Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 2

Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. a Framúrskarandi vinkona að ve rð 14. september í 7 nætur „L´amica geniale“ 595 1000 www.heimsferdir.is 279.900 Flug & hótel frá 7 nætur Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir SÉRFERÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þýskt fyrirtæki sem undirbýr út- flutning á vikri úr námum á Mýrdals- sandi er jafnframt að láta gera könn- un á möguleikum þess að gera höfn á sandinum til þess að geta flutt vik- urinn beint út. Frambjóðendur B- lista framsóknar og óháðra við kom- andi sveitarstjórnarkosningar hafa vakið athygli á þessari hugmynd og segja að höfn gæti orðið lyftistöng fyrir samfélagið og aukið fjölbreytni atvinnulífs. Hafnleysa er á suðurströnd lands- ins, frá Landeyjum í Hornafjörð. Þótt stundum hafi komið upp áhugi á hafn- argerð í Mýrdal hafa hugmyndirnar ekki náð fótfestu. Sérstaklega hafa þær þær tekið mið af aðstæðum við Dyrhólaey og að hugsanlegt væri að gera hafskipalægi inni í ósnum. Það mál komst fyrst á dagskrá um alda- mótin 1900 þegar Englendingar buð- ust til að gera þar höfn gegn því að fá að veiða í landhelginni við Suðurland í áratugi. Hugmyndirnar voru endur- vaktar um miðja öldina og enn var það áhugi á útgerð sem dreif þær áfram. Á seinni tímum voru gerðir út hjólabátar til fiskveiða og með ferða- menn, frá Dyrhólaey og víðar á sönd- unum. Hugmyndir um hafnargerð nú grundvallast á áformum eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða um stór- felldan útflutning á vikri til að blanda í steypu úti í Evrópu. Í vinnu við um- hverfismat sem nú stendur yfir er gert ráð fyrir að vikurinn verði fluttur með stórum flutningabílum eftir þjóð- veginum um Suðurland og í skip í Þorlákshöfn. Það hefur mælst illa fyr- ir í sumum sveitarfélögunum sem fara þarf í gegnum. Einnig eru áform um að hefja útflutning á sandi úr fjör- unni til notkunar við sandblástur í Evrópu. Minna kolefnisspor Fyrirtækið EP Power Minerals hefur jafnframt verið að athuga möguleika á gerð hafnar þannig að hægt yrði að flytja vikurinn út án þess að fara út á þjóðveginn. Unnið hefur verið að fýsileikakönnun en lokanið- urstöður hafa ekki verið birtar. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps og þriðji maður á B- lista framsóknar og óháðra við kom- andi sveitarstjórnarkosningar, segir að það yrði umhverfisvænni kostur að flytja vikurinn beint út frá ströndinni í Mýrdal. Einar telur að vandræði sem komið hafa upp með rekstur Landeyjahafn- ar eigi ekki að draga úr mönnum. Hægt sé að læra heilmikið af því verkefni. Í grein sem Einar og tveir félagar hans skrifaðu á fréttavefinn dfs.is í vikunni segir að höfn við Vík gæti orðið gríðarleg lyftistöng fyrir samfélagið og orðið til þess að auka mjög fjölbreytni atvinnulífs. Bent er á að frumkvöðlar hafi lengi haft áhuga á útgerð frá Mýrdal. Samkvæmt heimildum blaðsins líta stjórnendur þýska fyrirtækisins á hafnargerð sem raunhæfan kost. Ekki mun liggja fyrir hvar hentugast er að gera höfn eða hvernig mann- virki. Staðurinn yrði væntanlega austan við Víkurþorp. Þá hafa verið vangaveltur um þá hugmynd að gera litla höfn og flytja efnið á prömmum út í stór flutningaskip. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagradalsfjara Reiknað er með að höfnin verði fyrir austan Vík, ef á annað borð til framkvæmda kemur. Athuga möguleika á hafnargerð í Mýrdal - Vikurinn fluttur beint út í stað þess að aka til Þorlákshafnar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Margra mánaða bið hefur orðið á að hægt væri að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi vegna þess að ís- lensk stjórnvöld hafa ekki veitt til þess leyfi. Á þetta að verða stærsta geimskot frá Evrópu til þessa og er liður í að skjóta fyrstu eldflauginni á sporbraut um- hverfis jörðu en stefnt er að því að gera það frá Bretlandi á næsta ári. Skoska eldflaugafyrirtækið Sky- rora stendur fyrir þessum til- raunum. Það skaut upp eldflaug, Skylark Micro, frá Langanesi í ágúst 2020. Áformað var að skjóta upp annarri eldflaug í september 2021, Skylark L, sem á að fara hærra. Allt er tilbúið, geimhöfn, eldflaug og eldsneyti, en leyfi hefur ekki fengist frá stjórnvöldum. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur Samgöngustofa ekki treyst sér til að veita leyfi og borið hefur á því að mismunandi stofnanir ríkisins vísi ábyrgðinni hver á aðra. Áhugavert verkefni Skyrora hefur nú sent frá sér yf- irlýsingu þar sem skorað er á ís- lensk stjórnvöld að veita leyfi og binda með því enda á margra mán- aða töf á stærsta geimskoti Evrópu til þessa. Vísað er til þess að fyr- irhugað geimskot á Íslandi myndi innsigla nýtt lykilsamband evr- ópskra geimvísinda, í kjölfar vilja- yfirlýsingar Íslands og Bretlands sem undirritað var í ágúst 2021. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekkert sé til fyrirstöðu af hálfu heima- manna. Fyrri eldflauginni hafi ver- ið skotið frá Sauðanesi en nú vilji Skyrora færa sig út á jörðina Brim- nes, utar á Langanesi. Sveitarfélag- ið á þá jörð. Jafnframt þurfi leyfi annarra landeigenda fyrir mæl- ingum í tengslum við geimskotið og veit Jónas ekki annað en þau hafi fengist. Mælitæki og tilheyrandi kaplar séu ofanjarðar, verði fjar- lægðir að loknu verkefni og hafi því ekki umhverfisáhrif. Eldflaugin er 11 metrar á hæð og er fyrsta eldflaug Skyrora sem get- ur flogið meira en 100 kílómetra frá jörðu. Eldflaugin og skotpallur eru samsett og tilbúin í gámum á Þórs- höfn. Tekur aðeins sjö daga að und- irbúa geimskotið, eftir að leyfi fæst. Jónas segir að verkefnið sé áhugavert í sjálfu sér en hafi ekki mikil efnahagsleg áhrif í Langanes- byggð. Stjórnendur verkefnisins séu reiðubúnir að kynna málið fyrir nemendum grunnskólans. Þá að- stoði björgunarsveitin og verktakar við geimskotið. Jónas bendir á að lítið flug sé yfir Langanesi og því verði það fyrir lítilli truflun þegar flauginni verður skotið á loft. Enn beðið eftir leyfi til geimskots - Skoskt fyrirtæki tilbúið í heilt ár með búnað til að skjóta öflugri eldflaug á loft frá Langanesi - Heimamenn jákvæðir en íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér til að veita leyfi - Vilja leysa málið Ljósmynd/Nickie Finnegan Skyrora Eldflaugarskot frá aðsetri skoska fyrirtækisins, sem bíður þess að fá leyfi íslenskra stjórnvalda til að skjóta aftur upp eldflaug frá Langanesi Jónas Egilsson Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) skoraði í gær á stjórnvöld, rektor LBHÍ og skólameistara FSu um að „hysja upp um sig buxurnar og ganga frá yfirflutningnum frá LBHÍ til FSu svo sómi sé að“. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félag- inu. Þar er lýst miklum áhyggjum af ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, fyrr- verandi menntamálaráðherra, sem tekin var á Þorláksmessu árið 2020 um það að færa Garðyrkjuskólann að Reykjum, sem er á vegum Land- búnaðarháskóla Íslands, til Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi án þess að ræða flutninginn á Al- þingi. Fjórum kennurum Garðyrkju- skólans að Reykjum var sagt upp á þriðjudag að sögn Guðrúnar Haf- steinsdóttur, þingmanns Sjálf- stæðiflokksins. Hún gagnrýndi rík- isstjórnina harðlega í gær á Alþingi vegna þessa. Guðrún sagði rík- isstjórnina hafa með þessum upp- sögnum kastað fyrir róða 155 ára starfsreynslu að garðyrkju og skóg- rækt. „120 nemendur eru í óvissu. Það er þyngra en tárum takið hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í ís- lensku menntakerfi.“ logis@mbl.is Fjórum sagt upp og skólaárið í uppnámi - Yfir hundrað nemendur eru í óvissu Uppsagnir Fjórum kennurum með 155 ára starfsreynslu var sagt upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.