Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Í
þetta sinn völdum við lög sem þeir
eru vanir að syngja, en þó er eitt nýtt
lag á dagskránni. Svo má vel vera að
ég komi inn með fleiri ný lög fyrir kór-
inn þegar ég fæ alfarið að ráða,“ segir Aron
Axel Cortes, nýr stjórnandi Karlakórs
Reykjavíkur, eldri félaga, og á þar við vor-
tónleika kórsins sem verða næstkomandi
sunnudag í Háteigskirkju.
„Með okkur á þessum tónleikum verður
gestakór, Kordía, sem er kammerkór kirkj-
unnar og Guðný Einarsdóttir stjórnar, en
hún er einnig organisti við kirkjuna. Tónleik-
arnir eru einmitt haldnir til að styrkja orgel-
sjóð kirkjunnar, allur aðgangseyrir rennur í
þann sjóð.“
Í Karlakór Reykjavíkur, eldri félögum,
eru eins og nafnið gefur til kynna fyrrver-
andi félagar úr aðalkór Karlakórs Reykjavík-
ur.
„Félagar í kórnum eru núna rúmlega
þrjátíu og margir þeirra hafa sungið í áratugi
í aðalkórnum, eða drengjakórnum eins og
þeir kjósa að kalla Karlakór Reykjavíkur.“
Brá þegar hann var kynntur til leiks
Aron tók við kórnum fyrsta janúar á
þessu ári, svo hann er enn að kynnast þeim
félögum sem skipa kórinn.
„Ég var rosalega ánægður þegar ég fékk
þetta kall, að taka við tónsprotanum úr hönd-
um Friðriks S. Kristinssonar sem hefur
stjórnað þeim undanfarin fjórtán ár. Þessir
karlar eru miklir reynsluboltar í söng og
þegar ég var kynntur til leiks sem nýr
stjórnandi og fékk að hitta þá alla og stjórna
einu lagi, þá brá mér. Það kom mér á óvart
hversu flottar raddir þetta eru innan kórsins
og ennþá kraftmiklar. Ég get því leyft mér
að velja hvað sem er ofan í þá til að syngja.
Þeir kunna þetta líka svo vel eftir áratuga
þjálfun, tæknina að syngja, þetta er allt kom-
ið vel inn í líkamann hjá þeim og inn í rödd-
ina. Þeir eru vel sjóaðir, en við ákváðum til
að byrja með að þeir segðu mér svolítið hvað
þeir vildu og að ég væri ekki að bóka þá í
einhverjar heimsreisur,“ segir Aron og hlær
en tekur fram að þó sé vilji innan kórsins til
að fara í söngferðalög, gera eitthvað annað
og meira en einvörðungu koma saman og
syngja.
„Kórinn var stofnaður árið 1965, svo það
eru ekki nema þrjú ár í sextíu ára afmælið,
og af því tilefni ætlum við klárlega að blása
til stórtónleika.“
Þeir láta ekki alltaf vel að stjórn
Þegar Aron er spurður hvort kórfélagar
séu eins og heimaríkir hundar sem láti ekki
vel að stjórn hins unga nýja stjórnanda segir
hann kankvís að ekki sé hægt að segja að
þeir láti alltaf vel að stjórn.
„Þeir eru vanir ýmsu og láta alveg í sér
heyra ef það er eitthvað sem þeir eru ekki
sáttir við, en ég verð þá bara að vera meiri
frekja og beita mér,“ segir hann og hlær.
„Ég er nú að gantast, þetta eru allt ljúf-
ir karlar sem hlusta á allt sem ég segi, en ef
við erum að byrja að æfa eitthvert lag og
þeim finnst ég fara aðeins of hratt eða of
hægt, þá fæ ég alveg athugasemdir frá þeim,
en það er bara gaman,“ segir Aron, sem er
nýfluttur heim til Íslands ásamt fjölskyldu
sinni, eiginkonu og tveimur börnum, eftir að
hafa búið í Austurríki undanfarin tíu ár.
Tónleikarnir á sunnudag 1. maí í Há-
teigskirkju hefjast kl. 17.
Flottar raddir og enn kraftmiklar
„Þeir kunna þetta svo vel eftir
áratuga þjálfun, tæknina að
syngja, þetta er allt komið vel
inn í líkamann hjá þeim og inn
í röddina,“ segir Aron Axel Cort-
es, nýr stjórnandi Karlakórs
Reykjavíkur, eldri félaga, sem
allir eru í fínu formi og blása til
vortónleika á sunnudaginn.
Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar Mynd tekin á samsöng kórsins í Osló, í Svenska Kyrkan, 2019, þá undir stjórn Friðriks. S. Kristinssonar.
Aron Fyrstu tónleikar kórsins undir hans
stjórn verða á sunnudag og hann hlakkar til.
„Þeir eru vanir ýmsu og láta
alveg í sér heyra ef það er eitt-
hvað sem þeir eru ekki sáttir
við, en ég verð þá bara að vera
meiri frekja og beita mér.“
Í gær var mikið um dýrðir í borginni
Maastricht í Hollandi þegar haldið
var upp á konungsdaginn, enda ekki
verið gert undanfarin tvö ár vegna
heimsfaraldurs. Konungsfjölskyldan
fór út á meðal fólks og Willem-Alex-
ander konungur heilsaði m.a. upp á
dragdrottningar og Maxima drottn-
ing spreyjaði á vegg.
Sólin skein á hátíðargesti
Líf og fjör á
konungsdegi
AFP/Remko de Waal
AFP/Patrick van Katwijk
Króatía, Bosnía / Herzegovenia, Serbía, Svartfjallaland
Glæsileg menning, mikil saga, stórkostleg, náttúrufegurð og bros-
andi heimamenn. Við förum aftur
í tíma og rúmi, sjáum gömul þorp,
kirkjur, klaustur, og söfn svo
eitthvað sé nefnt. Við förum upp í
Mokra Gora fjöllinn, siglum um
Drina gilið og skoðum töfrandi
umhverfið. Þá verða á vegi okkar
glæsilegar menningarborgir eins
Sarajevo og höfuðborg Svartfjalla-
lands sem rekja má til ársins
1326, svo og miðaldabæinn
Herceg Novi í Króatíu sem stað-
settur er á einstökum stað við
Adríahafið, sjón er sögu ríkar.
Þá munum við kynnast miðalda-
borginni Riga frá 12. öld, sem
ekki á sinn líka, menningarborg
Evrópu 2014.
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Balkanskaginn og
miðaldaborgin Riga
14.-26. september 2022
INNIFALIÐ
• Flug með sköttum og tösku
• Hótel með morgunmat 4 og
5 stjörnu
• Fullt fæði á Balkanskaganum
• Íslenskur fararstjóri
• Innlendur enskumælandi
fararstjóri (local)
• Allar skoðunarferður skv.
ferðaplani
• Aðgangur þar sem við á skv.
lýsingu
• Allur flutningur skv. ferða-
plani , rúta, bátur og lest
VERÐ 418.700 kr.
á mann í 2ja manna herbergi
SUMMITS
St. 36-41 /13.995 kr.
withMemory
Foam
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI OG TEYGJUREIMUM
ÞÆGILEGIR DÖMUSKÓR
SKECHERS
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?