Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Útlit er fyrir áframhaldandi skort á
íbúðum þrátt fyrir að íbúðum í bygg-
ingu hafi fjölgað. Þetta er niðurstaða
Samtaka iðnaðarins (SI) og Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar
(HMS) sem töldu íbúðir í byggingu á
landinu öllu í febrúar og mars 2022.
Framkvæmdir voru hafnar við
byggingu 7.260 íbúða á landinu öllu.
Þeim hafði fjölgað um 1.276 íbúðir
(21%) frá því að
talið var í sept-
ember 2021.
„Aukninguna
má fyrst og
fremst rekja til
fjölgunar íbúða á
fyrstu bygging-
arstigum, þ.e.
íbúða á bygging-
arstigum fram að
fokheldu,“ segir í
greiningu SI og
HMS. Á höfuðborgarsvæðinu eru
5.149 íbúðir í byggingu eða 71% af
heildarfjölda á landinu öllu. Í
nágrannasveitarfélögum höfuðborg-
arsvæðisins eru 1.456 íbúðir í bygg-
ingu eða 20% af heild. Á öðrum land-
svæðum eru 655 íbúðir í byggingu
eða 9% af heild.
SI og HMS áætla að 2.453 nýjar
íbúðir komi á markað á landinu öllu
á þessu ári og 3.098 árið 2023. Gert
er ráð fyrir að 1.700 af þeim íbúðum
sem nú eru í byggingu verði fullklár-
aðar árið 2024 eða síðar.
Hvað höfuðborgarsvæðið varðar
er áætlað að 1.634 íbúðir klárist á
þessu ári og 2.243 á því næsta. Í ná-
grannasveitarfélögum höfuðborgar-
svæðisins er gert ráð fyrir 534 nýj-
um íbúðum í ár og 592 árið 2023.
Áætlað er að í öðrum sveitarfélögum
verði lokið við byggingu 285 íbúða á
þessu ári og svipaðs fjölda 2023. Því
er áætlað að 5.551 ný íbúð komi á
markað á landinu öllu í ár og 2023.
„Til samanburðar má nefna að
það er mat HMS að þörf fyrir full-
búnar íbúðir sé 3.500 til 4.000 á ári,
þ.e. 7.000 til 8.000 íbúðir þessi tvö ár.
Það er því ljóst að áfram verður
framboðsskortur á íbúðum þrátt fyr-
ir þann vöxt sem nú sést í fjölda
íbúða í byggingu,“ segja SI og HMS.
Skorturinn á framboði af nýjum
íbúðum undirstrikar mikilvægi þess
að mótuð verði ný húsnæðisstefna
fyrir Ísland í þeim anda sem innviða-
ráðherra hefur boðað. „Innviða-
ráðherra hefur nefnt í því sambandi
að setja eigi markið á að það verði
byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu
fimm árum og þar af 7.000 með að-
komu hins opinbera í formi fjöl-
breytts húsnæðisstuðnings.“
Taldar voru íbúðir í byggingu á
öllum byggingarstigum, m.a. bygg-
ingarstigi 1 þar sem jarðvinna er
hafin en ekki kominn sökkull. Áður
miðaðist talning SI við íbúðir á
byggingarstigum 2-7. Við breyt-
inguna bættust við 1.156 íbúðir á
byggingarstigi 1. Teknar voru með
framkvæmdir við allar íbúðir á öll-
um byggingarstigum, þar með tald-
ar stúdentaíbúðir og hjúkrunarrými.
Lóðaframboð er ekki nægt
„Lóðaframboð hefur ekki verið
nægt og skipulagsmál hafa haldið
aftur af uppbyggingu,“ segir Sig-
urður Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samataka iðnaðarins, þegar
hann er spurður hvers vegna fram-
boð nýrra íbúða mætir ekki þörfinni.
Mikil fjölgun íbúða í byggingu er
aðallega á fyrstu byggingarstigum.
„Þetta eru ný verkefni og koma
kannski á markað á næsta ári og
eitthvað á þessu ári. Þótt það sé
aukning þá er hún ekki nóg,“ segir
Sigurður. En ef fjöldi lóða bættist
við væru þá til mannskapur og tæki
til að byggja á þeim?
„Fáar atvinnugreinar eru jafn
sveigjanlegar og byggingariðnaður-
inn. Hann hefur þurft að draga sam-
an og auka við með skömmum fyr-
irvara í gegnum tíðina. Það er hægt
að flytja inn mannskap og tæki með
stuttum fyrirvara ef þarf. Við heyr-
um á okkar félagsmönnum að þetta
er ekki fyrirstaða,“ segir Sigurður.
Hann segir að liðið geti tvö ár frá
því að byggingarframkvæmdir hefj-
ast þar til hægt er að flytja inn. „Það
þarf alltaf að vera nægt framboð á
lóðum og sveitarfélögin þurfa að
vera á tánum varðandi skipulag til
að tryggja næga uppbyggingu.
Það þarf líka að breyta regluverk-
inu. Við fögnum átakshópi sem er að
störfum á vegum stjórnvalda ásamt
aðilum vinnumarkaðarins. Hann á
að skila af sér seinna í mánuðinum
samkvæmt áætlun. Við eigum von á
að þar komi fram tillögur um ein-
földun á regluverkinu sem mun flýta
fyrir verklegum framkvæmdum.“
SI og HMS fagna boðaðri hús-
næðisstefnu og vilja fá hana sem
fyrst. „Það þarf langtímaáætlun
varðandi íbúðauppbyggingu. Það er
lykilatriði að ríkið og stofnanir þess
og sveitarfélögin taki höndum sam-
an við það. Allir við borðið þurfa að
flýta framkvæmdum eins og hægt
er. Ég fagna því að Reykjavík-
urborg hefur birt metnaðarfull
áform um að byggðar verði 2.000
íbúðir á ári næstu árin. Eins er mikil
uppbygging í Hafnarfirði. Ég vildi
gjarnan sjá fleiri sveitarfélög setja
sér markmið og flýta uppbyggingu
íbúða.“
Útlit fyrir að áfram skorti íbúðir
- SI og HMS töldu íbúðir á öllum byggingarstigum um allt land - Framkvæmdir hafnar við 7.260
íbúðir - Áætlað að 5.551 íbúð verði tilbúin 2022 og 2023 - Þörf fyrir 7-8 þúsund íbúðir þessi tvö ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hafnarfjörður Mikil uppbygging íbúða er nú í Hamranesi og Skarðshlíð, nýjum hverfum nálægt Völlunum.
2,0
1,6
1,4 1,3
1,6 1,7
2,0
2,4
2,3 2,4 2,6
3,0
3,3
3,7
4,1
4,8 5,0 5,0
4,5
4,1
3,5 3,5
4,3
Íbúðir í byggingu skv. talningu SI og HMS
Fokhelt og lengra komið
Að fokheldu
Landsbyggð Nágrenni höfuðborgarsv. Höfuðborgarsvæði
mars mars sept. sept. mars sept. mars sept. mars sept. mars sept. mars sept. mars sept. mars sept. mars sept. mars sept. mars
2010 2012 20222011 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Fjöldi íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu frá mars 2010
Íbúðir í byggingu á
höfuðborgarsvæðinu
í mars 2022
Íbúðir í byggingu í september 2021
og mars 2022
Samanburður á fjölda íbúða í byggingu í september 2021 og mars 2022
Að fokheldu (byggingarstig 2-3)
Fokhelt og lengra komið (byggingarstig 4-7)
Byggingarstig: Að fokheldu Fokhelt og lengra komið Fjölgun á
tímabilinu1 2 3 4 5 6 7 Samtals
Höfuðborgar-
svæði
september 2021 616 432 1.393 801 544 215 163 4.164
mars 2022 856 457 2.088 806 588 282 72 5.149 24%
Nágrenni
höfuðborgarsv.
september 2021 110 289 354 226 156 67 28 1.230
mars 2022 200 374 280 362 196 44 0 1.456 18%
Landsbyggð
september 2021 78 156 102 130 97 19 8 590
mars 2022 100 194 94 125 126 13 3 655 11%
Samtals
september 2021 804 877 1.849 1.157 797 301 199 5.984
mars 2022 1.156 1.025 2.462 1.293 910 339 75 7.260 21%
Reykjavík 2.637
Kópavogur 828
Hafnarfjörður 811
Garðabær 688
Mosfellsbær 176
Seltjarnarnes 9
Samtals
5.149
1,7
1,8
1,7
2,5
0,5
0,6
0,6
0,7
Þúsundir íbúða
Þúsundir íbúða
0,5 0,6
1,1 1,3
3,5
4,3
Heimild: Samtök iðnaðarins (SI) og Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun (HMS)
Sigurður
Hannesson