Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 52

Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 50 ÁRA Rut ólst upp í Reykjavík en býr í Mosfellsbæ. Rut er grunn- skólakennari að mennt frá Kenn- araháskóla Íslands 1999 og einnig djákni frá Háskóla Íslands 2011 og var vígð sama ár til þjónustu innan þjóðkirkjunnar. Hún byrjaði sinn kennsluferil í Hvassaleitisskóla í Reykjavík en færði sig í Lágafellsskóla 2005 þeg- ar hún flutti í Mosfellsbæinn. Hún hefur undanfarin ár starfað í Lága- fellsskóla og Lágafellskirkju, en tók sér launalaust leyfi í vetur frá kirkj- unni þegar hún tók við stöðu deild- arstjóra stoðþjónustu í Lágafells- skóla. „Ég held utan um stoð- þjónustu skólans svo sem sér- kennslu og önnur sérúrræði sem skólakerfið sinnir.“ Áhugamál Rutar eru fjölskyldan og samvera með vinum og fjöl- skyldu. „Mér finnst gaman að ferðast og vera úti við í góðu veðri. Ég ætla að halda upp á daginn bæði í dag og á morgun þar sem ættingjar, vinir og samferðafólk eru velkomin til að fagna með afmælisbarninu.“ Rut er ekki búin að negla sumarfríið niður en fer með nokkrum samkenn- urum sínum til Alicante á námskeið ásamt því að ná góðri slökun eftir vet- urinn í sól og Spánarhita. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Rutar er Ingólfur Garðarsson, f. 1967. Hann er menntaður cand. oecon. og MBA og er framkvæmdastjóri Blindravinnustof- unnar. Börn þeirra eru Alexander, f. 1999, nemi í fatahönnun í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, og Guðlaug Karen, f. 2003, sem verður stúdent frá Verzlunarskóla Íslands í vor. Foreldrar Rutar: Magnús Ingi Ingvarsson, f. 1934, d. 2021, byggingafræðingur, var kennari í Iðnskólanum og rak eigið arkitektafyrirtæki ásamt öðrum, og Aðalheiður Alexandersdóttir, f. 1933, húsmóðir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík. Rut Guðríður Magnúsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Orðum þarf að fylgja einhver at- höfn því annars missa þau marks. Vendu þig á að tjá hug þinn skýrt og skorinort svo aðrir viti hvar þeir hafa þig. 20. apríl - 20. maí + Naut Ekki er ólíklegt að þú reiðist ein- hverjum sem á það ekki skilið. Hvað sem stóð í vegi fyrir fullkomnum friði á heim- ilinu verður nú gert opinbert. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. Sýndu þínum nánustu þolinmæði og hlýju. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt en gættu þess að forðast öfgar. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Láttu ekki neikvæðni annarra og óþol- inmæði hafa áhrif á þig. Þú hefur þitt á hreinu og þarft því ekki að hafa áhyggjur af því þótt vinnufélagarnir sæki að þér. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur svo margt á þinni könnu að þér finnst þú ekki sjá fram úr neinu. Eyddu tímanum með fólki sem hefur já- kvæð og hvetjandi áhrif á þig. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert í ævintýralegum hugleiðingum og skalt bara láta þig dreyma. Farðu út og gerðu eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þetta er góður dagur til að skipuleggja ferðalag með vini þínum eða einhvers konar starfsþjálfun. Þú átt í vænd- um viðurkenningu fyrir störf þín. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Sambönd úr fortíðinni gætu skotið upp kollinum í dag. Hafðu andvara á þér því alltaf getur eitthvað komið upp á og þá er gott að vera við öllu búinn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Aðstæður eru nú uppi sem ýta á eftir því að þú takir ákvörðun í persónulegu máli. Hlustaðu því af athygli, en geymdu viðbrögð þar til þú hefur hugsað málið. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ert að eiga við fólk sem er erfitt að ná til tilfinningalega, en þú getur það ef þú reynir. Ráðfærðu þig við þá sem næst þér standa. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú getur þurft að setja mörg per- sónuleg mál til hliðar meðan þú starfar að vandasömu verkefni. Hættu að velta þér upp úr hlutunum. sjónin sé orðin léleg. „Ég er að grípa í að skrifa í tölvunni með stærri stöfum á lyklaborðinu, mér til dægrastyttingar. Annars bý ég hér einn og líkar vel og fæ hér góða heilbrigðisþjónustu. Það hefur verið bænda í tæpan aldarfjórðung og sat einnig á Búnaðarþingum. Engilbert var framkvæmdastjóri Ræktunar- sambands Nauteyrar- og Snæfjalla- hrepps um árabil og var á sama tíma formaður Búnaðarfélags Snæfjallahrepps og í nefnd um Inn-Djúpsáætlun. Engilbert var einnig formaður stjórnar Djúpbáts- ins hf. og stjórnarformaður Íslax hf. Engilbert var kosinn formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1978 og gegndi því hlutverki til 1987 og sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á sama tíma. Hann var enn fremur stofnfélagi og fyrsti formaður félags eldri borgara í Strandasýslu og fyrsti formaður Snjáfjallaseturs. Engilbert fór að skrifa á áttræðisaldri bækur um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd sem hann nefndi Undir Snjáfjöllum. Auk þess skrifaði hann bókina Þegar rauði bærinn féll um Ísafjarðarár sín og rit um Kolbein Jakobsson í Dal. Engilbert sinnir enn skrifum þó að E ngilbert Sumarliði Ingvarsson fæddist 28. apríl 1927 í Un- aðsdal, Snæfjalla- hreppi, N-Ís. Hann bjó í Unaðsdal fyrstu árin með for- eldrum sínum en þau fluttust á ný- býlið Lyngholt í sömu sveit í janúar 1936. Á Lyngholti var heiman- gönguskóli og var Engilbert í barnaskóla þar og eftir það tvo vet- ur í Reykjanesskóla. Hann flutti til Ísafjarðar 17 ára gamall árið 1944 og þar kynntist hann konu sinni, Kristínu Ragnhildi Daníelsdóttur, sem ávallt var kölluð Adda. Engilbert og Adda bjuggu á Ísafirði til 1953. Á Ísafirði vann hann um tíma hjá Finnbirni Finn- björnssyni málarameistara, en fór svo á námssamning á bókbands- verkstæðinu hjá Prentstofunni Ísrún. Engilbert útskrifaðist sem bókbindari frá Iðnskólanum á Ísa- firði 1952 og stundaði oft bókband á veturna. Snemma árs 1952 bauðst Engil- bert og Öddu að kaupa eyðijörðina Tirðilmýri í Snæfjallahreppi. Þegar hann hafði lokið sveinsprófinu vorið 1952 fóru þau að huga að jörð sinni sem var nánast húsalaus. Þangað fluttu þau Adda með þremur ungum sonum sumarið 1953 og hófust handa við að byggja upp bæði jörð og hús. Engilbert og Adda bjuggu á Tirðilmýri til 1987 er þau fluttu til Hólmavíkur. Þau hófu að gera upp gamla bæinn á Lyngholti á Snæ- fjallaströnd þegar þau voru um átt- rætt og luku þeim framkvæmdum 2012. Eftir það dvöldu þau mikið á Lyngholti á sumrin. Engilbert og Adda fluttu svo til Ísafjarðar og keyptu íbúð á Hlíf II árið 2014 og býr Engilbert þar áfram eftir lát Öddu. Engilbert hefur unnið mikið að framfara- og félagsmálum fyrir sitt hérað. Hann hafði forgöngu um það ásamt Ásgeiri Sæmundssyni og fleirum að stofna Rafveitu Snæfjalla og stuðla að rafvæðingu Ísafjarðar- djúps. Engilbert var í nefnd um stofnun Orkubús Vestfjarða og sat þar í stjórn um árabil. Hann átti sæti á aðalfundum Stéttarsambands lítið um að vera hér út af covid, en ég hlusta talsvert á hljóðbækur og sæki tónleika eftir föngum.“ Fjölskylda Hinn 27. mars 1948 kvæntist Engilbert Kristínu Ragnhildi Daní- elsdóttur (Öddu), f. 10.6. 1928 á Uppsölum, Súðavíkurhreppi, d. 8.6. 2021 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Soffía Magdalena Helgadóttir, f. 28.11. 1910, d. 1.1. 1986, húsfreyja á Ísafirði, og Daníel Rögnvaldsson, f. 11.5. 1902, d. 28.4. 1974, skipasmiður á Ísafirði. Börn Engilberts og Öddu: 1) Grettir, f. 27.9. 1948, d. 1.6. 2015, kennari í Svíþjóð, maki Kristina Karlsson. Synir þeirra eru Sæ- mundur Jóhann, Einar Snorri og Kolbeinn Ari, maki Annagreta Berg. 2) Daníel, f. 19.12. 1950, vél- stjóri og bókbindari á Selfossi. Syn- ir Daníels eru a) Valur Bjartmar, sem á tvo syni, Daníel Bjartmar og Alexander, b) Auðun, maki Ruth Margrét Friðriksdóttir, og c) Engilbert Ingvarsson, bókbindari og fyrrverandi bóndi – 95 ára Stórfjölskyldan Engilbert og Adda ásamt afkomendum og mökum þeirra í Hólmavíkurkirkju sumarið 2017. Fór að skrifa á áttræðisaldri Á Lyngholti Hjónin sumarið 2010, þegar þau voru að gera húsið upp. Til hamingju með daginn Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.