Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nýliðinn mars var óvenjuúrkomu-
samur og þungbúinn, sérstaklega í
Reykjavík. Þetta kemur fram í tíðar-
farsyfirliti Veðurstofunnar yfir mán-
uðinn. Mánuðurinn var óvenju-
úrkomusamur á Suður-, Suðaustur-
og Vesturlandi og mældist úrkoman
þar víða með því mesta sem vitað er
um í marsmánuði.
Úrkoma í Reykjavík mældist 209,5
millimetrar, sem er nærri þrefalt
meira en meðalúrkoma áranna 1991
til 2020. Þetta er úrkomusamasti
marsmánuður í Reykjavík frá upp-
hafi mælinga. Næstmesta mars-
úrkoma sem vitað er um í Reykjavík
mældist 183,2 mm árið 1923. Úrkoma
hefur aðeins fjórum sinnum mælst
meiri í einum mánuði í Reykjavík,
þ.e. í nóvember 1993 (259,7 mm),
febrúar 1921(242,3 mm), janúar 1907
(218,6 mm) og í nóvember 1958 (212,1
mm). Auk þess voru janúar 1842 og
desember 1843 mjög úrkomusamir
en nokkur óvissa er um þær mæl-
ingar.
Úrkomudagar voru alls 23
Á Akureyri mældist úrkoman 46,5
mm sem er rétt undir meðallagi ár-
anna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi
mældist úrkoman 161,0 mm og 243,8
mm á Höfn í Hornafirði.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0
mm eða meiri í Reykjavík voru 23,
níu fleiri en í meðalári. Alhvítir dagar
í Reykjavík voru 14, fimm fleiri en að
meðaltali 1991 til 2020. Alhvítir dagar
á Akureyri voru 11, fimm færri en að
meðaltali 1991 til 2020.
Mars var þungbúinn í Reykjavík,
sólskinsstundir mældust aðeins 68,5
sem er 41,8 stundum undir meðallagi
áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var
sólríkara, þar mældust sólskinsstund-
irnar 112,1 sem er 34,3 stundum yfir
meðallagi áranna 1991 til 2020. Sól-
skinsstundir í marsmánuði hafa ekki
mælst eins margar á Akureyri síðan í
mars 1996.
Hins vegar var mars hlýr um mest-
allt land en umhleypinga- og illviðra-
samt var fram eftir mánuðinum. Með-
alhiti í Reykjavík í mars var 2,5 stig
og er það 1,3 stigum yfir meðallagi ár-
anna 1991 til 2020, en 0,7 stigum yfir
meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri
var meðalhitinn 1,9 stig, 1,9 stigum
yfir meðallagi áranna 1991 til 2020,
en 1,2 stigum yfir meðallagi síðustu
tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhit-
inn 1,0 stig og 3,1 stig á Höfn í
Hornafirði. Í Reykjavík raðast mars
í 28. sæti af 152 mælingum en í 18.
sæti af 142 mælingum á Akureyri.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur
4,6 stig í Surtsey en lægstur -5,1 stig
á Þverfjalli. Í byggð var meðalhitinn
lægstur -1,9 stig í Möðrudal.
Hæsti hiti mánaðarins mældist
18,6 stig á Kvískerjum þann 26. Mest
frost mældist -16,6 stig á Kára-
hnjúkum þ. 14. Í byggð mældist frost
-15,3 stig í Svartárkoti þann 2.
Mars var þungbúinn
og afar úrkomusamur
- Úrkomusamasti mars í Reykjavík frá upphafi mælinga
Morgunblaðið/Eggert
Vætutíð Erlendu ferðamennirnir þurftu að vera vel búnir þegar þeir örk-
uðu um götur höfuðborgarinnar. Þar féll úrkomumet marsmánaðar.
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Vefverslun
selena.is
Sumar 2022
„Það að 35 hafi slasast alvarlega á
rafhlaupahjólum af þeim 208 sem
slösuðust alvarlega í umferðinni á
árinu 2021 er mjög há tala,“ segir
Gunnar Geir Gunnarsson, deildar-
stjóri öryggis- og fræðsludeildar
Samgöngustofu.
„Þessi nýju tæki vinna þannig
mikið gegn þeim markmiðum okkar
að fækka látnum og alvarlega slös-
uðum í umferðinni um 5% á ári.“
Bæði ungir og aldnir
Það vekur einnig athygli að 31,6%
ungs fólks á aldrinum 18-24 ára hafa
ekið rafhlaupahjóli undir áhrifum
áfengis, sem á hugsanlega stóran
þátt í þessari aukningu alvarlegra
slysa á hjólunum.
„Við vitum að stærsti áhættuhóp-
urinn í umferðinni eru ungir öku-
menn, en þessi hópur bætti sig samt
hvað mest undanfarin ár, sem við
vorum mjög ánægð með. En í fyrra
fjölgaði töluvert ungum ökumönnum
sem lentu í vandræðum í umferðinni
vegna reynsluleysis.“ Þá lentu elstu
ökumennirnir einnig í fleiri slysum á
síðasta ári. „Þetta er samt sá hópur
sem hefur besta viðhorfið í umferð-
inni, en eldri borgurum hefur fjölgað
mikið síðustu ár og þeir keyra leng-
ur.“
Gunnar segir þó jákvætt að bana-
slysum hafi farið fækkandi þegar lit-
ið er til undanfarinna ára og að börn
og bifhjólamenn lendi í færri slysum
í umferðinni en áður. doraosk@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Rafhlaupahjól Geta verið mikill slysavaldur ef ekki er varlega farið.
Alvarleg slys tengd
rafhlaupahjólum
- 16,8% allra alvarlegra slysa árið 2021