góður Guð
geymi þig.
Ellen Flosadóttir.
Með fáeinum orðum langar mig
til að minnast tengdamóður minn-
ar, Hólmfríðar Árnadóttur.
Hólmfríður var afar merk
kona. Hún var stolt kona sem bar
sig ávallt vel, var félagslynd, hóf-
stillt, falleg og vel tilhöfð. Hún var
listakona, fræðikona, frum-
kvöðull, kennari og umfram allt
var hún fjölskyldukona. Ég minn-
ist fallegu heimboðanna, frásagn-
arhæfileika hennar og skopskyns
þegar fjölskyldan kom saman.
Hún var amma og langamma sem
elskaði og dáði barnabörnin sín og
barnabarnabörn. Hún sýndi öllu
því áhuga sem þau tóku sér fyrir
hendur, hvatti þau og létti undir
með þeim á ótal vegu. Hún var
jafnréttissinni, hvernig sem á það
var litið, studdi jafnan þá sem
stóðu höllum fæti eða áttu á ein-
hvern hátt undir högg að sækja.
Hún var dýravinur og lagði sitt af
mörkum í velferð dýra.
Hólmfríður hneigðist ung til
lista og varð það starfsvettvangur
hennar í gegnum lífið. Hún vann
ötullega að því að hefja til flugs
listkennslu innan skólakerfisins
og breyta þar stöðluðum venjum.
Hún hvatti til frelsis einstaklings-
ins til að tjá sig í listsköpun. Farn-
aðist henni vel á þeirri vegferð,
var skipuð prófessor í textílmennt
við Kennaraháskóla Íslands og
var sæmd riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir framlag sitt
til listgreinakennslu í íslensku
skólakerfi.
Samhliða störfum sínum var
hún virkur myndlistarmaður og
hönnuður. Hún var næm fyrir öllu
sem viðkom formi og litum. Á ár-
um áður vann hún m.a. mikið
frumkvöðlastarf í pappírslist. Hún
hélt sýningar bæði hérlendis og
erlendis og er mér minnisstæð
stór yfirlitssýning hennar í Gerð-
arsafni árið 2014.
Hólmfríður sá jafnan það fal-
lega og listræna í hversdagslegu
umhverfi sínu, hvort sem það var
grenitréð eða fuglarnir í garðinum
hennar, dýrin sem höfðu orðið á
vegi hennar eða blómin sem lifðu
og döfnuðu í höndunum á henni,
hún elskaði þetta allt. Hún hvatti
samferðafólk sitt til að leita eigin
leiða, láta viðtekin viðhorf og venj-
ur ekki standa í veginum og láta
drauma sína rætast. Af dugnaði
hélt hún sitt snyrtilega og list-
ræna heimili fram til síðustu
stundar, enda fór hún sínar leiðir
til að halda sjálfstæði sínu.
Elsku Hólmfríður, af þér hef ég
lært svo ótal margt. Fyrir það og
allt sem þú hefur verið mér og
fjölskyldunni vil ég þakka.
Steinunn Gunnlaugsdóttir.
Í dag kveðjum við ættmóður-
ina, elsku ömmu mína og nöfnu.
Söknuðurinn er mikill og ótal
minningar streyma fram í hug-
ann. Minningar um ákveðna og
harðduglega konu; brautryðjanda
í sinni stétt og mikla fyrirmynd.
En líka minningar um konu með
einstakt hjartalag. Konu, sem
vildi allt fyrir fólkið sitt gera, og
meira til.
Amma var listakona fram í
fingurgóma og mikill fagurkeri,
enda gerði hún listina að sínu ævi-
starfi. Hún hafði næmt auga fyrir
mynstrum, litum og formum og
allt sem hún kom nálægt bar þess
sterklega merki. Amma var alltaf
vel tilhöfð, klædd á frumlegan og
skapandi hátt. Heimili hennar og
afa í Hvassaleiti var fagurlega
skreytt og hver hlutur útpældur,
myndum raðað saman af einstakri
snilld þar sem sköpunargáfa
hennar fékk að njóta sín. Hverjum
þeim sem kom í heimsókn var
fljótt ljóst að þetta var ekkert
venjulegt heimili. Listrænt eðli
ömmu gerði henni kleift að skapa
einstakt andrúmsloft, heillandi og
forvitnilegt í senn.
Amma var heimsborgari í
hjarta sínu. Hún hafði ferðast
talsvert á lífsleiðinni, bæði ein-
sömul og í félagsskap annarra, og
fyrir vikið var hún bæði víðsýn og
fróð. Hún var skarpgreind og
hafði skoðanir á mönnum og mál-
efnum, var bókhneigð og vel lesin.
Þessir eiginleikar hennar leynd-
ust engum sem átti í samræðum
við hana og frásagnir hennar
drógu viðmælandann til hennar.
Hún var vinmörg og naut virðing-
ar. Við amma áttum bókmennta-
áhugann sameiginlegan, og við
ræddum gjarnan um bækur og
rithöfunda. Umræðuefnið gat þá
jöfnum höndum verið Íslendinga-
sögur og nýútgefnar skáldsögur
frá síðasta jólabókaflóði, því þrátt
fyrir að amma væri ríflega níræð
fylgdist hún áhugasöm með nýj-
ustu vendingum bókmennta-
heimsins.
Amma var einstakur mann- og
dýravinur. Hún vildi öllum vel og
hikaði ekki við að rétta bæði
mönnum og ferfætlingum hjálpar-
hönd. Hún var okkur afkomend-
um sínum einstakur stuðningur,
og sýndi okkur skilyrðislausa
hlýju og velvild. Við nöfnurnar
áttum einstaka tengingu í gegn-
um Hólmfríðar-nafnið og fyrir
þau tengsl verð ég ævinlega þakk-
lát. Amma var trúnaðarvinur.
Hún var alltaf tilbúin til þess að
hlusta og gefa álit sitt af hrein-
skilni. Það þótti mér sérlega vænt
um, enda ekki öllum gefið að segja
umbúðalaust það sem þeim býr í
brjósti.
Elsku nafna mín. Þegar ég
sagði Baldri, syni mínum, að nú
værir þú farin frá okkur brosti
hann mildilega og sagði að ég
þyrfti ekki að vera leið. Nú værir
þú nefnilega með manninum þín-
um og kisunni þinni, og þar liði
þér best. Mér þykir vænt um þessi
orð barnsins, og ég veit að þau eru
sönn. Móttökurnar hafa verið
blíðar hinum megin, og þið hjónin
loksins sameinuð. Við sem eftir
stöndum hugsum til þín með hlýju
og væntumþykju, þakklát fyrir
allar samverustundirnar. Takk
fyrir allt, elsku amma.
Þín sonardóttir,
Unnur Hólmfríður
Brjánsdóttir.
Elsku hjartans amma mín.
Þú varst alveg einstök. Lista-
kona af guðs náð – og listakonan í
þér setti mark sitt á allt sem þú
snertir. Litríkur klæðaburður og
múndering; mynstraðar mussur,
íburðarmiklir skartgripir, bleikt
naglalakk og vel uppgreitt hár,
endurspegluðu fullkomlega hríf-
andi og lifandi persónuleika þinn
og sál. Einstakur bragur var yfir
öllu í kringum þig; allt frá lista-
verkum þínum og heimili ykkar
afa í Hvassaleitinu, og niður í
minnstu smáatriði; rithönd þína,
frásagnir, orðaval og þær handa-
hreyfingar sem fylgdu þegar þú
tjáðir þig af ástríðu um kennsluna,
listina, fjölskylduna, og allt það
sem skipti þig máli. Stíll sem ein-
kenndist af virðulegu yfirbragði,
einlægri hlýju og snyrtileika, sem
þó var hæfilega óreiðukenndur,
svo hann varð aldrei fyrirsjáan-
legur eða leiðigjarn.
„Ég er að fást við náttúrlegt
umhverfi mannsins og þá fegurð
sem alls staðar blasir við augum
okkar ef við aðeins fengjumst til
þess að gleðjast í daglega „núinu“,
hvort heldur rignir eða blæs, en
biðum ekki alltaf eftir uppstilling-
um sem eins oft vilja sigla hjá.“ –
Hólmfríður amma, 1985, í tilefni
opnunar listasýningar.
Þegar þú lést þessi orð falla,
voru enn eftir sjö ár þar til ég
myndi fæðast. Þessari grundvall-
arsýn þinni á lífið og hversdags-
leikann fékk ég hins vegar vel að
kynnast síðar, og henni glataðirðu
svo sannarlega aldrei. Á 91. ald-
ursári, sastu með mér á biðstofu,
þegar þú vaktir athygli mína á eft-
irprentun af málverki sem var
stillt upp í rýminu. Þú lýstir því
fyrir mér, á þinn einstaka hátt,
sem þú sást í listaverkinu; flæðinu
og litunum, hreyfingu þeirra, lita-
tónum og hvernig þeir blönduðust
svona og hinsegin. Í framhaldi
skimaðirðu í kringum þig, og hófst
að túlka umhverfið með sama
hætti. Á þessum tímapunkti áttaði
ég mig á því hvað það væri þér
raunverulega eðlislægt að sjá það
góða, fallega og merka í öllu í
kringum okkur. Jafnvel nauðaó-
merkilegri biðstofu í Kópavogin-
um. En þessi eiginleiki var svo
ríkjandi í þér alla tíð, og það er
mér svo ómetanlegt að hafa fengið
að sjá heiminn frá þínu sjónar-
horni.
Í dag fylgjum við þér síðasta
spölinn, elsku amma. Eftir situr
minning af sterkri og sjálfstæðri
konu, sem mátti svo sannarlega
vera stolt af eigin afrekum og arf-
leifð. Fágaðri og ákveðinni konu,
sem hafði sterk gildi í lífinu, fylgdi
eigin sannfæringu og fór óhikað
sínar eigin leiðir. Þrautseigri
konu, sem bjó yfir alveg sérstakri
seiglu þegar á móti blés, en jafn-
framt hæfilegu æðruleysi gagn-
vart því sem hún fékk ekki breytt.
Umhyggjusamri konu, sem mátti
ekkert aumt sjá, og vildi alltaf
leggja lóð sín á vogarskálarnar til
að aðstoða þá sem minna mega
sín, bæði menn og dýr. En ekki
síst einstaklega hlýrri konu, sem
nýtti hvert tækifæri til að segja
frá því hversu hreykin hún var af
afkomendum sínum, og sýndi
bæði í orðum og verki hversu und-
urvænt henni þætti um fjölskyld-
una.
En einmitt þarna þekkti ég Hólmfríði.
Hún er eins og íslenskt veður, síkvik og
óútreiknanleg, óhamin af forskriftum en
samt bundin eðli sínu og trú því.
(Jón Ásgeirsson)
Elva Bergþóra Brjánsdóttir.
Ein af fyrirmyndunum sem
tóku á móti ungum stúlkum sem
hófu störf í Kennaraháskólanum á
áttunda áratug 20. aldar var lista-
konan og lífskúnstnerinn Hólm-
fríður Árnadóttir. Ljósbláa skóla-
húsið við Stakkahlíð var
sannarlega fullt upp í rjáfur á
þeim árum sem síðustu nemend-
urnir voru brautskráðir úr gamla
Kennaraskólanum á sama tíma og
nýjar leiðir mótuðust á háskóla-
stigi og löng og stutt námskeið
voru haldin fyrir kennara vetur og
sumar. Hólmfríður kenndi þá
handmennt í kjarna og leiðbeindi
þar af leiðandi mörgum. Það var
ekki hægt að segja að hún fengi
bestu kennslustofuna í húsinu,
hennar ríki var risið og þangað
þurfti hún yfirleitt að bera sjálf,
upp brattan og mjóan stiga, áhöld
og efni sem þurfti til kennslunnar.
Undir súð mátti hún koma fyrir
þeim fjölbreytta efniviði sem hún
notaði til að kveikja áhuga og fá
nemendur til að tjá sig á þann hátt
sem þá hafði ekki einu sinni
dreymt um áður. Á hippaárunum
fundust á loftinu hjá Hólmfríði tví-
tugir strákar sem breiddu
hreyknir úr stórum borðdúkum
með batíkmunstri sem þeir höfðu
komið sér upp í tímum. Þessi kona
lét ekki baslið smækka sig.
Hólmfríður hafði kennt lengi
og víða og þekkti vel kyrrstöðuna
sem hafði ríkt í handavinnu-
kennsla barna. Hennar hugsjón
var að fá því breytt og virkja í
staðinn hæfileika og áhuga hvers
og eins til frjálsari sköpunar. Það
var mikill fengur fyrir kennara-
menntunarstofnun að hafa slíkan
eldhuga. Fyrir utan þau sterku
áhrif sem hún hafði innan Kenn-
araháskólans sat hún á hans veg-
um í mörgum nefndum á 20 ára
tímabili og átti stóran þátt í end-
urskoðun námskrár í mynd- og
handmennt sem hluta af Aðal-
námskrá grunnskóla 1977. Því
fylgdi samning námsefnis og mikil
tilraunakennsla.
Hólmfríður var að sjálfsögðu
áhugasöm um að byggja upp
bókasafn á sviði mynd- og hand-
mennta fyrir nemendur. Hún var
víðförul heimskona og félagi í al-
þjóðlegum fagfélögum þannig að
hún vissi vel hvað hún vildi. En til
að fá nemendur til þess að bíta á
agnið valdi hún áskriftir að fjöl-
breyttum tímaritum, allt frá
frönskum og ítölskum tískuritum,
sem áttu að liggja á glámbekk, til
breskra fag- og kennslufræði-
tímarita og heimilisiðnaðarrita frá
Norðurlöndum. Hún vildi fyrir
alla muni opna augu fólks svo það
sæi sjálft það fjölbreytta litróf
sem gæti leitt til þroskandi og
frjós mannlífs. Sjálf bar hún virð-
ingu fyrir handverkshefðum og
hafði á valdi sínu bæði verklag og
sögu en var um leið skapandi lista-
kona. Eftir hana liggja líka fjöl-
mörg listaverk af ólíkum toga. En
það var hugljómunin sem hún
smitaði frá sér sem varð okkur
ungu konunum ævilöng hvatning.
Hólmfríður var óþreytandi að
styðja okkur í því að gera eitthvað
nýtt, hún leiðbeindi, lánaði, brosti
og breiddi út faðminn. Alltaf sama
glæsikonan, hógvær í fasi, hárið
uppsett, hlýtt bros sem náði til
augna frá lituðum vörum. Sjálf-
stæð ævintýrakona með stíl, fædd
á Alþingishátíðarári, yngri konum
stöðug fyrirmynd um kjark og
seiglu. Ég kveð þennan einstaka
mentor og vinkonu full þakklætis
og votta sonum hennar og fjöl-
skyldu einlæga samúð.
Kristín Indriðadóttir.
Það var vorið 2012 sem Hólm-
fríður bað mig að heimsækja sig í
Hvassaleitið til að ræða við sig um
sýningu sem hún var með í und-
irbúningi fyrir Gerðarsafn –
Listasafn Kópavogs. Þó hún væri
komin vel á aldur var mikill kraft-
ur í henni við að skipuleggja sýn-
inguna sem var opnuð 15. nóvem-
ber 2014. Hún hafði sett upp verk í
stofunni, lagt stærri textílverk yf-
ir sófa og breitt úr öðrum verkum
á gólfið, svo lýsti hún því fyrir mér
hvernig hún sá verkin fyrir sér í
sýningarrýminu, einbeitt og
ákveðin með skýra sýn á sína list-
rænu vinnu.
Hólmfríður Árnadóttir hafði
mikil áhrif á líf okkar systranna.
Það mætti segja að Hólmfríður
hafi verið guðmóðir okkar, ekki
síst eftir að móðir okkar, Ingi-
gerður Þórey Guðnadóttir, lést
árið 1982. Þær höfðu verið nánar
vinkonur alla tíð eftir að Hólm-
fríður kenndi henni í handavinnu-
kennaradeild Kennaraháskóla Ís-
lands. Hólmfríður hvatti mömmu
til að mennta sig sem handavinnu-
kennari og starfaði hún við það
þar til hún lést. Textíláhugann
fengum við systurnar frá móður
okkar og Hólmfríði. Það voru ófá-
ar stundirnar sem við eyddum
með þeim að lita batík í litlum
skúr á lóð Kennaraháskólans. Þar
fengum við systurnar að teikna
með vaxi á léreft sem var dýft í
litabað og vaxið síðan straujað úr.
Ég man vel eftir nákvæmri leið-
sögn Hólmfríðar í því hvernig átti
Hólmfríður
Árnadóttir