Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 36
Dreifing heildarlauna starfsfólks í fullu starfi 2021
Þúsundir króna á mánuði
10%
8%
6%
4%
2%
0%
<350 350-
400
400-
450
450-
500
500-
550
550-
600
600-
650
650-
700
700-
750
750-
800
800-
850
850-
900
900-
950
950-
1.000
1.000-
1.050
1.050-
1.100
1.100-
1.150
1.150-
1.200
1.200-
1.250
1.250-
1.300
1.300-
1.350
1.350-
1.400
1.400-
1.450
1.450-
1.500
1.500+
0,1%
0,8%
4,4%
5,5%
6,2%
7,6%
9,2% 9,5%
8,9%
7,7%
6,6%
5,4%
4,6%
3,9%
3,2%
2,4%
2,0%
1,5%
1,2% 1,3%
1,0% 0,8% 0,8% 0,7%
4,6%
H
ei
m
ild
:H
ag
st
of
a
Ís
la
nd
s
823 þúsund kr.
voru heildar-
laun fólks í fullu starfi að
meðaltali árið 2021
þús.kr.:
B
A
N
K
I
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
H
eildarlaun fólks í fullu
starfi á vinnumark-
aðinum voru að með-
altali 823 þúsund krónur
á mánuði í fyrra. Árið 2019 voru þau
til samanburðar 754 þúsund kr., á
árinu sem lífskjarasamningarnir
voru gerðir og hafa hækkað um rúm
níu prósent. Inni í heildarlaununum
eru einnig greiðslur fyrir yfirvinnu
en ef eingöngu er litið á regluleg
laun fólks í fullu starfi, þ.e.a.s.
greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn
vinnutíma í dagvinnu og vaktavinnu,
kemur í ljós að þau voru að meðaltali
711 þúsund krónur á síðasta ári.
Voru 80 þúsundum kr. hærri á mán-
uði að jafnaði í fyrra en á árinu 2019
og höfðu hækkað hlutfallslega meira
en heildarlaunin eða um 12,5%.
Þetta má lesa út úr viðamikilli
launatölfræði sem Hagstofa Íslands
birti í gær. Meðaltöl sem slík gefa þó
aðeins takmarkaða mynd af launa-
dreifingunni í landinu, sem er mis-
munandi eftir starfsstéttum. Fram
kemur að regluleg laun 63% launa-
fólks eru undir meðallaununum og
tæpur fjórðungur var í fyrra með
heildarlaun undir 600 þúsund krón-
um á mánuði. Ósérhæft starfsfólk
var með 582 þúsund kr. í heildarlaun
að jafnaði í fyrra en stjórnendur
fyrrtækja og yfirmenn deilda fengu
að meðaltali tæplega 1,3 milljónir kr.
á mánuði. Hagstofan bendir á að um
helmingur stjórnenda voru með
heildarlaun á bilinu 800 til 1.300 þús-
und kr. á mánuði en um helmingur
verkafólks var með heildarlaun á
bilinu 400 til 650 þúsund kr.
Tölur Hagstofunnar um laun
eftir starfsstéttum og hópum benda
ótvírætt til þess að lægst launuðu
hóparnir, ósérhæft starfsfólk, verka-
fólk og sölu- og afgreiðslufólk, hafi
hækkað hlutfallslega meira en aðrir
hópar frá 2019. Þannig hafa t.d.
regluleg laun verkafólks í fullu starfi
hækkað úr 441 þúsund kr. á mánuði
á árinu 2019 að meðaltali í 517 þús-
und kr. í fyrra eða um 17,2% og
heildarlaunin hækkuðu úr 574 þús.
kr. í 658 þús. kr í fyrra eða um
14,6%. Til samanburðar voru reglu-
leg laun sérfræðinga um 74 þús. kr.
hærri í fyrra en á árinu 2019 eða 774
þús. kr. að meðaltali (rúmlega tíu
prósent hækkun) og regluleg laun
tækna og sérmenntaðs starfsfólks
voru að jafnaði 740 þús. kr. á mánuði
í fyrra eða 56 þús. kr. hærri en á
árinu 2019. Fram kemur að tæpur
fjórðungur iðnaðarmanna var með
heildarlaun yfir einni milljón króna
á mánuði í fyrra og að einn af hverj-
um þremur í sölu- og afgreiðslu-
störfum var undir 500 þúsund krón-
um.
Vítt launabil en mest
hækkun lægstu hópa
Morgunblaðið/Eggert
Við störf Regluleg mánaðarlaun
voru að jafnaði 711 þúsund í fyrra.
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eins og les-
endur
þekkja hef-
ur Morgunblaðið
hin síðari ár boðið
þingmönnum valda
af einstökum flokk-
um að birta reglu-
bundnar greinar á
virðulegum stað
þar. Þetta var gert í
tilraunaskyni og hefur að mati
blaðsins reynst vel í öllum meg-
inatriðum. Það segir sig sjálft
að áherslur og skoðanir sem
birtast í þessum greinum eru
ekki endilega líklegar til að end-
urspegla margvísleg sjónarmið
sem birtast í ritstjórnargreinum
sama blaðs og eru á ábyrgð rit-
stjórnar þess.
Í blaði gærdagsins birtist
grein eftir þingmann Flokks
fólksins, Ásthildi Lóu Þórs-
dóttur í þessum dálki. Þar sagði:
Í gær bárust fréttir af því að
fjárfestingafélagið SKEL hefði
selt hlutinn sem félagið keypti í
Íslandsbanka fyrir mánuði síð-
an og keypt 2,5% hlut í VÍS fyrir
800 milljónir króna. Að ein-
hverjum hluta fengu þeir sem
seldu bréfin í VÍS greitt með
bréfum fjárfestingafélagsins í
Íslandsbanka.
Fyrir þá sem ekki vita þá
heitir stjórnarformaður SKEL
Jón Ásgeir Jóhannesson en
hann fer fyrir eignarhaldfélagi
sem á yfir 50% í SKEL.
Kannski muna einhverjir eft-
ir því að fyrir nokkrum árum
átti Jón Ásgeir ráðandi hlut í
þessum sama banka. Sá banki,
ásamt nokkrum öðrum, tók eft-
irminnilega kollsteypu eftir
glæfralegan bankarekstur Jóns
og félaga hans. Jón gerði sér lít-
ið fyrir og stakk af úr landi með
fenginn, og skildi heilt þjóðfélag
eftir í sárum.
Litlar heimtur voru frá hon-
um og félögum hans upp í þann
skaða sem þeir höfðu valdið, en
hitt er ljóst að ekki hafa þeir lið-
ið skort síðan og komið ár sinni
ágætlega fyrir borð á ný, eins og
fréttir síðustu vikna og dagsins í
dag bera með sér.
Það sama verður ekki sagt um
þá sem sátu í illa þefjandi súp-
unni sem Jón og félagar hans í
hinum bönkunum skildu eftir.
Þúsundir heimila sátu uppi
með reikninginn frá Jóni og fé-
lögum og að minnsta kosti
15.000 fjölskyldur misstu heim-
ili sín vegna þess skaða sem
hann og nokkrir aðrir ollu og þá
eru enn ótaldar þær þúsundir
sem rétt náðu að halda heimili
sínu með því að gera nauða-
samninga við bankann sem setti
þau í klafa fátæktar og skorts.
En „Jón er kominn heim“ eins
og segir í gömlu dægurlagi og
hann er kominn með stæl.
Ekki til að biðjast afsökunar
á misgjörðum sínum og skað-
anum sem hann olli. Nei, hann
er kominn til að taka meira.
Hann er kominn til baka með
peningana sem
hann, með beinum
eða óbeinum hætti,
fékk úr bankanum
til að kaupa hann
aftur.
Jón Ásgeir ætlar
sér stóra hluti og
slær um leið blautri
tusku fast í andlit
fórnarlamba sinna.
Gríðarlegur hagnaður Ís-
landsbanka á undanförnum ár-
um byggir á lífsstarfi þeirra
sem var fórnað til að bæta skað-
ann sem Jón Ásgeir olli. Jón Ás-
geir keypti banka, setti hann á
hausinn, skeytti engu um afleið-
ingarnar, kom aftur, keypti
bankann, seldi bankann og
keypti tryggingafélag fyrir
bréfin í þessum banka. Geri aðr-
ir betur.
Engin skömm, engin auð-
mýkt, hvað þá að hann biðji
fórnarlömb sín afsökunar.
Bara hroki, ÉG á þetta, ÉG
má þetta, ÉG get þetta.“
Þessi grein þingmannsins úr
Flokki fólksins er einkar at-
hyglisverð. En ýmsum gæti þótt
millikaflinn sem ekki komst
fyrir í svo stuttri grein ekki vera
síður merkilegur. Skeljungur
var keyptur. Hluthöfum var
skömmu síðar boðið að selja
nýjum eigendum bréf á nokkru,
en þó mjög varfærnu yfirverði.
Ýmsir lífeyrissjóðir héldu að sér
höndum í þeim efnum og nú er
talað um að „þeir hafi lokast
inni“ eins og kallað er. Nú virð-
ist vera að koma smám saman í
ljós að stóri hluthafinn hafi
staðið í miklu leynibralli við
borgarstjórann í Reykjavík. Það
brall hafi aldrei verið rætt upp á
borðum borgarstjórnar, sem
sætir miklum tíðindum, ef rétt
er. Ljóst er þó að einhverjir úr
hópi borgarfulltrúa hafa komið
að málinu ásamt Degi B. Egg-
ertssyni og hafa vitað meira um
málið en aðrir borgarfulltrúar
og hvað þá almenningur í borg-
inni. Það verður varla hægt að
kalla það annað en samsæri af
hálfu borgarstjórans og þeirra
sem að brugginu standa að láta
eins og ekkert sé á meðan borg-
arbúar eru plataðir að kjörborð-
inu.
Mikið hefur verið fundið að
söluaðferðum á Íslandsbanka og
virðist óneitanlega óhönduglega
hafa verið haldið um sölu hans.
En umrætt milljarðatugabrask
undir handarjaðri borgarstjór-
ans og söguhetjunnar í grein
Ásthildar Lóu þingmanns virð-
ist enn síður þola dagsljósið.
Hlýtur að teljast með miklum
ólíkindum ef forráðamenn
Kauphallarinnar standi ekki
þegar í stað fyrir trúverðugri
rannsókn á málinu og því hvern-
ig almennir hluthafar voru
leyndir flestu af því sem fram
fór og kostaði þá fúlgur fjár,
þótt mest af því sé mun dreifð-
ara en hitt sem verður eftir í
höndum köldu karlanna.
Það er vissulega
ákveðin staðfesta
að halda sér
við sama heygarðs-
hornið, sem reyndist
svo fengsælt
forðum.}
Hrópar á dagsljós
H
ún er áhugaverð þessi sérsniðna
stóra mynd sem ríkisstjórn-
arflokkarnir þrír vilja að ein-
blínt sé á í tengslum við Ís-
landsbankasöluna. Að
stjórnvöld hafi selt hlut í Íslandsbanka fyrir
108 milljarða í tveimur atrennum. Að það eigi
bara að horfa á þá mynd en ekki þetta „smot-
terí“ sem misfórst í seinni sölunni. Þið vitið,
þetta með þóknun upp á 700 milljónir, óþarfan
afslátt upp á tvo milljarða, ógegnsæi í fram-
kvæmd og ósamræmi við sett markmið með
sölu til smárra aðila sem sumir eru vinir,
vandamenn og starfsmenn þeirra sem báru
ábyrgð á sölunni. Þetta eru smáatriði í stóru
myndinni þeirra.
„Ég flyt ykkur fréttir. Það er ríkissjóður Ís-
lands sem heldur á 42,5 prósentum,“ sagði
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um hver hefði
hagnast mest á því að gengi hlutabréfa í Íslandsbanka
hefði hækkað eftir útboðið. Og þar með skipti það engu
að misjafnlega hæfir fagfjárfestar hefðu fengið óþarfa
afslátt og hagnast fyrirhafnarlaust yfir nótt.
Ég ætla líka að flytja ykkur fréttir. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur með dyggum stuðningi Framsóknarflokks
og VG klúðrað þessari bankasölu þannig að ekki verður
lengra gengið í bili. Ríkisstjórnin hefur hætt við frekari
sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Það eru í sjálfu sér
eðlileg viðbrögð við því sem ríkisstjórnin hef-
ur svo sannarlega fengið að finna fyrir, því að
traust almennings til hennar er farið. Rík-
isstjórn sem ber ekki virðingu fyrir því að hér
þarf að ríkja traust á fjármálamarkaði endar
á því að verða sjálf rúin trausti.
Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Ís-
landsbanka. Forsendan hefur verið að salan
yrði á grundvelli almannahagsmuna með
gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Svo
fór ekki, eins og þekkt er orðið. Í kjölfarið er
sala á þeim hluta bankans sem eftir stendur í
eigu ríkisins fyrir bí – og þar með sú 100
milljarða fjárfesting í innviðum og nið-
urgreiðslu skulda sem fyrirhuguð var til við-
bótar. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að mæta
þessari breyttu stöðu? Með því að draga úr
nauðsynlegri innviðauppbyggingu? Með frek-
ari skuldasöfnun? Með skattahækkunum?
Lærdómurinn er sá að Sjálfstæðisflokknum er ekki
treystandi til að selja ríkiseignir. Þar virðist lítill áhugi á
að tryggja það lykilatriði sem Viðreisn hefur alla tíð lagt
áherslu á þegar kemur að sölu ríkiseigna, að salan þurfi
að vera í þágu almennings. Ekki útvalinna.
Takk fyrir ekkert Sjálfstæðisflokkur.
hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Takk fyrir ekkert
Höfundur er Þingflokksformaður Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Verulegur launamunur er á
milli starfa skv. nýbirtum töl-
um Hagstofunnar. „Sé horft
til einstakra starfa voru for-
stjórar og aðalframkvæmda-
stjórar fyrirtækja og stofnana
að jafnaði með hæstu launin
eins og verið hefur síðustu ár
eða rúmlega tvær milljónir
króna að meðaltali á mánuði
árið 2021,“ segir í umfjöllun
Hagstofunnar. Lægstu heild-
arlaunin fyrir fullt starf voru
fyrir störf við barnagæslu eða
471 þúsund kr. á mánuði.
Heildarlaun afgreiðslufólks í
dagvöruverslunum voru að
meðaltali um 514 þús. kr. í
fyrra, í umönnun og aðstoð í
heilbrigðisgreinum og fé-
lagsþjónustu voru þau um
524 þús.kr., og í iðnaði og
fiskvinnslu 563 þúsund kr. á
mánuði, svo dæmi séu nefnd.
„Dómarastörf, sérfræðistörf
við lækningar, sérfræðistörf
tengd ráðgjöf og sölu verð-
bréfa, sérfræðistörf tengd
skipa- og flugsamgöngum og
störf æðstu embættismanna
ríkis og sveitarstjóra eru
dæmi um störf þar sem heild-
arlaun eru að meðaltali 1,5
milljón krónur eða hærri á
mánuði,“ segir í umfjöllun
Hagstofunnar.
471 þús. og á
þriðju milljón
LÆGSTU OG HÆSTU LAUN