Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Sjaldan hefur verið eins skemmtilegt að fylgjast með úr- slitakeppninni í körfuboltanum og á þessu vori. Það á jafnt við um karlana og konurnar en bar- áttan um titlana hjá báðum kynj- um hefur verið jöfn og tvísýn. Þótt það sé aðeins tilfinning hverju sinni þá held ég að við höfum sjaldan eða aldrei séð körfubolta á jafn háu getustigi hér á landi og á þessu tímabili sem nú fer senn að ljúka. Gæði erlendra leikmanna vega alltaf þungt og margir virki- lega góðir hafa sett svip á deild- ina í vetur, en ólíkt hinum stóru boltagreinunum spilar líka stærstur hluti íslenska landsliðs- fólksins í deildunum hér heima. Nú hefur stjórn KKÍ ákveðið að fara að vilja meirihluta félag- anna og setja takmarkanir á er- lenda leikmenn fyrir næsta tíma- bil. Taka upp svokallaða 3+2-reglu sem þýðir að ávallt þurfa að vera tveir íslenskir leik- menn inni á vellinum í hvoru liði. Fjöldi erlendra leikmanna í liðunum hefur verið árvisst þrætuepli. Mörg félög, sérstak- lega af landsbyggðinni, telja sig ekki samkeppnishæf í efstu deild án þeirra. Við höfum í vetur t.d. oft séð karlalið Þórs í Þorláks- höfn með fimm útlendinga inni á vellinum. Höttur á Egilsstöðum var með sex útlendinga í 1. deild- inni í vetur og er kominn upp í úrvalsdeild karla. Ég tel að þetta sé skynsamleg ákvörðun hjá KKÍ. Það er nauð- synlegt að viðhalda jafnvægi og gæðum í deildinni og góðir er- lendir leikmenn auka skemmt- anagildið. Íslendingarnir verða betri á því að spila með þeim en þurfa líka að fá nægan spiltíma. Ungir og efnilegir leikmenn þurfa að sjá tilgang í því að reyna að brjóta sér leið inn í sín lið, og þetta verður kannski til þess að fleiri efnilegir leikmenn ganga til liðs við landsbyggðarliðin til að öðlast þroska og reynslu. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistaravellir Ana Paula Santos Silva lék KR-inga grátt og skoraði þrennu fyrir Keflavík en hér á hún í höggi við Rut Matthíasdóttur. BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik, Keflavík og Selfoss hófu tímabilið í Bestu deild kvenna í fót- bolta eins og best varð á kosið og unnu örugga sigra á Þór/KA, KR og Aftureldingu í þremur síðari leikjum fyrstu umferðarinnar í gærkvöld. Brasilíski framherjinn Ana Paula Santos Silva átti sannkallaða óska- byrjun með Keflvíkingum því hún skoraði þrennu á aðeins þrettán mín- útna kafla þegar Keflavík vann sann- færandi sigur á KR á Meist- aravöllum, 4:0. Hún er fyrst Keflvíkinga í fjórtán ár til að skora þrennu í efstu deild en síðast var það Guðný P. Þórðardóttir í leik gegn Aftureldingu árið 2008. Fyrir fram var talað um þetta sem baráttu tveggja liða sem væru á leið í bullandi fallbaráttu en keflvísku kon- urnar með Önu Paulu í fararbroddi hrista allar hrakspár af sér strax í fyrstu umferðinni. Dröfn Einarsdóttir bætti við fjórða marki Keflavíkur og miðað við þessa byrjun er afar erfitt tímabil fram undan í Vesturbænum. Skoraði tvö og var borin út af Breiðablik gerði út um leikinn gegn Þór/KA á Kópavogsvelli á fyrstu 47 mínútunum en þá var stað- an orðin 4:0. Markaskor Blikanna var þar með lokið en Margrét Árnadóttir náði að svara fyrir Þór/KA undir lok leiksins. _ Hafrún Rakel Halldórsdóttir lék sem vinstri bakvörður hjá Breiðabliki í fyrra. Hún fór fram á vinstri kant- Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogsvöllur Arna Eiríksdóttir kom til liðs við Þór/KA í fyrrakvöld og fór beint í liðið gegn Breiðabliki. Hér á hún í höggi við Alexöndru Soree. inn í gær og þakkaði fyrir það með því að skora tvö mörk á fyrsta hálf- tímanum. En skömmu síðar meiddist hún og þurfti að fara af velli. Óttast er að hún hafi ristarbrotnað. _ Úkraínska landsliðskonan Anna Petryk sem lék gegn Blikum með Kharkiv í Meistaradeildinni í vetur, skoraði í fyrsta leik sínum í deildinni með Breiðabliki og kom liðinu í 2:0. _ Natasha Anasi skoraði líka í fyrsta deildaleik sínum fyrir Blika þegar hún kom þeim í 4:0. Natasha hefur áður skorað sex mörk fyrir Keflavík og sex fyrir ÍBV í deildinni. Brenna í banastuði Selfyssingar fóru í Mosfellsbæinn og sigruðu þar nýliða Aftureldingar á all sannfærandi hátt, 4:1. Unnur Dóra Bergsdóttir og Brenna Lovera skoruðu á fyrstu tíu mínútunum. Brenna varð marka- drottning deildarinnar í fyrra með 13 mörk og er strax komin á blað í ár. Hún bætti við marki í seinni hálfleik og hefur nú skorað 21 mark í aðeins 26 leikjum í deildinni. _ Barbára Sól Gísladóttir skoraði síðan fjórða mark Selfoss með glæsi- legum skalla eftir sendingu frá Brennu. _ Landsliðskonan Sif Atladóttir lék sinn fyrsta deildaleik á Íslandi í þrettán ár, eða síðan hún lék með Val, einmitt gegn Aftureldingu/Fjölni á Varmárvelli. Sif skoraði mark í 3:0 sigri Vals í þeim leik og hún fagnaði aftur í gærkvöld. _ Magdalena Anna Reimus lék sinn 100. leik í efstu deild með Sel- fyssingum og er aðeins þriðji leik- maðurinn sem afrekar það fyrir fé- lagið. Brassaþrenna í fyrsta leik - Ana Paula skoraði þrjú mörk fyrir Keflavík á þrettán mínútum í Vesturbænum - Hafrún skoraði tvö fyrir Blika en meiddist í kjölfarið - Óskabyrjun hjá Selfossi Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia eru komnir í undan- úrslit Evrópubikarsins í körfubolta eftir nokkuð öruggan sigur á Le- vallois frá Frakklandi á heimavelli í gærkvöld, 98:85. Martin átti stór- góðan leik með Valencia en hann var með tvöfalda tvennu, skoraði 14 stig og átti 11 stoðsendingar á tæp- lega 23 mínútum sem hann spilaði. Í undanúrslitunum leikur Valencia við Virtus Bologna frá Ítalíu og fær leikinn á heimavelli þar sem liðið var ofar en það ítalska í riðlakeppn- inni í vetur. Martin frábær í Evrópusigri Ljósmynd/Valencia Basket Valencia Martin Hermannsson var í stóru hlutverki í gærkvöld. Íslendingaliðin Elverum og Dram- men tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum norska handboltans. Elverum burstaði Bækkelaget á úti- velli, 38:21, og vann einvígið 2:0. Orri Freyr Þorkelsson var sterkur hjá Elverum og skoraði sjö mörk. Aron Dagur Pálsson gerði eitt mark en liðið vann yfirburðasigur í norsku deildinni og tapaði aðeins einum leik af 26. Drammen vann Halden örugg- lega á útivelli, 32:21, og vann einvíg- ið 2:0. Óskar Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Drammen, sem hafnaði í öðru sæti í vetur. Íslendingaliðin í undanúrslit Ljósmynd/Szilvia Micheller Elverum Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk í gærkvöld. BREIÐABLIK – ÞÓR/KA 4:1 1:0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir 8. 2:0 Anna Petryk 18. 3:0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir 30. 4:0 Natasha Anasi 47. 4:1 Margrét Árnadóttir 86. M Telma Ívarsdóttir (Breiðabliki) Natasha Anasi (Breiðabliki) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki) Taylor Ziemer (Breiðabliki) Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðab.) Anna Petryk (Breiðabliki) Arna Eiríksdóttir (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 8. Áhorfendur: 368. KR – KEFLAVÍK 0:4 0:1 Ana Paula Santos Silva 34. 0:2 Ana Paula Santos Silva 36. 0:3 Ana Paula Santos Silva 47. 0:4 Dröfn Einarsdóttir 78. MM Ana Paula Santos Silva (Keflavík) M Rebekka Sverrisdóttir (KR) Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (KR) Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR) Samantha Leshnak (Keflavík) Elín Helena Karlsdóttir (Keflavík) Caroline Van Slambrouck (Keflavík) Dröfn Einarsdóttir (Keflavík) Tina Marolt (Keflavík) Dómari: Guðmundur P. Friðbertss.– 8. Áhorfendur: 160. AFTURELDING – SELFOSS 1:4 0:1 Unnur Dóra Bergsdóttir 3. 0:2 Brenna Lovera 10. 1:2 Hildur K. Gunnarsdóttir 50.(v) 1:3 Brenna Lovera 52. 1:4 Barbára Sól Gísladóttir 67. MM Brenna Lovera (Selfossi) M Sif Atladóttir (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi) Magdalena Anna Reimus (Selfossi) Eva Ýr Helgadóttir (Aftureldingu) Dómari: Helgi Ólafsson – 6. Áhorfendur: 413. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport. HANDKNATTLEIKUR 6-liða úrslit kvenna, fyrsti leikur: KA-heimilið: KA/Þór – Haukar ............... 18 Eyjar: ÍBV – Stjarnan ......................... 19.40 8-liða úrslit karla, oddaleikur: Kaplakriki: FH – Selfoss (1:1)............. 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Fjórði úrslitaleikur kvenna: Njarðvík: Njarðvík – Haukar (2:1) ..... 19.15 KNATTSPYRNA Besta deild karla: Víkin: Víkingur R. – Keflavík .............. 19.15 Í KVÖLD! Subway-deild karla Undanúrslit, þriðji leikur: Njarðvík – Tindastóll ........................ (51:48) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Evrópubikarinn 8-liða úrslit: Valencia – Levallois ............................ 98:85 - Martin Hermannsson skoraði 14 stig og átti 11 stoðsendingar á 23 mínútum fyrir Valencia sem mætir Virtus Bologna frá Ítalíu í undanúrslitum. Úrslitakeppni NBA 1. umferð: Miami – Atlanta .................................... 97:94 _ Miami vann 4:1 og mætir Philadelphia eða Toronto. Memphis – Minnesota...................... 111:109 _ Staðan er 3:2 fyrir Memphis. Phoenix – New Orleans ..................... 112:97 _ Staðan er 3:2 fyrir Phoenix >73G,&:=/D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.