Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 26

Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Sýningarsalur Draghálsi 4 - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is T A K T IK 5 7 3 0 # Húsgögn fyrir kaffihús, bari og veitingastaði Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Unnið er að því að rífa gamla frysti- húsið miðsvæðis á Eskifirði, sem í eina tíð var stór vinnustaður og eitt af kennileitum bæjarins í áratugi. Unnið er að skipulagi fyrir svæðið, samkvæmt upplýsingum frá Fjarða- byggð. Þar er einnig tekið tillit til ofanflóðavarna í Grjótá, en unnið er að hönnun slíkra mannvirkja á veg- um Ofanflóðasjóðs. Stoðir undir atvinnulífið Hraðfrystihús Eskifjarðar, sem ber nú nafnið Eskja, var stofnað 8. maí 1944, eða fyrir tæpum 80 árum. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að skjóta stoðum undir atvinnu- líf bæjarins. Fljótlega eftir stofnun var hafist handa við byggingu frystihúss og hófst vinnsla þar 1947. Undir lok árs 2007 var vinnslu og frystingu á bolfiski hætt í frystihús- inu við Strandgötu. Eskja hefur síð- ustu ár lagt megináherslu á veiðar og vinnslu á uppsjávartegundum og rekur m.a. fullkomið uppsjávar- frystihús innar í bænum. Fyrir þremur árum gerðu Eskja og sveitarfélagið Fjarðabyggð samning, sem meðal annars fól í sér niðurrif á fasteignum við Strand- götu 38, 38A, 40 og 42 á Eskifirði. Sveitarfélagið eignaðist lóðirnar en Eskja annast niðurrif. Búið er að rífa verbúð og frystiklefa og nú er verið að rífa sjálft frystihúsið. Páll Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Eskju, gerir sér vonir um að nið- urrifi ljúki í þesum mánuði og þá verði lóðirnar afhentar bænum. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um nýtingu svæðisins við Strandgötu, sem auk fyrrnefndra lóða neðan Strandgötu tekur til Eskjutúnsins svokallaða, og fleiri lóða ofan Strandgötu. Saga Eskifjarðar Freska eftir Baltasar Samper var á stafni frystisgeymslunnar. Um er að ræða 50 fermetra listaverk, sem sett var upp 1990. Verkið var tekið niður áður en frystiklefinn var rif- inn og sett í geymslu innanhúss. Páll segir að listaverkið þarfnist lagfæringar, en óskastaðan sé að setja verkið upp annars staðar á Eskifirði. Ekkert hafi enn verið ákveðið í þeim efnum. Verkið var afhjúpað 17. júní 1990, en þremur dögum áður var m.a. haft eftir Aðalsteini Jónssyni, for- stjóra Hraðfrystihússins, í Morg- unblaðinu að verkið lýsti sögu Eski- fjarðar og yrði stolt bæjarins. Baltasar sagði að þetta væru 15 myndir sem mynduðu eina heild og greindu frá fortíð og nútíð Eski- fjarðar Kennileiti hverfur á Eskifirði - Unnið að niðurrifi á gamla frystihúsinu í miðbænum - Freska Baltasars komin í geymslu Ljósmynd/Gungör Tamzok Eskifjörður Unnið er að skipulagsmálum í hjarta bæjarins og hafa ýmsir möguleikar verið nefndir eftir að frystihúsið á hafnarbakkanum hverfur. Ljósmynd/Gungör Tamzok Niðurrif Áætlað er að lokið verði við að rífa frystihúsið í maímánuði. Listaverk Freska Baltasars er nú í geymslu og þarfnast viðgerðar Heilsu- og hvatningarátakið hjólað í vinnuna var sett formlega af stað í gærmorgun við Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn í Reykjavík. Þetta er tuttugasta skiptið sem átakið fer fram en því er ætlað að vekja at- hygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Mættu þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverf- isstofnunar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, Ingvar Ómarsson hjólreiðakappi og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, á opnunina og tóku svo stuttan hjólatúr. Vinnustaðakeppni Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands (ÍSÍ) stendur fyrir verkefninu sem tekur þrjár vikur eða til 24. maí og á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og hjóla, ganga eða nota annan virkan ferða- máta. Samhliða almennu átaki er einn- ig í gangi vinnustaðakeppni, en þar er fyrst og fremst keppt um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna á vinnu- staðnum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hljólað Átakið hjólað í vinnuna var sett í gærmorgun. Hjólað í vinnuna í tuttugasta skipti - Heilsuátakið stendur yfir í þrjár vikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.