Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið GLOBL V Hvíldarst KRAGELUND Aya K 129 Casö 701 langborð Stólar Sófasett Borðstofuborð Skenkar/skápar Hvíldarstólar o.m.fl. Borstofuhúsgön frá Casö Mikið úrval af hvíldarstólum með og án rafmagns. Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu Casö 230 viðartegundir nature eik og reykt eik IKTOR óll KRAGELUND Handrup Nýjasta bók írsku skáldkonunnar geysivinsælu Sally Rooney, sem áður hefur sent frá sér verkin Okkar á milli og Eins og fólk er flest, ber titilinn Fagri heimur, hvar ert þú? og segir af tveimur 29 ára vinkonum, Alice og Eileen. Alice er rithöfundur sem hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn og það er greini- legt að þessi ný- tilkomna frægð hefur haft mikil áhrif á hana og sjálfsmynd henn- ar. Eftir að hafa misst tökin og verið lögð inn á geðdeild ákveður hún að setjast að í stóru húsi rétt utan við írskan smábæ. Ýmsir hafa velt því fyrir sér að hve miklu leyti Rooney byggir sögu Alice á sögu sjálfrar sín og að hve miklu leyti vangaveltur Alice um hlutverk rit- höfundarins í samtímanum eru vantaveltur Rooney. Í þessum litla bæ kynnist Alice manni að nafni Felix sem starfar í vöruhúsi. Þau eru ólíklegir vinir og enn ólíklegri elskendur en Alice lýsir sambandi þeirra vel í bréfi til vin- konunnar Eileen: „Við sjáum margt sem við könnumst við hvort í annars fari“ (132). Eileen býr í Dublin þar sem hún vinnur sem aðstoðarritstjóri bók- menntatímarits. Hennar hluti sög- unnar er að miklu leyti byggður í kringum samskipti hennar við vin sinn Simon sem hún hefur þekkt frá því hún var barn. Samband þeirra er náið en marglaga og oft á tíðum er óljóst af hvaða tagi það er. Annar hver kafli byggist á tölvu- póstsamskiptum vinkvennanna Alice og Eileen. Þar ræða þær stjórnmál, sögu mannkyns, trúarbrögð, bók- menntir og samtímann sem og velta fyrir sér sinni eigin stöðu í þessum heimi sem þær eru sammála um að sé ekkert sérlega fagur. Þetta eru kannski ívið háfleyg samskipti en þegar heimsfrægur rit- höfundur og besta vinkona hennar, sem hafði skarað fram úr á skóla- göngu sinni, skrifast á er kannski ekki við öðru að búast. (Þessir bréfa- kaflar kallast skemmtilega á við sambærilegar bréfaskriftir vin- kvenna í Merkingu Fríðu Ísberg en bækurnar tvær komu út með stuttu millibili síðasta haust.) Verkið er byggt upp á einfaldan hátt; samskipti Alice og Felix, sam- skipti Eileen og Simons og bréfa- skriftir Alice og Eileen birtast les- andanum á víxl og flæða áfram þar til fereykið sameinast í húsi Alice undir lok verksins. Fagri heimur, hvar ert þú? toppar kannski ekki Eins og fólk er flest, sem sló svo rækilega í gegn, en er engu að síður afar vel heppnað verk þar sem þau höfundareinkenni Rooney, sem fólk heldur hvað mest upp á, eru enn áberandi. Textinn er tær eins og í fyrri verk- um Rooney og flæðir einstaklega vel enda ekkert út á þýðingu Ingunnar Snædal að setja. Hún er líka einstök nándin sem höfundinum tekst að skapa milli les- andans og persónanna og ekki síður nándin sem lesandinn skynjar per- sónanna í millum. Það ríkir einhver angurværð yfir verkinu sem smýgur inn að beini. Snilldin felst í því hvernig Rooney tekst að lýsa samskiptum og sam- tölum fólks og draga um leið fram það varnarleysi sem felst í því að opna sig fyrir annarri manneskju og þann breyskleika sem oftar en ekki kemur í ljós. Það má þó búast við að þetta verk fari í taugarnar á sumum lesendum og þeir hrópi upp yfir sig í pirringi: „Það gerist ekki neitt!“ En það virð- ist einmitt með ráðum gert eins og lesa má út úr bréfaskriftum Alice og Eileen þegar þær velta fyrir sér líf- inu, tilverunni og skáldskapnum. Það má kannski segja að höfund- urinn sé að gera bókmenntafræði- lega tilraun um það hvort hægt sé að skrifa skáldsögu um „ekki neitt“. Eða kannski ekki „ekki neitt“ heldur öll þau agnarsmáu augnablik sem virðast svo ómerkileg en skipta í raun mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft. Verkið Fagri heimur, hvar ert þú? hittir í mark hjá okkur sem trúum því að fegurð heimsins liggi í hinu smáa og hinu hversdagslega, í vin- áttu og ást, og að það sé einmitt hlut- verk skáldskaparins að benda á það. Snilldin býr í varnarleysinu Faber/Jonny Davies Höfundurinn „Það ríkir einhver angurværð yfir verkinu sem smýgur inn að beini,“ segir gagnrýnandi um nýjustu skáldsögu Sally Rooney. Skáldsaga Fagri heimur, hvar ert þú? bbbbm Eftir Sally Rooney. Ingunn Snædal þýddi. Benedikt, 2022. Kilja, 312 síður. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Auturríski sellóleikarinn Kian Solt- ani er einleikari á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í Eld- borgarsal Hörpu í kvöld og flytur hann sellókonsert Roberts Schu- manns. Á tónleikunum hljómar einnig Sinfónía nr. 9 eftir Franz Schubert. Tónsprotanum sveiflar Eva Ollikainen. Soltani vakti fyrst athygli tón- listarheimsins þegar hann vann ár- ið 2013 fyrstu verðlaun í Paulo- sellókeppninni í Helsinki. Og gagn- rýnendur hafa síðan borið mikið lof á leik hans og túlkun. „Hrein full- komnun“ hefur rýnir tímaritsins Gramophone til að mynda skrifað um túlkun hans. Síðustu ár hefur ferli hans verið líkt við sigurgöngu og hefur hann til að mynda haldið tónleika í Carnegie Hall í New York og er kominn með útgáfusamning við Deutsche Grammophon. Kon- sert Schumanns er ljóðrænn og til- finningaríkur en tónskáldið samdi hann undir lok ævinnar. Létt og lagræn sinfónía Schu- berts var aldrei flutt meðan hann lifði en er rómuð í dag. Í ham Einleikari kvöldsins, Kian Soltani. Kian Soltani flytur verk Schumanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.