Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Dagur B. Eggerts-
son, takk fyrir kom-
una á íbúafundinn á
Kjalarnesi. Glærurnar
voru flottar að vanda
en að þú skulir gefa
það í skyn að endur-
nýjun á Vesturlands-
vegi frá Kollafirði að
Hvalfjarðargöngum sé
að einhverju leyti þér
að þakka er nú frekar
aumt, verð ég að segja, og að halda
því fram að það sé að hluta til þér að
þakka að Sundabraut sé komin á
dagskrá er ansi langt frá sannleikan-
um. Ef það hefði verið einhver smá
áhugi hjá þér á lagningu Sundabraut-
ar værirðu væntanlega búinn að gera
eitthvað í því máli, en þú hefur ekki
gert neitt annað en að þvælast fyrir
Vegagerðinni og ríkinu með að ráð-
ast í þessa framkvæmd.
Þegar Reykjavík sameinaðist
Kjalarnesi 1998 var talið raunhæft að
hefja framkvæmdir við Sundabraut
eftir fimm til sex ár og nú, rúmum 20
árum seinna, erum við bara á verri
stað með þessa framkvæmd því það
eru nákvæmlega engar líkur á að
framkvæmdir hefjist eftir fimm ár
eins og þú gefur í skyn. Tökum sem
dæmi gatnamót Arnarnesvegar og
Breiðholtsbrautar, þau mislægu
gatnamót hafa Vegagerðin og Kópa-
vogsbær reynt að fá að byggja í
næstum 10 ár en allan þennan tíma
hefur þetta strandað á þínu sam-
þykki og nú á loks að fara í þessi
gatnamót en þá sem ljósastýrð
gatnamót en ekki mislæg eins og allt-
af hefur staðið til.
Það sama á við um gatnamót Bú-
staðavegar og Breiðholtsbrautar.
Þar hefur Vegagerðin líka beðið í að
verða 10 ár eftir að fá að fara í þá
framkvæmd og í samgöngusáttmál-
anum, sem þú undirritaðir með bros
á vör 2019, var talað um að þessi mis-
lægu gatnamót yrðu tekin í notkun
2021 en nú skilst mér að þú sért nú
þegar búinn að tefja þá framkvæmd
til alla vega 2023. Tafir á þessum
tveimur framkvæmdum og það að
tími nýrra mislægra gatnamóta í
borginni sé liðinn eins og þú hefur
talað um gefur ekki mikla von um að
Sundabraut sé á döfinni. Varla ætlar
þú heldur að leyfa mislæg gatnamót
á Sundabraut frekar en annars stað-
ar þannig að það eitt og sér á þá klár-
lega eftir að tefja fyrirætlanir Vega-
gerðarinnar um mislæg gatnamót á
þessum vegkafla. Nýjasta útspilið
hjá þér til tafa á lagningu Sunda-
brautar var svo að koma fyrir fimm
smáhýsum á helgunarsvæði Sunda-
brautar, sem þurfa þá að víkja ef af
Sundabraut verður einn daginn.
Takk, Dagur!
Gámastöð
Jarðvinnan við fyrrnefnd smáhýsi
var um 18,5 milljónir per hús eða
samtals rúmar 90 milljónir þannig að
þegar þau þurfa svo að víkja fyrir
Sundabraut þá þarf að koma þeim
fyrir annars staðar, sem eru þá aðrar
90 milljónir í jarðvinnu og svo eitt-
hvað af milljónum í flutning á húsun-
um þannig að þar fara rúmlega 100
milljónir í ekki neitt.
Þú varst svo einnig að
kaupa hús fyrir 460
milljónir í Dugguvogi,
eingöngu til að rífa það í
þágu borgarlínu. Þér
finnst sem sagt ekkert
mál að setja 600 millj-
ónir í t.d. þessi tvö mál
en nokkrar milljónir á
ári í rekstur gámastöðv-
ar á Kjalarnesi er ekki í
boði. Gámastöðinni var
lokað 2011 vegna sparn-
aðar og þrátt fyrir ítrek-
aðar óskir Kjalnesinga um að opna
stöðina aftur hefur ekki verið á það
hlustað frekar en annað frá íbúum
hér. En hvað munar okkur hér í
sveitinni svo sem um 25 km bíltúr í
næsta sveitarfélag í þágu sorpflokk-
unar; er ekki alltaf talað um að fólk
hafi mun meiri tíma í sveitinni! Nú
veit ég ekki með þig en mér finnst
þessi lokun virka sem hvati fyrir íbúa
hér til að setja bara allt óflokkað í
gráu tunnuna. Takk, Dagur!
Lóðir
Í þessum fínu glærum var einnig
vikið að 11 lóðum sem hafa staðið
auðar hér í hverfinu síðustu 20 ár og
mjög margir hafa reynt að fá keyptar
en allir fengið sama svar án útskýr-
inga; þær eru ekki til sölu, punktur.
Það verður að teljast til tíðinda að nú
eigi jafnvel að fara að leyfa bygging-
ar á þeim en auðvitað ekki strax því
að fyrst þarf jú að athuga með forn-
minjar á þeim, sem hefði nú kannski
verið hægt að skoða á þessum 20 ár-
um. Flestar þessara lóða voru ætl-
aðar undir sérbýli og standa tilbúnar
til byggingar en að sjálfsögðu skal
breyta þeim og koma fyrir fleiri íbúð-
um og gera nýtt deiliskipulag. Hér á
sennilega það sama við og um mislæg
gatnamót; tími nýrra sérbýla í
Reykjavík er liðinn. Þannig að þrátt
fyrir flottar glærur verður varla haf-
ist handa við byggingu á þessum lóð-
um næstu árin því þetta á eflaust eft-
ir að velkjast um borgarkerfið í
nokkur ár.
Þú varst svo spurður út í átta lóðir
sem hafa líka staðið auðar hér rétt
fyrir utan hverfið síðustu 20 ár en þar
komstu alveg af fjöllum. Það væri
gaman að vita hvað málið er með
þessar lóðir. Þú kannski fræðir okkur
um það þegar þú kíkir fljótlega aftur
í heimsókn með kosningaloforðin.
Maður vissi svo sem að áhugi þinn er
lítill fyrir Kjalarnesi og okkur íbúum
hérna í sveitasælunni en að þú vitir
ekkert um þessar lóðir staðfestir
bara að áhugi þinn á Kjalarnesi er
enginn. Takk, Dagur!
Eitt að lokum: Er eitthvað að
frétta af minnisvarðanum okkar um
svikin loforð, ætlar þú í alvöru að
svíkja okkur líka um hann?
Takk, Dagur!
Eftir Hauk
Antonsson
Haukur Antonsson
»Ef það hefði verið
einhver smá áhugi
hjá þér á lagningu
Sundabrautar værirðu
væntanlega búinn að
gera eitthvað í því máli.
Höfundur er íbúi á Kjalarnesi.
hauksia@gmail.com
Allir Íslendingar vita
að upphaf Rússlands
sjálfs og rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar
var Garðaríki (e. Kiev-
an Rus). Höfuðborg
þess, Kænugarður, var
miðstöð hins heilaga
Rússlands (Svyatáya
Rus), þar var byggð ein
mesta kirkja rétttrún-
aðarins, Dómkirkja
heilagrar Soffíu, á 11.
öld. Mongólarnir lögðu undir sig ríkið
um 1100, en létu Muskovy (ríki stór-
hertogans af Moskvu) að mestu í friði,
hertækni Mongóla hentaði ekki fyrir
skógana þar. Þegar Mongólar hurfu á
braut átti furstinn af Kænugarði lít-
inn her, svo Muskovy gat lagt undir
sig Garðaríki smám saman, núverandi
Úkraína er syðsti hluti þess. Þá varð
Moskva valdamiðstöð rétttrúnaðar-
kirkjunnar og tók sér tignarheitið
„þriðja Róm“, tign sem Kænugarður
hefði annars fengið.
Öll menning Úkraínu er miklu eldri
en Rússlands, en landið var sett undir
„vernd“ Rússakeisara á 17. öld og nú
vill Pútín gera það aftur. Pútín hefur
rétt hlut kirkjunnar mikið frá því sem
var á dögum sósíalismans og um það
eru skrifaðar heilu bækurnar hvernig
rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur
aukið sín pólitísku völd síðan Pútín
komst til valda, næstum í þau völd
sem hún hafði á keisaratímanum.
Hvernig sem það nú er, þá er ekki vafi
á að Pútín ætlast til að kirkjan standi
með sér. En vegna þessarar arfleifðar
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar
hefur innrásin orðið til þess að öflugur
hluti hennar hefur snúist gegn Pútín í
fyrsta skipti í sögunni. Biskup Íslands
ritar um þetta athyglisverða grein í
Mbl. 5.3. ’22. Það er alveg öruggt, að
ef Pútín nú sest um Kænugarð eins og
Hitler 1941 mun rússneska rétttrún-
aðarkirkjan snúast gegn Pútín af öllu
afli, en hún hefur stutt hann fram að
þessu. Þá mun margur rússneskur
hermaðurinn sem sér Soffíukirkjuna
ekki ráðast á hana með vopnum held-
ur falla á kné og biðjast fyrir. Stýrir
Rússakeisarinn Pútín að eigin enda-
lokum? Úkraína var helsti vígvöllur
seinni heimsstyrjaldarinnar, bara um-
sátur Hitlers um Kænugarð í júlí-
október 1941 kostaði hálfa milljón fall-
inna. Í hvað stefnir Pútín?
Leppríki Rússlands
og vatnsuppspretta
Krímskaga
Pútín vill gera Úkra-
ínu að leppríki eins og
Hvíta-Rússland og inn-
rásin er tákn þess að
hann hefur gefist upp á
að ná því marki með
friði. Biden forseti
Bandaríkjanna og ESB
eru reiðubúin til að láta
þetta yfir sig ganga, en
bæði Vesturlönd og Pút-
ín misreiknuðu sig. Í fyrsta lagi er
innlimun Pútíns á Krímskaga 2014 að
breytast í martröð, eftir að Úkraínu-
menn lokuðu fyrir stóran skurð frá
Dnjepr-fljótinu sem sá Krím fyrir
eina vatninu sem þeir höfðu. Úkra-
ínumenn byrjuðu að draga úr rennsl-
inu strax 2015 og lokuðu alveg fyrir
2017. Skurðurinn liggur eftir endi-
löngum norðurhluta skagans svo nú
er sá hluti Krím að breytast í algera
eyðimörk. Rússar reyndu að láta líta
svo út að þeir hefðu mætt þessum
vanda, en á síðasta ári (2021) var ljóst
að það hafði mistekist. Ræktað land á
svæðinu hafði minnkað tífalt. Þá verð-
ur herinn að sjá fólki á Krím fyrir
vatni og mat, sem verður hrikalega
kostnaðarsamt. Í öðru lagi er hat-
römm andstaða Úkraínumanna og
frábær frammistaða forsetans Sel-
enskís, sem leysti úr læðingi algjöran
stuðning almennings í hinum frjálsa
heimi.
Aðgerðir Pútíns styrkja NATO
og eyða evrópskum sósíalisma
Þau ríki sem sem vildu sýna Rúss-
um hlutleysi eða vináttu ganga nú í
NATO. Ef Pútín óttaðist NATO áður
ætti hann að vera alvarlega hræddur
núna. Framferði Rússa skapar gríð-
arlegan pólitískan vanda fyrir evr-
ópska vinstrimenn, gæti einfaldlega
þýtt endalok vinstri sósíalisma í Evr-
ópu. Aðalmál þeirra, hatrið á banda-
rískum kapítalisma, hefur leitt þá yfir
í ósjálfrátt, og stundum ómeðvitað,
Rússadekur og kröftuga andstöðu við
NATO, en allt þetta er nú að gufa upp
út í veður og vind. Evrópskir stjórn-
málamenn munu ekki komast upp
með Rússadekur og evrópskir vinstri-
menn verða að snúast á sveif með
NATO hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Lítil grein á forsíðu Fréttablaðs-
ins 9.3. ’22 sýnir að þetta vandamál á
ekki síður við um íslenska sósíalista.
Pútín á eftir að fara verr með evr-
ópska vinstrimenn en Stalín í Finna-
galdrinum, uppreisnum í Austur-
Þýskalandi, Ungverjalandi og Pól-
landi. Stalín stal korni Úkraínu
1931-33 og þrjár milljónir dóu úr
hungri. Þetta man Úkraína, svo á
hvaða vegferð er Pútín?
Hættan fram undan
Stríðið í Úkraínu endar með sigri
Rússa eins og stríðið gegn Hitler,
enginn reiknar með öðru. Það er
hvernig það endar sem er vanda-
málið; kemst einhver friður á við það?
Búast má við að Úkraínumenn hafi
ekki sagt sitt síðasta þótt Rússarnir
nái því landi sem þeir sækjast eftir,
hvort sem það er austurhlutinn eða
landið allt. Í síðustu heimsstyrjöld
börðust Úkraínumenn af mikilli
hörku gegn Þjóðverjum og áfram
gegn Rússum allt til 1953. Vesturlönd
komast ekki upp með annað en að
styðja þá baráttu, leynt ef ekki ljóst.
Munu Rússar sætta sig við að skæru-
liðar í Úkraínu fái skjól, vistir og bún-
að í NATO-löndum og herji á Rússa
bæði í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi?
Nei, það mun Pútín ekki sætta sig við.
Rússar fengu að leika þetta hlutverk í
stríðunum í Kóreu og Víetnam, en
Vesturlönd fá ekki að gera þetta
núna, ekki á landamærum Rússlands.
Þá fara Rússar út fyrir landamæri
Úkraínu með hernaðinn, taka Molda-
víu, einangra Eystrasaltslöndin með
því að loka Suvlaki-hliðinu og það
leiðir til afskipta NATO og heims-
styrjaldar. Hvað getur komið í veg
fyrir þetta? Menn einfaldlega vona að
valdadagar Pútíns verði ekki miklu
lengri, sem er reyndar spurningin um
hve lengi hann hefur stuðning hers-
ins, eða hvort honum verður komið
frá með þeim aðferðum sem hann hef-
ur beitt á aðra. En ef það gerist ekki
og Pútín verður áfram við völd, þá er
gríðarleg stríðshætta fram undan.
Vegferð Pútíns
Eftir Jónas Elíasson » Saga Rússlands og
rússneskur rétttrún-
aður á sitt upphaf í
Kænugarði; munu her-
inn og kirkjan leyfa Pút-
ín að leggja hann í rúst?
Jónas Elíasson
Höfundur er verkfræðiprófessor.
Útsölustaðir: Apótek, heilsuhillur stórmarkaða.
Gleðilega meltingu!
u Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll
efnaskipti líkamans.
u Betri melting, meiri orka, betri líðan!
u 100% vegan hylki.
u Digest Basic hentar fyrir börn.
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is