Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
HJÁLPARTÆKI
fyrir athafnir daglegs lífs
Trönuhrauni 8 | 565 2885 | stod.is
HREYFIÞJÁLFI FYRIR
HENDUR OG FÆTUR
16.990 kr.
VITILITY SMÁHJÁLPARTÆKI
- í matartímanum
- í endurhæfingunni
- við eldhúsverkin
- við lesturinn
- fyrir matartímann
- fyrir tómstundirnar
- fyrir lífið sjálft
SAMANBRJÓTANLEGUR
STAFUR
6.190 kr.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Íslensk stjórnvöld munu styðja um-
sóknir Finnlands og Svíþjóðar ef
þau ákveða að sækja um aðild að
Atlantshafsbandalaginu. Þetta hefur
komið fram í máli Katrínar Jakobs-
dóttur forsætisráðherra og Þórdísar
Kolbúnar R. Gylfadóttur utanríkis-
ráðherra. Mikil umræða fer nú fram
í báðum þessum löndum um málið í
kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Er
ákvörðunar að vænta í næsta mán-
uði.
Af þessu tilefni er full ástæða til
að rifja upp vinabragð sem Finnar
sýndu Íslendingum fyrir 50 árum
þegar þeir lýstu yfir stuðningi við þá
ákvörðun Alþingis Íslendinga að
færa landhelgina úr 12 í 50 sjómílur
frá og með 1. september 1972.
Í byrjun mars 1972 fór Kristján
Eldjárn forseti Íslands í opinbera
heimsókn til Finnlands ásamt Hall-
dóru Ingólfsdóttur eiginkonu sinni
og embættismönnum. Móttökurnar
voru höfðinglegar og voru heim-
sókninni gerð góð og ítarleg skil í
finnskum fjölmiðlum.
Kekkonen eftirminnilegur
Átta íslenskir fjölmiðlamenn voru
í för með forsetahjónunum og var
ofangreindur blaðamaður í þeim
hópi, þá ungur blaðamaður á Al-
þýðublaðinu sáluga. Öll fimm dag-
blöðin sendu fulltrúa sem og útvarp
og sjónvarp.
Íslensku blaðamennirnir sátu m.a.
fund hjá Uhro Kekkonen Finnlands-
forseta í forsetahöllinni í Helsinki.
Mjög sjaldgæft var að forsetinn
héldi slíka fundi fyrir blaðamenn og
því var hann mikil upplifun fyrir
okkur alla. Óhætt er að segja að
Kekkonen sé eftirminnilegur maður,
hávaxinn og fyrirmannlegur. Hann
hafði slíka útgeislun að fágætt er að
hitta slíka menn. Flogið hafði fyrir
að forsetinn ætlaði að lýsa yfir
stuðningi við útfærslu Íslendinga á
landhelginni. Eðlilega var hann því
spurður um málið á fundinum. „Ég
vona að útfæsla landhelginnar gangi
vel hjá ykkur í haust, en ég hef því
miður lítið um málið að segja,“ var
svar forsetans á fundinum.
Að kvöldi 2. mars hélt Kekkonen
veislu til heiðurs íslensku forseta-
hjónunum og þar kom yfirlýsingin
sem beðið var eftir. „Eigi nokkur
þjóð rétt á að draga fæðu sina úr
sjónum, þá á íslenska þjóðin það.
Það er réttur, sem nútíma tækni og
stjórnmálaþróun skal ekki fá að
hnekkja,“ sagði finnski forsetinn í
ræðu sinni. „Með þetta sjónarmið i
huga hefur Finnland með djúpri
samúð fylgt viðleitni Íslands til þess
að tryggja höfuðatvinnuvegi sínum,
sjávarútveginum, örugga framtíð og
Finnland mun styðja þessa viðleitni
á alþjóðavettvangi, innan þeirra
marka, sem raunhæfar aðstæður
þess leyfa.“
Í viðtali sem ofanritaður blaða-
maður Alþýðublaðsins átti við Einar
Ágústsson utanrikisráðherra daginn
eftir kvaðst ráðherrann vera mjög
glaður yfir þessum eindregna stuðn-
ingi Finna við útfærslu landhelg-
innar í 50 mílur. Finnar væru fyrsta
Norðurlandaþjóðin sem veitti Ís-
lendingum stuðning í þessu mikil-
væga máli og ein fyrsta þjóðin í
heiminum sem það gerði.
Togvíraklippurnar frægu
Landhelgin var færð úr 12 í 200
mílur í þremur áföngum á árunum
1958-1975. Viðbrögð Breta voru afar
hörð í öll skiptin og þeir sendu her-
skip á Íslandsmið til að vernda
bresku togarana gegn íslensku varð-
skipunum. Þorskastríðin urðu þrjú
en fullur sigur vannst árið 1976 eftir
mikil átök á miðunum. Haustið 1972
var í fyrsta sinn beitt skæðu vopni
Landhelgisgæslunnar, togvíraklipp-
unum frægu.
Diljá Mist Einarsdóttir þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins spurði Katr-
ínu Jakobsdóttur forsætisráðherra
um stöðu mála í óundirbúnum fyrir-
spurnartíma á Alþingi 25. apríl sl. Í
svari sínu ítrekaði Katrín stuðning
Íslendinga við umsókn Finnlands og
Svíþjóðar. „Þessi ríki eru auðvitað
nú þegar mjög náin samstarfsríki
Atlantshafsbandalagsins. Leiðtogar
þeirra hafa iðulega setið leiðtoga-
fundi. Þau hafa tekið þátt í bæði nor-
rænu og norðurevrópsku öryggis-
og varnarsamstarfi, þannig að þau
hafa hingað til verið í hópi okkar
nánustu samstarfsaðila á þessu
sviði,“ sagði Katrín.
Hún kvaðst hafa átt óformlegan
fund með forsætisráðherra Finn-
lands nú á dögunum þar sem hún
áréttaði að Ísland myndi greiða götu
þeirra á vettvangi Alþingis. „Því að
það er þannig þegar kemur að slík-
um málum að það þarf að samþykkja
þingsályktunartillögu um staðfest-
ingu á viðbótarsamningi Norður-
Atlantshafsbandalagsins um aðild
einstakra ríkja þannig að það þarf að
fara í gegnum þjóðþingin. Það skipt-
ir auðvitað máli að það sé þá tekið
fyrir og ég veit að utanríkisráðu-
neytið er tilbúið til að bregðast við
því ef á þarf að halda,“ sagði Katrín í
svari sínu á Alþingi.
Íslensku fjölmiðlamennirnir sem
fóru í þessa eftirminnilegu ferð til
Finnlands fyrir 50 árum voru auk of-
anritaðs: Björn Vignir Sigurpálsson
Morgunblaðinu, Guðgeir Magnús-
son Þjóðviljanum, Kári Jónasson
Tímanum, Valdimar Jóhannesson
Vísi, Vilhelm G. Kristinsson útvarp-
inu og þeir Ólafur Ragnarsson
fréttamaður og Sigurður Sverrir
Pálsson myndatökumaður frá Sjón-
varpinu. Móttökurnar sem við feng-
um hjá Finnum voru framúrskar-
andi fagmannlegar.
Vinabragð Finna fyrir 50 árum
- Í opinberri heimsókn Kristjáns Eldjárns til Finnlands 1972 lýsti Kekkonen forseti stuðningi við út-
færslu landhelginnar í 50 mílur - Nú er komið að Íslandi að styðja inngöngu Finna og Svía í NATO
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Á Bessastöðum Kristján og Halldóra Eldjárn taka á móti Kekkonen í heimsókn hans 1973. Ingólfur Sveinsson lögregluvarðstjóri stendur heiðursvörð.
Háskólarektor segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um
fjölda brottvísana nemenda úr námi við Háskóla Íslands.
„En ég get þó sagt að þetta er eina tilvikið á minni rekt-
orstíð sem mér er kunnugt um. Ég tók við sem rektor 1.
júlí 2015,“ segir Jón Atli Benediktsson í svari við fyrir-
spurn Morgunblaðsins.
Tilvikið sem hann vísar til varðar nemanda í sálfræði
við skólann sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs ákvað að
vísa úr skólanum að fullu vegna ógnandi skilaboða sem
hann hafði sent öðrum sálfræðinema. Málið fór fyrir
áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema og staðfesti
hún á föstudaginn niðurstöðuna. Nemandinn getur því
ekki haldið áfram námi við háskólann. gudmundur@mbl.is
Rektor þekkir ekki önnur dæmi um brott-
vísun úr námi við Háskóla Íslands
Jón Atli
Benediktsson
„Hér er Reykja-
vík að senda skýr
skilaboð um
stuðning við
úkraínsku þjóð-
ina og minna um
leið á ævaforna
tengingu milli Ís-
lands og Kænu-
garðs,“ segir Ey-
þór Laxdal
Arnalds borgar-
fulltrúi en
torgið á horni Garðastrætis og
Túngötu verður framvegis kennt
við höfuðborg Úkraínu. Skipulags-
og samgönguráð samþykkti ein-
róma á fundi sínum í gær að torgið
fengi heitið Kænugarður en undir-
heiti verði Kýiv-torg.
Torgið hér eftir
kennt við Kænugarð
Úkraína Fánar við
ráðhús Reykjavíkur.
Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS)
efnir í dag til afmælisráðstefnu í til-
efni af 25 ára afmæli Veiðikorta-
kerfisins. Ráðstefnunni var frestað
vegna heimsfaraldursins þar til nú.
Hún verður haldin í Veröld Vigdís-
ar, Brynjólfsgötu 1 frá klukkan
17.00 til 21.00.
Ráðherra ávarpar ráðstefnu-
gesti. Flutt verður sögulegt yfirlit
um Veiðikortasjóð og sérfræðingar
fjalla um helstu veiðistofna eins og
rjúpuna, stjórnunar- og vernd-
aráætlanir, refi, svartfugla, hrein-
dýr og gæsir.
Ráðstefnan er öllum opin meðan
húsrúm leyfir. Bein útsending frá
ráðstefnunni verður á Facebook-
síðu SKOTVÍS fyrir þá sem ekki
komast á staðinn. gudni@mbl.is
Ráðstefna um
ástand veiðistofna
STUTT