Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Toyota Kauptúni Kauptúni 6 570-5070 www.toyotakauptuni.is
Betri notaðir bílar
LEXUS
RX 450H EXE HYBRID
• Nýskráður 3/2021
• Akstur 10 þ.km.
• Hybrid 3,5l 307 hö.
• Sjálfskipting
• Ábyrgð umboðs gildir til 16.3.2028
eða 200.000 km.
• Raðnúmer 996619
12.990.000 kr.
Kauptún
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Almenningur, fyrirtæki og hjálpar-
samtök hér í landi hafa tekið höndum
saman við móttöku flóttamanna frá
Úkraínu undanfarnar vikur. Margir
hafa lagt hönd á plóg við að útvega
þeim sem hingað hafa komið allslausir
allar helstu nauðsynjar.
Góði hirðirinn hefur sem dæmi út-
vegað flóttafólkinu innbú. Nytja-
markaðurinn hefur í svolítinn tíma
verið í samstarfi við sveitarfélögin um
að útvega flóttafólki innbú og er að-
stoðin við Úkraínumenn hluti af því
verkefni.
„Við gefum húsgögn, eldhúsáhöld,
borðbúnað, leikföng og allt það helsta
sem vantar,“ segir Sigrún Guðný
Markúsdóttir, verkefnastjóri versl-
ana Góða hirðisins. „Á morgnana
koma flóttamenn ásamt aðila frá við-
komandi sveitarfélagi og fá að velja
sér innbú. Það koma fjölskyldur á
hverjum morgni fjóra daga vik-
unnar.“
Hún segir að margir hafi haft sam-
band og viljað koma beint til þeirra
með hluti. Þau beini öllum í nytja-
gáma Góða hirðisins á endurvinnslu-
stöðvunum. Þeir séu tæmdir á hverj-
um morgni og það sem í þeim er fari
inn í verslunina í Fellsmúla þangað
sem flóttafólkið kemur.
„Það leggjast allir á eitt og það eru
allir af vilja gerðir. Við tökum ekki við
fatnaði, hvítvöru, rúmum eða stærri
raftækjum en allt annað sem er heil-
legt nýtist.“
Sjaldan jafn mikil viðbrögð
Rauði krossinn á Íslandi hefur
staðið fyrir fatasöfnun fyrir flótta-
menn auk þess að safna fjármagni í
neyðarsöfnun, bæði fyrir starf sam-
takanna í Úkraínu og fyrir það flótta-
fólk sem hingað er komið.
„Við höfum sjaldan eða aldrei feng-
ið jafn mikil viðbrögð. Við erum búin
að safna um 145 milljónum. Mörg
fyrirtæki eru búin að koma inn í þetta
sem og almenningur, hlaupahópar og
golfmót og hvaðeina. Það hefur aðeins
hægst á þessu en það er samt óvenju-
legt að svona átak endist svona
lengi,“ segir Brynhildur Bolladóttir,
upplýsingafullrúi Rauða krossins.
„Við söfnum fötum allan ársins
hring en við fundum fyrir því að fólk
vildi leggja þessu málefni sérstaklega
lið og við höfðum líka þörf fyrir til
dæmis hlýjan fatnað. Svo við
ákváðum að setja upp sérstaka gáma
fyrir Úkraínu og það hefur gengið al-
veg ótrúlega vel. Það er gríðarlegt
magn að koma til okkar, bæði í venju-
legu gámana sem og þessa sérstöku
gáma.
Við höfum líka fengið fyrirspurnir
um það hvort fólk geti gefið okkur
einhverja hluti en það er erfitt í fram-
kvæmd. Þótt það sé góður hugur sem
fylgir því þá er það þannig að pen-
ingar eru það sem nýtist langbest.“
Raftæki í 37 íbúðir
Raftækjaverslunin ELKO hefur
séð stórum hópi flóttamanna fyrir raf-
tækjum.
„Þegar þessir skelfilegu atburðir
komu upp og við fréttum að það væri
að koma mikill fjöldi af flóttafólki til
Íslands þá vorum við ákveðin í því að
reyna að hjálpa með einhverju móti.
Við náðum sambandi við góðgerðar-
félag sem var að koma upp íbúðum
fyrir flóttafólk og það vantaði raftæki
í þær allar,“ segir Óttar Örn Sigur-
bergsson, framkvæmdastjóri ELKO.
„Við útveguðum þvottavélar, sjón-
vörp og lítil heimilistæki í 37 íbúðir
ásamt spjaldtölvum þar sem mikil-
vægt er að það séu samskiptatól á
staðnum ásamt spilum og annarri af-
þreyingu fyrir yngsta hópinn. Það er
erfitt að hugsa til þess hvernig að-
stæðurnar eru hjá fólkinu sem kemur
frá Úkraínu og við erum því glöð að
geta aðstoðað á þennan máta.“
Hann segir fyrirtækið hafa fengið
fyrirspurnir frá fjölmörgum aðilum
sem eru að styðja við flóttafólk með
einhverjum hætti. „Við skoðum hvert
tilvik fyrir sig en síðastliðin misseri
höfum við lagt mikla áherslu á að
bæta aðstöðu flóttafólks sem er að
koma til landsins í formi raftækja.“
Þá hefur ELKO, eins og fleiri
verslanir, boðið almenningi að styðja
Rauða krossinn þegar verslað er hjá
fyrirtækinu og þá hefur ELKO lagt
fram sömu upphæð á móti.
„Það leggjast allir á eitt“
- Almenningur og fyrirtæki hafa hjálpast að við að útvega úkraínskum flóttamönnum nauðsynjar
- Góði hirðirinn og Rauði krossinn sinna sínu starfi - Elko og Íslandshótel gáfu veglegar gjafir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úrval Í Góða hirðinn koma fjölskyldur sem flúið hafa frá Úkraínu og fá að velja sér þá muni sem þær þurfa.
Samstarf „Það leggjast allir á eitt og það eru allir af vilja gerðir,“ segir
Sigrún, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum, um aðstoðina við flóttamenn.
Íslandshótel hafa gefið rúm í
íbúðir handa flóttamönnum.
„Við vorum að endurnýja öll
rúm í turninum og þá datt mér í
hug hvort það væri ekki hægt
að bjóða þau,“ segir Salvör Lilja
Brandsdóttir, hótelstjóri Grand
Hótel. „Þetta eru auðvitað ágæt
rúm þótt við viljum hafa þau
enn betri hér. Þau rúm sem líta
flekklaus út fara til flótta-
manna. Þetta eru rúm af 200
herbergjum svo þetta er mikið
magn.“
Hún segir að þau hjá hótel-
keðjunni séu ánægð að geta
lagt eitthvað af mörkum. „Við
erum líka að skoða hvort það sé
til borðbúnaður eða annað sem
gæti komið sér vel fyrir aðra.“
Rúm af 200
herbergjum
ÍSLANDSHÓTEL GÁFU RÚM