Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
KRINGLU
KAST
5.-9. maí
20%
afsláttur
af völdum
vörumerkjum í
CASA Kringlunni
Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is
Afsláttur einnig í netverslun
Ívilnun í formi lækkaðs virðisauka-
skatts á tengiltvinnbíla rennur sitt
skeið á enda í lok dags á morgun, 6.
maí. Ívilnanir sem þessar bifreiðar
hafa notið voru lækkaðar um helm-
ing um seinustu áramót úr 960 þús-
und kr. á hverja bifreið í 480 þúsund
krónur og stjórnvöld ákváðu að þeg-
ar 15 þúsund tengiltvinnbílar hafa
verið skráðir á ökutækjaskrá féllu
ívilnanir virðisaukaskatts þessara
bíla alveg niður og er nú komið að
því.
Fram kemur í tilkynningu Skatts-
ins að innflutningur tengiltvinnbíla
hafi þegar náð þessu marki og vel
það og var fjöldi þeirra kominn í
15.238 ökutæki 29. apríl síðastliðinn.
Ívilnunin fellur niður frá og með
sjötta virka degi í næsta mánuði eftir
að 15 þúsund bíla hámarkinu er náð.
Stjórnvöld höfnuðu í vetur óskum
ýmissa samtaka um að framlengja
þessar ívilnanir vegna tengiltvinn-
bíla frekar og kom fram í greinar-
gerð fjármálaráðuneytisins að
áframhaldandi ívilnanir virðisauka-
skatts hefðu í för með sér kostnað
fyrir ríkissjóð, sem gæti orðið um 20
milljarðar kr.
Skv. tölum Bílgreinasambandsins
um sölu nýrra bíla eru nýorkubílar
(rafmagns, tengiltvinn og metan)
rúmlega 62% allra seldra nýrra
fólksbíla á árinu. Hefur sala á tengil-
tvinnbílum aukist það sem af er ári,
væntanlega mest vegna þess að
fyrirsjáanlegt var að verð þeirra
myndi nú hækka eftir afnám ívilnana
stjórnvalda. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umferð Í lok apríl var fjöldi innfluttra tengiltvinnbifreiða kominn í 15.238.
Ívilnun tengiltvinn-
bíla að renna út
- 480.000 kr. vsk-ívilnun fellur niður
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Kristinn D. Hafliðason fagnaði í gær
100 ára afmæli sínu. Hann er fæddur í
Reykjavík, 4. maí 1922, og hefur búið
þar alla tíð. Hann rifjar upp hve mikil
breyting hafi orðið í borginni á stríðs-
árunum.
„Fólk hafði lítil peningaráð en svo
þegar stríðið kemur þá verður allt vit-
laust að gera og fólkið hljóp úr sveit-
unum. Þá var mikil eftirspurn eftir
starfskrafti og það breyttist mikið á
stuttum tíma,“ segir hann.
Faðir Kristins, Hafliði Jónsson, var
yfirvélstjóri og var Kristinn snemma
farinn að fylgja föður sínum í ferðir
með strandferðaskipum. Þeir unnu
saman á Goðafossi þar til Kristinn hóf
nám í Vélstjóraskólanum. Yngri bróð-
ir hans, Pétur Már, tók þá við plássinu
hans á skipinu. Þeir fórust báðir, faðir
Kristins og bróðir, með Goðafossi í
nóvember 1944, bróðirinn þá 17 ára og
í sinni fyrstu ferð yfir Atlantshafið.
„Það var erfitt,“ segir Kristinn. „Á
þeim árum var aðalatvinnuvegurinn
búskapur og sjómennska. Það var
ekki um mikið annað að velja. En það
fórust mörg skip á þessum árum.“
Hann lauk vélvirkjaprófi og síðar
vélstjóraprófi og var á sjó allan sinn
starfsferil. Hann starfaði hjá Eimskip,
Bæjarútgerð Reykjavíkur og Granda.
Sundlaugar fyrir eldra fólkið
Kristinn hefur lagt mikla áherslu á
hreyfingu og eftir að hann hætti á
sjónum, lenti í slysi og brotnaði á fæti
og öxl fór hann að stunda sund. Hann
var til heimilis á Lindargötu þar til
fyrir þremur árum og var fastagestur
í Sundhöll Reykjavíkur. „Ég byrjaði
daginn á því og ég held ég geti þakkað
sundinu að ég náði mér nokkuð vel
eftir slysið. Maður synti svolítið og
slappaði svo af í heitu pottunum. Það
var mjög gott.“
Hann segir sundið ábyggilega eiga
sinn þátt í því hvað hann hafi haldið
góðri heilsu fram eftir aldri.
Hann bjó á Lindargötu þar til fyrir
þremur árum þegar hann flutti á
hjúkrunarheimilið í Sóltúni 2. Þar lík-
ar honum vel. „Það er hugsað svo vel
um okkur,“ segir hann.
Það skorti bara aðgang að sund-
laugunum. „Við eigum nóg af heitu
vatni og það mætti nota það svolítið
meira fyrir eldra fólkið,“ segir hann
og bendir á að við Sóltún sé gott úti-
svæði sem alveg mætti nýta undir
sundlaug og aðra íþróttaaðstöðu.
„Það hefur svo mikil áhrif að
hreyfa sig, ekki sitja bara kyrr og
horfa á sjónvarp.“ Honum heilsast al-
mennt vel fyrir utan að vera farinn að
tapa sjón og heyrn.
Kristinn fór mikið með vinum sín-
um í gönguferðir frá Lindargötunni
og niður í bæ og bregður sér enn út
og fær sér frískt loft. Hann tók aldrei
bílpróf enda lítil þörf fyrir það á sjón-
um. Mótorhjól átti hann þó með Gísla
bróður sínum.
„Hann er yndislegur faðir og góður
félagi,“ segir sonur Kristins, Hafliði,
og rifjar upp fjölskylduferðir í sumar-
bústaði og til sólarlanda. „Þá var oft
glatt á hjalla.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aldarafmæli Kristinn Hafliðason var vélstjóri, sigldi víða og gerðist síðan fastagestur í Sundhöll Reykjavíkur.
Sund og önnur hreyf-
ing hefur mikil áhrif
- Kristinn D. Hafliðason fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær
Einar Þorsteinsson, oddviti lista
Framsóknar fyrir komandi borgar-
stjórnarkosningar, kynnti áherslur
listans í gær, þegar tíu dagar voru til
kosninga.
Meðal annars segist flokkurinn
vilja þétta byggð þar sem innviðir
leyfi, og í aukinni sátt við íbúa.
Sömuleiðis vilji flokkurinn öfluga
uppbyggingu í öllum hverfum borg-
arinnar og reisa nýtt hverfi að Keld-
um. Hlúð verði að fjölmenningar-
samfélaginu, jafnrétti allra kynja
verði tryggt og tekið verði vel á móti
flóttafólki og því hjálpað að laga sig
að samfélaginu.
Flokkurinn kveðst einnig vilja
„stýra Reykjavík út frá hagsmunum
barna“ og hækka frístundastyrk í 75
þúsund krónur, auk þess sem börn í
grunn- og framhaldsskóla fái ókeyp-
is í strætisvagna.
„Framsókn vill efla dagforeldra-
kerfið og bjóða heimgreiðslur með
barni sem bíður eftir leikskólaplássi
til að brúa bilið,“ segir einnig í stefnu
listans fyrir kosningarnar. Þá er tek-
ið fram að Framsókn vilji fjölga val-
kostum í matarþjónustu fyrir eldra
fólk og að heilsuefling verði stórefld
fyrir eldri borgara. Hvað borgina
varðar segir að tryggja verði að
Reykjavíkurborg verði eftirsóttur
vinnustaður.
Framsókn kynnti
stefnumál listans
- Vill þétta byggð og byggja nýtt hverfi
Morgunblaðið/Eggert
Oddviti Einar Þorsteinsson leiðir lista Framsóknar fyrir kosningarnar.
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Kjörnum fulltrúum í sveitar-
stjórnum á landinu öllu mun fækka
um 17 við sveitarstjórnarkosning-
arnar 14. maí eftir því sem næst
verður komist. Þetta kemur fram í
samantekt Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Mun fulltrúum þó
fjölga í þremur sveitarfélögum en í
fimm sveitarfélögum fækkar
fulltrúunum og er ástæða þess sam-
eining sveitarfélaga. Í Vest-
mannaeyjum verður fulltrúum
fjölgað úr 7 í 9 og Mosfellsbæ og
Árborg fjölgar bæjarfulltrúum úr
níu í ellefu.
Fækkun fulltrúa vegna samein-
ingar sveitarfélaga á fimm stöðum
á landinu á sér m.a. stað við samein-
ingu Skútustaðahrepps og Þingeyj-
arsveitar þar sem sveitar-
stjórnarmenn verða níu en voru
tólf. Skagafjörður var með níu
menn og sú tala verður óbreytt en í
Akrahreppi var fimm manna
sveitarstjórn svo í heild fækkar um
fimm fulltrúa svo dæmi séu tekin.
Fulltrúum í sveitarstjórnum fækkar um 17