Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
ég fer bara í þetta“ og þetta var alveg
frábær tími, frábært fólk sem ég
kynntist þarna,“ segir Hlín sem lauk
BA-prófi 1997 og nam eftir það hag-
nýta fjölmiðlun við HÍ, nám sem nú
er búið að leysa upp og gera að MA-
námi í blaða- og fréttamennsku.
„Ég fór nú samt ekki strax í hag-
nýtu, ég fór fyrst að vinna hjá Fróða
og var þar í útkeyrslu, keyrði út [bók-
ina] Íslensk fyrirtæki og komst þá að
því að fleiri fyrirtæki en Íslendingar
eru á Íslandi,“ segir Hlín og hlær
dátt við tilhugsunina. „Svo fór ég
bara að keyra út Séð og heyrt í sjopp-
ur og eitthvað en öðlaðist svo gríð-
arlega reynslu í skjalahaldi í starfi
hjá Lloyd’s Register & Shipping sem
er svona skipaskoðunar- og vott-
unarfélag,“ heldur hún áfram, en nú
verðum við eiginlega bara að fara að
tala um kvikmyndir, plássið af skorn-
um skammti og tæpar átta mínútur
af upptöku eftir af nær endalausum
starfsferli Hlínar sem augljóslega er
kona með reynslu.
Beint í djúpu laugina
„Já, það hófst þannig að ég sótti
um hálfa stöðu á skrifstofu hjá upp-
rennandi kvikmyndafyrirtæki eins
og stóð í auglýsingunni,“ rifjar Hlín
upp og á við Zik Zak kvikmyndagerð
þar sem innsti koppur í búri var eng-
inn annar en Þórir Snær Sigurjóns-
son Sighvatssonar, skólabróðir þess
sem hér skrifar í garðbæsku grunn-
skólakerfi fyrir löngu og þekktur
vandræðagemsi í augum margra
kennara þar. Úr Þóri rættist þó held-
ur betur með tímanum, enda gull af
manni. Hinn eigandi Zik Zak var
Skúli Fr. Malmquist.
„Svo reyndist þetta nú bara 150
prósent vinna, maður var kominn
beint í djúpu laugina, þarna voru
tveir ungir menn sem höfðu komið ár
sinni fyrir borð meðal annars með því
að gera kvikmyndina Fíaskó með
Ragnari Bragasyni. Ég byrjaði bara
að raða og flokka og átta mig á hlut-
unum og svo unnum við saman í rúm-
an áratug,“ segir Hlín af starfinu hjá
Zik Zak. „Þórir Snær reyndist mér
mjög vel og það er mikill akkur í því
fyrir okkur íslenska kvikmyndagerð-
armenn að hafa menn eins og hann
innanborðs, Þórir er núna yfir Scan-
box sem er öflugt og glæsilegt dreif-
ingarfyrirtæki á norrænan mæli-
kvarða og hefur einnig verið að
framleiða frábærar myndir,“ heldur
hún áfram.
Ætlaði ekki að daga uppi
Zik Zak framleiddi meðal annars
myndina Nóa albínóa sem margir
lesendur minnast ef til vill. „Þetta var
mjög erfitt tímabil, óvissuástand og
erfitt peningalega og ég man að ég
hugsaði með mér að ég ætlaði ekkert
að daga uppi hjá einhverju fyrirtæki
sem væri að fara á hausinn, nýbúin
með háskólanám og svona. Ég komst
svo upp í fjöll í Dóminíska lýðveldinu
gegnum Pétur Guðjónsson hjá Húm-
anistahreyfingu Íslands til að láta
gott af mér leiða, en kynntist þar líka
mjög undarlegum hollenskum
náunga sem seldi kaffi, kakó, romm,
vindla og kerti í túristabúðir og ég
fór að vinna fyrir hann norður í landi
þarna í Dóminíska og var þar þangað
til í maí 2003.
Þá fór ég aftur til Zik Zak og var
þar heillengi, hætti þar 2011 eða ’12,
ég kom að kvikmyndunum Eldfjall
og Svartur á leik sem voru gerðar á
þessum tíma,“ segir Hlín sem gekk í
kjölfarið til samstarfs við Birgittu
Björnsdóttur. „Við framleiddum
nokkrar myndir saman og er þar lík-
lega þekktust Svanurinn sem kom út
2017. Frá 2013 var ég deildarstjóri
við Kvikmyndaskóla Íslands og
kennari og hef tengst þeim skóla síð-
an þá. En ég ætlaði samt árið 2017 að
hætta að vinna í bíó og hóf meistara-
nám um norðurslóðamál. En það var
flókið, kennslan var á Akureyri og
auk þess var ég farin að fá fyrir-
spurnir um að framleiða bíómyndir,
átti líka tvö börn og heimili í Reykja-
vík og komin með hund svo þetta datt
bara upp fyrir,“ segir Hlín og hlær
glettnislega.
Meira komst einfaldlega ekki fyrir
í dagskrá konu sem, er þarna var
komið sögu, var auk framangreinds
búin að stofna norðurslóðavefinn
jonaa.org, eða Journal of the North
Atlantic and Arctic, ásamt Vilborgu
Einarsdóttur, ritstjóra og framleið-
anda, en þær tvær framleiddu sam-
norræna verkefnið Menningar-
viðburð Norðurlandanna 2014 fyrir
Norræna menningarsjóðinn og eru
framleiðendur Dansandi línu, heim-
ildarmyndar sem Friðrik Þór Frið-
riksson er að leikstýra. Þá hefur Hlín
um árabil gegnt formannshlutverki í
ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjón-
varpsakademíunni. En hvað gera þá
þessir frægu framleiðendur, spurn-
ing sem varpað var fram í upphafi
viðtals.
Nokkur ár af lífi þínu
„Þeir eru í raun alfa og ómega
hverrar myndar í þeim skilningi að
gera hana að veruleika, við skulum
bara hafa það á hreinu, enda vita það
nú flestir sem vinna við þetta,“ segir
Hlín og enn hljómar dillandi hlátur
hennar. Ekkert verkefni sé án fram-
leiðanda og það sé í raun hann sem
færir áfram hugmyndina sem fyrst
kviknar með handriti, jafnvel bók.
„Við erum kannski með handritshöf-
und sem er kominn eitthvað áleiðis
og okkur líst vel á. En einnig verður
„Svakalega ávanabindandi“
- Framleiðendur alfa og ómega hverrar myndar - Kynntist mjög undarlegum hollenskum náunga
- Luku tökum á lokametrunum fyrir faraldur - Saga af ferðalagi með látna móður nýjasta stykkið
Ljósmynd/Guðbjörg Sigurðardóttir
Einvalalið „Þetta er á frumsýningu á Svaninum í Toronto árið 2017. Það er mjög jákvætt og gott að fá frumsýningu í Toronto sem er ein af aðalhátíðunum í
heiminum,“ útskýrir Hlín sem hér er stödd á sviðinu í Kanada ásamt aðstandendum myndarinnar sem Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrði.
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Framleiðandinn Ein af fáum ljósmyndum af Hlín við gerð Skjálfta. „Ég er
virkilega og kirfilega mikið á bak við tjöldin í mínum verkefnum,“ segir hún.
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Settið Tómas Örn Tómasson, frammi á gangi Gunnhildur Helgadóttir og
Egill Gestsson, Tinna Hrafnsdóttir og Aníta Briem við borðið. Skjálfti.
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Hvað áttu að titla mig? Ja, ég er
kvikmyndaframleiðandi, búin að
starfa við það svo lengi að ég veit
ekki hvað annað ég ætti að kalla mig,
er það nóg fyrir þig?“ spyr Hlín Jó-
hannesdóttir, framleiðandi hjá Pega-
sus, en Hlín hefur sannarlega marga
fjöruna sopið við framleiðslu ís-
lenskra kvikmynda, hún starfaði um
árabil hjá framleiðslufyrirtækinu Zik
Zak kvikmyndum en rekur auk þess
eigið fyrirtæki, Ursus Parvus, og er
framleiðandi kvikmyndarinnar
Skjálfta þar sem rakin er harmsaga
ungrar konu sem glímir við flogaveiki
og minnisglöp.
Morgunblaðinu lék forvitni á hvað
þessir framleiðendur geri eiginlega,
fólkið sem er nafngreint við upphaf
og endi hverrar kvikmyndar en sést
þó sjaldnar í fjölmiðlum baðandi sig í
kampavíni og sveiflandi gylltum Ósk-
arsstyttum einhvers staðar í útlönd-
um. Sannarlega fólkið bak við tjöldin
en þó yrðu engar kvikmyndir til án
framleiðendanna, þessara burðarása
iðnaðarins. Meira um það hér síðar í
viðtalinu en hver er þessi Hlín eigin-
lega?
Heimspekisinnaður femínisti
„Ég er nú bara fædd í Reykjavík
1973, er lengst af í grunnskóla í Öldu-
selsskóla í Breiðholti en bjó nú samt
tvö ár í Hveragerði þegar pabbi tók
við lyfsölu í Ölfusi og var þar 1985 til
’87,“ segir Hlín sem er dóttir tveggja
ísfirskra lyfjafræðinga, Jóhannesar
Finns Skaftasonar heitins og Huldu
Bjargar Sigurðardóttur sem auk
þess að vera bara lyfjafræðingur er
„heimspekisinnaður femínisti og
lyfjafræðingur“ ef marka má yfirlýs-
ingar á bloggsíðu hennar.
„Við fluttum svo aftur í gamla hús-
ið okkar í Breiðholti, pabbi tók við
Reykjavíkurapóteki og rak það til
loka síns starfsferils. Svo fór ég í MH
sem var góður tími, kom þar meðal
annars að rómaðri uppfærslu Rocky
Horror [Picture Show] sem Páll Ósk-
ar [Hjálmtýsson] leiddi svo glæsi-
lega,“ heldur Hlín áfram og blaða-
mann rámar sannarlega í það
stórvirki innan um MORFÍS-keppnir
og landabrúsa framhaldsskólalífsins
um og eftir 1990.
Hlín varð stúdent frá MH og fór
svo í mannfræði við Háskóla Íslands.
„Ég ætlaði alltaf í sálfræði en svo var
bara fullt í sálfræðina þannig að ég
fletti bara félagsvísindahlutanum í
námskrá HÍ og þegar ég sá mann-
fræðina hugsaði ég bara með mér „æ,