Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 49
að krumpa vaxið í efninu til að ná
fram fínum línum þegar efninu
væri dýft í litabaðið. Henni var
það eðlislægt að leiðbeina og
kenna. Seinna heimsóttum við
Hólmfríði oft í risið í Kennarahá-
skólanum þar sem hún hafði skap-
að ævintýraheim í kennslustof-
unni sinni. Hólmfríður var ávallt á
undan sinni samtíð og fór sínar
eigin leiðir í mörgu sem hún tók
sér fyrir hendur. Eitt sinn fóru
mamma og Hólmfríður saman á
kvöldnámskeið í hugleiðslu, lík-
lega árið 1978. Ég var þá níu ára
og fannst þetta uppátæki hálfund-
arlegt og vissi ekki hvað mér ætti
að finnast um þetta. Hólmfríður
tók okkur systurnar oft út að
borða og gjarnan á framandi veit-
ingastaði, eins og Náttúrulækn-
ingafélagið og Krákuna á Lauga-
vegi 22. Það voru einnig ófá
sýningarröltin sem við fórum á
með henni og móður okkar. Í
seinni tíð höfðum við Hólmfríður
mikið samband og þá snerust
samtölin oft um myndlist, skóla-
mál og textíl, við gátum endalaust
talað saman. Menntamál voru stór
hluti af hennar ævistarfi samhliða
myndlistinni þar sem hún gegndi
stöðu prófessors við Kennarahá-
skóla Íslands. Þessi áhugi hennar
til að miðla þekkingu sinni hafði
djúp áhrif á okkur systurnar því
við höfum allar komið mikið að
kennslu.
Það var greinilegt að heimur
Hólmfríðar var ekki afmarkaður
við stofuna í Hvassaleitinu, því
það voru mörg málefni sem lágu
henni á hjarta. Jafnframt því að
pæla í verkum fyrir sýninguna
framundan ræddi hún um
kennslumál og stöðu kvenna á
þeim vettvangi og á vettvangi
myndlistar í gegnum tíðina. Þetta
var mikil barátta og sýningin mik-
ilvæg til að hnýta saman marga
lausa enda. Ég vil þakka Hólm-
fríði fyrir það sem hún hefur gert
fyrir okkar fjölskyldu og allan
hennar stuðning í gegnum tíðina,
betri fyrirmynd í lífinu er vart
hægt að hugsa sér. Það var leitt að
hún náði ekki að sjá dætur mínar
vegna covid-ástandsins en hún
hitti Ingigerði Úllu hennar Gerð-
ar og hafði mjög gaman af því að
hitta nöfnu gömlu vinkonu sinnar.
Ætli þær séu ekki komnar aftur
saman á sýningarrölt og gott
spjall.
Hildur, Gerður og
Guðrún Bjarnadætur.
www.mbl.is/andlat
Einn af happdrættisvinningum
lífs míns var að kynnast Hólmfríði
Árnadóttur þegar ég hóf störf við
Kennaraháskólann árið 1976. Ég
var enn í námi í Frakklandi þegar
mér bauðst stundakennsla í sál-
fræði við KHÍ þar sem ég hafði
aldrei stigið inn fæti og þekkti
engan. Fyrsta árið kynntist ég
fáum öðrum en nemendum mín-
um, enda voru þeir nær mér í aldri
og lífsstíl en kennararnir, sem við
fyrstu sýn virtust álíka árennileg-
ir og gömlu kennararnir mínir í
MR!
En svo kynntist ég þessu fólki
og eignaðist þá marga eðalvini
fyrir lífstíð. Ein þeirra var Hólm-
fríður Árnadóttir, stórkostlegur
karakter og engum öðrum lík.
Einstaklega háttvís, kurteis, til-
litssöm, brosmild og hlý mann-
eskja, en á sama tíma djörf og kúl,
hreinskilin, frumleg og með mik-
inn húmor. Hún var eldheitur
femínisti en jafnframt afskaplega
kvenleg, pjöttuð og ævinlega súp-
ersmart. Hún var listamaður,
heimsborgari og mikill bóhem en
líka pottþéttur kennari með
óbrigðult skipulag og fagmann-
eskja fram í fingurgóma. Hún var
mér náin vinkona en sakir aldurs-
og lífsreynslumunar varð hún líka
sambland af „mömmu“ og men-
tor. Umhyggja hennar og stuðn-
ingur voru óbrigðul og hún veitti
endalaust innblástur til nýrra
verka. Það hafði örugglega mikil
áhrif á mig og fleiri jafnöldrur
mínar í KHÍ að eignast vin og fyr-
irmynd í þessari flottu og yndis-
legu konu á fyrstu árum fullorð-
inslífsins. Áhrifin síuðust meira að
segja inn til ungra sona minna
sem Hólmfríður leyfði gjarnan að
gramsa í öllum efniviðnum sem
hún notaði í kennslunni uppi í risi í
Stakkahlíð. Þeir kölluðu hana
aldrei annað en „Hólmfríði góðu“
og hún var lengi lykilpersóna í
þykjustuleikjum þeirra þar sem
hún af einhverjum ástæðum
keyrði um á fjólubláum Trabant!
Eftirminnilegt tímabil í kynn-
um okkar Hólmfríðar var þegar
kennaranámið var endurskipulagt
eftir miklar umræður nemenda og
kennara 1978. Vormisseri fyrsta
árs var undirlagt þemanámi um
byrjendakennslu þar sem mark-
miðið var að samþætta fræðilegar
undirstöður og hagnýtar leiðir í
kennslustarfi undir fyrirsögnum á
borð við Hugsun og stærðfræði,
Mál og lestur, Menning og sköp-
un. Þarna var Hólmfríður í essinu
sínu, hélt innblásnar hugvekjur
um listir og mikilvægi listsköpun-
ar í öllu skólastarfi, frá leikskóla
og uppúr, og tengdi í allar áttir.
Kennaranemar voru teknir í sköp-
unarsmiðjur þar sem hún réðst til
atlögu við fordóma þeirra sjálfra
um að þá skorti listræna hæfileika
og þeir kynnu ekkert að skapa.
Meðal markmiða var „að nemend-
ur öðlist skilning á mikilvægi list-
og verkgreina í byrjendakennslu
sem andsvar við sívirkum áhrifum
fjölmiðlaneyslu, tónmengunar og
staðlaðrar fjöldaframleiðslu“.
Þetta var góður skóli fyrir fleiri en
nemendur!
Nú er Hólmfríður góða horfin
af sviðinu en andi hennar og inn-
blástur lifir með okkur sem áttum
hana að. Í huganum held ég áfram
að mæta henni hér á göngustígn-
um í Hvassaleitinu, ég sé hana
nálgast líkasta álfkonu og fyllist
tilhlökkun eftir að eiga við hana
uppbyggilegt spjall að vanda.
Ég sendi sonum hennar og fjöl-
skyldunni allri mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hrafnhildur Hanna
Ragnarsdóttir.
Á kveðjustund vil ég þakka
Hólmfríði, vinkonu minni, sam-
fylgd í meira en þrjá áratugi. Ég
hitti hana fyrst, ásamt Bjarna eig-
inmanni hennar, eftir að Steinunn
systir mín og Brjánn sonur þeirra
hófu sambúð. Margar góðar
stundir áttum við saman í afmæl-
isboðum barnabarna og barna-
barnabarns og við ýmsa aðra við-
burði sem tengdust fjölskyldunni,
síðast í desember 2021. Mér er
sérstaklega minnisstætt hversu
vel þau Hólmfríður og Bjarni og
foreldrar mínir, Bergþóra og
Gunnlaugur, náðu saman þegar
þau hittust í fjölskylduboðum og
ræddu þá fjölskyldu- og þjóðmál
af vinsemd og virðingu. Sumarið
2019 áttum við Hólmfríður tvær
einar yndislega samverustund á
fallega heimilinu hennar í Hvassa-
leitinu og þá naut ég þess að finna
hversu greind og vel að sér hún
var.
Hólmfríður var sérstaklega fal-
leg kona, fínleg og glæsileg. Hún
var einstök fyrirmynd. Alls staðar
var mikil virðing borin fyrir henni
bæði hvað varðaði listsköpun
hennar og kennslu en hún gegndi
prófessorsstöðu við Kennarahá-
skóla Íslands við góðan orðstír –
mikilvirk á sviði listkennslu. Alltaf
fylltist ég stolti þegar hana bar á
góma og ég gat sagt að við værum
tengdar fjölskylduböndum. Hóg-
værð og hæglæti einkenndu per-
sónuleika Hólmfríðar. Þótt hún
væri mikilsvirtur brautryðjandi í
myndlist lét hún ekki mikið á sér
bera. Hún tók þátt í sýningum er-
lendis og hérlendis og sýning
hennar Hughrif í Gerðarsafni vet-
urinn 2014-2015 var mögnuð og
fékk frábæra og verðskuldaða
dóma.
Hólmfríður átti því láni að
fagna að eiga góða og umhyggju-
sama syni og áberandi var hversu
mikinn áhuga hún hafði á vel-
gengni þeirra og fjölskyldna
þeirra. Ég kveð Hólmfríði með
virðingu og þakklæti og votta son-
um hennar, Brjáni og Bolla, og
fjölskyldum þeirra innilega samúð
mína.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir.
Hún Hólmfríður, mín dýrmæta
vinkona, er látin.
Minningarnar hrannast upp.
Við kynntumst þegar við vorum
ungar og sprækar stúlkur í kenn-
aradeildum Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands. Hólmfríður var í
handavinnudeildinni og ég í
myndlistardeildinni. Það var líf og
fjör í unga fólkinu og við Hólm-
fríður kynntumst í frímínútum á
göngum skólans.
Þegar dagsverki var lokið í
skólanum fórum við oft saman á
kaffihús og gátum endalaust
spjallað saman. Þá birtist stund-
um ungur og sjarmerandi maður,
sem tengdur var prentsmiðju í ná-
grenninu, og spurði hvort hann
mætti tylla sér hjá okkur. Hann
var velkominn. Þetta var hann
Bjarni, sem síðar varð eiginmaður
Hólmfríðar.
Nokkrum árum seinna urðum
við Hólmfríður nágrannar á Ás-
vallagötunni, þá giftar og útivinn-
andi konur og mæður ungra
barna. Báðar vorum við mjög upp-
teknar og hittumst ekki mikið. En
seinna meir, þegar börnin voru
flogin úr hreiðrinu og við ekki
lengur nágrannar, fórum við
stundum að hittast á sunnudags-
kvöldum yfir góðum kvöldverði á
Hótel Borg – og gáfum okkur góð-
an tíma, þar sem við ræddum
störf okkar, lífið og tilveruna. Á
seinni árum létum við nægja að
spjalla saman í síma – og þar kom
að þau símtöl urðu færri og færri.
Fréttin um andlát Hólmfríðar
kom mér á óvart. Af hjarta sakna
ég Hólmfríðar vinkonu minnar og
minnist hennar með þakklæti og
fallegum minningum.
Sonum hennar og fjölskyldum
þeirra votta ég samúð mína.
Sigríður Björnsdóttir.
Á kveðjustund vil ég þakka
Hólmfríði, vinkonu minni, sam-
fylgd í meira en þrjá áratugi. Ég
hitti hana fyrst, ásamt Bjarna eig-
inmanni hennar, eftir að Steinunn
systir mín og Brjánn sonur þeirra
hófu sambúð. Margar góðar
stundir áttum við saman í afmæl-
isboðum barnabarna og barna-
barnabarns og við ýmsa aðra við-
burði sem tengdust fjölskyldunni,
síðast í desember 2021. Mér er
sérstaklega minnisstætt hversu
vel þau Hólmfríður og Bjarni og
foreldrar mínir, Bergþóra og
Gunnlaugur, náðu saman þegar
þau hittust í fjölskylduboðum og
ræddu þá fjölskyldu- og þjóðmál
af vinsemd og virðingu. Sumarið
2020 áttum við Hólmfríður tvær
einar yndislega samverustund í
Hvassaleitinu og þá naut ég þess
að finna hversu greind og vel að
sér hún var.
Hólmfríður var sérstaklega fal-
leg kona, fínleg og glæsileg. Hún
var einstök fyrirmynd. Alls staðar
var mikil virðing borin fyrir henni
bæði hvað varðaði listsköpun
hennar og kennslu en hún gegndi
prófessorsstöðu við Kennarahá-
skóla Íslands við góðan orðstír –
mikilvirk á sviði listkennslu. Alltaf
fylltist ég stolti þegar hana bar á
góma og ég gat sagt að við værum
tengdar fjölskylduböndum. Hóg-
værð og hæglæti einkenndi per-
sónuleika Hólmfríðar. Þótt hún
væri mikilsvirtur brautryðjandi í
myndlist lét hún ekki mikið á sér
bera. Hún tók þátt í sýningum er-
lendis og hérlendis og sýning
hennar Hughrif í Gerðarsafni vet-
urinn 2014-2015 var mögnuð og
fékk frábæra og verðskuldaða
dóma.
Hólmfríður átti því láni að
fagna að eiga góða og umhyggju-
sama syni og áberandi var hversu
mikinn áhuga hún hafði á vel-
gengni þeirra og fjölskyldna
þeirra. Ég kveð Hólmfríði með
virðingu og þakklæti og votta son-
um hennar, Brjáni og Bolla, og
fjölskyldum þeirra innilega samúð
mína.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir.
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
✝
Ásmundur
Karlsson fædd-
ist í Reykjavík 29.
nóvember 1943.
Hann lést á blóð-
lækningadeild
Landspítalans við
Hringbraut 21.
mars 2022.
Foreldrar hans
voru Lára J. Sig-
urðardóttir frá
Skammbeinsstöð-
um í Holtum, f. 16. júní 1910, d.
24. apríl 2008 og Karl Vil-
hjálmsson frá Vogsósum í Sel-
vogi, f. 19. september 1910, d.
10. nóvember 1990. Ásmundur
var annar í röð fjögurra systk-
ina, en þau eru: Sigurður, f. 21.
febrúar 1939, d. 6. febrúar
2017, Guðríður, f. 31. desember
1948 og Hólmfríður, f. 22. ágúst
1952.
Ásmundur kvæntist Guð-
björgu Alfreðsdóttur, f. 9. apríl
skóla. Þá nam Ásmundur raf-
virkjun í Iðnskólanum í Reykja-
vík og var á samningi hjá Segli.
Á námsárunum vann hann sem
aukamaður í ljósadeild Þjóð-
leikhússins eða frá 19 ára aldri.
Hann lauk svo rafvirkjanáminu
við þá stofnun. Þjóðleikhúsið
var vinnustaður hans til ársins
2009 utan þriggja ára 1974-
1977. Þá bjuggu hjónin í Kaup-
mannahöfn og Ásmundur starf-
aði þar við Det Kongelige Tea-
ter sem ljósamaður. Við
Þjóðleikhúsið starfaði hann sem
ljósamaður, ljósameistari, ljósa-
hönnuður og rafvirki hússins.
Hann hannaði lýsingu fjöl-
marga sýninga sem of langt
væri að telja en nefna má Kæru
Jelenu, Skilaboðaskjóðuna,
Dýrin í Hálsaskógi, Stundarfrið
og Með fulla vasa af grjóti.
Aðaláhugamál Ásmundar og
þeirra hjóna var sumarbústað-
urinn í Úthlíð sem þau reistu
árið 1980, golf og lax- og sil-
ungsveiði.
Útför Ásmundar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 7. apríl
2022, og hefst athöfnin kl. 13.
Hlekkur á streymi:
https.//www.mbl.is/andlat
1952, þann 27. jan-
úar 1973. For-
eldrar hennar voru
Erna Dóra Mar-
elsdóttir, f. 3. jan-
úar 1933, d. 26.
ágúst 1997 og Al-
freð Júlíusson, f.
17. ágúst 1930, d.
15. júní 2016.
Sonur Ásmundar
og Guðbjargar er
Axel Ásmundsson,
f. 27. september 1981. Sonur
hans og Brynju M. Dan Gunn-
arsdóttur er Máni Snær, f. 20.
apríl 2008.
Ásmundur ólst upp í for-
eldrahúsum til 8 ára aldurs, en
næstu árin eða fram á unglings-
ár ólst hann upp hjá móð-
ursystkinum sínum, þeim Mar-
gréti og Sigurði á Skammbeins-
stöðum í Holtum. Þar gekk
hann í skóla og lauk síðan
gagnfræðaprófi frá Hlíðardals-
Í dag kveð ég minn góða vin,
Ásmund Karlsson.
Ég hef verið á 5. aldursári
þegar fjölskylda mín flutti á
Kirkjuteig 27. Í þarnæsta hús á
31 bjuggu Karl og Lára, for-
eldrar Ásmundar, Sigurðar,
Hólmfríðar og Guðríðar. Við
systkinin fórum ótal ferðir yfir
til þeirra að lesa Andrésblöð á
dönsku sem voru inni í skáp í
svefnherbergi Karls og Láru.
Þaðan á ég alveg ótrúlega
góðar og hlýjar minningar sem
barn.
Árið 1982 fór ég að vinna við
ljósamennsku í Þjóðleikhúsinu
sem var þá búið að vera vinnu-
staður Ása frá 1961, fyrir utan
þau 3 ár sem þau hjón voru í
Kaupmannahöfn, Guðbjörg við
nám og Ásmundur hjá Konung-
lega leikhúsinu.
Og frá þeim tíma hefur verið
góður vinskapur á milli okkar
með mörgum góðum stundum í
veiði og golfi bæði hér heima og
erlendis og oft fengum við hjón-
in að njóta samveru og veitinga
hjá Ása og Guggu bæði heima
og uppi í Úthlíð.
Fráfall Ásmundar er okkur,
sem hann þekktum og umgeng-
umst, mikil sorg og er hans sárt
saknað.
Elsku Guðbjörg, Axel, Máni,
Brynja, Hólmfríður, Guðríður
og fjölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra og ég veit að ykkar
söknuður er mikill.
Ég lít í anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi
(Halla Eyjólfsdóttir)
Björn Bergsteinn
Guðmundsson.
Hann Ási er látinn. Sérkenni-
legt til þess að hugsa að eiga
ekki framar eftir að spjalla við
hann um hin ýmsu málefni eftir
nær hálfrar aldar vináttu. Hann
var uppfullur af fróðleik og
hafði frá ýmsu að segja. Haustið
1972 innrituðumst ég og Guð-
björg í lyfjafræði lyfsala við Há-
skóla Íslands. Allt frá þeim tíma
hafa leiðir Ása og Guðbjargar
legið samsíða leiðum okkar
Elsu. Eftir tveggja ára nám við
Háskóla Íslands var haldið til
framhaldsnáms í Danmörku.
Þar bjuggum við í sömu blokk á
sama stúdentagarði í þrjú ár.
Samskiptin þau ár urðu náin og
er margs að minnast. Við minn-
umst þess hve vel Ási og Guð-
björg reyndust frumburði okkar
Elsu, honum Óla, sem fæddist í
Kaupmannahöfn árið 1975 og
hlupu þau oftar en ekki undir
bagga þegar við Elsa þurftum
aðstoð. Við minnumst bíladellu
frumburðarins en hjá honum
voru tveir bílar í sérlegu upp-
ahaldi, Lamborghini og „Bub-
buogÁsa“ bíll, guli Citroeninn
sem þau áttu. Ási vann sem
ljósamaður við Konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn og
átti góðar minningar þaðan.
Eftir heimkomuna frá Dan-
mörku hófum við Guðbjörg
bæði störf hjá sama fyrir-
tækinu, Pharmaco hf., og varð
það einnig til að efla enn frekar
vináttu okkar við Ása og Guð-
björgu. Við minnumst veiðiferð-
ar í Veiðivötn þar sem Ási var á
heimavelli enda var hann lunk-
inn veiðimaður og þekkti svæðið
eins og lófann sinn eftir veiði-
vörslu þar áður. Ási hafði mjög
gaman af veiðum og fóru þau
hjón árlega til veiða í ýmsum
ám. Enn lágu leiðir okkar sam-
síða þegar við fluttum bæði í
sams konar hús við sömu göt-
una í Garðabænum.
Við minnumst allra ferðalag-
anna sem lyfjafræðingahópur-
inn og makar fóru í eftir heim-
komuna til Íslands.
Meinlætafélagið, eins og við
kölluðum okkur hópurinn sem
var samferða í gegnum námið,
fór í ýmsar ferðir vítt og breitt
um landið. Við söfnuðum eyjum
á tímabili og heimsóttum hinar
ýmsu eyjar í kringum Ísland.
Við minnumst ferðanna um há-
lendi Íslands eftir að hópurinn
hafði „jeppavæðst“. Frá þeim
ferðum eigum við öll góðar
minningar og var margt brallað
í þeim. Við minnumst allra
ferðalaganna til útlanda með
hópnum, til Danmerkur, Frakk-
lands, Spánar, Ítalíu, Þýska-
lands og Marokkó. Við minn-
umst þorrablótanna sem
hópurinn hefur haldið reglulega
í áratugi.
Já það er margs að minnast
þegar rifjaðar eru upp samveru-
stundirnar með Ása. Við minn-
umst einnig samverustundanna
sem við áttum með Ása og Guð-
björgu í Prag í Tékklandi og
eins þegar við heimsóttum þau
til Orlando í Flórída þar sem
þau voru í golfferð, en Ási hafði
tekið að spila golf og stóð sig vel
í þeirri íþrótt. Í Orlando áttum
við saman ljúfan tíma. Þá má
ekki gleyma siglingunni sem við
fórum saman í á skemmtiferða-
skipi um Miðjarðarhafið. Sú
sigling var ógleymanleg og úr
henni eigum við yndislegar
minningar. Þær verða ekki fleiri
minningarnar um Ása sem
skapast úr þessu en enginn get-
ur tekið frá okkur minningarnar
um ljúfan dreng og vin sem við
munum geyma með okkur að ei-
lífu. Guðbjörgu, Axeli, Mána,
Brynju og fjölskyldum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur.
Jón og Elsa.
Ljósin slokkna, tjaldið fellur.
Lífsins ljós okkar ljúfa vinar
lýsir ei meir.
Það er lán þegar vinum fjölg-
ar á fullorðinsárum og að kynn-
ast Ása og Guðbjörgu bætti
sannarlega ógleymanlegum
stundum við okkar líf og við
upplifðum vináttu sem okkur er
mjög kær.
Við minnumst góðra stunda í
Úthlíð og á Mýrum og utan-
landsferða við skemmtilegustu
iðju okkar allra sem er golfið.
Ási var sannkallað ljúfmenni og
ekki margt sem haggaði ró hans
nema kannski þegar stuttu
púttin „duttu“ ekki.
Ási var skarpgreindur og
mjög fróður um ótrúlegustu
málefni sem gaman var að
spjalla við hann um.
Hann elskaði litlu fjölskyld-
una sína meira en allt annað og
sagði gjarnan sögur af afa-
stráknum sínum. Missir þeirra
er mikill.
Ljósameistarinn er fallinn
frá. Takk kæri vinur fyrir sam-
ferðina.
Guðbjörgu, Axel, Mána Snæ
og Brynju sendum við okkar
einlægustu samúðarkveðjur.
Vilborg og Gunnar.
Ásmundur
Karlsson