Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 24
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Skipstjórinn stendur í brúnni og er
stoltur af sínu. „Dettifossinn nýi er
besta skip sem ég hef nokkru sinni
kynnst,“ segir Ríkharður Sverr-
isson og í augum bregður fyrir
bliki. Af Skansinum í Þórshöfn í
Færeyjum má fylgjast með ferðum
stórskipsins sem skríður ljúft með
landi að bryggju. Á sundinu við
Nólsey mætast keppinautar; Detti-
foss Eimskipafélagsins og Helga-
fellið að koma frá Danmörku og
siglir til Runavikur, þar sem af-
greiðsla Samskipa er. Eimskip er
aftur á móti á sínum fasta pósti í
Þórshöfn. Á öllum tímum hafa Fær-
eyjar verið einn af lykilstöðunum í
flutninganeti félagsins þangað sem
skipin flytja aðföng og afurðir frá.
Grænland er fyrst
og síðan Evróputúr
Þrjú skip sigla hina Rauðu leið
Eimskips; það er Dettifoss, Brúar-
foss og Tukjuma Arctica sem er í
eigu grænlenska félagsins Royal
Artic Line (RAL). Eimskip og
Grænlendingarnir eru í samsigl-
ingum um þessa áætlun, í samstarfi
sem hefur gilt í um tvö ár. Þegar ný
áhöfn kemur í skip í Reykjavík á
þriðjudegi er Nuuk fyrst á dagskrá,
en að sigla þangað og aftur heim
tekur eina viku. Strax á eftir kemur
tveggja vikna Evróputúr.
Fyrsta stopp í túrnum langa er
Reyðarfjörður. Svo er lagt á Atl-
anthafið og fyrsta stoppið þá er
Þórshöfn í Færeyjum þangað sem
er komið síðdegis á föstudegi.
Næsta koma Árósar í Danmörku,
þá Álaborg og svo Helsingborg í
Svíþjóð. Komið á föstum tíma í
hverja höfn og stífri áætlun haldið.
Frá Færeyjum er fiskur, svo sem
eldislax, uppistaðan í fraktinni, en í
viðkomu þar á heimleið til Íslands
er almenn neysluvara fyrir eyja-
skeggja í mörgum gámum. Einnig
er sóttur kostur fyrir Grænlendinga
í gegnum RAL, þótt mest af því
sem skipin á rauðu leiðinni flytja
fari auðvitað til Íslands. Skipin sem
sigla Gulri leiði hjá Eimskip koma
einnig við í Þórshöfn á leiðinni út.
Koma þá fyrst við í Vestmanna-
eyjum og svo Færeyjum, en halda
halda síðan áfram til Evrópu með
fyrsta stoppi í Immingham í Bret-
landi.
Gamli og nýi tíminn
mætast í Þórshöfn
„Mér finnst alltaf gott að koma
hingað til Færeyja, Þórshöfn er fal-
legur bær þar sem gamli og nýi
tíminn mætast,“ sagði Ríkharður
skipstjóri sem Morgunblaðið hitti
þar ytra í síðustu viku. „Siglingin
yfir hafið nú gekk eins og í sögu og
því fylgir alltaf sérstök stemning að
sjá eyjarnar rísa úr hafi. Komum þá
fyrst að Fugley og Svíney, en nú
förum við austan við eyjarnar og
komum þá leið inn til Þórshafnar.
Eftir að hafa siglt þessa áætlun í
bráðum tuttugu ár verður hver ferð
þó annarri lík. Frá því Covid skall á
höfum við til dæmis tæpast farið frá
borði í höfnum, en nú þegar veiran
er í rénun verður breyting á því.
Eins er gaman eins og nú að fá góð-
an gest um borð,“ segir kapteinninn
og beinir orðum sínum til blaða-
manns.
Óveður og ísjakar
Dettifoss og Brúarfoss komu ný
inn í skipastól Eimskips fyrir um
tveimur árum. Skipin eru 26.169
brúttótonn; búin öllum bestu tækj-
um og vel er fyrir öllu séð. Meðal
annars er skipið sérstaklega styrkt
til siglinga á Norður-Atlantshafi, á
þungum rúmsjó þar sem margt þarf
að hafa í huga.
„Ég hef verið til sjós mjög lengi
en man ekki eftir eins miklum
sviptingum í veðri og verið hafa á
síðustu mánuðum. Þetta er minn al-
versti vetur til sjós. Núna í mars
við Grænland lentum við í djúpri
lægð suður af Hvarfi. Sú var 932
millibör og vindur fór í 50 metra á
sekúndu. Þá hefur verið mikið um
ís við Grænland í allan vetur, meðal
annars borgarísjaka sem brotna frá
jöklinum og rekur út. Um þetta má
með almennum orðum segja að öfg-
ar í veðráttu eru nú á allra síðustu
árum mun meiri en áður var. Auð-
vitað liggur beint við að segja þetta
áhrif hnattrænnar hlýnunar í and-
rúmsloftinu, þótt ég geti auðvitað
ekkert fullyrt um slíkt.“
Siglingin heldur áfram
Sem unglingur var Ríkharður
Sverrisson sendill á Morgunblaðinu
sumarlangt og minnist þess sem
skemmtilegs tíma. Eins og hefðin í
fjölskyldunni bauð fór okkar maður
til sjós; var munstraður sem messi
á einum Fossanna vorið 1973 og
með því var teningunum kastað.
Háseti, stýrimaður og nú síðast
skipstjóri. Á Dettifossi tekur hann
sem skipstjóri annan hvern túr á
móti Kristjáni Ólafssyni.
Ríkharður stígur ölduna, verður
senn 65 ára og kemur í land eftir
tvö ár. „Þótt skipin verði æ betri og
tæknin meiri þá er farmennskan í
sjálfu sér alltaf eins. Íslendingar
eiga allt sitt undir sjóflutningum og
verða að halda sínum hlut þar. Sigl-
ingar ráða sjálfstæði þjóða. Sem
skipstjóri hef ég reynt að vera
sanngjarn við mína menn í áhöfn-
inni, svo mórall sé í lagi og hlutir
gangi vel. Siglingin heldur enda-
laust áfram,“ segir skipstórinn á
Dettifossi að síðustu.
Rísa úr hafi
- Dettifoss besta skipið - Alltaf stopp
í Færeyjum - Veðrið áberandi vont í
vetur - Ríkharður á rauðu leiðinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skipstjóri Íslendingar eiga allt sitt undir sjóflutningum og verða að halda sínum hlut þar. Siglingar ráða sjálfstæði
þjóða, segir Ríkharður Sverrisson skipstjóri. Hann hefur verið á Fossum Eimskipafélagsins allt frá árinu 1973.
Sjór Bundinn er bátslaus maður, segir færeyskt máltæki. Flest þar í landi þarf að fara sjóleiðina. Á myndinni til
vinstri er Dettfoss við bryggju í Þórshöfn, en ofar á myndinni til hægri er ferjan Smyrill sem siglir til Suðureyjar.
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til og með 9. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá
sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið.
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir
fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru.
Heimili&
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 13. maí
Tíðarfar var hagstætt í nýliðnum
apríl. Mánuðurinn var hægviðra-
samur og hlýr um allt land. Ekki
hefur verið jafn hægviðrasamt í
apríl síðan árið 1989, eða í 33 ár.
Þetta voru vissulega mikil umskipti
frá hinum illviðrasama vetri.
Í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar
kemur fram að meðalhiti í Reykja-
vík var 5,1 stig. Það er 1,5 stigum
yfir meðallagi áranna 1991 til 2020
og 1,2 stigum yfir meðallagi und-
anfarins áratugar. Raðast mán-
uðurinn í 10. sæti af 152 mældum
aprílmánuðum í Reykjavík. Með-
alhitinn var 4,4 stig á Akureyri, eða
1,8 stigi yfir meðallagi tímabilsins
1991 til 2020 og 1,4 stigum yfir
meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykk-
ishólmi var meðalhitinn 4,0 stig og
á Höfn í Hornafirði var hann 4,6
stig.
Heildarúrkoma mánaðarins í
Reykjavík mældist 71,6 millimetr-
ar, eða 21% yfir meðallagi áranna
1991 til 2020. Á Akureyri mældist
mánaðarúrkoman 13,9 mm sem er
um helmingur af meðalmánaðar-
úrkomu aprílmánaðar árin 1991 til
2020. Síðast mældist jafnlítil apríl-
úrkoma á Akureyri árið 2008. Í
Stykkishólmi mældist úrkoman
33,8 mm í apríl.
Aprílmánuður var þungbúinn í
Reykjavík, en sólskinsstundir
mældust 135,0 sem er 30,1 stund
minna en í meðalaprílmánuði árin
1991 til 2020. Marsmánuður var
einnig þungbúinn í höfuðborginni
en sólskinsstundir mældust þá að-
eins 68,5, sem var 41,8 stundum
undir meðallagi. Sólskinsstundir
voru álíka margar á Akureyri
þennan mánuðinn, eða 134,7 stund-
ir. Það er 7,2 stundum yfir meðal-
lagi aprílmánaðar á Akureyri.
sisi@mbl.is
Apríl hægviðra-
samur og hlýr
- Enn var sólarlítið í höfuðborginni
Morgunblaðið/Eggert
Hlýindi Nýliðinn apríl var hlýr og
og nýttu hann margir til útiveru.