Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
Jóga, slökun & sæla
13. júní í 10 nætur
með Auði Bjarnadóttur á Krít
595 1000 www.heimsferdir.is
339.900
Flug & hótel frá
10 nætur
Fararstjóri:
Auður Bjarnadóttir
SÉRFERÐ
FULLT FÆÐI INNIFALIÐ
HÓTELaaaaa
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin og Betri samgöngur
munu láta vinna frumdrög að jarð-
göngum undir Miklubraut frá
Snorrabraut og austur fyrir Grens-
ásveg, til samanburðar við steyptan
stokk sem leggja á frá Snorrabraut
og austur fyrir Kringlu samkvæmt
gildandi aðalskipulagi og sam-
göngusáttmála. Þröstur Guðmunds-
son, forstöðumaður verkefna og
áætlana hjá Betri samgöngum, seg-
ir hugsanlegt að jarðgöng séu fýsi-
legur kostur, alla vega sé vilji til að
skoða þann valmöguleika en tekur
fram að það sé annarra að ákveða
breytingar ef sá kostur kemur vel
út í samanburðinum.
Gert hefur verið ráð fyrir því að
stokkurinn verði byggður í tveimur
áföngum. Annars vegar á milli
Snorrabrautar og Rauðarárstígs og
hins vegar þaðan og austur fyrir
Kringlu. Hugsanlegt er að hentað
gæti að grafa jarðgöng austur fyrir
gatnamót Grensásvegar. Frumdrög
sem nú á að láta vinna og boðin hafa
verið út fela í sér að fyrstu áætlanir
eru gerðar og reynt að ná utan um
verkefnið í heild. Næsta stig hönn-
unar er forhönnun. Þá eru niður-
stöður úr frumdrögum unnar lengra
og byrjað að vinna að kostnaðar- og
tímaáætlunum, umhverfismati og
deiliskipulagi. Þriðji áfanginn er
síðan verkhönnun þar sem mann-
virkið er hannað að fullu til und-
irbúnings útboðs verklegra fram-
kvæmda.
Sæbraut á annað stig
Sæbrautarstokkurinn, frá Vestur-
landsvegi að Holtavegi, er að fara á
annað stig hönnunar, forhönnun.
Stokkurinn verður 850 metrar að
lengd, frá Vesturlandsvegi og fram
yfir Kleppsmýrarveg og aðlögun
stokks að núverandi vegi lýkur áður
en komið er að Holtavegi.
Skoða jarðgöng undir
Miklubraut samhliða stokki
- Vinna við fyrsta stig hönnunar hefur verið boðin út
Morgunblaðið/Hari
Umferð Mikil breyting verður á
Miklubraut við Lönguhlíð.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Fyrir utan leiðindaveður byrjar
sumarið á strandveiðunum ágæt-
lega,“ sagði Einar Helgason á Kolgu
BA 70 upp úr hádegi í gær. Hann
var þá á landleið og sigldi á rúmum
20 mílum inn Patreksfjarðarflóa
með dagskammtinn sem fékkst á
fjórum tímum á Víkurálstotunni
vestur af Látrabjargi.
Vertíðin byrjaði á mánudag, en
Einar reri ekki á þriðjudag vegna
veðurs. Í gærmorgun héldu hann og
fleiri strandveiðibátar út frá Pat-
reksfirði þegar veður gekk aðeins
niður. Á þriðjudag voru alls 470
bátar komnir með virk leyfi til
strandveiða. Þeir hafa þó ekki allir
getað hafið veiðar vegna veðurs, en í
gær var fjöldi minni báta á sjó við
vestanvert landið.
Aldan köld á Kolgu
Einar segir að nóg virðist vera af
fiski og nú sé stóri fiskurinn farinn
að taka. Hann fór í kvótaróður í síð-
ustu viku og þá var fiskurinn mjög
blandaður og stóra fiskinn vantaði. Í
gær var helmingur dagskammtsins,
sem er um 700 kíló af þorski, yfir
átta kíló að þyngd og hinn helming-
urinn flokkaðist sem stór, þ.e. yfir
fimm kílóum. Einar er bjartsýnn á
sumarið, en síðustu sumur hefur
hann verið með þeim aflahæstu á
strandveiðununm, gjarnan með um
og yfir 40 tonn í heildina.
Bátur Einars, Kolga BA, var upp-
haflega átta metra Sómi, sem var
smíðaður á tíunda ártatugnum sem
frístundabátur með stóru húsi. Hon-
um hefur mikið verið breytt og er
nú rúmlega 11 metrar á lengd með
öflugri vél. „Þetta er orðið talsvert
skip miðað við marga strand-
veiðibáta þó svo að vissulega séu
margir á stærri bátum,“ segir Ein-
ar.
Nafnið segir Einar að sé sótt í
goðafræðina og Kolga (einnig
Kólga) hafi verið ein dætra Ægis og
Ránar og meðal annarra Ægisdætra
hafi verið þær Bára, Hrönn, Unnur
og Bylgja. Nöfnin standi fyrir öldur
hafsins og Kolga sé köld alda. Það
hafi sannarlega átt við í öldugangi
og snjókomu gærdagsins.
Fjórtán ára háseti
Eftir að hafa verið skipstjóri á
línubát í níu ár hjá útgerð í eigu
annarra, samhliða strandveiðunum,
hætti hann þeim starfa í fyrra.
Hann er núna netamaður á togar-
anum Vestra á fiskitrolli yfir vet-
urinn en á strandveiðunum á sumr-
in. Þetta henti báðum vel þar sem
færri eru um borð á rækjunni á
Vestra á sumrin og hann sé þá eigin
herra á strandveiðunum. Á þeim
veiðiskap séu flestir einir um borð,
en í fyrra fékk Einar þó liðsauka:
„Fjórtán ára stjúpdóttir mín,
Mónika Björg, var með mér um
borð hluta sumars í fyrra,“ segir
Einar. „Hún náði sér í smápening
með þessu og stóð sig vel, var dug-
leg, ekkert sjóveik og góður fé-
lagsskapur. Það getur vel verið að
hún rói eitthvað mér í sumar.“
Ljósmynd/Kolbrún Gunnarsdóttir
Á strandveiðum Einar kemur að landi með góðan afla í fyrrasumar.
Bjartsýnn þrátt
fyrir brælutíð
- Gott verð fyrstu daga strandveiða
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu kost-
aði allt að 308,90 kr. í gær og lítrinn
af díselolíu (gasolíu) 312,90 kr. sam-
kvæmt vefnum gsmbensin.is.
„Dísilolían hefur aldrei verið jafn
dýr og nú síðustu áratugi,“ sagði
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda. Hann segir að FÍB hafi lagt
það til að stjórnvöld bregðist við
hækkununum, að minnsta kosti
tímabundið. Þær fari beint inn í vísi-
töluna og komi verst við íbúa hinna
dreifðu byggða sem þurfa að sækja
þjónustu um langan veg.
„Það er erfitt að spá um framtíð-
ina en mér sýnist á öllu að eldsneyt-
isverð geti haldist áfram hátt. Verðið
má helst ekki fara mikið hærra en
þetta,“ sagði Friðrik Kristjánsson,
innkaupastjóri eldsneytis hjá N1.
Hann segir að svo virðist sem átökin
í Úkraínu gætu harðnað. Þá séu
menn að gera alvöru úr hótunum um
að stöðva streymi olíu og gass frá
Rússlandi til Vestur-Evrópu. Það er
þegar farið að hafa mikil áhrif á
framboð eldsneytis í Evrópu og
skorturinn þrýstir verðinu upp.
Kórónuveirufaraldurinn í Kína
hefur slegið á eftirspurn eftir jarð-
efnaeldsneyti þar í landi og það hef-
ur hamlað á móti enn frekari verð-
hækkunum.
Venjulega hefur verð á gasolíu
lækkað á þessum árstíma þegar
dregur úr húshitun. Friðrik segir að
ástandið nú á eldsneytismörkuðum
sé allt annað en eðlilegt og því ólík-
legt að verðið lækki, þótt það dragi
úr húshitun með hlýindum vorsins.
Hann segir að mikið af gasolíu hafi
komið til Vestur-Evrópu frá Rúss-
landi. Olíuframleiðsla olíuríkja í Evr-
ópu datt mikið niður í heimsfaraldr-
inum og hefur ekki náð sömu
afköstum og áður.
Eldsneytisverð í hæstu
hæðum þessa dagana
- Útlit fyrir hátt verð áfram - Úkraínustríðið hefur áhrif
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eldsneyti Verðhækkanir kalla á
viðbrögð stjórnvalda, segir FÍB.
Sauðburður er mikill annatími hjá bændum. Þá eru
langar vökur til að fylgjast með velferð ánna sem eru
að bera og afkvæma þeirra enda mikilvægt fyrir af-
komuna að vel takist til. Brynjólfur Sæmundsson á Silf-
urbergi er með um 75 ær í fjárhúsunum í Beitistöðum í
Leirársveit og segist vera frístundabóndi. Sauðburður
er nýlega byrjaður á Beitistöðum en hefur gengið vel
það sem af er, að sögn Brynjólfs.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Annatími hjá bændum í sauðburði