Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
VENUS
MOKKAKANNA CHROME
*Allar nema 2. bolla kannan
virka á span helluborð.
2. bolla*– 4.290,-
4. bolla – 5.390,-
6. bolla – 5.990,-
10. bolla – 7.990,-
NÝIR LITIR
Blár & Rósagylltur
4. bolla – 5.990,-
6. bolla – 6.790,-
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Borgin er mikilfenglegri en ég átti
von á,“ segir Gunnlaugur Auðunn
Júlíusson, hagfræðingur og leiðsögu-
maður, félagi í ferðahópi sem fór ný-
lega um Úsbekistan í Mið-Asíu og
skoðaði sérstaklega hina fornu og
sögufrægu borg Samarkand.
„Ég hef oft velt fyrir mér silkileið-
inni, sem er mikilvægur kafli í mann-
kyns- og verslunarsögunni,“ segir
Gunnlaugur um tildrög þess að hann
fór í ferðina til Úsbekistans. Silkileið-
in lá frá Peking í Kína til Istanbúl í
Tyrklandi og jafnvel alla leið til Róm-
ar. Raunar var hún ekki ein leið held-
ur margar mismunandi. Um hana
voru fluttar munaðarvörur þess tíma,
eins og silki og krydd. Einnig stuðl-
aði hún að miðlun menningar og hug-
mynda, að einhverju leyti. Allar leið-
irnar lágu um Mið-Asíu og var borgin
Samarkand, sem nú telst til Úsbe-
kistans, hjarta hennar. Blómatími
borgarinnar var því á meðan silki-
leiðin var enn við lýði.
„Ég fór á námskeið í haust hjá
Þorvaldi Friðrikssyni sagnfræðingi
sem hefur ferðast mikið um þetta
svæði og skipulagt ferðir þangað. Þá
kom í ljós, eins og ég raunar vissi fyr-
ir fram, að ég vissi ekkert um þessi
lönd. Hafði aðeins heyrt um Samark-
and úr textum laga. Mér fannst
áhugavert að fara til Úsbekistans og
skráði mig í hálfs mánaðar ferð Sögu-
ferða sem farin var nú um páskana.“
Forn menntun og vísindi
Hópurinn heimsótti fimm borgir,
höfuðborgina Tashkent, Nukus sem
er höfuðstaður sjálfstjórnarsvæðis-
ins Karakalpakstan, Khiva, Bukhara
og loks Samarkand. Einnig voru
skoðuð svæði og fornar rústir í ná-
grenni við borgirnar, allt frá tímum
persneska spámannsins Saraþústra.
Allt eru þetta gamlar menningar- og
vísindaborgir frá því um 1000 eftir
Krist en Samarkand stendur þó upp
úr. Hún er ein elsta borg heims þar
sem byggð hefur verið samfelld, talin
2.700 ára gömul.
„Sagan opnast á ótrúlegan hátt
með því að heimsækja þessa staði. Í
Khiva voru stærðfræðingar snemma
uppi því þar var núllið fundið upp og
sömuleiðis algebra. Í Samarkand var
lagður grunnur að nútímastjörnu-
fræði nokkrum öldum áður en ítalski
stærðfræðingurinn Galíleó Galíleí fór
að líta til himins,“ segir Gunnlaugur.
Íbúar borganna við silkileiðina
nutu mjög góðs af viðskiptum og
skatttekjum sem fylgdu flutning-
unum. Með hnignandi efnahag á
tólftu til fjórtándu öld í kjölfar þess
að vöruflutningar á milli heimsálfa
færðust af landi og út á sjó fór að
bera á ófriði og óöryggi í Mið-Asíu og
silkileiðin lagðist síðan af á 15. og 16.
öld. Herir fóru þar um og lögðu
svæðið undir sig. Nægir að minna á
Alexander mikla og Genghis Khan.
Því fylgdu stöðugar breytingar. Til
að mynda lét Genghis Khan leggja
borgina Bukhara í rúst eins og yfir-
leitt allt sem hann æddi yfir með her
sinn. Gunnlaugur segir að aðeins
tvær byggingar í Bukhara frá því
fyrir hans tíma hafi varðveist. Önnur
er grafhýsi frá því um 900 sem bjarg-
aðist með því að sandi var mokað
yfir.
„Fegursta borg heims“
Mikilvægur kafli í sögu Samark-
and er Timurid-heimsveldið sem
blóðþyrstur hershöfðingi, Timur að
nafni, stofnsetti í Mið-Asíu og ná-
grenni á seinni hluta 14. aldar. Hann
vílaði ekki fyrir sér að drepa tugi
þúsunda íbúa um leið og hann byggði
upp borgina sem átti að verða feg-
ursta borg heims. „Þar yrði sá gluggi
sem skini skærast á móti sólinni,“
eins og fram kemur í texta sem
Gunnlaugur vitnar til. Þar var jafn-
framt lagður grunnur að miklu
mennta- og vísindastarfi sem skein
einna skærast þegar sonarsonur
Timurs, Ulugh Beg, gerði merkar
rannsóknir á gangi himintungla.
Gunnlaugur segir að borgir í Ús-
bekistan hafi oft farið illa í jarð-
skjálftum, bæði Samarkand og aðrar
borgir landsins. Þær hafi verið
skráðar á heimsminjaská UNESCO
og varðveittar og byggðar upp í sinni
fyrri mynd. Þess vegna sé hægt að
njóta hinnar fornu byggingarlistar,
sem Timur hafði forgöngu um, enn
þann dag í dag. Timur var hins vegar
strikaður út úr sögu landsins, menn
skömmuðust sín fyrir grimmdarverk
hans, eða þar til Úsbekistan varð
hluti af Sovétríkjunum. Þá fóru sov-
éskir fræðimenn að kanna sögu
svæðisins. Úsbekistan hefur verið
sjálfstætt ríki frá árinu 1991.
Sagan opnast á ótrúlegan hátt
- Gunnlaugur A. Júlíusson og ferðafélagar hrifust af sögufrægu borginni Samarkand í Úsbekistan
- Borgin var hjarta silkileiðarinnar - Blóðþyrstur herforingi byggði upp eina fegurstu borg heims
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Júlíusson
Samarkand Þrjár menntastofnanir frá 15. og 17. öld standa við Registan-torgið í Samarkand, sú elsta er kennd við
frumherjann í stjörnufræðum, Ulugh Beg. Annars var það afi Ulughs Begs, harðstjórinn Timur, sem byggði borgina.
Kátur kryddsölumaður Hann þekkir vel til leiðtogafundarins í Höfða, svo
og var hann hrifinn af „húi“ stuðningsmanna íslenska landsliðsins í fótbolta.
„Það er auðvelt að ferðast um Asíu og margt merkilegt að sjá,“ segir
Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sem mikið hefur ferðast um Asíu í tæpan
áratug, í hópi áhugaljósmyndara og á eigin vegum.
Gunnlaugur segist hafa miklu meiri áhuga á að ferðast um framandi
slóðir en að liggja á sólarströnd. „Mér fannst Asía fjarlæg og framandi
þangað til ég fór þangað fyrst. Þá sá ég auglýsta ljósmyndaferð til Taí-
lands, Kambódíu og Víetnams. Þetta var vel heppnuð ferð. Þegar farið er
um framandi lönd opnast fyrir manni sagan, miklu betur en við lestur
bóka,“ segir Gunnlaugur. Hann nefnir að Angkor Wat-musterið í Kambó-
díu sé eini staðurinn sem hann hefur heimsótt sem jafnist á við upplif-
unina við að skoða byggingarnar við Registan-torgið í Samarkand. Þótt
ekki sé ýkja langt síðan mannskætt stríð var háð í Víetnam og ýmis ófrið-
ur verið í þessum löndum segist Gunnlaugur aldrei finna fyrir draugum
fortíðar hjá fólkinu, nema þegar ferðast er um Kambódíu. Þar sitji að-
gerðir Pols Pots og Rauðu Kmeranna gegn eigin íbúum enn í eldra fólki.
Auðvelt að ferðast um álfuna
HEFUR ÁHUGA Á ASÍU
Gunnlaugur segir að það hafi
hjálpað sér að nálgast fólk í Ús-
bekistan að hann kann svolítið í
rússnesku frá því hann var við
störf í Rússlandi í tæpt ár fyrir
allmörgum árum. „Það eru töl-
uð nokkur tungumál í Úsbek-
istan og yfirbragð fólks í helstu
borgum virðist nokkuð mismun-
andi. Þess vegna er rússneska
notuð þegar fólk af ólíkum
svæðum ræðir saman,“ segir
Gunnlaugur og segir að það litla
sem hann kunni í rússnesku
hafi hjálpað sér. Til dæmis hafi
kona í handverksverslun orðið
hissa þegar Íslendingur kom til
að versla, ekki síst vegna þess
að hann gat bjargað sér smá-
vegis á rússnesku.
Bjargar sér
á rússnesku
NOKKUR TUNGUMÁL
Félagar Gunnlaugur Júlíusson og
Vilhjálmur Egilsson voru í hópnum.
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Júlíusson Ljósmynd/Ragnhildur Pála