Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 12

Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is SÓLA zip-off göngubuxur Kr. 17.990.- Þín útivist - þín ánægja DÖGG regnjakki Kr. 11 990 - BRIM regnjakki Kr 8 990 - 25% afsláttur af regnkápum, hettupeysum og göngubuxum . . RÖKKVI göngubuxur Kr. 11.990.- JÖKULL hettupeysa Kr. 9.990.- HVALFJÖRÐUR hettupeysa Kr. 11.990.- SALKA göngubuxur Kr. 9.990.- LYNG Kr. 1 ullarsokkar .590.- . . . Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is F ólk úr öllum stéttum hef- ur alltaf sótt í að skyggnast á bak við tjöldin með Tarot- spilum. Fólk hefur áhuga á að rannsaka á hvaða leið það er í lífinu, hvort og hvað því yfirsést, hvort það geti bætt sig á einhverjum sviðum og svo framvegis,“ segir Guð- rún Tinna Thorlacius, markþjálfi og sjósundskona, en hún býður upp á námskeið í lestri Tarotspila á netinu. Tinna hefur nýtt sér spilin á marg- víslegan hátt í yfir 30 ár. „Ég byrjaði að nota Tarotspil sem unglingur því æskuvinkona mín átti slík spil, en hún er löngu hætt slíku grúski, ég hélt því aftur á móti áfram. Við erum nokkrar æsku- vinkonur sem höfum alla tíð hist reglulega og köllum okkur Nornahóp. Við höfum haldið Tarotinu lifandi meðal okkar, því kúnstin er að halda áfram grúskinu. Hjá mér varð þetta alveg óvart eitthvað sem hægt er að miðla til annarra, það var ekki planið en það er eftirspurn eftir því,“ segir Tinna og bætir við að Tarotspilin séu ákveðið verkfæri til að skilja hvar við stöndum í lífinu hverju sinni. „Ég nota Tarotspilin mikið til að rannsaka, til að fá vísbendingar í gegnum spilin um eitthvað sem við vissum ekki í meðvitund og hvernig það situr í okkur. Við erum alltaf í þessu samtali að leita að vísbend- ingum um hvar við getum stækkað þægindarammann okkar, gert betur, til að fá innsæi í lífið. Að leggja Tarot- spil og lesa í þau er ekki spádómur, eins og margir halda, heldur frekar sjálfsskoðun. Hér áður fyrr fór fólk til spákvenna til að heyra um væntan- legan maka og eða barneignir, ég er ekki mikið að nota Tarotspilin þann- ig, heldur er þetta meira samtal við innsæið okkar og leiðbeining um að virkja það. Á námskeiðunum er ég að kenna fólki hvernig það getur nýtt sér Tarotspilin sem verkfæri til þess arna.“ Gleði fylgir nýrri vegferð Tinna segir að í Tarotspila- stokknum séu m.a. örlagaspil, en þau geyma stóru leyndarmálin og eru mikilvægustu spilin í stokknum. „Þau eru 22 og heita meðal ann- ars Sólin, Stjarnan, Turninn, Dauð- inn og svo framvegis. Þessi spil geyma þroskasögu sálarinnar sem við könnumst öll við, þessa reynslu sem við göngum í gegnum sem mann- eskjur, að koma ósnortin og saklaus inn í lífið eins og lamb að vori, en spil núll stendur einmitt fyrir það og heit- ir Fíflið. Við lesum í táknin á mynd- inni af fíflinu, þar er til dæmis hundur að gelta á fíflið, hann varar við hætt- um sem eru fram undan, enda er fíflið á leiðinni fram af kletti, ef það gáir ekki að sér. Þegar við heimfærum þetta inn á þroska manneskju, þá sjáum við að spilið táknar nýja veg- ferð þar sem allar stærðir eru óþekktar, hjá manneskju sem er á nýrri leið í sínu lífi. Gleði og gaman fylgir því að rannsaka nýja vegferð.“ Næsta spil á eftir Fíflinu er Töframaðurinn. „Hann er strax kom- inn með ákveðnar forsendur til að skilja lífið betur, hann er með öll verkfærin til að geta tekist betur á við sínar aðstæður. Þegar spil töfra- mannsins kemur upp í lögn hjá fólki, þá segjum við: Nú ert þú meistari í þínum nýju aðstæðu, þú hefur allt sem þú þarft til að takast á við þær. Mér finnst gaman að skoða með spil- unum hvar við stöndum í verkefnum, samskiptum og öllu því sem við erum að fást við í lífinu. Að leggja spil er fyrst og fremst leiðbeinandi og styðj- andi, ákveðin sjálfsrækt. Þeir sem koma til mín á Tarotnámskeið eru fólk sem hefur áhuga á að rannsaka hvert það er að fara og hvernig því gangi í sínum verkefnum. Þetta er fólk sem vill ekki standa kyrrt heldur halda áfram og búa til eitthvað meira í lífinu. Við getum í raun rannsakað í gegnum Tarotspilin hvað þetta meira er.“ Gefur öryggi og huggar Tinna á marga ólíka Tarotspila- stokka í fórum sínum. „Ég nota mest Crowley Thoth- spilin mín, þau eru frekar óhefð- bundin en Aleister Crowley var einn mesti seiðkarl Bretlands á nítjándu öldinni. Hann fékk listakonuna Lady Frieda Harris til að teikna spilin sam- kvæmt hans fyrirmælum. Þetta er mjög fallegur og litríkur stokkur og mikið af táknmyndum í honum, sem mér finnst spennandi. Hvert og eitt tákn hefur sína þýðingu og mörg þeirra eru úr egypskum fræðum, sem höfðar til mín. Á námskeiðunum er ég m.a. að útskýra fyrir fólki hvað táknin merkja. Til dæmis á spili sem heitir Lukkuhjólið, þar situr Svinx ofan á hjólinu en að neðan hangir Pan í hjól- inu, eða djöfullinn. Þarna er verið að sýna að hjólið snýst bæði í himnaríki og helvíti, í ljósi og skugga. Í lífinu er nauðsynlegt að hjólið snúist og að þar skiptist á skin og skúrir, annars verð- ur engin framþróun. Skugginn stend- ur fyrir áskoranir í lífinu.“ Tinna segir að Tarotspil hafi fyrst verið búin til á Ítalíu árið 1430. „Tarotspil eiga langa sögu á Ítal- íu og þau komu fram hjá hirðinni þar sem voru spákonur að spá, skoða og rannsaka lífið fyrir hina eðalbornu. Tarotspil voru fyrst hefðbundinn spilastokkur með fjórum sortum, stöfum, bikurum, sverðum og mynt- um. Fjórtán spil eru í hverri sort og þar er verið að vísa í elementin, jörð, loft, eld og vatn, sem áfram vísar til ákveðinna eiginleika í manneskjunni. Til dæmis stendur jarðtengingin fyrir vinnuna, líkamann og heilsuna, á meðan loftið stendur fyrir hugsanir, hugmyndir og drauma. Örlagaspilin bættust seinna inn í Tarotspilastokk- inn, þegar fólk fór að nota spilin til að rannsaka lífið, þroska sinn og reynslu. Tarotspil eru eitt af mörgum tækjum sem við höfum til að skoða og skilja betur hvar við stöndum í tilver- unni hverju sinni, hvaðan við komum og líka hvað er fram undan. Þetta gef- ur okkur öryggi og huggar okkur. Þegar við viljum fá dýpri skilning á því hvar við stöndum, þá er gott að geta dregið spil. Ég gæti ekki hugsað mér lífið án Tarotspilanna.“ Býr á Seyðisfirði í sumar Tinna er nýlega búin að kíkja í spilin fyrir bróður sinn sem er í fjár- festingum. „Hann er að velta fyrir sér möguleikum og við skoðum þetta allt í gegnum Tarotspilin. Ég fæ mikið af fólki til mín sem kemur úr veraldlega geiranum, er í krefjandi vinnu og hef- ur áhuga á að rannsaka ákvarðanir sem það stendur frammi fyrir eða verkefni. Fólk getur líka sótt sér andagift í Tarotspilin, með því að skoða hverjir möguleikarnir eru, þetta getur verið mjög hvetjandi,“ segir Tinna sem ætlar sjálf að prófa að búa á Seyðisfirði í sumar ásamt fjölskyldu sinni. „Þar ætlum við að opna litla POP UP-verslun í fallegu húsi sem er byggt árið 1907. Húsið heitir Steinholt og verslunin okkar mun heita Steinholt & Co. Hug- myndin er að samskapa fallega versl- un og þjónusta Seyðfirðinga í bland við ferðamenn og við ætlum að bjóða upp á vandaða íslenska vöru í bland við hitt og þetta skemmtilegt sam- starf listamanna og íbúa á Seyðis- firði.“ Næsta námskeið Guðrúnar Tinnu, Allt um TAROTspilin, hefst 11. maí. Á námskeiðinu fær fólk upp- lýsingar um allt sem það þarf að vita til að lesa í TAROTspilin. Fundir eru á Zoom fjóra miðvikudaga í röð og fólk lærir: um þroskasögu sálarinnar gegnum Örlagaspilin og bestu ráðin og aðferðirnar til að túlka daglega líf- ið. Skemmtilega talnaspeki sem teng- ist spilunum og gefur hugmynd um þroska og lærdóm ársins. Eitt og annað um ýmis tákn, verur, liti og myndir sem birtast í TAROTspil- unum. Ýmsar lagnir og hvernig á að spyrja spilin. Námskeiðið veitir að- gang að lokuðum hópi á Facebook, þar sem er samfélag sem tengist áfram við að þróa lestur spilanna. Skráning á e-mail: gtthorlacius- @gmail.com eða í S: 8943108. Þetta er samtal við innsæið okkar „Mér finnst gaman að skoða með spilunum hvar við stöndum í verkefnum, samskiptum og öllu því sem við erum að fást við í lífinu,“ segir Guðrún Tinna Thorlacius sem býður upp á Tarotnámskeið á netinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tinna Hún hefur spáð og spekúlerað í Tarotspil í þrjá áratugi, allt frá því hún var á unglingsaldri. Fallegt Crowley Thoth-Tarotspil Tinnu eru litrík og rúnirnar líka fagrar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.