Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Besta deild kvenna Breiðablik – Þór/KA................................. 4:1 KR – Keflavík ........................................... 0:4 Afturelding – Selfoss................................ 1:4 Staðan: Keflavík 1 1 0 0 4:0 3 Breiðablik 1 1 0 0 4:1 3 Selfoss 1 1 0 0 4:1 3 Valur 1 1 0 0 2:0 3 ÍBV 1 0 1 0 1:1 1 Stjarnan 1 0 1 0 1:1 1 Þróttur R. 1 0 0 1 0:2 0 Afturelding 1 0 0 1 1:4 0 Þór/KA 1 0 0 1 1:4 0 KR 1 0 0 1 0:4 0 Meistaradeild karla Undanúrslit, fyrri leikur: Liverpool – Villarreal............................... 2:0 Ítalía Fiorentina – Udinese ............................... 0:4 Atalanta – Torino ..................................... 4:4 Bologna – Inter Mílanó............................ 2:1 Staða efstu liða: AC Milan 34 22 8 4 60:30 74 Inter Mílanó 34 21 9 4 72:28 72 Napoli 34 20 7 7 61:30 67 Juventus 34 19 9 6 52:30 66 Roma 34 17 7 10 55:40 58 Lazio 34 16 8 10 66:50 56 Fiorentina 34 17 5 12 54:46 56 England B-deild: Middlesbrough – Cardiff ......................... 2:0 Noregur Lyn – Brann.............................................. 0:2 - Svava Rós Guðmundsdóttir var vara- maður hjá Brann en Berglind Björg Þor- valdsdóttir var ekki með vegna meiðsla. Röa – Rosenborg...................................... 0:3 - Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn með Rosenborg. Lilleström – Vålerenga........................... 0:3 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Staðan: Brann 6 6 0 0 19:4 18 Vålerenga 6 6 0 0 16:1 18 Rosenborg 6 5 0 1 19:5 15 Lilleström 6 3 1 2 9:8 10 Stabæk 6 1 2 3 7:10 5 Lyn 6 1 2 3 7:12 5 Kolbotn 5 1 1 3 4:8 4 Avaldsnes 5 1 1 3 4:13 4 Arna-Bjørnar 6 1 0 5 6:18 3 Røa 6 0 1 5 3:15 1 Danmörk Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur: SönderjyskE – OB ................................... 1:2 - Atli Barkarson var varamaður hjá Sön- derjyskE og Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í hópnum. - Aron Elís Þrándarson var ekki í leik- mannahópi OB. Hvíta-Rússland Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikur: BATE Borisov – Neman Grodno ........... 2:0 - Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE sem vann 3:2 samanlagt og mætir Gomel í úrslitaleiknum. Grikkland Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikur: Olympiacos – PAOK....................... (frl.) 1:1 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK en Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiacos. Liðin voru jöfn samanlagt, 1:1, en PAOK fer í bikarúrslitin á marki á útivelli og mætir þar Panathinaikos. 4.$--3795.$ Danmörk Fallkeppnin: Lemvig – Kolding................................ 29:28 - Ágúst Elí Björgvinsson varði 13/1 skot (41%) í marki Kolding. _ SönderjyskE 5, Lemvig 4, Nordsjælland 3, Kolding 2, Holstebro 0. Neðsta lið fellur. Svíþjóð Undanúrslit, fyrsti leikur: Sävehof – Lugi ..................................... 38:23 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Lilja Ágústs- dóttir léku með Lugi en skoruðu ekki. Noregur 8-liða úrslit, annar leikur: Halden – Drammen ............................. 21:32 - Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir Drammen sem vann einvígið 2:0. Bækkelaget – Elverum....................... 21:38 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði 7 mörk fyrir Elverum og Aron Dagur Pálsson 1. Elverum vann einvígið 2:0. Austurríki 8-liða úrslit, annar leikur: Tirol Alpla Hard.................................. 32:19 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. _ Staðan er 1:1. Þýskaland B-deild: Elbflorenz – Coburg ........................... 25:29 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 7 mörk fyrir Coburg. %$.62)0-# rúmar tvær mínútur voru eftir. Adam Haukur Baumruk kom Haukum í 30:29 en Arnór Ísak Haddsson jafnaði að vörmu spori fyrir KA, 30:30. Spenna í síðustu sókninni Adam Haukur skoraði aftur, 31:30, þegar sjötíu sekúndur voru eftir af leiknum. Síðasta sókn leiksins hjá KA var löng og henni lauk með því að Einar Birgir Stef- ánsson fékk dauðafæri á línunni en hitti ekki markið á síðustu sek- úndu leiksins. Hrikalega svekkj- andi fyrir Einar og KA sem eru farnir í sumarfrí eftir rosalega rimmu. _ Adam Haukur skoraði 8 mörk fyrir Hauka, Geir Guðmundsson 5 og Heimir Óli Heimisson 4. _ Óðinn Þór Ríkharðsson skor- aði 9 mörk fyrir KA, Ólafur Gúst- afsson 6 og Patrekur Stefánsson 5. _ Átta liða úrslitunum lýkur í kvöld með oddaleik FH og Selfoss í Kaplakrika. Sigurliðið í þeirri við- ureign mætir Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í undan- úrslitunum. Haukar áfram á einu marki - Sigruðu KA 31:30 og mæta ÍBV Ljósmynd/Þórir Tryggvason Ásvellir Adam Haukur Baumruk skoraði tvö síðustu mörk Hauka og þau fleyttu Hafnarfjarðarliðinu áfram í undanúrslit Íslandsmótsins. Á ÁSVÖLLUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukar komust í gærkvöld í und- anúrslitin um Íslandsmeistaratitil karla eftir að þeir náðu að leggja KA að velli í oddaleik og þriðja spennutrylli liðanna í átta liða úr- slitunum á Ásvöllum í Hafnarfirði, 31:30. Haukar mæta því Eyjamönnum í undanúrslitum og liðin hefja ein- vígið á Ásvöllum á sunnudags- kvöldið. Eftir tvo spennuleiki á Ásvöllum og Akureyri buðu liðin upp á þann þriðja lengi vel í gærkvöld. Jafnt var á flestum tölum lengst af. Haukar voru yfir í hálfleik, 15:14. Liðin voru yfir til skiptis framan af seinni hálfleik en Haukar náðu að komast í 28:24 þegar tíu mínútur voru eftir. Að sjálfsögðu kom sprettur frá KA og leikurinn var aftur æsi- spennandi eins og öll rimma þess- ara liða. Þeir jöfnuðu metin í 29:29 þegar Íslandsmeistarar karla í knatt- spyrnu þurfa í fyrsta sinn að fara í forkeppni um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í sumar. Víkingar munu því glíma við Levadia frá Eistlandi og verð- andi meistara Andorra og San Mar- ínó um eitt sæti í Meistaradeildinni en hin þrjú liðin færast yfir í Sam- bandsdeildina. Samkvæmt fótbolt- a.net hafa Víkingar sótt um að um- spilið fari fram hér á landi 21.-24. júní og UEFA mun varpa hlutkesti á milli þeirra og Levadia um hvort liðanna fær gestgjafahlutverkið. Víkingar fara í forkeppnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Víkingar Þurfa að vinna tvo leiki í júní til að komast í 1. umferð. Birkir Benediktsson handknatt- leiksmaður úr Aftureldingu fer ekki til Nice í Frakklandi eins og útlit var fyrir fyrr í vetur. Birkir staðfesti við mbl.is í gær að tilboð franska félagsins hefði verið dregið til baka fyrir skömmu vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu þess. Hann kvaðst reikna með því að leika áfram með Aftureldingu næsta vetur en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Birkir, sem er 25 ára gam- all og örvhent skytta, skoraði 59 mörk í 22 leikjum Aftureldingar í úrvalsdeildinni í vetur. Nice dró tilboðið í Birki til baka Morgunblaðið/Eggert Afturelding Birkir Benediktsson verður líklega kyrr í Mosfellsbæ. Enska liðið Liverpool er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Villarreal frá Spáni í fyrri leik liðanna í undan- úrslitum í gærkvöldi. Liverpool var með töluverða yfirburði og fór Vill- arreal lítið yfir miðju, sérstaklega í seinni hálfleik. Mörkin hefðu getað orðið mun fleiri ef heimamenn hefðu nýtt fær- in sín betur. Sadio Mané fékk lang- besta færi fyrri hálfleiksins en hann hitti ekki markið með skalla úr markteig á 12. mínútu. Liverpool nýtti færin betur í seinni hálfleik og sjálfsmark frá Pervis Estupinán á 53. mínútu og fín afgreiðsla hjá Sadio Mané tveimur mínútum síðar nægðu til að vinna öruggan sigur. Seinni leikurinn fer fram í Vill- arreal á þriðjudag í næstu viku. Sigurliðið úr einvíginu mætir ann- aðhvort Manchester City eða Real Madríd í úrslitaleik á Stade de France í París 28. maí næstkom- andi. AFP Fögnuður Jordan Henderson fagnar fyrra marki Liverpool í gær en fyr- irliðinn átti stóran þátt í markinu, sem skráist þó sem sjálfsmark. Liverpool afar sann- færandi á Anfield Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Anton Sveinn McKee er með sjötta besta árangur ársins 2022 í heim- inum í 200 metra bringusundi eftir að hann sló sjö ára gamalt Íslands- met sitt í greininni á spænska meistaramótinu á Torremolinos fyrir hálfum mánuði. Anton Sveinn synti þar vega- lengdina á 2:10,02 mínútum en fyrra metið, 2:10,21, hafði staðið frá árinu 2015 þegar hann setti það á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. Anton er aðeins 3/100 úr sek- úndu á eftir fimmta manni á heims- lista ársins, Pólverjanum Dawid Wiekiera, sem synti á 2:09,99 mín- útum fjórum dögum á undan hon- um. Arno Kamminga frá Hollandi, silfurverðlaunahafinn frá Ólympíu- leikunum í Tókýó síðasta sumar, hefur náð besta tímanum í ár, 2:08,22 mínútum. Næstur kemur Erik Persson frá Svíþjóð með 2:09,16, þriðji er Leon Marchand frá Frakklandi með 2:09,24 og fjórði James Wilby frá Bretlandi með 2:09,48 mínútur. Wilby varð sjötti á ÓL í Tókýó í fyrra og Pers- son áttundi. Þar náði Anton sér ekki á strik og varð í 24. sæti á 2:11,64 mínútum. Heimsmetið í greininni á Anton Chupkov frá Rússlandi, 2:06,12 mínútur, en það setti hann á heims- meistaramótinu í Suður-Kóreu árið 2019. Hann varð fimmti á ÓL í fyrra. Ólympíumeistari í fyrra varð Zac Subblety-Cook frá Ástralíu á 2:06,38 mínútum. Anton býr sig nú undir heims- meistaramótið sem hefst í Búdapest 18. júní og hefur þar sett stefnuna á að bæta fyrir vonbrigðin í Tókýó á síðasta ári. Anton sjötti besti í heiminum í ár Ljósmynd/Simone Castrovillari 200 metrar Anton Sveinn McKee er í fremstu röð í heiminum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.