Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn mars var óvenjuúrkomu- samur og þungbúinn, sérstaklega í Reykjavík. Þetta kemur fram í tíðar- farsyfirliti Veðurstofunnar yfir mán- uðinn. Mánuðurinn var óvenju- úrkomusamur á Suður-, Suðaustur- og Vesturlandi og mældist úrkoman þar víða með því mesta sem vitað er um í marsmánuði. Úrkoma í Reykjavík mældist 209,5 millimetrar, sem er nærri þrefalt meira en meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Þetta er úrkomusamasti marsmánuður í Reykjavík frá upp- hafi mælinga. Næstmesta mars- úrkoma sem vitað er um í Reykjavík mældist 183,2 mm árið 1923. Úrkoma hefur aðeins fjórum sinnum mælst meiri í einum mánuði í Reykjavík, þ.e. í nóvember 1993 (259,7 mm), febrúar 1921(242,3 mm), janúar 1907 (218,6 mm) og í nóvember 1958 (212,1 mm). Auk þess voru janúar 1842 og desember 1843 mjög úrkomusamir en nokkur óvissa er um þær mæl- ingar. Úrkomudagar voru alls 23 Á Akureyri mældist úrkoman 46,5 mm sem er rétt undir meðallagi ár- anna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 161,0 mm og 243,8 mm á Höfn í Hornafirði. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 23, níu fleiri en í meðalári. Alhvítir dagar í Reykjavík voru 14, fimm fleiri en að meðaltali 1991 til 2020. Alhvítir dagar á Akureyri voru 11, fimm færri en að meðaltali 1991 til 2020. Mars var þungbúinn í Reykjavík, sólskinsstundir mældust aðeins 68,5 sem er 41,8 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var sólríkara, þar mældust sólskinsstund- irnar 112,1 sem er 34,3 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sól- skinsstundir í marsmánuði hafa ekki mælst eins margar á Akureyri síðan í mars 1996. Hins vegar var mars hlýr um mest- allt land en umhleypinga- og illviðra- samt var fram eftir mánuðinum. Með- alhiti í Reykjavík í mars var 2,5 stig og er það 1,3 stigum yfir meðallagi ár- anna 1991 til 2020, en 0,7 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 1,9 stig, 1,9 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 1,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhit- inn 1,0 stig og 3,1 stig á Höfn í Hornafirði. Í Reykjavík raðast mars í 28. sæti af 152 mælingum en í 18. sæti af 142 mælingum á Akureyri. Meðalhiti mánaðarins var hæstur 4,6 stig í Surtsey en lægstur -5,1 stig á Þverfjalli. Í byggð var meðalhitinn lægstur -1,9 stig í Möðrudal. Hæsti hiti mánaðarins mældist 18,6 stig á Kvískerjum þann 26. Mest frost mældist -16,6 stig á Kára- hnjúkum þ. 14. Í byggð mældist frost -15,3 stig í Svartárkoti þann 2. Mars var þungbúinn og afar úrkomusamur - Úrkomusamasti mars í Reykjavík frá upphafi mælinga Morgunblaðið/Eggert Vætutíð Erlendu ferðamennirnir þurftu að vera vel búnir þegar þeir örk- uðu um götur höfuðborgarinnar. Þar féll úrkomumet marsmánaðar. Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Sumar 2022 „Það að 35 hafi slasast alvarlega á rafhlaupahjólum af þeim 208 sem slösuðust alvarlega í umferðinni á árinu 2021 er mjög há tala,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildar- stjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. „Þessi nýju tæki vinna þannig mikið gegn þeim markmiðum okkar að fækka látnum og alvarlega slös- uðum í umferðinni um 5% á ári.“ Bæði ungir og aldnir Það vekur einnig athygli að 31,6% ungs fólks á aldrinum 18-24 ára hafa ekið rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis, sem á hugsanlega stóran þátt í þessari aukningu alvarlegra slysa á hjólunum. „Við vitum að stærsti áhættuhóp- urinn í umferðinni eru ungir öku- menn, en þessi hópur bætti sig samt hvað mest undanfarin ár, sem við vorum mjög ánægð með. En í fyrra fjölgaði töluvert ungum ökumönnum sem lentu í vandræðum í umferðinni vegna reynsluleysis.“ Þá lentu elstu ökumennirnir einnig í fleiri slysum á síðasta ári. „Þetta er samt sá hópur sem hefur besta viðhorfið í umferð- inni, en eldri borgurum hefur fjölgað mikið síðustu ár og þeir keyra leng- ur.“ Gunnar segir þó jákvætt að bana- slysum hafi farið fækkandi þegar lit- ið er til undanfarinna ára og að börn og bifhjólamenn lendi í færri slysum í umferðinni en áður. doraosk@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Rafhlaupahjól Geta verið mikill slysavaldur ef ekki er varlega farið. Alvarleg slys tengd rafhlaupahjólum - 16,8% allra alvarlegra slysa árið 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.