Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 4

Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 PORTÚGAL 9 DAGA FERÐ, FLUG, GISTING OG FARARSTJÓRI ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.IS INFO@UU.IS 30. APRÍL - 09. MAÍ CLUBE ALBUFEIRA 3* SUPERIOR ÍBÚÐ VERÐ FRÁ89.900 KR Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 127.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA 30. APRÍL - 09. MAÍ APARTHOTEL VICTORIA 4* ÍBÚÐ MEÐ VERÐ FRÁ125.500 KR Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 198.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR BEINT FLUG Þorsteinn Ásgrímsson Melén Logi Sigurðarson Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar um sölu á eignahlut- um ríkisins í Íslandsbanka í gær. Eins og Morgunblaðið greindi frá átti að halda fundinn á mánudag en á sunnudagskvöld var fundinum frest- að. Sala ríkisins á 22,5% hluta þess í Íslandsbanka hefur sætt mikilli gagnrýni vegna ógagnsæi og vegna þeirra aðila sem tóku þátt í útboðinu, en þar á meðal var Benedikt Sveins- son faðir fjármálaráðherra. Sökuð um huglægt mat Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, velti því upp á fundinum með hvað hætti flokkun fjárfesta hefði farið fram, eins og kveðið var á um í minnisblaði Banka- sýslunnar um söluferlið. Það er að segja hvernig var ákveðið hvort fjár- festir væri annars vegar skamm- tímafjárfestir eða hins vegar lang- tímafjárfestir. Sömuleiðis sakaði hún Bankasýsluna um það að hafa beitt huglægu mati þar sem tveimur fjár- festum var meinað að taka þátt í út- boðinu á grundvelli þess að þeir þóttu „of kvikir“. Sagði hún að með þessu væri ekki verið að gæta jafn- ræðis. Á fundinum kom í ljós að Bankasýslan hafði ekki upplýsingar um hvort fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu hefðu skuldsett sig fyrir kaupunum. Að sögn Jóns Gunnars spurði Bankasýslan ekki um það hvort fjárfestarnir sem keyptu hefðu skuldsett sig fyrir kaupunum þar sem stofnunin hafi ekki heimild til þess. Upp komst á fundinum að sum- ir starfsmenn Bankasýslunnar höfðu fengið gjafir í tengslum við söluna á hlut ríkisins í bankanum. Í samtali við Morgunblaðið segir Lárus að hvorki hann né stjórnin hafi fengið gjafir í tengslum við söluna. „Hins vegar eru þetta einhverjar tækifærisgjafir sem eru óverulegar að verðmæti. Það verður gerð grein fyrir því og ég held að það sé ekkert óeðlilegt þar á ferðinni.“ Hann segir að fjárhagslega hafi salan tekist vel en lítandi til baka hefði sýslan átt að kynna betur út- boðsferlið fyrir almenningi. Bjarni með endanlega ábyrgð Aðspurður segist Lárus ekki gera neina athugasemd við þá aðila sem tóku þátt í útboðinu að því gefnu að þeir séu allir fagfjárfestar. „Við gerðum ekki kröfu um neitt lágmark og ef fagfjárfestar sem hafa heimild til þess að taka þátt bjóða lága upphæð þá er það ekkert síðra boð en hærri upphæðir,“ segir hann. „Ég tel að við berum auðvitað ábyrgð á framkvæmdinni gagnvart Bjarna en það er náttúrlega ljóst að hin endanlega ábyrgð hvílir á ráð- herranum sem gefur okkur sam- þykki fyrir sölunni og þeim aðgerð- um sem við ráðumst í.“ Fullyrðir hann að salan hafi verið framkvæmd með ábyrgum hætti og í samræmi við það sem lagt var upp með. Ábyrgðin hvíli á ráðherra - Bankasýslan hafði ekki upplýsingar um skuldsetningu aðila fyrir kaupunum - Fulltrúar sýslunnar þáðu gjafir á borð við vínflöskur, flugelda og konfektkassa Morgunblaðið/Eggert Fjárlaganefnd Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu á opinn fund hjá fjárlaganefnd Alþingis í gærmorgun, til að ræða söluna á Íslandsbanka. Morgunblaðið/Eggert Bankasýslan Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson, for- stjóri Bankasýslunnar, svöruðu mörgum spurningum frá nefndarmönnum. „Við getum nátt- úrulega ekki þannig séð tjáð okkur um einstök mál,“ var meðal þess sem kom fram í svari for- stjóra Banka- sýslu ríkisins, þegar þingmaður Framsóknar- flokksins spurði hann hvort hann kannaðist við at- hugasemdir viðskiptaráðherra við framkvæmd sölunnar á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í viðtali í Morgunblaðinu 11. apríl sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra að hún hefði ekki verið hlynnt þeirri að- ferðafræði sem varð ofan á við söl- una á bréfum í Íslandsbanka. Kvaðst hún vera mótfallin því að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda út- boðsins. Lilja situr í ráðherranefnd um efnahagsmál en þann 4. febrúar kynnti Bankasýslan fyrirhugaða söluaðferð og önnur atriði fyrir nefndinni. Tjá sig ekki um einstök mál - Spurði út í at- hugasemd Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir Vínflöskur, flugeldur og konfekt- kassar voru meðal þeirra gjafa sem Bankasýsla ríkisins þáði frá aðilum í tengslum við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar for- stjóra Bankasýslunnar á opnum fundi fjárlaganefndar í gærmorgun. Jón Gunnar svaraði því játandi og sagði einnig að fulltrúar á vegum stofnunarinnar hafi átt hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fór í kjölfarið fram á að fá formlegt minnisblað um gjafirnar og mat- arboðin, og kostnað vegna þeirra. Hádegis- og kvöldverðir Vinstri grænir vilja flýta borgarlínu fái þeir til þess umboð að loknum borgarstjórnarkosningum í næsta mánuði. Flokkurinn kynnti stefnu- mál sín í Úlfarsárdal í gær. „Við ætlum að flýta borgarlínu og tryggja að vistvænir ferðamátar verði sjálfsagður valkostur borgar- búa,“ segir í kynningu á kosningaá- herslum Vinstri grænna. VG hefur hug á að nýta borgar- landið undir annað en mislæg gatna- mót: „Mislæg gatnamót verði víkj- andi í skipulagi borgarinnar því það er betra fyrir lífsgæðin að nýta borg- arlandið undir húsnæði og græn úti- vistarsvæði.“ Eitt og annað kemur fram í kosn- ingaáherslum framboðsins varðandi húsnæðismálin. VG ætlar að byggja 500-1.000 félagsbústaði á ári fyrir borgarbúa til viðbótar við húsnæð- isáætlun borgarinnar. VG ætlar einnig að fjölga leiguíbúðum Fé- lagsbústaða og íbúðum fyrir fatlað fólk um 700 á kjörtímabilinu. Kosningaáherslur VG má lesa í frétt á mbl.is. Morgunblaðið/Eggert VG Líf Magneudóttir, Elín Björg Jónasdóttir og Stefán Pálsson kynntu áherslur Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Mislæg gatnamót verði víkjandi í skipulagi - VG kynnti áherslur sínar í Reykjavík 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.