Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Ferðafélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Sumarleyfisferðir Ferðafélags Íslands Skattskrár vegna álagningar á einstaklinga og lögaðila á árinu 2021 og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2020 eru lagðar fram 28. apríl 2022 - 11. maí 2022 Skrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2021 vegna tekjuársins 2020 ásamt virðisaukaskattsskrá eru til sýnis dagana 28. apríl til 11. maí 2022, að báðum dögum meðtöldum, á almennum starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur en í Reykjavík í Tollhúsinu Tryggvagötu 19. Auglýsing þessi er birt, skv. 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og 46. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Reykjavík, 28. apríl 2022 Ríkisskattstjóri Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Listakonurnar Bryndís Björns- dóttir, Dísa, og Steinunn Gunn- laugsdóttir segja verk sitt, Farang- ursheimild, ekki árás á persónur. Ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, mæðginin Guðríði og Snorra á höggmynd Ásmundar og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem þær sendu frá sér vegna um- fjöllunar og umtals um verk þeirra. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá fjarlægði lögregla verkið Farangursheimild af stalli sínum fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík fyrir helgi. Hluti af verkinu var bronsstyttan Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson sem stolið var frá Laugarbrekku á Snæfellsnesi í byrjun mánaðarins. Þjófnaðurinn var kærður til lög- reglu sem hefur málið nú til með- ferðar. Listakonurnar segja í yfirlýsingu sinni að þær vilji koma þrennu á framfæri; að verk þeirra sé ekki árás á persónur, að þær hafi ekki játað þjófnað á verki Ásmundar og að þær skori á lögreglu að skila Farangursheimild á sinn stað. Verkið kjarni rasisma í íslensku þjóðfélagi „Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hug- myndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð – og ríkir enn í dag. Sú hugmynda- fræði heitir rasismi og á sér djúp- stæðar, menningarlegar og kerfis- lægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetn- ingur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýning- unni og í tilefni landafundaafmæl- isins. Sagan um viðburðaríka ævi Guð- ríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í milljónatali af annarri bylgju landtökumanna,“ sagði í yfir- lýsingu listakvennanna. Í frétt Morgunblaðsins í vikunni kom fram að lögregla leitar nú leiða til að fjarlægja höggmynd Ásmund- ar úr eldflaug þeirra Steinunnar og Bryndísar. Listakonurnar segja að þeim hafi ekki verið tilkynnt að verk þeirra yrði fjarlægt og fara fram á að lögregla skili því á sinn stað. „Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menning- ararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verk- inu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið.“ Skora á lögreglu að skila verkinu óbreyttu - Segja verk Ásmundar rasískt - Játa ekki þjófnað á því Ljósmynd/Steinunn Gunnlaugsdóttir Farangursheimild Listaverkið sem stóð við Marshallhúsið hefur vakið mik- ið umtal. Stolin stytta Ásmundar Sveinssonar er inni í eldflauginni. Steinunn Gunnlaugsdóttir Bryndís Björnsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta bragð þeirra heppnaðist fullkomlega. Fyrir listakonunum vakir raunverulega bara eitt og það er að vekja athygli á verkinu og sér sjálfum í leiðinni,“ segir Guð- mundur Oddur Magnússon, Godd- ur, prófessor við Listaháskóla Ís- lands, um verkið Farangursheimild eftir listakonurnar Steinunni Gunn- laugsdóttur og Bryndísi Björns- dóttur. Verk þeirra innihélt stytt- una Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson sem stolið var fyrir skemmstu. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglu sem fjar- lægði listaverkið sem stóð fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. Goddur segir í samtali við Morg- unblaðið að listakonurnar hafi örugglega verið meðvitaðar um að það orki tvímælis að taka verk ann- arra af stalli sínum. „Og þetta er raunverulegur þjófnaður. En þær eru nógu kaldar til að gera þetta því þeim liggur nógu mikið á hjarta. Þetta hefur reyndar oft ver- ið svona í listasögunni að þeir lista- menn sem eiga verk sem orka tví- mælis og vekja athygli og umtal, jafnvel þótt það sé neikvætt, virðast alltaf hagnast á því í framtíðinni. Því hafi það verið þess virði að gera þetta því allt í einu urðu nöfn þeirra ógleymanleg.“ Umræðan sjálfsögð Goddur segir að sjálfur hafi hann gaman af því þegar einhver taki sig til og hristi upp í hlutunum. „Ég kippi mér ekkert upp við það að einhver dansi á línunni. En ég hef heldur ekkert á móti því að aðrir rjúki upp á móti ef þeir hafa eitt- hvað til síns máls. Það er bara sjálf- sagt að það verði til umræða um eitthvað sem okkur liggur á hjarta og þykir heitt í það skiptið. Rasismi er sannarlega eitt þessara mála og það eru alltaf að dúkka upp fréttir er varða rasisma. Hvort sem það er Sigurður Ingi eða þessi þeldökki í strætisvagninum. Það voru bæði stórmál.“ Spurður út í höfundarrétt á verki eins og Farangursheimild sem byggist á öðru listaverki sem var stolið segir Goddur að erfitt sé að meta slíkt. „Höfundarréttur er oft með ansi þunn landamæri. Þú getur aldrei fengið höfundarrétt á hug- myndum, þær liggja bara í loftinu. Þú getur bara fengið höfundarrétt á útfærslu þinni á einhverri hug- mynd. Það hafa margir tekið verk og sett í nýtt samhengi eins og er með þetta eldflaugaverk og for- móður hvítra í Ameríku. Þetta hef- ur annar hver listamaður gert í gegnum tíðina, við getum nefnt Andy Warhol og marga frægustu listamenn heims. Þannig að ég hef nú aldrei kippt mér upp við þegar menn hrópa hátt „sæmdarréttur“ eða „höfundar- réttur“. Vissulega er leiðinlegt ef menn ætla að hagnast á því fjár- hagslega, þá kemur það ekki til greina, þar eru mörk. En ef þú tek- ur verk annars og setur það í nýtt samhengi og segir eitthvað með því, þá sætti ég mig alveg við það. Þetta er ekki bara bundið við mynd- listarsöguna, ég ætla nú ekki að minnast á rithöfunda og tónskáld.“ Tókst að vekja athygli á sér - Segir listakonur hagnast á umtali Morgunblaðið/Golli Umtal Guðmundur Oddur fagnar umræðu um hitamál í samfélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.