Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 55
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
Sjaldan hefur verið eins
skemmtilegt að fylgjast með úr-
slitakeppninni í körfuboltanum
og á þessu vori. Það á jafnt við
um karlana og konurnar en bar-
áttan um titlana hjá báðum kynj-
um hefur verið jöfn og tvísýn.
Þótt það sé aðeins tilfinning
hverju sinni þá held ég að við
höfum sjaldan eða aldrei séð
körfubolta á jafn háu getustigi
hér á landi og á þessu tímabili
sem nú fer senn að ljúka.
Gæði erlendra leikmanna
vega alltaf þungt og margir virki-
lega góðir hafa sett svip á deild-
ina í vetur, en ólíkt hinum stóru
boltagreinunum spilar líka
stærstur hluti íslenska landsliðs-
fólksins í deildunum hér heima.
Nú hefur stjórn KKÍ ákveðið
að fara að vilja meirihluta félag-
anna og setja takmarkanir á er-
lenda leikmenn fyrir næsta tíma-
bil. Taka upp svokallaða
3+2-reglu sem þýðir að ávallt
þurfa að vera tveir íslenskir leik-
menn inni á vellinum í hvoru liði.
Fjöldi erlendra leikmanna í
liðunum hefur verið árvisst
þrætuepli. Mörg félög, sérstak-
lega af landsbyggðinni, telja sig
ekki samkeppnishæf í efstu deild
án þeirra. Við höfum í vetur t.d.
oft séð karlalið Þórs í Þorláks-
höfn með fimm útlendinga inni á
vellinum. Höttur á Egilsstöðum
var með sex útlendinga í 1. deild-
inni í vetur og er kominn upp í
úrvalsdeild karla.
Ég tel að þetta sé skynsamleg
ákvörðun hjá KKÍ. Það er nauð-
synlegt að viðhalda jafnvægi og
gæðum í deildinni og góðir er-
lendir leikmenn auka skemmt-
anagildið. Íslendingarnir verða
betri á því að spila með þeim en
þurfa líka að fá nægan spiltíma.
Ungir og efnilegir leikmenn
þurfa að sjá tilgang í því að reyna
að brjóta sér leið inn í sín lið, og
þetta verður kannski til þess að
fleiri efnilegir leikmenn ganga til
liðs við landsbyggðarliðin til að
öðlast þroska og reynslu.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meistaravellir Ana Paula Santos Silva lék KR-inga grátt og skoraði þrennu
fyrir Keflavík en hér á hún í höggi við Rut Matthíasdóttur.
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Breiðablik, Keflavík og Selfoss hófu
tímabilið í Bestu deild kvenna í fót-
bolta eins og best varð á kosið og
unnu örugga sigra á Þór/KA, KR og
Aftureldingu í þremur síðari leikjum
fyrstu umferðarinnar í gærkvöld.
Brasilíski framherjinn Ana Paula
Santos Silva átti sannkallaða óska-
byrjun með Keflvíkingum því hún
skoraði þrennu á aðeins þrettán mín-
útna kafla þegar Keflavík vann sann-
færandi sigur á KR á Meist-
aravöllum, 4:0.
Hún er fyrst Keflvíkinga í fjórtán
ár til að skora þrennu í efstu deild en
síðast var það Guðný P. Þórðardóttir
í leik gegn Aftureldingu árið 2008.
Fyrir fram var talað um þetta sem
baráttu tveggja liða sem væru á leið í
bullandi fallbaráttu en keflvísku kon-
urnar með Önu Paulu í fararbroddi
hrista allar hrakspár af sér strax í
fyrstu umferðinni.
Dröfn Einarsdóttir bætti við
fjórða marki Keflavíkur og miðað við
þessa byrjun er afar erfitt tímabil
fram undan í Vesturbænum.
Skoraði tvö og var borin út af
Breiðablik gerði út um leikinn
gegn Þór/KA á Kópavogsvelli á
fyrstu 47 mínútunum en þá var stað-
an orðin 4:0. Markaskor Blikanna var
þar með lokið en Margrét Árnadóttir
náði að svara fyrir Þór/KA undir lok
leiksins.
_ Hafrún Rakel Halldórsdóttir lék
sem vinstri bakvörður hjá Breiðabliki
í fyrra. Hún fór fram á vinstri kant-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kópavogsvöllur Arna Eiríksdóttir kom til liðs við Þór/KA í fyrrakvöld og
fór beint í liðið gegn Breiðabliki. Hér á hún í höggi við Alexöndru Soree.
inn í gær og þakkaði fyrir það með
því að skora tvö mörk á fyrsta hálf-
tímanum. En skömmu síðar meiddist
hún og þurfti að fara af velli. Óttast
er að hún hafi ristarbrotnað.
_ Úkraínska landsliðskonan Anna
Petryk sem lék gegn Blikum með
Kharkiv í Meistaradeildinni í vetur,
skoraði í fyrsta leik sínum í deildinni
með Breiðabliki og kom liðinu í 2:0.
_ Natasha Anasi skoraði líka í
fyrsta deildaleik sínum fyrir Blika
þegar hún kom þeim í 4:0. Natasha
hefur áður skorað sex mörk fyrir
Keflavík og sex fyrir ÍBV í deildinni.
Brenna í banastuði
Selfyssingar fóru í Mosfellsbæinn
og sigruðu þar nýliða Aftureldingar á
all sannfærandi hátt, 4:1.
Unnur Dóra Bergsdóttir og
Brenna Lovera skoruðu á fyrstu tíu
mínútunum. Brenna varð marka-
drottning deildarinnar í fyrra með 13
mörk og er strax komin á blað í ár.
Hún bætti við marki í seinni hálfleik
og hefur nú skorað 21 mark í aðeins
26 leikjum í deildinni.
_ Barbára Sól Gísladóttir skoraði
síðan fjórða mark Selfoss með glæsi-
legum skalla eftir sendingu frá
Brennu.
_ Landsliðskonan Sif Atladóttir
lék sinn fyrsta deildaleik á Íslandi í
þrettán ár, eða síðan hún lék með Val,
einmitt gegn Aftureldingu/Fjölni á
Varmárvelli. Sif skoraði mark í 3:0
sigri Vals í þeim leik og hún fagnaði
aftur í gærkvöld.
_ Magdalena Anna Reimus lék
sinn 100. leik í efstu deild með Sel-
fyssingum og er aðeins þriðji leik-
maðurinn sem afrekar það fyrir fé-
lagið.
Brassaþrenna í fyrsta leik
- Ana Paula skoraði þrjú mörk fyrir Keflavík á þrettán mínútum í Vesturbænum
- Hafrún skoraði tvö fyrir Blika en meiddist í kjölfarið - Óskabyrjun hjá Selfossi
Martin Hermannsson og félagar
hans í Valencia eru komnir í undan-
úrslit Evrópubikarsins í körfubolta
eftir nokkuð öruggan sigur á Le-
vallois frá Frakklandi á heimavelli í
gærkvöld, 98:85. Martin átti stór-
góðan leik með Valencia en hann
var með tvöfalda tvennu, skoraði 14
stig og átti 11 stoðsendingar á tæp-
lega 23 mínútum sem hann spilaði. Í
undanúrslitunum leikur Valencia
við Virtus Bologna frá Ítalíu og fær
leikinn á heimavelli þar sem liðið
var ofar en það ítalska í riðlakeppn-
inni í vetur.
Martin frábær
í Evrópusigri
Ljósmynd/Valencia Basket
Valencia Martin Hermannsson var í
stóru hlutverki í gærkvöld.
Íslendingaliðin Elverum og Dram-
men tryggðu sér í gærkvöld sæti í
undanúrslitum norska handboltans.
Elverum burstaði Bækkelaget á úti-
velli, 38:21, og vann einvígið 2:0.
Orri Freyr Þorkelsson var sterkur
hjá Elverum og skoraði sjö mörk.
Aron Dagur Pálsson gerði eitt mark
en liðið vann yfirburðasigur í norsku
deildinni og tapaði aðeins einum leik
af 26. Drammen vann Halden örugg-
lega á útivelli, 32:21, og vann einvíg-
ið 2:0. Óskar Ólafsson skoraði þrjú
mörk fyrir Drammen, sem hafnaði í
öðru sæti í vetur.
Íslendingaliðin
í undanúrslit
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Elverum Orri Freyr Þorkelsson
skoraði sjö mörk í gærkvöld.
BREIÐABLIK – ÞÓR/KA 4:1
1:0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir 8.
2:0 Anna Petryk 18.
3:0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir 30.
4:0 Natasha Anasi 47.
4:1 Margrét Árnadóttir 86.
M
Telma Ívarsdóttir (Breiðabliki)
Natasha Anasi (Breiðabliki)
Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki)
Taylor Ziemer (Breiðabliki)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðab.)
Anna Petryk (Breiðabliki)
Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 8.
Áhorfendur: 368.
KR – KEFLAVÍK 0:4
0:1 Ana Paula Santos Silva 34.
0:2 Ana Paula Santos Silva 36.
0:3 Ana Paula Santos Silva 47.
0:4 Dröfn Einarsdóttir 78.
MM
Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
M
Rebekka Sverrisdóttir (KR)
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (KR)
Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)
Samantha Leshnak (Keflavík)
Elín Helena Karlsdóttir (Keflavík)
Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Tina Marolt (Keflavík)
Dómari: Guðmundur P. Friðbertss.– 8.
Áhorfendur: 160.
AFTURELDING – SELFOSS 1:4
0:1 Unnur Dóra Bergsdóttir 3.
0:2 Brenna Lovera 10.
1:2 Hildur K. Gunnarsdóttir 50.(v)
1:3 Brenna Lovera 52.
1:4 Barbára Sól Gísladóttir 67.
MM
Brenna Lovera (Selfossi)
M
Sif Atladóttir (Selfossi)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi)
Magdalena Anna Reimus (Selfossi)
Eva Ýr Helgadóttir (Aftureldingu)
Dómari: Helgi Ólafsson – 6.
Áhorfendur: 413.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport.
HANDKNATTLEIKUR
6-liða úrslit kvenna, fyrsti leikur:
KA-heimilið: KA/Þór – Haukar ............... 18
Eyjar: ÍBV – Stjarnan ......................... 19.40
8-liða úrslit karla, oddaleikur:
Kaplakriki: FH – Selfoss (1:1)............. 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fjórði úrslitaleikur kvenna:
Njarðvík: Njarðvík – Haukar (2:1) ..... 19.15
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Víkin: Víkingur R. – Keflavík .............. 19.15
Í KVÖLD!
Subway-deild karla
Undanúrslit, þriðji leikur:
Njarðvík – Tindastóll ........................ (51:48)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Evrópubikarinn
8-liða úrslit:
Valencia – Levallois ............................ 98:85
- Martin Hermannsson skoraði 14 stig og
átti 11 stoðsendingar á 23 mínútum fyrir
Valencia sem mætir Virtus Bologna frá
Ítalíu í undanúrslitum.
Úrslitakeppni NBA
1. umferð:
Miami – Atlanta .................................... 97:94
_ Miami vann 4:1 og mætir Philadelphia
eða Toronto.
Memphis – Minnesota...................... 111:109
_ Staðan er 3:2 fyrir Memphis.
Phoenix – New Orleans ..................... 112:97
_ Staðan er 3:2 fyrir Phoenix
>73G,&:=/D