Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Enn hefur ekki tekist að finna björg- unarbát til að taka við verkefnum björgunarbátsins Kobba Láka á Bol- ungarvík, en bát- urinn sökk í ill- viðri 8. febrúar síðastliðinn er hann var bundinn við bryggju. Við- bragðsgeta á Vestfjörðum er því skert en um- ferð á sjó á svæð- inu eykst einmitt á vorin og nær há- marki á sumrin. Í kjölfar tjónsins var sett markmið um að finna notaðan björgunarbát, en það var hægara sagt en gert. „Notaði markaðurinn er mjög erfiður núna,“ útskýrir Örn Smárason, verkefna- stjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Hann segir hækkun álverðs um 40% á skömmum tíma hafi haft mikil áhrif þar sem mikið af áli er nýtt í báta af þessum stærðum. Vekur hann athygli á að í vetur hafi verið komið auga á notaðan bát í eigu norska björgunarfélagsins Redningsselska- pet, en að verðið hafi þá verið 950 þús- und norskar krónur eða um 13,5 millj- ónir íslenskra króna. Þegar átti hins vegar að ganga til kaupa á bátnum var verðið skyndilega orðið 1.750 þús- und norskar krónur eða 24,7 milljónir íslenskra króna. Þá hafa verið skoðaðir notaðir finnskir björgunarbátar en þeir eru jafnvel dýrari en þeir norsku, segir Örn. „Björgunarsveitin Ernir hefur fengið Kobba Láka bættan, enda alt- jón. Það virðist samt einhver áhugi á skelinni og vonandi slær sala á henni aðeins á þetta högg.“ Þurfa fjölbreyttar bjargir Ekki er vitað hvenær hægt verður að tryggja nýjan bát og hefur komið til skoðunar að tímabundið taka í notkun eldri bát frá Vestmananeyjum þegar nýr bátur fæst þangað. Örn viðurkennir að viðbragðsgetan verður skert þar til einhver lausn er fundin í málinu. „Við erum að leita allra leiða. Því miður er það staðan og það er mikil sjósókn og mikill fjöldi ferðamanna á svæðinu á sumrin. Á þessu svæði eru 25 til 40 aðgerðir á sjó á hverju ári og þurfa að vera fjöl- breyttar bjargir eins og Kobbi Láka sem var mjög hraðskreiður bátur.“ Bendir hann á útkall á svæðinu á mánudag máli sínu til stuðnings, en þá var töluverður viðbúnaður hjá Land- helgisgæslu og björgunarsveitum á norðanverðum Vestfjörðum vegna frístundaveiðibáts með sex um borð sem ekki náðist sambandi við. Loks tókst að ná sambandi við bátinn er hann var á siglingu inn Önundarfjörð. „Svona útköll eru mjög algeng á þessu svæði.“ Björgunarbáturinn Kobbi Láka hafði, þegar hann sökk, verið í þjón- ustu Ernis frá 2019 þegar báturinn var keyptur af björgunarsveitinni Ár- sæli í Reykjavík. Báturinn var smíð- aður 1998 hjá Holen Mekaniske Verksted í Noregi og yfirfarinn 2005. Lengd bátsins var 9,65 metrar og breiddin 3,6 metrar en djúprista er 0,65 metrar. Um borð voru tvær Yan- mar 338 kílóvatta vélar með jet- skrúfubúnaði, drægni um 120 sjómíl- ur. Þá var Kobbi Láka útbúinn sjó- og brunadælum sem dæla 400 lítrum á mínútu, dráttartógi og öflugum sigl- ingatækjum. - Leita báts í stað Kobba Láka - Umfangsmiklar verðhækkanir á áli trufla Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunarbátur Kobbi Láka sökk 8. febrúar 2022 eftir að hafa verið í þjónustu Ernis frá árinu 2019. Erfiðlega gengur að finna nýjan björgunarbát. Örn Smárason Viðbragðsgeta björgunar- sveita á Vestfjörðum skert Viðskipti SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is EIN RAFHLAÐA + Öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn SAGA Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Markaðsverð á eldislaxi hefur hækkað fimmtu vikuna í röð og hefur því enn eitt metið verið sett, en samkvæmnt vísitölu Nasdaq náði meðalverð á laxi í sláturstærð (3-6 kíló) í síðustu viku 115,17 norskum krónum á kíló eða 1.621 íslenskri krónu. Um er að ræða 4,79% verðhækkun milli vikna en í síðustu viku var meðalverð 33,34% hærra en fjórum vikum á undan og 62,66% hærra en tólf vikum á undan. Hæsta meðalverð fékkst fyrir lax á bilinu 7-8 kíló en minnst fyrir 1-2 kílóa lax. gso@mbl.is Verð á eldislaxi heldur áfram að hækka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.