Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 54

Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Besta deild kvenna Breiðablik – Þór/KA................................. 4:1 KR – Keflavík ........................................... 0:4 Afturelding – Selfoss................................ 1:4 Staðan: Keflavík 1 1 0 0 4:0 3 Breiðablik 1 1 0 0 4:1 3 Selfoss 1 1 0 0 4:1 3 Valur 1 1 0 0 2:0 3 ÍBV 1 0 1 0 1:1 1 Stjarnan 1 0 1 0 1:1 1 Þróttur R. 1 0 0 1 0:2 0 Afturelding 1 0 0 1 1:4 0 Þór/KA 1 0 0 1 1:4 0 KR 1 0 0 1 0:4 0 Meistaradeild karla Undanúrslit, fyrri leikur: Liverpool – Villarreal............................... 2:0 Ítalía Fiorentina – Udinese ............................... 0:4 Atalanta – Torino ..................................... 4:4 Bologna – Inter Mílanó............................ 2:1 Staða efstu liða: AC Milan 34 22 8 4 60:30 74 Inter Mílanó 34 21 9 4 72:28 72 Napoli 34 20 7 7 61:30 67 Juventus 34 19 9 6 52:30 66 Roma 34 17 7 10 55:40 58 Lazio 34 16 8 10 66:50 56 Fiorentina 34 17 5 12 54:46 56 England B-deild: Middlesbrough – Cardiff ......................... 2:0 Noregur Lyn – Brann.............................................. 0:2 - Svava Rós Guðmundsdóttir var vara- maður hjá Brann en Berglind Björg Þor- valdsdóttir var ekki með vegna meiðsla. Röa – Rosenborg...................................... 0:3 - Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn með Rosenborg. Lilleström – Vålerenga........................... 0:3 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Staðan: Brann 6 6 0 0 19:4 18 Vålerenga 6 6 0 0 16:1 18 Rosenborg 6 5 0 1 19:5 15 Lilleström 6 3 1 2 9:8 10 Stabæk 6 1 2 3 7:10 5 Lyn 6 1 2 3 7:12 5 Kolbotn 5 1 1 3 4:8 4 Avaldsnes 5 1 1 3 4:13 4 Arna-Bjørnar 6 1 0 5 6:18 3 Røa 6 0 1 5 3:15 1 Danmörk Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur: SönderjyskE – OB ................................... 1:2 - Atli Barkarson var varamaður hjá Sön- derjyskE og Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í hópnum. - Aron Elís Þrándarson var ekki í leik- mannahópi OB. Hvíta-Rússland Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikur: BATE Borisov – Neman Grodno ........... 2:0 - Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE sem vann 3:2 samanlagt og mætir Gomel í úrslitaleiknum. Grikkland Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikur: Olympiacos – PAOK....................... (frl.) 1:1 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK en Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiacos. Liðin voru jöfn samanlagt, 1:1, en PAOK fer í bikarúrslitin á marki á útivelli og mætir þar Panathinaikos. 4.$--3795.$ Danmörk Fallkeppnin: Lemvig – Kolding................................ 29:28 - Ágúst Elí Björgvinsson varði 13/1 skot (41%) í marki Kolding. _ SönderjyskE 5, Lemvig 4, Nordsjælland 3, Kolding 2, Holstebro 0. Neðsta lið fellur. Svíþjóð Undanúrslit, fyrsti leikur: Sävehof – Lugi ..................................... 38:23 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Lilja Ágústs- dóttir léku með Lugi en skoruðu ekki. Noregur 8-liða úrslit, annar leikur: Halden – Drammen ............................. 21:32 - Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir Drammen sem vann einvígið 2:0. Bækkelaget – Elverum....................... 21:38 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði 7 mörk fyrir Elverum og Aron Dagur Pálsson 1. Elverum vann einvígið 2:0. Austurríki 8-liða úrslit, annar leikur: Tirol Alpla Hard.................................. 32:19 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. _ Staðan er 1:1. Þýskaland B-deild: Elbflorenz – Coburg ........................... 25:29 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 7 mörk fyrir Coburg. %$.62)0-# rúmar tvær mínútur voru eftir. Adam Haukur Baumruk kom Haukum í 30:29 en Arnór Ísak Haddsson jafnaði að vörmu spori fyrir KA, 30:30. Spenna í síðustu sókninni Adam Haukur skoraði aftur, 31:30, þegar sjötíu sekúndur voru eftir af leiknum. Síðasta sókn leiksins hjá KA var löng og henni lauk með því að Einar Birgir Stef- ánsson fékk dauðafæri á línunni en hitti ekki markið á síðustu sek- úndu leiksins. Hrikalega svekkj- andi fyrir Einar og KA sem eru farnir í sumarfrí eftir rosalega rimmu. _ Adam Haukur skoraði 8 mörk fyrir Hauka, Geir Guðmundsson 5 og Heimir Óli Heimisson 4. _ Óðinn Þór Ríkharðsson skor- aði 9 mörk fyrir KA, Ólafur Gúst- afsson 6 og Patrekur Stefánsson 5. _ Átta liða úrslitunum lýkur í kvöld með oddaleik FH og Selfoss í Kaplakrika. Sigurliðið í þeirri við- ureign mætir Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í undan- úrslitunum. Haukar áfram á einu marki - Sigruðu KA 31:30 og mæta ÍBV Ljósmynd/Þórir Tryggvason Ásvellir Adam Haukur Baumruk skoraði tvö síðustu mörk Hauka og þau fleyttu Hafnarfjarðarliðinu áfram í undanúrslit Íslandsmótsins. Á ÁSVÖLLUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukar komust í gærkvöld í und- anúrslitin um Íslandsmeistaratitil karla eftir að þeir náðu að leggja KA að velli í oddaleik og þriðja spennutrylli liðanna í átta liða úr- slitunum á Ásvöllum í Hafnarfirði, 31:30. Haukar mæta því Eyjamönnum í undanúrslitum og liðin hefja ein- vígið á Ásvöllum á sunnudags- kvöldið. Eftir tvo spennuleiki á Ásvöllum og Akureyri buðu liðin upp á þann þriðja lengi vel í gærkvöld. Jafnt var á flestum tölum lengst af. Haukar voru yfir í hálfleik, 15:14. Liðin voru yfir til skiptis framan af seinni hálfleik en Haukar náðu að komast í 28:24 þegar tíu mínútur voru eftir. Að sjálfsögðu kom sprettur frá KA og leikurinn var aftur æsi- spennandi eins og öll rimma þess- ara liða. Þeir jöfnuðu metin í 29:29 þegar Íslandsmeistarar karla í knatt- spyrnu þurfa í fyrsta sinn að fara í forkeppni um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í sumar. Víkingar munu því glíma við Levadia frá Eistlandi og verð- andi meistara Andorra og San Mar- ínó um eitt sæti í Meistaradeildinni en hin þrjú liðin færast yfir í Sam- bandsdeildina. Samkvæmt fótbolt- a.net hafa Víkingar sótt um að um- spilið fari fram hér á landi 21.-24. júní og UEFA mun varpa hlutkesti á milli þeirra og Levadia um hvort liðanna fær gestgjafahlutverkið. Víkingar fara í forkeppnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Víkingar Þurfa að vinna tvo leiki í júní til að komast í 1. umferð. Birkir Benediktsson handknatt- leiksmaður úr Aftureldingu fer ekki til Nice í Frakklandi eins og útlit var fyrir fyrr í vetur. Birkir staðfesti við mbl.is í gær að tilboð franska félagsins hefði verið dregið til baka fyrir skömmu vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu þess. Hann kvaðst reikna með því að leika áfram með Aftureldingu næsta vetur en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Birkir, sem er 25 ára gam- all og örvhent skytta, skoraði 59 mörk í 22 leikjum Aftureldingar í úrvalsdeildinni í vetur. Nice dró tilboðið í Birki til baka Morgunblaðið/Eggert Afturelding Birkir Benediktsson verður líklega kyrr í Mosfellsbæ. Enska liðið Liverpool er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Villarreal frá Spáni í fyrri leik liðanna í undan- úrslitum í gærkvöldi. Liverpool var með töluverða yfirburði og fór Vill- arreal lítið yfir miðju, sérstaklega í seinni hálfleik. Mörkin hefðu getað orðið mun fleiri ef heimamenn hefðu nýtt fær- in sín betur. Sadio Mané fékk lang- besta færi fyrri hálfleiksins en hann hitti ekki markið með skalla úr markteig á 12. mínútu. Liverpool nýtti færin betur í seinni hálfleik og sjálfsmark frá Pervis Estupinán á 53. mínútu og fín afgreiðsla hjá Sadio Mané tveimur mínútum síðar nægðu til að vinna öruggan sigur. Seinni leikurinn fer fram í Vill- arreal á þriðjudag í næstu viku. Sigurliðið úr einvíginu mætir ann- aðhvort Manchester City eða Real Madríd í úrslitaleik á Stade de France í París 28. maí næstkom- andi. AFP Fögnuður Jordan Henderson fagnar fyrra marki Liverpool í gær en fyr- irliðinn átti stóran þátt í markinu, sem skráist þó sem sjálfsmark. Liverpool afar sann- færandi á Anfield Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Anton Sveinn McKee er með sjötta besta árangur ársins 2022 í heim- inum í 200 metra bringusundi eftir að hann sló sjö ára gamalt Íslands- met sitt í greininni á spænska meistaramótinu á Torremolinos fyrir hálfum mánuði. Anton Sveinn synti þar vega- lengdina á 2:10,02 mínútum en fyrra metið, 2:10,21, hafði staðið frá árinu 2015 þegar hann setti það á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. Anton er aðeins 3/100 úr sek- úndu á eftir fimmta manni á heims- lista ársins, Pólverjanum Dawid Wiekiera, sem synti á 2:09,99 mín- útum fjórum dögum á undan hon- um. Arno Kamminga frá Hollandi, silfurverðlaunahafinn frá Ólympíu- leikunum í Tókýó síðasta sumar, hefur náð besta tímanum í ár, 2:08,22 mínútum. Næstur kemur Erik Persson frá Svíþjóð með 2:09,16, þriðji er Leon Marchand frá Frakklandi með 2:09,24 og fjórði James Wilby frá Bretlandi með 2:09,48 mínútur. Wilby varð sjötti á ÓL í Tókýó í fyrra og Pers- son áttundi. Þar náði Anton sér ekki á strik og varð í 24. sæti á 2:11,64 mínútum. Heimsmetið í greininni á Anton Chupkov frá Rússlandi, 2:06,12 mínútur, en það setti hann á heims- meistaramótinu í Suður-Kóreu árið 2019. Hann varð fimmti á ÓL í fyrra. Ólympíumeistari í fyrra varð Zac Subblety-Cook frá Ástralíu á 2:06,38 mínútum. Anton býr sig nú undir heims- meistaramótið sem hefst í Búdapest 18. júní og hefur þar sett stefnuna á að bæta fyrir vonbrigðin í Tókýó á síðasta ári. Anton sjötti besti í heiminum í ár Ljósmynd/Simone Castrovillari 200 metrar Anton Sveinn McKee er í fremstu röð í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.