Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS
Fagmennska og þjónusta
ASSA ABLOY á heima hjá okkur - Lyklasmíði og vörur
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
K
rakkaveldið er verkefni á
okkar vegum sem hefur
starfrækt Barnabarinn í
Norræna húsinu frá því í
september,“ segja þær Salvör
Gullbrá Þórarinsdóttir, eða Salka,
og Hrefna Lind Lárusdóttir, list-
rænir stjórnendur Barnabarsins,
viðburðar sem verður í boði um
næstu helgi á Barnamenningar-
hátíð.
„Fullorðnir sem koma á Barna-
barinn þurfa að horfast í augu við
sjálfa sig. Þessu verkefni er beint að
fullorðnum og aðeins fullorðnir geta
tekið þátt í því, ólíkt flestu öðru sem
í boði er á Barnamenningarhátíð.
Við höfum hitt krakkana í þróunar-
vinnu einu sinni í viku frá því í haust.
Þau eru sjö til ellefu ára og þau eiga
allar hugmyndirnar og hafa allt
frumkvæði. Við höfum lært helling á
því að vinna með þeim, þau ráða öllu
en við höldum utan um og erum með
þeim sem samstarfsfélagar á jafn-
ingjagrundvelli. Hugmyndafræðin á
bak við Barnabarinn er að snúa við
hlutverkum og völdum, þar ráða
börn en fullorðnir hlýða þeim í einu
og öllu. Gjaldmiðillinn á barnum er
ekki peningar, heldur traust og heið-
arleiki. Þetta er í raun tilraun í því
hversu mikið fullorðnir treysta
börnum fyrir framtíðinni.“
Foreldrar sokknir í síma
Krakkarnir hönnuðu sérstök
hólf á Barnabarnum þar sem þeir
fullorðnu sem koma á barinn verða
að byrja á því að setja símana sína.
„Krökkunum finnst að full-
orðnir séu allt of mikið í símanum.
Krökkunum er stöðugt bannað að
vera í símanum en foreldrarnir eru
sjálfir djúpt sokknir í sína síma öll-
um stundum,“ segja þær Salka og
Hrefna og bæta við að á Barnabarn-
um bjóði krakkarnir upp á nokkra
óáfenga kokteila fyrir fullorðna.
„Þetta eru sérhannaðir drykkir
eftir þeirra uppskrift og þau ætla að
athuga áhrifin. Til dæmis bjóða þau
upp á bleikan gellu-kokteil fyrir
stressaðar mömmur. Þau skynja vel
taugakerfi foreldra sinna og vita al-
veg hvenær þeir eru stressaðir og
einmitt þess vegna bjóða þau líka
upp á slakandi spa. Annar kokteill
sem þau bjuggu til gerir þá sem
drekka hann mjög snobbaða og svo
er einn drykkur mjög róandi og ætl-
aður þeim sem vilja leggja sig.
Krakkarnir bjóða líka upp á rjóma-
tertuslag, trúnó, klippingu og tattú,“
segir Hrefna sem hefur sjálf farið í
klippingu á Barnabarnum og var
mjög sátt við útkomuna.
„Að láta barn klippa sig snýst
fyrst og fremst um traust og það er
gaman fyrir okkur fullorðna fólkið
að fara inn í hugrekkið þar. Krakk-
arnir hafa fengið smá kennslu og
leiðbeiningu hjá fagfólki og þau ætla
ekkert að skemma hárið á fólki sem
kemur í klippingu til þeirra. Sama er
að segja um húðflúrið sem þau bjóða
upp á, það er alvöru og varanlegt,
þau verða með alvöru tattú-byssu,
en eru líka með húðflúrmeistara sem
aðstoðar þau og leiðbeinir. Þau
hönnuðu sjálf og teiknuðu húðflúrin
sem í boði verða og þau taka þetta
hlutverk alvarlega og munu vanda
sig mikið.“
Pota aðeins í foreldrana
Á Barnabarnum verður sér-
stakt pössunarherbergi þar sem
barn mun passa fullorðinn ein-
stakling og leggja honum aðeins lífs-
reglurnar, jafnvel skamma smá ef sá
fullorðni hagar sér ekki. „Hinir full-
orðnu eru oft að skamma börn og
leggja þeim lífsreglur, svo krakk-
arnir ætla að prófa að snúa því við í
þessu pössunarherbergi. Þau
bjuggu líka til reglur út frá því
hverju þau væru til í að breyta í
samskiptum sínum við fullorðna, til
dæmis gera fullorðnir mikið af því
að segja sömu setningar við krakka
aftur og aftur sem innihalda til
dæmis: „kannski á morgun“, „ekki
núna“, „seinna“ og fleira í þeim dúr.
Setningar sem innihalda þessa frasa
eru alveg bannaðar á barnum,“
segja þær Salka og Hrefna og bæta
við að með verkefninu séu þau að
varpa fram spurningunni hvað það
þýði að bera virðingu fyrir barni og
taka orð þess alvarlega, á sama tíma
og við verðum að vernda það.
„Við erum líka að skoða hversu
mikla ábyrgð við leggjum á börn, til
dæmis þegar fullorðnir fara á trúnó
með barni, hvolfa þeir þá andlegum
þankagangi og tilfinningalífi yfir
börnin sín? Á trúnó sem Barnabar-
inn býður upp á fær einn fullorðinn
að fara í eina mínútu inn með barni
sem hlustar á það sem viðkomandi
liggur á hjarta og fær í framhaldinu
ráðleggingar hjá barninu. Vonandi
vekja þessi umskipti á hlutverkum
og valdi foreldra til umhugsunar.
Þeir líta vonandi í eigin barm, enda
er þetta samfélagstilraun,“ segir
Salka og bætir við að þegar hún
stýrði Krakkaveldinu áður þá hafi
krakkarnir fengið rödd í þeim við-
burðum sem þau héldu.
„Þar töluðu þau opinberlega um
ýmislegt sem var meira pólitískt, til
dæmis umhverfismálin. Núna með
Barnabarnum eru þau frekar að
pæla í samfélagsgerðinni, grunn-
inum í samskiptum og hvað það sé
sem veldur því að fullorðnir standa
oft ekki við orð sín. Þessir krakkar
eru búnir að láta reyna á að tala og
halda mótmæli, en það verða engar
breytingar. Þeim er klappað á bakið
og sagt að þetta sé allt rétt hjá þeim
og ýmsu þurfi að breyta í samfélag-
inu, en ekkert gerist. Þeim finnst
alls ekki fara saman orð og gjörðir
hjá hinum fullorðnu. Núna eru þau
að pota meira í fullorðna, fara smá
inn í sálgreiningu og láta fullorðna
svara hvers vegna þeir segi hluti
sem þeir meina ekki. Þess vegna er
heiðarleiki leiðarstef á Barnabarn-
um.“
Barnabarinn verður opinn í
Norræna húsinu laugardag 9. apríl
og sunnudag 10. apríl. Aðgangur er
ókeypis en nauðsynlegt er fyrir
áhugasama fullorðna að skrá sig á
tix.is, því takmarkaður fjöldi kemst
að.
Snúa við hlutverkum og völdum
„Að láta barn klippa sig snýst fyrst og fremst um traust
og það er gaman fyrir okkur fullorðna fólkið að fara
inn í hugrekkið þar,“ segja þær Salka og Hrefna, list-
rænir stjórnendur Barnabarsins, en þar stjórna börn
og bjóða upp á klippingu, tattú, kokteila, trúnó, spa
og pössunarherbergi, allt aðeins fyrir fullorðna.
Ljósmynd/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
Barnabarinn Þau Brynja Steinunn, Borghildur Lukka, Kolbrún Helga, Leifur Ottó, Þórdís Gyða, Birgir Logi og
Benóný (talið f.v.) ætla að bjóða fullorðnum upp á litríka kokteila og ýmislegt annað áhugavert á Barnabarnum.
Morgunblaðið/Eggert
Spenntar Þær Salka (t.v.) og Hrefna settu barinn upp í gær í Norræna húsinu.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík var sett sl.
þriðjudag og stendur til og með nk. sunnudegi 10.
apríl. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, marg-
breytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu
barna, með börnum og fyrir börn. Vettvangur há-
tíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir við-
burðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístunda-
miðstöðvum og listaskólum.
Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi
Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofn-
unum borgarinnar. Hátíðin rúmar allar listgreinar
sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostn-
aðarlausu. Nánar um dagskrá má finna á heima-
síðunni: barnamenningarhatid.is.
Gæði, margbreytileiki, jafnræði
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK